Alþýðublaðið - 19.07.1989, Síða 7
Miðvikudagur 19. júlí 1989
7
UTLOND
Einu sinni var • • •
áður en þær fengu leyfi til að ger-
ast kennarar. Hinir háu herrar
þeirra tíma sögðu ástæðuna vera
þá, „konur skortir hæfileika til að
hugsa kerfisbundið og rökrétt"!
Þegar Stórþingið samþykkti
loksins, á öldinni sem leið að
sleppa konum inn í skólana, var
það á þeim forsendum að með þvi
bættist kennarastéttinni við: „nýr
og tiltölulega ódýr vinnukraftur"
því auðvitað var launum þeirra
haldið í algjöru lágmarki.
Svo er fyrir að þaka, skrifar
Einar Ness, að það kom að því, að
norsk yfirvöld fóru að gera sér
ljósa hina miklu þýðingu mennt-
unar. Á kreppuárunum voru sett
ný skólalög, sem tryggðu öllum
börnum í Noregi 9 ára skóla-
skyldu — og jafn framt réttindi til
12 ára skólasetu.
í bókinni „Det var en gang“,
segir Einar Ness frá hlutskipti
barna, sem féllu ekki inn í venju-
legt mynstur, voru „öðruvisi".
Þau sem voru andlega fötluð voru
venjulega kölluð fávitar og árum
saman voru skólar fyrir þessi
börn svo og blind börn og heyrn-
arskert kallaðir lavitahæli. Þetta
breyttist sem betur fer, með lögum
Stórþingsins sem hljóðuðu á þá
■ leið, að allt yrði gert til að auka
þekkingu og sálfstæði þessara
barna. Ekki fer heimurinn versn-
andi á öllum sviðuni.
(Arbeiderbladet. Stytt.)
INGIBJÖRG
ÁRNADÓTTIR
Fyrir um það bil 250 árum, þegar Noregur var fátœkt bœnda-
samfélag og þjóðin var hvorki frjáls né fullvalda, varþað lög-
legt að taka „óhlýðin“ börn af lífi.
Norskur skólamaður, Einar Ness hefur í þrjú ár unnið að
samantekt um skólamál í Noregi frá árinu 1739, þegar
danski konungurinn Kristján sjötti lét það boð út ganga að
öll norsk börn ættu að ganga í skóla.
í þessu riti gefur að líta ýmislegt
sem erfitt er fyrir nútímafólk að
skilja eða kyngja. Höfundurinn
segir frá því að fram til ársins 1842
var leyfilegt að aflifa börn sem
voru með „uppsteit" við sér eldri.
„Vond börn“ var leyfilegt að setja
í tukthús, til þess að „temja“ þau.
Á þessum árum voru 12 ára börn
látin vinna 10—12 tíma á hverjum
degi utan skólatíma. Sem dæmi
rná nefna að helntingur verka-
fólks í tóbaksverksmiðjunum
voru unglingar og börn innan 15
ára aldurs.
Kennarar áttu að slá nemendur
með lófunum, ekki með kreppt-
um hnefa — eða þá með þar til
gerðum renning — ef þeim fannst
ástæða til að hegna nemendum á
„mildan hátt“...
Meðferð á konum, segir Einar
Ness vera skammarblett í norskri
skólasögu. Það leið langur tími,
Þessi mynd er tekin i tigulsteina-
verksmiöju i Kristiania i Noregi
ca. 1880. Meiri hluti vinnuafls voru
konur og börn og börnin þurftu oft
að vinna 12—15 tíma dag hvern,
utan skólatima.
SJÓNVARP
Stöð 2 kl. 17.30
Thornwell
Bandarísk sjónvarpsmynd, gerð
1981, leikstjóri Harry Moses, aðal-
lílutverk Glynn Turman, Vincent
Gardenia, Craig Wasson, Howard
E. Rollins, Jr.
Myndin byggir á sannsögulegum
heimildum um líf blökkumannsins
Thornwell. Hann gegnir herþjón-
ustu í Frakklandi og er þar settur í
herfangelsi án þess að gera sér
nokkra grein fyrir ástæðunni. í
fangelsinu má hann búa við bæði
andlegar og líkamlegar misþyrm-
ingar, þannig að hann verður aldrei
heill eftir. Meðal annars er stíft
haldið að honum eiturlyfinu LSD.
Sextán árum eftir að hann er Iátinn
laus fær hann tækifæri til að lesa
þúsund síðna skýrslu um mál sitt og
við þann lestur verður honum ljóst
að við svo búið má ekki una. Hann
ræður sér lögfræðing og ætlar að
sækja herinn til saka fyrir meðferð-
ina. Saga þessa hermanns var fyrst
gerð sem 60 mínútna heimildar-
mynd en síðar kom þessi leikfærða
gerð hennar. Myndin þykir ofar
meðallagi.
Sjónvarpiö kl. 21.35
Hún setti svip
á bæinn
(Jessica)
Frönsk/ítölsk/bandarísk bíómynd,
gerð 1962, leikstjóri Jean Negul-
esco, aðalhlutverk Angie Dickin-
son, Maurice Chevalier o.fl.
Myndin er í léttum dúr eins og
menn segja gjarna og eiga þá vænt-
anlega við að myndin sé pínu fynd-
in en ekki drep. Segir annars af fag-
urri konu sem er búsett í litlu þorpi
á Ítalíu ásamt eiginmanni sínum.
Hann deyr og hún ákveður að verða
um kyrrt. Hún er sem fyrr segir fög-
ur, auðvitað Ijóshærð, og allir ítal-
arnir, dökkir á brún og brá girnast
konu þessa ákaflega. Það veldur
ítölsku konunum leiðindum og þær
ákveða að eiga ekki fleiri börn, rétt
eins og í Lýsitrötu um árið, og ná sér
þannig niður á mönnum sínum —
og konunni ljóshærðu því hún er
ljósmóðir. Konan fagra er hinsveg-
ar barnlaus og vill gera eitthvað í
því. Maurice Chevalier leikur
þorpsprestinn og ekki verður séð í
fljótheitum hvernig hann kemur við
þessa sögu. En það er annað mál.
Myndin lendir nokkuð fyrir ofan
miðju á smásmugulegum skala
kvikmyndagagnrýnenda.
Stöö 2 kl. 21.40
Bjargvætturinn
(Equalizer)
Bandarísku spennumyndaflokkur
um mann sem hefur að atvinnu að
hjálpa fólki sem á í erfiðleikum
með alls kyns glæpalýð. Þetta er
hálfgert ofurmenni, eða á að
minnsta kosti að vera það, en reynd-
ar þjást handritshöfundarnir af
hugmyndafátækt og aðalleikarinn
af heilsuleysi, svo hann getur eigin-
lega ekki beitt sér sem skyldi sem
verður að teljast afar vafasamt fyrir
mann sem á að leiku hetju af þess-
ari gerð.
Stöö 2 kl. 23.10
Æskuminningar
(Brighton Beach Memoirs)
Bandarísk bíómynd, gerð 1986,
leikstjóri Gene Saks, aðalhlutverk
Blythe Danner, Bob Dishy, Brian
Dillinger, Lisa Waltz■
Myndin byggir á æskuminningum
hins fræga leikrita- og handritahöf-
undar Neil Simon og lýsir myndin
tveimur fjölskyldunt sem búa undir
sama þaki í Brooklyn, New York,
árið 1937. Myndin er gerð eftir sam-
nefndu leikriti Simons, sem lengi
gekk og var vinsælt í Bandaríkjun-
um. Myndin þykir standa ofar með-
allagi þrátt fyrir að hún sé ekki jafn
fáguð og leikritið og hlutverkaskip-
anin vakti nokkra furðu þeirra sem
um myndina hafa fjallað. Annars á
þetta að vera þokkaleg skemmtan,
lágvær húmor blandast hversdags-
málum venjulegs fólks á oft ágætan
hátt hjá Neil Simon og þarna er
væntanlega engin undantekning á.
£jÍlSTÖÐ 2
17.50 Sumar- . glugginn. Endur- sýning. 16.45 Santa Barbara. 17.30 Thornwell. Sannsöguleg kvik- mynd.
1800 18.45 Táknmáls- (réttir. 18.55 Poppkorn.
1900 19.20 Svarta naðran (10). 19.50 Tommi og Jenni. 20.30 Grænir fingur (13). 20.45 Sveppir. Ný, þýsk heimildamynd um sveppi. 21.30 Steinsteypu- viðgerðir og varnir (3). Hreinsun stein- steypu með há- þrýstiþvotti. 21.35 Hún setti svip á bæinn ((Jessica). Frönsk-itölsk- bandarisk mynd i léttum dúr frá árinu 1962. 19.19 19:19. 20.00 Sögur úr Andabæ. 20.30 Stöðin á staðnum. í kvötd heimsækjum vió Isafjörð. 20.45 Falcon Crest. 21.40 Bjargvættur- inn. 22.30 Tiska.
2300 23.00 Ellefufréttir. 23.10 Hún setti svip á bæinn, framh. 23.35 Oagskrárlok. 23.00 Sögur að handan. 23.25 Æskuminn- ingar (Brighton Beach Memoirs). Sjá umsögn. 01.10 Dagskrárlok.