Alþýðublaðið - 05.09.1989, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 05.09.1989, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 5. sept. 1989 6 Minning Marta F. Biörnsdóttir F. 15. 11. 1926 — D. 24. 08. 1989. m Sumir kvedja, og sídan ekki söguna meir. — Aðrir med söng, er aldrei deyr. (Þorsteinn Valdimarsson.) Þessar línur úr ljóði Þorsteins Valdimarssonar „Ingi Lár“ gætu eflaust verið grafskrift margra ljóð- og tónelskra íslendinga. Á þessari stundu finnst mér eins og þær hafi verið ortar til minn- ingar um Mörtu Björnsdóttur, vin minn, félaga og samherja í nær þrjá áratugi, sem ég kveð nú hinstu kveðju. Að hafa átt Mörtu og Magnús eiginmann hennar að nánum vin- um öll þessi ár er dýrmætara en hægt er að tjá í fátæklegum orð- um. Allan þennan tíma hef ég verið þiggjandinn. Þegið hlýju, um- hyggju og vináttu, en gefið svo grátlega lítið í staðinn. Það má með sanni segja að Marta hafi kvatt okkur vini sína og fjölskyldu með „söng, er aldrei deyr“. Að fylgjast með baráttu hennar við dauðamein síðustu mánuðina og vikurnar, óbilandi kjark og æðruleysi og finna sömu umhyggj- una og hlýjuna og venjulega streyma frá henni í orðum og við- móti er „söngur, er aldrei deyr". Marta Björnsdóttir fæddist á ísa- firði 15. nóvember 1926, dóttir hjónanna Ingveldar Hermanns- dóttur og Björns Björnssonar, verkstjóra. Hún var yngst fimm systkina en þau eru Guðrún Elísabet, Herdís, Ólafur og Hermann. Hún gekk í skóla á ísafirði og iauk gagnfræðaprófi frá Gagn- fræðaskóla ísafjarðar. Að prófi loknu hóf hún störf hjá Pósti og síma á Borðeyri en fór síðan aftur til ísafjarðar og lauk prófi frá Hús- mæðraskólanum Ósk. Síðar fluttist hún til Reykjavíkur og hóf störf hjá Pósti og síma. Þar kynntist hún eftirlifandi eigin- manni sínum Magnúsi H. Magnús- syni sem einnig starfaði hjá Pósti og síma og gengu þau í hjónaband 23. nóvember 1951. Marta og Magnus reistu heimili í Reykjavík en árið 1956 fluttust þau til Vestmannaeyja þar sem Magnús tók við stöðvarstjórn Pósts og síma. Upp frá því urðu þau bæði áber- andi í bæjarlífinu, hann á sviði bæjarmála og landsmála sem bæj- arfulltrúi, bæjarstjóri, þingmaður og ráðherra en Marta ein af burð- arásunum í starfi Leikfélags Vest- mannaeyja. í starfinu hjá leikfélaginu komu vel í ljós listrænir hæfileikar henn- ar, sem hún flíkaði þó ekki dag- lega. Fyrir utan ágæta leiklistarhæfi- leika var hún afar tónnæm, hafði yndi af góðri tónlist og lék gjarnan sjálf undir söng í góðra vina hópi. Hún hafði yndi af lestri bóka, las allt milli himins og jarðar og var hafsjór af fróðleik um ólíkustu hluti. Þau Marta og Magnús reistu sér hús að Túngötu 3 í Vestmannaeyj- um og í Vestmannaeyjum ólust börn þeirra fjögur upp til fullorð- insára, en þau eru: Sigríður meina- tæknir, Páll fréttastjóri, Björn Ingi tölvunarfræðingur og Helga Bryn- dís píanóleikari. Fyrir um það bil ári var ljóst að Marta var með krabbamein. Með óbilandi skapstyrk og traustum stuðningi fjölskyldu og vina hóf hún baráttu fyrir lifi sínu, baráttu sem lauk aðfaranótt hins 24. ágúst, einhvers fegursta dags þessa sunnlenska sumars. Þannig, eins og þessi heiðríki og fagri dagur, geymist minningin um Mörtu Björnsdóttur í huga okkar sem áttum hana fyrir vin. Elsku Magnús, ég bið Guð að styrkja þig, fjölskyldu þína og alla ástvini í sorg ykkar. Það er huggun harmi gegn að kvatt var með söng, er aldrei deyr. Reynir Guðsteinsson í dag er til moldar borin Marta F. Björnsdóttir. Marta lést eftir hetjulega baráttu við erfiðan sjúkdóm, sem lækna- vísindin standa enn ráðþróta gegn. Þó að vitað hafi verið í nokkurn tíma, að hverju stefndi, fór samt svo, að okkur hjónum var brugðið þegar við fréttum af láti Mörtu. Við urðum þeirrar gæfu aðnjót- andi, að eiga samleið með heið- urshjónunum Mörtu og eigin- manni hennar Magnúsi H. Magn- ússyni. Þau kynni verða okkur ógleymanleg og voru svo sannar- lega lærdómsrík. Leiðir okkar lágu saman vegna afskipta af stjórnmálum, þar sem við unnum að veg jafnaðarstefn- unnar fyrir Alþýðuflokkinn. Margar glaðar stundir og einnig nokkrar daprar upplifðum við saman, en það var sama á hverju gekk alltaf var Marta tilbúin með brosið sitt og hughreystingar, þeg- ar ekki gekk sem skyldi. í gegnum súrt og sætt stóð hún með manni sínum, sem háði marga hildi á stjórnmálasviðinu, sem nýttist samfélaginu til góðs. Heimili þeirra hjóna bar svip af myndarbrag húsmóðurinnar, og gestrisnin var mikil, þegar gesti bar að garði. Það var sama hvernig stóð á, alltaf var stutt í brosið og grínið. Marta lét lengi vel til sín taka hjá Leikfélagi Vestmannaeyja og átti það vel við skapgerð hennar, að leika þar í fjölmörgum verkum. Þar er hún meðal annars ógleymanleg þegar hún lék eina af kerlingunum í „Þokunni" þar sem hún fór á kostum með hinum kerlingunum tveim. Já það eiga margir ógleyman- legar minningar um Mörtu, hvort heldur um er að ræða úr leikhúsi lífsins eða öðrum. Minningarnar eru góðar og vilj- um við þakka fyrir að leiðir okkar skuli hafa legið saman. Við biðjum algóðan Guð að varðveita góðan vin, sem við kveðjum nú með söknuði. Magnús og fjölskylda, um ieið og við samhryggjumst ykkur biðj- um við góðan Guð að veita ykkur styrk og blessun í sorg ykkar. Þuríður Kristín Kristleifsdóttir og Guðundur Þ.B. Ólafsson Hún Marta er dáin. Þessi fregn barst til Eyja 24. ágúst sl. Okkur setti hljóða, en enginn má sköpum renna. Hún var búin að heyja harða og erfiða baráttu. við þann sjúkdóm er dró hana til dauða. Ég tel það forréttindi að telja okkur hjón í þeim hópi er kynnt- ust Mörtu og áttum hana að vini. Hún var sannur vinur vina sinna bæði í sorg og gleði. Marta var sterkur persónuleiki, sem við kynntumst oft, en þó best er eldgosið hrakti okkur frá Heimaey. Þá stóð hún eins og klettur við hlið Magnúsar, manns síns, og studdi hann með ráðum og dáð, en eins og allir Eyjaskeggj- ar vita, voru þau hjón viss um að búseta yrði áfram í Eyjum og voru þau sameiningartákn okkar sem vildum heim. Marta var góð móðir og eigin- kona sem bjó manni og börnum sínum, gott og fallegt heimili, þar sem gestrisnin réði ríkjum. Hún unni tónlist og leiklist og öllu er bætt gæti mannlífið, hér á jörð. Hún trúði á líf eftir dauðann og er það huggun harmi gegn, að börn, eiginmaður, ættingjar og vinir, eigi eftir að hitta Mörtu á landi lif- enda, að leiðarlokum. Magnús, börn og tengdabörn og barnabörn, megi Guð styrkja ykk- ur nú og um alla framtíð. Um leið og ég kveð Mörtu, vil ég þakka Guði alla hennar tilveru á meðal okkar og ógleymanleg bros hennar, sem ylja mér um ókomna ævidaga. Unnur Guðjónsdóttir Við getum hvorki lengt líf okkar né breikkað það. — Við getum að- eins dýpkað það. Þegar við minnumst Mörtu Björnsdóttur, sem fallin er frá langt fyrir aldur fram, kemur okk- ur fyrst í hug hversu hjartahlý og einlæg hún var. Marta var ein þeirra kvenna sem fannst sjálfsagt að helga heimili, börnum og eiginmanni starfskrafta sína. Enda var það svo að hún stóð traust og óhagganleg við hlið manns síns í annasömu starfi hans hvort heldur var þegar hann var bæjarstjóri í Vestmanna- eyjum á miklum umbrotatímum, þegar jarðeldarnir geisuðu 1973, eða sem símstöðvarstjóri, þing- maður eða ráðherra. Hlýtur hin góða skapgerð Mörtu oft að hafa komið sér vel, því hún var þrátt fyrir langvarandi veik- indi, alla tíð uppörvandi og mikill baráttumaður fyrir framgangi jafnaðarstefnunnar. Kyrrðin er ekki á tindum fjall- anna, hávaðinn er ekki á torgum borganna. Hvorttveggja er í hjört- um mannanna. Marta var eðlisgreind og svo vel máli farin að hún gat í stuttri meitl- aðri setningu, lýst málefni á ljósan og myndrænan hátt. Við Alþýðuflokksfólk í Vest- mannaeyjum söknum nú góðs fé- laga, og hugur okkar allra dvelur hjá vini okkar Magnúsi á þessum erfiða tíma. Hann hefur ekki ein- ungis misst eiginkonu heldur líka sinn besta vin./ Fjölskyldunni allri vottum við okkar dýpstu samúð og ljúkum þessum orðum með gömlu minn- ingarljóði eftir Magnínu Jónu Sveinsdóttur, móður Magnúsar, sem lýsir hug okkar vel. Þín minning lifir Ijósi hjúpud björtu, því lidnir tímar flétta um hana krans, og nafn þitt geymist greipt í vina hjörtu med gulli rodnum stöfum kœrleikans. M.J.S. Kristjana Þorfinnsdóttir, Sólveig Adolfsdóttir, Elín Alma Arthúrsdóttir. SMÁFRÉTTIR Farandsýning í Regnboganum í tilefni af 50 ára afmæli Al- þjóðasamtaka kvikmyndasafna- FIAF hefur verið efnt til farand- sýninga á gömlum meistaraverk- um kvikmyndasögunnar, víðs- vegar að úr heiminum. Hér er um að ræða 10 myndir, sem kvikmyndasöfn hafa bjargað frá eyðileggingu og endurgerð. Nú er þessi sýning komin hingað til lands og dagana 6.—12 september gengst Kvik- myndasafn íslands fyrir sýning- um á myndunum í Regnbogan- um. Kvikmyndaunnendum gefst tækifæri til að sjá ýmis snilldar- verk allt frá upphafi kvikmynda- sögunnar. Við endurgerð mynd- anna hefur verið leitast við að ganga frá þeim sem næst upp- haflegri gerð. í sumum tilfellum eru t.d. svart/hvítar myndir litað- ar (tinted), eins og algengt var snemma á öldinni. Meðal þeirra mynda sem sýndar verða má nefna „Lost Horizon" frá 1937, í leikstjórn Frank Capra með Ron- ald Colman í aðalhlutverki, og Erotikon eftir Mauritz Stiller. Auk þessara sígildu verka verða sýndar kvikmyndir frá ýmsum þjóðlöndum, m.a. Nýja-Sjálandi, Argentínu, Finnlandi, Frakklandi og Ungverjalandi. Athygli skal vakin á því, að sumar þessara mynda verða sýndar aðeins einu sinni, segir í frétt frá Kvikmynda- sjóði íslands. Sundnám- skeið fyrir almenning í vetur mun íþrótta- og tóm- stundaráð standa fyrir nám- skeiðum í sundi fyrir almenning í Sundhöll Reykjavíkur. A þessum námskeiðum er ætlunin að kenna hvort tveggja þeim sem þurfa á grunnkennslu að halda svo og einnig þeim er vilja bæta við sig kunnáttu, læra skriðsund og fleiri sundaðferðir eða rifja upp kunnáttu. Jafnframt þessum námskeið- um verður sundleikfimi sem öll- um gestum Sundhallarinnar er boðin þátttaka í. Nánari upplýsingar eru gefnar í Sundhöll Reykjavíkur í síma 14059. Ættfræðinám- skeið hefjast á ný Nýtt starfsár er að hefjast hjá Ættfr^pðiþjónustunni, en undan- farin ár hefur hún staðið fyrir ættfræðinámskeiðum í Reykjavík og víðar um land. í september verður farið af stað með byrj- enda- og framhaldsnámskeið í Reykjavík, en þau standa í 5—7 vikur. Einnig verða haldin helgar- námskeið í Garðabæ, Búðardal og fleiri stöðum á landsbyggð- inni, þar sem næg þátttaka fæst. Á ættfræðinámskeiði fræðast menn m.a. um fljótvirkar og ör- uggar leitaraðferðir, fá leiðarvísa og yfirsýn um helztu heimildir og leiðbeiningar um gerð ættar- tölu og niðjatals. Þá fá þátttak- endur tækifæri til að þjálfast í verki við að rekja eigin ættir og frændgarð með afnotum af víð- tæku gagnasafn, m.a. kirkjubók- um um allt land, manntölum 1703—1930, ættartöluhandritum og útgefnum bókum. Leiðbein- andi á námskeiðunum er Jón Valur Jensson. Innritun er hafin hjá Ættfræðiþjónustunni í síma 27101. Nefnd fjallar um vátrygg- ingarstarfsemi Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra Guðmundur Bjarnason hefur skipað nefnd sem hefur það hlutverk að endurskoða lög um vátryggingastarfsemi. Lög nr. 50/1978 um vátryggingastarf- semi hafa verið í gildi í meira en áratug. í nefndinni eiga sæti: Sigmar Ármannsson framkvæmdastjóri, fulltrúi Sambands íslenskra tryggingafélaga, Jón Magnússon lögfræðingur, fulltrúi Neytenda- samtakanna, Bjarni Þórðarson tryggingafræðingur, Guðný Björnsdóttir lögfræðingur og Er- lendur Lárusson forstöðumaður Tryggingaeftirlitsins og er hann formaður nefndarinnar. Ritari nefndarinnar er Rúnar Guð- mundsson lögfræðingur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.