Alþýðublaðið - 05.09.1989, Qupperneq 8
MMMBLÍDIÐ
Þriöjudagur 5. sept. 1989
Jóhanna
heimsækir
Austurland
ÍSLAND
Hitastig í nokkrum jandshlutum kl. 12 í dag
Hitastig
iborgum
Evrópu
kl. 12
i gær
að íslenskum
tima.
Jóhanna Sigurðardóttir
félagsmálaráðherra heim-
sækir ýmsa staði á Austur-
landi dagana 6.-8. sept-
ember. I ferðinni verða
haldnir fundir með sveit-
arstjórnum og vinnustaðir
heimsóttir.
Ráðherra kemur við á Nes-
kaupstað, Eskifirði, Reyðar-
firði, Seyðisfirði og á Egils-
stöðum. A öllum stöðunum
verða viðtalstímar þar sem
fólki gefst kostur á að hitta
ráðherra að máli.
Tilgangur ferðarinnar er
nánar tiltekið að kynna
heimamönnum þau verkefni
sem verið er að vinna að á
vegum ráðuneytisins, svo
sem á sviði húsnæðismála og
sveitarstjórnarmála og að
kynnast viðhorfum heima-
manna á þessum stöðum.
Isfisksölur fyrstu átta mánuöina:
Minni sala
Fyrstu átta mánuði árs-
ins hefur selst um 5.000
tonnum minna af þorski úr
fiskiskipum á Bretlands-
markaði en á sama tíma-
bili í fyrra. Verðið er hins
vegar betra að meðaltali,
eða 0.91 pund fyrir kílóið
samanborðið við 0.89
pund á sama tíma í fyrra. í
íslenskum krónum hefur
meðalverðið farið úr 65,70
krónum fyrir kílíóið í 83,
08 krónur. Sala á karfa á
Þýskalandi hefur hins veg-
ar aukist um liðlega 3000
tonn milli ára og þar hefur
verðið einnig hækkað
verulega, eða úr 57,14
krónum kíióið í 75,69
krónur.
Þessar upplýsingar eru
en hærra verð
fengnar hjá Landssambandi
íslenskra útvegsmanna, sem
heldur yfirlit um ískfisksölur
íslenskra fiskiskipa. Að sögn
Vilhjálms Vilhjálmssonar hjá
LÍÚ hefur ívið hærra hlutfall
verið flutt út með skipum en
gámum en sama tíma í fyrra.
ísfisksölur fiskiskipa á Bret-
landsmarkaði hafa ekki verið
minni á sama tímabili síðustu
fjögur ár. Árið 1986 voru seld
rúmlega 23 þúsund tonn af
þorski, rúm 25 þúsund árið
1987 og rúm 24 þúsund fyrstu
átta mánuðina í fyrra. En sal-
an fyrstu átta mánuðina nú
var rúmlega 19 þúsund tonn.
Gengisþróunin hefur
reynst útvegsmönnum hag-
stæð, þvi meðalverðið hefur
haldist nokkuð stöðugt í
pundum talið, var 0,86 pund
per kíló árið 1986, 0,91 árið
1987, 0,89 fyrstu átta mánuð-
ina í fyrra og 0,91 pund að
meðaltali á sama tímabili í ár.
í krónum hefur hækkunin
hins vegar orðið veruleg, eða
farið úr 52,29 krónum per
kiló árið 1986 í 83,08 kr. í ár.
Sömu sögu er að segja um
sölurnar á Þýskalandsmark-
að, en þar hefur verðið farið
úr 43,46 krónum kílóið fyrstu
átta mánuðina árið 1986 í
75,69 krónur kílóið á sama
timabili i ár.
Sala á ýsu á Bretlands-
markað hefur aukist veru-
lega. Var rúmlega 7 þúsund
tonn fyrstu átta mánuðina ár-
ið 1986, svipuð árið 1987 , en
fór upp fyrir 10 þúsund tonn
í fyrra og yfir 11 þúsund tonn
fyrstu átta mánuðina í ár.
Verðið hefur verið nokkuð
stöðugt miðað við pund, en
farið úr 58,45 krónum á kíló
árið 1986 í 93,86 að meðaltali
fyrstu átta mánuðina í ár.
Fyrsti fundur Jóns Balvins Hannibalssonar, formanns Alþýöuflokksins, á ferö um landið
var haldinn á Hótel Höfn á Siglufirði sl. föstudagskvöld. Hátt í sjötíu manns sátu fundinn og
tók fjöldi þeirra þátt í umræðum. Ásamt Jóni Baldvin var Sæmundur Sigurjónsson alþingis-
maður á fundinum á Siglufiröi og ennfremur á fundi í Saf nahúsinu á Sauðárkróki á sunnudag.
Árni Gunnarsson alþingismaður var ásamt Jóni Baldvin á fundi á Akureyri á sunnudags-
kvöld. Næsti opni stjórnmálafundur Jóns Baldvins verður í kvöld í Félagsbiói Keflavíkur.
Fundurinn hefst klukkan 21.00. Áfimmtudagskvöld verður fundur á Hótel Akranesi. Á sunnu-
dag, 10. september, verður formaður Alþýðuflokksins meðfundi á Hótei Valhöil, Eskifirði, kl.
14.00, og kl. 21.00 í Valaskjálf, Egilsstöðum. Áþriðjudag hefst fundur kl. 21.00 á Hótel Selfossi.
A-mynd/G.T.K.
Ríkisfjármál:
70% með engan
eignarskatt
5.000 greiöendur í hœsta þrepi eiga hreinar eignir upp á 60 milljaröa króna.
Um 5 þúsund einstaklingar
greiddu eignarskatt sam-
kvæmt hærra þrepi, alls 908
milljónir. Hrein meðaleign
þessara einstaklinga hljóðaði
uppá 11,7 milljónir krónaeða
rúmlega 23 milljónir hjá
hjónum. Hjá þessu fólki
hækkaði álagning á milli ára
úr 87 þúsund krónum í 181
þúsund krónur að meðaltali
eða um 107%. Þessar sömu 5
þúsund manneskjur eiga
samkvæmt yfirlitinu eignir
umfram skuldir upp á nær 60
miiljarða króna.
Um 70% skattgreiðenda
eða um 120.000 einstakl-
ingar greiða engan eignar-
skatt. Rétt rúmlega 5.000
greiðenda, eða 2,9%
þeirra allra, eru í efsta
þrepi eignarskattsins;
greiða skatt af hreinni
eign að verðmæti 7 millj-
ónir króna eða meira. Fyr-
ir hjón er þetta hrein eign
upp á 14 milljónir króna.
Þetta kemur fram í ritinu
„Fjármál", sem Fjárfestinga-
félagið gefur út, en upplýs-
ingarnar eru fengnar sam-
kvæmt heimildum fjármála-
ráðuneytisins. I yfirliti yfir
álagða eignarskatta 1989
kemur fram að 119.777 ein-
staklingar greiddu engan
eignarskatt, höfðu hreinar
eignir upp á minna en 2,5
milljónir króna. Tæplega 46
þúsund einstaklingar voru
með hreinar eignir upp á 2,5
—7 milljónir og greiddu alls
770 milljónir króna eða um
17 þúsund krónur að meðal-
itali, sem er 26% hækkun á
'milli ára.
Samkomulagid uid Borgaraflokkinn:
Grænmeti í lægra þrep
Meðal atriða sem
leiddu til þess að Borg-
araflokkurinn ákvað að
ganga til liðs við ríkis-
stjórn Steingríms Her-
mannssonar voru yfir-
lýsingar um að innlent
grænmeti verði í lægra
þrepi virðisaukaskatts
og að hæsta þrep eignar-
skatts verði Iækkað með
samræmdri skattlagn-
ingu fjármagnseigna og
tekna.
Þetta kemur fram i minn-
isblaði sem forsætisráð-
herra lagði fram í viðræð-
unum við Borgaraflokkinn
á laugardag, en ýmislegt er
óljóst í minnisblaði þessu
sem nú er verið að útfæra.
Auk þess sem að innlent
grænmeti verður í lægra
þrepi virðisaukaskatts
munu stjórnarflokkarnir
vera reiðubúnir til að nota
það svigrúm sem skapa má
innan fjárlagarammans til
að lækka enn frekar verð á
matvælum. Samkomulag
mun vera um að kjarnfóð-
ursskatturinn verði endur-
skoðaður og lækkaður
þannig að matvæli fram-
leidd með kjarnfóðri lækki
sambærilega i verði. Hvað
skattamál að öðru leyti
varðar er ekki fallist á að
leyfa fullan tilflutning ónot-
aðs persónuafsláttar á milli
maka, enda talið betra að
verja slíkum fjármunum til
lækkunar á matvælum.
VEÐRIÐ
í DAG
Fremur hæg suðvestanl
átt víðast hvar. Víða súld
eða rigning suðvestan og
vestan lands. Viða bjart-
viðri á Suðaustur og Aust-
urlandi að morgni en rign-
ing síödegis. Hiti 6—15
stig.