Alþýðublaðið - 06.09.1989, Síða 2

Alþýðublaðið - 06.09.1989, Síða 2
2 Miðvikudagur 6. sept. 1989 MPÝÐUBLMÐ Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Dreifingarstjóri: Setning og umbrot: Prentun: Blað hf. Hákon Hákonarson Ingólfur Margeirsson Kristján Þorvaldsson Sigurður Jónsson Leturval, Ármúla 36 Blaðaprent hf. Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 75 kr. eintakið. HALLALAUS RÍKISFJÁRMÁL Þjóðhagsstofnun hefur birt drög að hagsspá fyrir árið 1990. Því er spáð að landsframleiðslan muni dragast saman þriðja árið í röð. Á næsta ári má gera ráð fyrir því að framleiðslan verði um 5% minni en hún varárið 1987. Þetta svarartil þess að þjóðarbúið hafi misst af 15 milljarða króna tekjum eða að hver meðalfjöl- skylda muni hafa um 150 þúsundum minna til skiptanna á næsta ári en hún hafði 1987. Afleiðingar minni tekna hafa ekki látið á sér standa. Neysla hefur dregist saman og það sem er lán í óláni er að innflutningur er hlutfallslega minni. Það hefur dregið úr við- skiptahalla. Þjóðhagsstofnun bendir á að hallinn hafi haldist óbreytturá samdráttarskeiðinu og það verði að „ telja mikilsverð- an árangur." liíkisstjórnin á úr vöndu að ráða. Þjóðhagsstofnun telur að at- vinnuleysi muni aukast og verða 2,5 af hundraði að meðaltali á næsta ári. Erfiðleikar í fiskvinnslu og útgerð víða um land munu ekki auðvelda aðgerðir og engin þjóð stendur það af sér til lengd- ar að fólksflutningar séu eins miklir og tölur vitna um. Annan ára- tuginn frá höfuðborginni og hinn næsta til hennar. Þúsundir fjöl- skyldna eru á flakki um landið og hver sá sem yfirgefur heima- byggð sína í dreifbýlinu skilur eftir sig brauðstritið í verðlitlum eignum. Landbúnaðarstefna liðinna áratuga hefur gert bændur að sektarlömbum. ríikisstjómin hefur auðvitað alla burði til að taka á vandanum. Til þess þarf hún hins vegar að byrja á því að viðurkenna ákveðn- ar staðreyndir. Staðreyndir sem því miður hafa fram að þessu staðið í ýmsum framsóknarmanninum. Það þarf að draga skýrari línur milli ríkisafskipta og frjálsra viðskipta. Ríkisvaldið á ekki að vera ein allsherjartryggingarstofnun fyrir atvinnuvegi landsins. Fram að þessu hafa forvígismenn fyrirtækjanna talið að þeim væru allir vegir færir. Þeir hafa treyst því að ríkisvaldið gripi inn í með beinum afskiptum í peningamálum og gengi, og þingmenn hafa margir litið á það sem sinn vettvang að stýra opinberu fjár- magni í gegnum sjóðakerfið til að þóknast hagsmunum þeirra sem hafa reist sér hurðarás um öxl. Víða blasa afleiðingar offjár- festingarinnar við. Og allt of víða má líka sjá hvernig komið er þar sem ríkisvaldið hefur ár eftir ár stutt við bakið á uppgjafafyrir- tækjum og framlengt líf þeirra fram á grafarbakkann. Vandamálin hafa víðast stækkað með árunum. Það er upphaf lausnar að við- ■ urkenna vandann. Um þessar mundir ætla stjórnmálamenn að humma fram af sér vandann í landbúnaði með því að beita sömu greiðaseminni og áður og blekkja þá sem er gert að lifa af land- búnaði í dag. I elji ríkisstjórnin að spár Þjóðhagsstofnunar um haggengi þjóð- arinnar á næsta ári gangi eftir er henni ekki til setunnar boðið. Fyrsta mál hennar verður þá að taka á ríkisfjármálum og skera þau niður til að ná hallalausum fjárlögum. Auknir skattar ganga ekki á samdráttartímum. Hað getur reynst þrautin þyngri að komast að samkomulagi um nauðsynlegar aðgerðir í verðandi ríkisstjórn. Hagsmunagæslan er mikil og víða — og nær langt inn á ráðherrabekkinn. Þeir sem eru á hinn bóginn á því að á meðan illa árar verði að draga úr ríkis- útgjöldum, og ef þeir sömu telja að beri að koma böndum á verð- bólgudratiginn, verða þeir líka að sýna í verki að þeir vilji og geti. Annað væri ekki sæmandi. Sé ekki samstaða um róttækar að- gerðir um fjármál ríkisins á þjóðin ekki skilið að sitja undir mátt- lausri ríkisstjóm. 0NNUR SJONARMIÐ Alli riki: Grætur þurrum tárum. ALLI ríki, ööru nafni Aöalsteinn Jónsson á Eskifirði grætur ekki bágt ástand útgerðar og fiskvinnslu sam- kvæmt fréttaritara blaðsins á Sel- fossi: Regína Thorarensen fréttarit- ari sendir frá sér eftirfarandi frétta- pistil í DV í gær: „Eg borðaði góðan kvöldmat hjá hjónunum Guðlaugu Stefáns- dóttur og Aðalsteini Jónssyni á Eskifirði í síðustu viku. Ég spurði Aðalstein að því hvað kæmi til að hann kæmi aldrei fram grátandi í sjónvarpi eða öðrum fjölmiðlum, eins og koll- egar hans víðs vegar um landið, sem stjórna stórum útgerðarfyr- irtækjum eins og hann hefur sjálfur gert í áratugi. Aðalsteinn svaraði orðrétt: „Ég mun aldrei gráta og er ekki farinn að gera það ennþá. Ég vonast til þess að verða ekki svo langt leiddur að koma grát- andi fram í fjölmiðlum.“ Hann sagði jaf nframt: „Auðvit- að koma smálægðir í dálítinn tíma í útgerðinni en allt kemst aftur á græna grein og það birtir til að lokum. Ef ég gæti ekki borgað mínu dugmikla fólki sem vinnur fyrir mig, þá hætti ég“. Svona syngja stórsöngvarar! Nú þurfa bara Patreksfirðingar að bjóða frú Regínu í góðan mat. STEFÁN Snævarr heimspekingur sem skrifar reglulega í laugardags- blað Alþýöublaðsins tekur Árna Bergmann sér á hné í Þjóðviljanum í gær til að kenna ritstjóranum und- irstöðuatriði í marxisma. Geri aðrir betur. Upphafið af skrifunum er grein Árna Bergmanns um grein Stefán í Alþýðublaðinu. Eða eins og Stefán segir í undirfyrirsögn í grein sinni: „Um tvo skeggjaða bókaorma eftir þann þriðja" En grípum niður í þessa háaka- demíska og sérkennilegu umræðu sem hófst í Alþýðublaðinu og endar sennilega í Þjóðviljanum. Eða hvað? Stefán segir: „Borgarastéttin“ drottnar því hreint ekki yfir verkalýðnum og erfitt er að sjá að eignarhald á framleiðslutækjum sé höfuð- uppspretta valds. Stjórnmála- menn hafa enga sérstaka ástæðu til að þjóna eignamönnum, þeir verða ekki langlífir á valdastól- um ef þeir geta ekki aflað at- kvæða hjá launþegum. Þegar þeir vilja bæta rekstrarskilyrði fyrirtækja er það kannski aðal- lega til að forða fjöldaatvinnu- leysi sem gæti leitt til atkvæða- missis fyrir þá, eins og ég benti á í greininni sem Árni mislas svo hrapalega. Ennfremur gagn- rýndi ég þá hugmynd að auð- magnið væri sjáifstæð höfuð- skepna sem drottnaði jafnt yfir borgurum sem verkalýð og þá hugmynd að ríkisstjórnin gæti þjónað hlutlægum hagsmunum auðvaldsins, þótt hvorki ríkis- stjórn né borgarar geri sér grein fyrir því. Ég vil að lokum mæla með því að Árni endurlesi greinina „Stéttin og valdið“ í ró og næði og hætti að skrumskæla skrif mín.“ Árni Bergmann mun hins vegar vera í sumarfríi og eflaust að lesa eitthvað allt annað. MORGUNBLAÐIÐ nær varla upp í nefnið á sér eftir að Borgaraflokkur- inn gekk til liðs við ríkisstjórnina. Grípum niður í leiðara blaðsins í gær: „Lungann úr árinu hefur eins konar skopdrama — nánast skrípaleikur — verið leikið á fjölum íslenzkra stjórnmála. Nú þegar tjaldið er fallið liggja Ieikslokin fyrir. Ríkisstjórn, sem nýtur stuðnings 30% þjóð- arinnar, sem hefur fengið horn- síli í net sín, sem ekki nær einu prósenti á vog skoðanakannana. Þannig hefur minnihluti meðal þjóðarinnar tryggt sér meiri- hluta á AIþingi.“ „Einhvern veginn les klippari það út úr þessum orðum að veturinn verði erfiður fyrir Þorstein gauf og stjórnarandstöðuna. Einn með kaffinu Á fréttamannafundi með forystu Sjálfstæðisflokksins var borin fram heit súpa. Einn fréttamannanna sá að dauð fluga flaut í súpudisk hans. Við hlið hans sat útvarpsmaður sem kom auga á fluguna, tók í snarhasti upp míkrófóninn og beindi að flugunni með þess- um orðum: „Og hvað segir for- maður Sjálfstæðisflokksins um stefnumál flokksins?!!" DAGATAL Stóri framsóknarbankinn kaupir litla framsóknarbankann Samvinnuhreyfingin er búin að selja bankann sinn. Reyndar ekki langt; yfir í Landsbankann. Málið virðist mér einhvern veg- inn svona: SÍS skuldaði svo mikla peninga í Landsbankanum að Samvinnubankinn var tekinn upp í skuldina. En varla greiddist skuldin upp við þetta. Nú er þetta eiginlega tilfærsla á fjármagni. SIS hefur alltaf átt stór- an hluta í Landsbankanum. SÍS hefur til að mynda alltaf átt einn bankastjóra í Landsbankanum. Landsbankinn hefur líka verið rekinn á framsóknarnótum. Póli- tískir flokkar og fyrirtæki þeirra njóta ákveðinnar verndar, sumir hafa kallað það gjörgæsludeild Landsbankans. Aðrir sem ekki njóta flokkspólitískrar banka- verndar, eru umsvifalaust fluttir á skurðdeild Landsbankans og inn- yflin fjarlægð. Þetta átti til dæmis að gera við Óla í OLÍS. Óli sá hins vegar við yfirlækn- um Landsbankans, útvegaði sér erlent kapítal í reksturinn og fékk . snóggan bata. Yfirtaka Landsbankans á meiri- hluta hlutabréfa í Samvinnubank- anum er í raun sameining tveggja framsóknarbanka. Eignaryfirtak- an var einnig mjög framsóknar- leg. Bankaráðsmenn Landsbank- ans voru ekki allir látnir vita af kaupunum. Það voru aðeins bankaráðsmenn Framsóknar og íhaldsins sem vissu af kaupunum. Aðeins einn bankastjóri Lands- bankans vissi af kauþunum. Það var Sverrir Hermannsson banka- stjóri íhaldsins. Hinir voru fjarri góðu gamni. Ekkert var haft fyrir því að láta viðskipta- og banka- málaráðherra vita af kaupunum eða kaupverðinu. Enda voru þetta góð kaup fyrir Samvinnubankann. Sverrir bankastjóri Stóra framsóknar- bankans greiddi glaður hlutfalls- lega miklu meira fyrir Litla fram- sóknarbankann, en viðskipta- bankarnir þrír greiddu fyrir Út- vegsbankann og Sverrir gagn- , rýndi svo eftirminnilega fyrir skemmstu. En það er hægt að gagnrýna venjuleg, frjáls viðskipti en ekki framsóknarviðskipti. Þá eru önn- ur sjónarmið í gildi. Alþýðublaðið hefur það eftir við- skiptaráðherra, að hann ætli að láta ríkisendurskoðun fara í saum- ana á kaupsamningnum milli Landsbankans og Samvinnubank- ans. Kannski að Sverrir hafi ekki gert svo góð kaup þrátt fyrir allt. Nema þetta sé liður í þeirri nýju stefnu sjálfstæðismanna að selja ríkisbankana og nota andvirðið til landbúnaðarmála. Hvernig Sverr- ir kemur þessu heim og saman er hins vegar ofvaxið mínum skiln- ingi. Erlendur Einarsson fyrrverandi forstjóri Szmbandsins segir í við- tali við Alþýðublaðið í gær, að fréttirnar af sölu Samvinnubank- ans séu „dapurlegar.” Hann segir bankann hafa verið þýðingar- mikla stofnun fyrir samvinnu- hreyfinguna og aukið fjárhagslegt sjálfstæði hennar mikið. Kannski fattaði Sverrir þetta og keypti dýru verði. Alla vega er Sverrir vanur mað- ur og ekki í fyrsta skipti sem hann gerir góðverk og skrifar undir stóra kaupsamninga fyrir almenn- ingsfé. Þetta kallar maður að vera þjónn fjöldans.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.