Alþýðublaðið - 06.09.1989, Síða 7

Alþýðublaðið - 06.09.1989, Síða 7
Miðvikudagur 6. sept. 1989 7 UTLOND Enn er svart útlit hjá bandariskum svertingjum Nýverið var gerð rannsókn á högum þeldökkra Bandaríkja- manna. Þar kemur fram að hagur þeirra blökkumanna sem betur eru settir hefur aldrei verið betri, bæöi í menntunarmálum og fé- lagsmálum. Á móti kemur að bilið milli þeirra og hinna verst settu hefur aldrei verið meira. í skýrslunni sem birt var um rannsóknina segir að það sé mikill misskilningur að kynþáttahatur og fordómar heyri sögunni til. Mjög algengt er að hvítir hátekju- menn séu á móti allri mismunun eftir kynþáttum í orði en ekki á borði. Það verði t.d. uppi fótur og fit í ,,betri“ hverfunum ef það frétt- ist að svertingi sé í þann veginn að Einstaka hópar svert- ingja í Bandaríkjunum hafa vissulega komist vel áfram og sumir í virdingarstöður á þeim 25 árum, sem liðin eru frá því aö Lyndon B. Johnson hóf baráttuna fyrir bættum kjörum svertingja. Samt er gjáin milli fátækra og ríkra dýpri en nokkru sinni og kynþáttamismunun á mörgum sviðum svo til óbreytt. kaupa hús í nágrenninu. Það er þó talið í lagi, ef svertinginn er þekkt- ur skemmtikraftur . . . Talið er að hægri bylgjan síðast- liðin 8 ár eigi mikinn þátt í því, hvað hagur ómenntaðra og eigna- lausra svertingja hefur versnað mikið og þeim fjölgað. Andstaðan gegn því að skattpeningar séu not- aðir til að leiðrétta kynþáttamis- munun hefur aukist. Mikill hluti þjóðarinnar, sérstaklega í Suður- ríkjunum, segir of mikið gert úr réttindaleysi og erfiðleikum svartra, telur að það séu fátækl- ingar af hvíta kynstofninum sem bágast eigi. Skýrsla rannsóknar- nefndarinnar gefur þó annað til kynna og gætir þar svartsýni, „jafnrétti fyrir alla“, eins og stend- ur í stjórnarskrá þjóðarinnar, eigi Iangt í land. (Arbeiderbladet, stytt.) Fátækt í Bandaríkjunum er mest meðal svartra. SJÓNVARP Sjónvarp kl. 20.55 BRODDI BRODDGÖLTUR (Priddy the Hedgehog) Bresk fræðslumynd um það litla og skrýtna dýr, broddgöltinn. Fylgst er með dýrinu í tíu mánuði, lifnaðar- hættir þess kannaðir á allan hugsan- legan máta, m.a. hvernig því tekst að forðast þær hættur sem á vegin- um verða. Sjónvarp kl. 21.45 EKKERT HEILAGT (Nothing Sacred) Bandarísk bíómynd, gerd 1937, aö- alhlutuerk Carole Lombard, Fredric March, Charles Winninger. Blaðamaður gerir að stórfrétt í blaði sínu sögu stúlku sem er haldin ólæknandi sjúkdómi. Hún verður við það þjóðhetja. Blaðamaðurinn lendir hinsvegar í hinu mesta basli með allt heila málið þegar í Ijós kemur að stúlkan er ekki eins veik og hann hafði talið. Kvikmynda- handbókin gefur þrjár og hálfa stjörnu af fjórum mögulegum og segir myndina vera klassíska gam- anmynd, hrósar einkum handritinu sem er kaldhæðnislegt og hrósar sömuieiðis leikurunum, segir gömlu stjörnuna Carole Lombard vera upp á sitt allra besta í þessari mynd. Semsagt mynd sem haldið hefur sér vel og ætti að vera hin besta skemmtan á að horfa. Stöð 2 kl. 23.05 FINGUR (Fingers) Bandarísk bíómynd, gerö 1978, leik- stjóri James Toback, adalhlutverk Harvey Keitel, Jim Brown, Tisa Farr- ow, Michael V. Gazzo. Ungur maður á ólíka foreldra, ann- ars vegar er móðirin píanóleikari og hinsvegar er það faðirinn sem er glæpamaður. Með þetta veganesti heldur ungi maðurinn út í lífið og það gengur ekki allt eins og það á að gera. Kemur til uppgjörs enda faðir- inn afskaplega dómínerandi pers- óna. Myndin fær hvorki meira né minna en þrjár og hálfa stjörnu í kvikmyndahandbókinni — og það af fjórum mögulegum — sem þýðir að sennilegast er þetta afbragðs- mynd. Hún þykir reyndar vera nokkuð hrottaleg, kraftmikil og ruglar oft áhorfandann í ríminu. Myndin er sömuleiðis rík af tilfinn- ingum og þykir bráðvel leikin. Mið- að við bókina á þetta varla að geta klikkað. Sjónvarp kl. 23.10 ÍSLAND - AUSTUR- ÞÝSKALAND Því miður fyrir landsbyggðarfólk þá sendir Sjónvarpið ekki beint frá landsleik íslands og Austur — Þýskalands. Heldur lætur sér nægja — sjálfsagt vegna þess að KSÍ vill ekki selja þeim sýningarréttinn í beina útsendingu, eða þeir komast ekki að samkomulagi um verð- að sýna klukkustundarútdrátt úr leikn- um síðla kvölds í útsendingu sem tekur fram yfir miðnætti. Þeim sem vilja hinsvegar fylgjast með leikn- um í beinni útsendingu er bent á lýs- ingu á leiknum á Rás 2 sem hefst kl. 18.03, eða þremur mínútum eftir að leikurinn hefst. 0 STÖÐ 2 17.50 Sumarglugg- inn 16.45 Santa Barbara 17.30 Heimur kon- unnar Gamansöm mynd frá sjötta ára- tugnum meö Clifton Webb og Lauren Ba- call o.fl. 1800 18.50 Táknmálsfréttir 18.55 Poppkorn 1900 19.25 Barði Hamar 19.50 Tommi og Jenni 20.00 Fréttir og veö- ur 20.35 Grænir fingur (20) Lokaþattur — Haustlaukar — 20.55 Broddi brodd- göltur (Priddy the Hedgehog) Bresk fræðslumynd um broddgölt. 21.45 Ekkert heilagt (Nothing Sacred) Bandarísk gaman- mynd frá 1937. Leik- stjóri William Well- man. 19.00 Myndrokk 19.19 19.19 2000 Sögur úr Andabæ 20.30 Falcon Crest 21.25 Bjargvætturinn 22.15 Tiska 22.40 Sögur aö handan 2300 23.00 Ellefufróttir 23.10 Island — Aust- ur-Þýskaland 00.10 Dagskrárlok 2305 Fingur Bíó- mynd um ungan mann sem á í miklu sálarstriöi 00.35 Dagskrárlok

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.