Tíminn - 16.01.1968, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.01.1968, Blaðsíða 6
TÍMINN ÞRIÐJUDAGUR 16. janúar 1968. Hermann Sveinsson — áður bóndi á Miklahóli F. 20.11. 1893. — D. 8.1. 1968 Hann verður borinn til grafar I dag. Þar er genginn góður og gegn Skagfirðingur, hófsamur og hóg'vær. Ekki ætla ég mér að rekja hér aavisögu hans nema í fáum orðum og stærstu dráttum. j Hann fæddist að Háagerði á Höfða- strönd. Þar bjuggu þá foreldrar j hans, Sveinn bóndi Stefánsson j og kona hans. Anna Símonardóttir frá Bjarnastöðum í Unadal. Her- mann missti föður sinn mjög ung ur, hinn 31. desember 1094. Ekki var þar auður í garði. Hlaut því ekkjan að bregða búi og sundra fjölskyldunni. Mun það hafa verið henni örðug raun að láta börnin ■ fara frá sér, nema Hermann, sem : var þeirra yngstur. Þau mæðgin fylgdust að nær óslitið, unz Anna lézt öldruð að árum. Var haft orð á því hve Hermann hefði verið j henni nœrgætinn og góður sonur. Nállægt aldamótum réðst Anna ráðskona að Sviðningi í Kolbeins- dal. Ólst Hermann þar upp síðan. Lærði fcann ungur jámsmíði, sem honum í æsku var mjög hugleik- ið. Bjó hann síðan nokkur ár ókvæntur á Stafsihóli í Deildar- dal, en fluttist árið 1930 að Mikla hóli. Um það leyti kvæntist hann Jóninu Jónsdóttur frá Sviðningi, mætri konu og merkri. Lifir hún mann sinn. Haustið 1966 brugðu þau búi á Miklahóli og fluttust tifl Reykjavíkur. Hermann lézt að heimiili sínu, Urðarhóli við Þor- móðsstaðaveg eftir örðuga sjúk- dómsraun. Snemma kom fram hjá Her- manni óvenjuleg hagsýnigáfa og sterk hvöt til smíðanáms. svo að það vakti undrun margra. hve hann á barnsaldri og án smíða- tækja gat gert haglega hluti og lagfært muni, sem slitnað höfðu og aflaga farið. Og þótt hann að loknu smíðanámi, stundaði búskap, þá vann hann að smíðum og bygg- ingum jöfnum höndum meðan hon um entist heilsa. Hann var smíða kennari við barnaskólann á Hól- um 1934—1946. Og að sjálfsögðu vann hann að smíðum heima og að heiman. Hann reyndist mörg- um hin mesta hjáfparhella við viðgerðir og nýsmíði, svo að fcann hlaut að láta ei-gin haga verða af- skiptan. Segja mátti að Hermann væri ákallamaður í heimasveit sinni, enda var hann svo holl- viljaður, að hann kaus að leysa hvers manns vandræði. Allt smíði Hermanns var vandlega unnið og af smekkvísi. Atihygiligáfa hans var sérstæð ásaimt glöggsýni um allt, sem betur mátti fara. Var honum um það lí'kt farið og málsnjöllum manni, sem leikur sér að list orð- anna eins og íþrótt. Hermann var fáskiptin og venju lega fámá'll. þó hlýr í samstarfi og samskiptum. svo að með hon- um var jafnan gott að vera. Dag-| farsprúður var hann og dagfars-' jafn. Ég heyrði fcann aldrei leggja nokkrum manni neitt til ámælis, þvi að hann var ætíð fundvís á það bezta, sem í hverjum mann-i bjó. Stilling hans í bHðu og stríðu var sérstæð. Grandvarleiki og hóf stilling einkenndu skapgerðina. Slíkra manna er gott að minnast. Þessar fáu og ófullkomnu lín-ur eiga að skoðast sem kveðjur — og þakkarorð frá mér og konu minni — einmig frá gömlum grönn um okkar á fornum heimaslóðum, s-em þekktu hann bezt. Við s-end- um honurn hugheilar árnaðarósk- ir yfir móðuna mi'klu og vottum konu hans, börnum og sifjungum samúð okk-ar. Kolbeinn Kristinsson. Egill Valdimar Egilsson vélsmíðameistari Verða að hverfa, er veröldum vísasta fyrirheit. Öðlast og missa, er manninum meðfætt á jarðarreit. Bólu-Hjálmar. Egiil-1 Valdimar Egilsson. vél- smíðameistari, Lindargötu 30 hér í borg, andaðist snögglega að heim i'li sínu að morgni 8. þ.m. Hann var fæddur 6. marz 1902 á Lambavatni á Rauðasandi, og voru foreldrar hans Egill Gunn- laugsson og kona hans Valgerður Rebekka Gísladóttir. Valdimar dvaldi til tvítugsald- urs fcjá foreldrum sínum. en fór siðan til ísafjarðar og vann þar við járnsmíði um nokkurt s-keið. Vélsmíðanómi lauk hann 24. júlí 1926 í Reykjavík með ágætri ein- kunn. Meistarabréf í vélsmíði hlaut hann 5. okt. 1942. Valdimar var að n-ámi loknu vél stjóri á nokkrum skipum, t.d. á gömlu Esju, og ein-s mun hann hafa starfað í vélsmiðjum í Reykjavik. Valdimar gekk ekki heil'l til skógar heilsufarslega, mi-kinn hluta ævinnar, t.d. dvaldi hann RAFVIRKJUN Nýlatnn og viSgerðir — Sim.1 41871 — Þorvaldur Hafberg rafvirkjameístari. 3 ár samfleytt á sjúkrahúsi á yngri árum og var það vinnufús- um manni þung raun. Hann náði a-ldrei fullri heilsu og var oft frá um stofnsétti hann verkstæði á lóð sinni á Lindargötu 30, og vann þar að smíði og viðgerðum margs konar tæ-kja. Valdimar var hug- vitssamur mjög Til marks um það er, að hann smíðaði beitingavél, sem tekin var til notkunar i Nor- egi, einnig smíðaði fcann kemb- ingarvél í ullarverksmiðju. Enn- fre-mur átti hann t.d. þátt í hinni frægu Rafskinnu á sínum tí-ma. Gubjön Styrkársson HÆSTARÉTTARLÖCMADUR AUSTURSTRÆT! í SÍM/ /8354 Samvizku-semi og van-dvirkni Valdimars var viðbrugðið og ótald ir eru þeir, sem leituð-u til hans störfum vegna þess. Fyrir 26 ár- með al-ls konar vandamál varð- andi smíði og viðgerðir, þar sem sérstök hugvitssemi og sni'llings- hönd þurfti til að koma. og það var alkunnugt að þar var ekki til annars betra að leita. Veturinn 1963—1964 vann hann við kennslu í mótorskólanum á vegum Fis-kifélags fslands. Árið 1932 kvæntist Va-ldimar Guðríði Þorsteinsdóttur frá Há- holti í Gnúpverjahreppi og lifir hún mann sinn. Dóttir þeirra er Sonja, gift Erlingi Herbertssyni og eiga þau fimm börn. Við fráfa-11 Valdimars Egilsson- ar eru þeir ma-rgir, sem minnast góðs vinar með þakklátum huga, mannsins, sem með hógværð sinni átti lausnir á ýmsum vanda. Þegar aðrir gengu frá. og í látlausu og Iþolinmóðu verki, skilaði dýrmæt- ara ævistarfi og afrekum en marg ur sá, sem meira hefur látið á sér bera eða metið sig dýrar til fjár Vinirnir kveðja nú mætan mann genginn. EÍrkju hans og öðrum aðstand- endum votta þeir innilega samúð. Þorsteinn Hjálmarsson. FÁRVIÐRI Framhald af bls. 16. borizt fregnir af miklum flóðum í héraðinu umhverfis Hannover Á Vesturströnd Jótlands hefur einnig verið lýst vfir nevðará standj og fjölmennt björgunavlið alls þrettán hundruð manns, með átta huudruð bifreiðar, stendur nú reiðubúið til að koma til hjálpar Lamgholtsvegi 97, R-eykjavík. Fæddur 11. febrúar 1.946. Dáinn 7. jan. 1968. Fækkar enn frændum og vinum. Flytja þeir burtu úr heimi. Ljós, sem að fögur lýstu, ljóma nú ekki framar. Kveikur er kvistaður sundur. Kaldan blæs að austan. Sorgin á svörtum hesti svipl-ega höggiin greiðir. Engin veit sína ævi. Óvíst nær lýkur göngu. Björkin brotnar í skyndi. Blómin í frostum deyja. Oft er sem úrvalsgróður ei iþoli élin hörðu. Á æskunnar skeiði ýmsir ógætir burtu hverfa. Jón Ágúst, þig ástvinir kveðja svo ungan á brautu genginn. Gráta glataðar vonir um góða soninn og bróður. Þakka af hlýjum huga hugljúfar minningarstumdir. Vita, þá veröld þeim hverfur, verður heilsazt að nýju. Hækka fer sól á himni. Húmið og kuldinn víkja. Að baki brigðulum heimi bíða framtíðarlöndin. Á hendur, er hjartkær falinm, honum, sem lifið veitti. Guðs eilífi kærleiksandi þig umvefji náð og friði. Eiríkur Pálsson. ef þörf krefur. Á mánudagskvöld barst neyð arskeyti frá olíuborunarstöð í eigu BP, og sagði í skeytinu að stöðin væri nú á reki út af aust urströnd Emglands. Stöðvar sem þessar eru risastórar og standa á stöplum, sem reknir eru niður í hafsbotninn. Þessi stöð, sem um getur, hafði slitnað upp í óveðr inu, sem reyndar er vart að furða því að í veðurtilkynningu frá henni sagði í dag, að öldurnar á þessum slóðum væru tíu metra háar. Áhöfm stöðvarinnar telur fjörutíu og einn mann. Seinna í kvöld tilkynnti yfirmaður henn ar að hún stæði sig furðu vel í veðurofsanum og sjógangimum, því að hún væri líkit og kork tappi á öldunum og hallaðist að- ins um þrjár gráður hið mesta. Þyrlur hafa nú bjargað tuttugu og tveim af áhöfninni og dráttar- bátar eru nú á leið til hjálpar í kvöld lægði stormimn nokk uð, en veðurfiræðingar telja að hann eigi eftir að versna og að nýtt fárviðri sé væntanlegt Eins og áður er sagt fórust átján mamns í Glasgow í dag og mörg humdruð slösuðust. Fjögur hundruð manns hafa misst heim ili sín og er reynit að veita þeim húsaskjól í sjúkrahúsum og á lögreglustöðvum. Flestir þeirra átján sem bana biðu. iétust af völdum þak-teina og múrsteina, sem fuku eins og skæðadrífa gegnum loftið og er hús hrundu samam i fárviðrinu, sem náði hámarki um þrjú leyt- ið aðfaranótt mánudags. Hjón nokkur, sem sváfu í rúmi sínu týndu lífinu er þaksteinahrúga hru-ndi niður um þakið. Götur borgarimnar eru þaktar glerbrotum, múrsteinum og spýtna-braki. Umferðin hefur stoðvast, samgöngur rofnað og flugvöllurinn er lokaður. Fjór- ar flugvélar skemmdust í óveðr inu. Mörg skip sleit u-pp í höfn in-ni og rafmagnslaust var i Glasg- ow í fimm stumdir. Talið er að þriggja manna áhöfn ií-tils báts á Clyde-fljóti hafi farizt er hann sökk í nótt. Vegna hitans. sem fárviðrinu fylgdi, leysti snjóa mjög snögg lega vfða i innsvgitum Englands og Wales og hefur það valdið talsverðum flóðum. í Esbjerg á Jótlandi biðu þrjú börn bana er þak fauk af s-kóla- 'húsi einu og nítján börn grófust u-ndir rústunum. -Auk þeirra þriggja, sem létu lífið, slösuðust mörg þeirra alvarlega. AHs vory tvö hundruð börn á skólaloð-r.ni er þakið fauk af og lenti ofan á barnahópnum. Sjónarvottar segja að þakið hafi risið hægt upp á endan, í heilu lagi, og síðan steypzt niður á leikvöllinn. Það er ekki aðeins i N-Evrópu se-m i-llviðri geisa. í dag snjóaði í löndunum fyrir botni Miðjarð- arhafs og þúsundir alls iausra flóttamanna, frá svæðinu þar sem fsraplsmenm og Arabar börðust í sumar. hafa orðið hart úti í kuldunum. .vleu-a að segja snjo aði allmikið í Negev-eyðimörKinni þar sem yfirleitt er ólíft vegna hita. Skólar víða í ísrael voru lokaðir í dag, og fjöldj sveita þorpa hefur einangrazt af völd- um fannkomunnar. Sjálf Jerúsá- emborg var algerlega eimangruó í dag og snjólagið þar var hálfs metra þykkt. TIL SOLU: Einbýlishús ful'lgert, 147 ferm.. aiTt á einni hæð, við Smáraflöt, Garðahreppi. Fjögur herb. Húsið er teppalagt og í góðu standi. FASTE IGNASALAN HÚS & EIGNIR BANICASTR /F Tl « Símar 16637 — 18828. NOKKRAR HUGLEIÐ- INGAR um form þjóðríkja og stjórnarfar, eftir Halldór Stefánsson, eru til sölu í prentsmiðjunni Leiftur h.-f., Höfðatúni 12.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.