Tíminn - 16.01.1968, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.01.1968, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 16. janúar 1968. TÍMINN IJtgefandi: FRAMSðKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar- Þórarmn Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indrlð) G. Þorsteinsson Pulitrúi ritstjórnar- Tómas Karlsson Aug- lýsingastjóri: Steingrimui Gislason Ritstj.skrifstofui t Eddu- húsino. simar 18300—18305 Skrifsofur Bankastræt) 7 Af- greiðsiusími: 12323 Auglýsingasimi- 19523 Aðrar skrifstofur sími 18300. Ásikriftargjald kr 120.00 á mán. Innanlands — í lausasölu kr 7 00 eint. - Prentsmiðjan EDDA h. f Atvínnuleysi Það hefur komið í ljós við skránmgu atvinnuleysingja, sem hefur farið fram á nokkrum stöðum í landinu að undanförnu, að í Reykjavík og fleiri kaupstöðum og kauptúnum er nú um verulegt atvinnuleysi að ræða. Það kemur efcki á óvart, þótt atvinnuleysið hafi haldið innreið. Sú stefna, sem ríkisstjórnin hefur látið Seðla- bankann fylgja í peningamálum, er beinlínis miðuð við það að valda samdrætti í atvinnulífinu. Atvinnufyrir- tækjunum hefur bæði skort fé til rekstursins og fram- kvæmda meðan stór hluti sparifjárins hefur verið frystur í Seðlabankanum. Að því hlaut vitanlega að koma fyrr en seinna, að þetta hefði sínar afleiðingar- Auk þess, sem dregið hefur verið hlutfallslega úr lánveitingum til atvinnuveganna, hefur ríkisstjórnin keppzt vð að leggja á þá alls konar nýja skatta. Björn Pálsson taldi þessa skatta nýlega upp á Alþingi og sátu ráðherrarnir rauðir og þögulir undir þeim lestri. Sífelld- ar skattahækkanir hljóta vitanlega að leiða til þess, að atvinnan dregst saman. Þessu til viðbótar hefur svo ríkisstjórnin keppzt við að láta flytja inn alls konar iðnvarning, án þess að íslenzfcur iðnaður væri búinn undir það að mæta slífcri samkeppni .Iðnaðurinn hefur því dregizt stórlega saman og hundruð manna misst atvinnu sína. Nær hvarvetna, þar sem atvinnuleysi hefur komið til sögunnar að undanförnu, hafa þau orðið viðbrögð valdhafanna og draga úr sköttum, sem ha(fa verið lagðir á atvinnuvegina, og auka lánsfé til þeirra með hagstæðari kjörum en áður. Jafnframt hafa verið gerðar ráðstafanir til að hamla gegn óeðlilegri erlendri sam- keppni á heimamarkaðinum. Hér bólar hins vegar ekki á neinum slíkum ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar. Þvert á móti hæfckar hún skatta á atvinnuvegunum, sbr. hæk'k- un fasteignamatsins. Og Seðlabankinn heldur enn dauða- haldi í sparifjárbindinguna og atvinnuvegirnir fá ekki einu sinni aukið rekstrarfé í samræmi við þá útgjalda- hækkun, sem hlotizt hefur af gengisfellingunni. Meðan svona er stjórnað er ekki óeðlilegt, þótt atvinnuleysi haldi innreið sína. Misskílningur Laxness Morgunblaðið hefur birt viðtal við Halldór Laxness um ógnardómana yfir rússnesku sfcáldunum. Laxness fordæmir þá mjög harðlega, enda hefur hann áður mót- mælt þessu atferli á hinn eftirminnilegasta hátt. íslend- ingum er sómi að þessari framgöngu frægasta núlifandi skálds þeirr4. . í viðtali Mbl. við Laxness, gægist samt fram hjá hinu ágæta ckáldi missfcilningur, sem rétt þykir að leið- rétta. Hann er sá, að dómurinn yfir skáidunum sé eins- konar arfur frá keisaratímanum. Rússar breyti hér í samræmi við gamlar venjur. Þótt mörgum kunni að virðast þetta líkleg skýring, er þetta efcki rétta skýr- ingin- Dómarnir eiga fyrst og fremst rætur í því skipu- lagi, sem Rússar búa við í dag — kommúnismanum. — Þetta skipulag þolir ekki frjálsræði og þaggar niður sér- hverja gagnrýni, sem ekki fellur í smekk valdhafanna. Þess vegna eru slíkir dómar ekkert einkennandi fyrir Sovétríkin sérstaklega, heldur hið kommúnistíska skipu- iag yfirleitt. Skáldin í Rúmeníu og Tékkóslóvakíu eru t.d. ekkert frjálsari en í Sovétríkjunum. ERLENT YFIRLIT Nýr forsætisráðherra Ástralíu John Gray Gordon er bóndi, sagnfræðingur og stríðshetja. John Gray Gordon og kona hans. FRJÁLSLYNDI flokkurinn í Ástralíu hefur nýlega valið sér nýjan formann, sem jafnframt verður forsætisráðherra lands- ins. Eftir atlmikið þóf og tvær atkvæðagreiðslur í miðstjórn flokksins og þingflokki, féll valið á John Gray Gordon. Það réði miktu um val Gordons, að hann naut stuðnings Bænda- flokksins sern er annar stjórn- arflokkurinn. Gordon var upp haflega í Bændaflokknum og hefur ekki verið látin gjaida þess þótt hann færi úr flokkn- uon. enda var það gert í óbeinu samkomulagi við hann, tit þess að Gordon gæti orðið þingmað ur fyrir Frjálslynda flokkinn í öldungadeildinni. Gordon hef ur átt þar sæti síðan 1950, en verður nú að skipta um þing- deild, því að ekki þykir annað hlýða en að forsætisráðherra eigi sæti í neðri deildinni. GORDON er tæplega sextug- ur að aldri. Faðir hans var ríkur bóndi, en hann byrjaði þó ftjótt að vinna fyrir sér. Að loknu menntaskólanámi í Ástralíu, fór Gordon til Bret- lands og lauk sögunámi við Brasenose College í Oxford. Eftir heimkomuna gerðist hann aðstoðarmaður föður síns. Þeg- ar síðari heimsstyrjöldin hófst innritaðist Gordon strax í ástralska flugtierinn og gerðist orustuflugmaður. Japanir skutu flugvél hans niður nálægt Singapore, en hann bjargaðist í fallhlíf, Hann fór frá Singa- pore með farþegas'kipi, en Jap- anir sök'ktu því. Gordon komst á fleka og var á honum í rúm- an sólarhring, en þá bjargaði ástratskur fallbyssubátur hon- um. Gordon hélt áfram í flug- hernum og var aftur skotinn niður. Hann bjargaðist enn í fatlhtíf. en særðist mikið. m.a. í andliti. Síðan er hann með bæklað nef og stórt ör á ann- arri kinninni. Ýmsir ókunnugir láta sér því koma í hug, að hann sé gamall hnefaleika- maður. EFTIR styrjöldina hóf Gord on afskipti af stjómmálum. Hann hefur átt sæti í öldunga- deild þingsins síðan 1950 og gegnt jafnhtiða mörgum ráð- herrastörfum. Hann hefur verið flotamálaráðherra, innanríkis- ráðherra, vinnumálaráðherra, aðstoðarráðherra bæði í fonsæt isráðuneytinu og utanríkisráðu neytinu og nú seinast mennta- mála- og vísindamálaráðherra. Seinustu árin hefur hann einn- ig verið formaður þingflokks Frjálslynda flokksins í öldunga deildinni. Hann þótti í fyrstu fremur íhaldssamur, en hefur færzt til vinstri með áranum. Nú segist hann sjátfur vera heldur tii vinstri í flokknum (slightly to the Left). í utan- rikismátum er hann fylgjandi nónu samstarfi við Bandaríkin og Asíuþjóðirnar. ■v. Gordon hefur unnið sér orð stír setn traustur stjórnandi og mikill starfsmaður. í tómstund um sínum iðkar hann sund og tennis og les mikið, m.a. leyni- lögreglusögur .Hann er sagður reykingamaður mikilt og hefur oft reynt að hætta reykingum, en án árangurs til þessa. Gordon er kvæntur ameriskri konu, sem hann kynntist þegar hann var í Oxford. en hún stundaði þá nám við Sorbonne- háskólann í París. Þau eiga tvo syni og eina dóttur. Frú Gord- on hefur seinustu árin lagt mikla stund á menningu Malaja og hefur nýlega lokið meistaraprófi í þeim fræðum við háskólann í Canberra. Þ. Þ. Margt virðist ógert af þvi sem gera þarf fyrir 26. mai n. k. ef úr umferðarbreytingu verður- HVAÐ ER FRAMUNDAN Æfingabrautir f Svíþjóð voru byggðar flóknar umferða-æfingabrautir þar sem fólk gat æft sig í hægri umferð fyrir H-dag. Að sjátfsögðu voru þessar brautir þannig gerðar að þær höfðu upp á að bjóða mis munandi erfið aksfursskilyrði. Þar vöxu lögregiuþjónar löggæzlu- menn og aðrir þeir, er áttu að stjórna umferð eftir H-dag, látnir æfa sig í þvi að stjórna H-umferð og læra að leysa úr umferðahnút um og umferðaflækjum, sem ætíð geta myndast við viss skilyrði á erfiðum umferðaræðum. Eru líkux til þess að búið verði að byggja slíkar æfingabrautir hér í tæka tíð. til þess að ökumenn og löggæzlulið geti æft sig l hægn umferð við fyrrnefnd akstursskil yrði? Hvenær ætli þessar brautii verði byggðar og hvar? I UMFERÐAMALDM? Eiga íslenzkir ökumenn og aðrir vegfarendur, og löggæzlulið sem á að stjórna umferð, kannski ekki að eiga kost á því að vita hvað hægri umferð er fyrr en búið er að breyta umferðarreglunni? Ætli þetta verði allt kennt bara á ^app írnum? Ökuhraði. í Svíiþjóð varð að takmaxka öku hraða, bæði í borgum og á bjóð vegum, vegna umferðabreytingar- innar. Nú, að fjóram mánuðum liðnum hafa Svíar ekki aftétt þess um hraðatakmörkunum. Að sjálfsögðu voru og eru slík ar hraðatakmarkanir óhjákvæmi leg afleiðing umferðabreytingar- innar til þess að auka öryggi um- ferðarinnar. En í kjölfar þeirra hafa sigh aðrir erfiðleikar, sem enniþá er 6- fyrirséð hvað muni kosta sœnsku þjóðina- T. d. má nefna að það tekur langferðarátur bæði fólks og vöruflutninga þriðjungi til helmingi lengri tíma að fara sömu vegalengd nú en fyrir umferðar breytinguna. Þetta orsakaði það, að rútubílar á langleiðum svo gott sem tæmd ust.. í stað þess flykkist fólkið í járn brautarlestir og flugvéiar. svo vart var við ráðið. Það gefur því auga leið að þessir flutningaaðil- Framnaid a bls la

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.