Tíminn - 16.01.1968, Blaðsíða 14

Tíminn - 16.01.1968, Blaðsíða 14
14 M O R Ð Framhald af bls. 3. hver ódæðið hcfur framið, þrátt fyrir ítarlega rannsókn málsins. Martoús heitinn hafði um no'kk- urt árabil haft bandarískan ríkis borgararétt. Hann var lengi í förum, en stondaði nám við Page íNavlgation Sehool í New Orleans til að öðlast bandarísk skipstjórn arréttindi. Lítið er vitað um, hvernig þessi hönmulegi atburður átti sér stað. Svo sem fyrr segir fannst Markús fyrir utan heimili sitt, en verkn aðurinn mun hafa verið framinn spölkorn frá, því að lögreglan rakti blóðslóðina til tjarnar skammt frá staðnum þar sem Markús heitdnn fannst. Ekkert bendir til þess að hann hafi lent í handalögmálum, né heldur að um rán hafi verið að ræða, því engu fémætu hafði verið stolið af Mark úsi. Fjöilskyldu Markúsar heitins banst í dag s'keyti frá sendiherra íslands í Bandaríkjunum, Pétri Thorsteinsson, og var henni tjáð, að líkið hefði verið brennt og askan yrði send heim bráðlega. Einnig kom þar fram, að rannsókn málsins hefið ekkert leitt í ljós. Markús Sigurjónsson var 58 ára gamall. Hann var ókvæntur. HEFJA RÓÐRA Framhald af bls. 1 flotans. Athugun þessi hefur byggzt á rekstrarreikningurn Mta, sem fyrir hendi eru hjá Reikningaskrifstofu sjávarút- vegsins, fyrir árið 1966. Niðurstaða þeirrar athugun- air leiddi í Ijós, að fiskverðs- hækkun þyrfti að gefa bátaút- gerðinni auknar tekjur um kr. 256 millj. á árinu 1968, miðað við sama afla og 1966, til að meðalibátur hefði tekjur fyr ir kostnaði að meðtöldum fyrn ingum. Á grundvelli þess, að ríkis- stjórnin hefur gefið loforð um að beita sér fyrir, að bátaflot anum verði bættur hluti af kostnaðarauka vegna gsngis- breytingarinnar á annan hótt en með fiskverði, hefi ég gert tillögu um 14% hækkun á fiskverði. í tilefni þess, sem segir í greinargerð fulltrúa sjómanna um ástæður fyrir því, að við höfðum ekki samstöðu í yíir nefndinni, vil ég taka fram, að fu'ltnúi sjómanna vildi ekki viðurkenna þörf útgerðarinnar ,fyrir séirstakar bætur fyrir kostnaðarauka vegna gengis- breytingarinnar, og vildi sam þykkja fiskverð, sem skapaði bátaútveginum mun lakari grundvöll en þann, sem nú hefur verið ákveðinn með úr skurði oddamanns' og loforði ríkisstjórnar um að beita sér fyrir sérstökum ráðstöfunum að auki til að, bæta útveginum kostnaðarauka vegna gengis- breytingarinniar.<‘ Framhaldsaðalfundur Lands samibands ísl. útvegsmanna var haldinn að Hótel Sögu s. 1. sunnudag. Fundurinn fjallaði um fisk verð, sem ákveðið hafði verið um hádegi á sunnudaginn í yf irnefnd Verðlagsráðs sjávar útyegsins. í tilefni af fiskverðsiákvörð uninni samþykkti fundurinn svo hljóðandi tillögu: _ „Framihaldsaðalfuindur L.f. Ú., haldinn í Reykjavík 14. janúair 1968 lítur svo á, að nauðsynlegt sé, að útgerðinni sé með ákvörðun fiskverðs skap aður sá rekstrargrundvöllur, að hægt sé að standa undir öllum kostnaði að meðtöldum aí- skriftum. Fundurinn telur, að nokkuð vanti á, að með því fiskverði, sem nú hefur verið úrskurðað af oddamanni yfirmefndar Verð lagsráðs sjávarútvegsins fáist þessu framgengt. En með tilliti til þess, að við almenna erfiðleika er að fiást í þjóðfélaginu, ályktar fundurinn, að þrátt fyrir þetta verði útvegsmenn að una þess um úrskurði með hliðsjón af loforði ríkisstjómarinnar um að hún muni beita séir fyrir sérstökum ráðstöfunum að auki vegna útgerðarinmar, og samiþykkir fundurinn því, að róðrar geti hafizt.“ Tiilagan var samþykkt með 387 atkvæðum gegn 65. Mætt- ir voiru fulltrúar frá öllum sam bandsfélögum. Fulltrúar Fé- lags ísl. bo'tnvörpuskipaeig- enda tóku ekki þátt í atkvæða greiðslunni þar eð róðrar- bann, sem ákveðið var af aðal fundi 9. des. s. 1., tók ekki til togaranna. VILDU 20% Framhald af bls. 1. þær aðstæður, sem nú eru, ísvo breytilegar, sem þessar vinnslustöðvar eru, að stærð, búnaði og aðstöðu til að fá nauðsynlegt hráefni til eðli- legrar starfsemi. Tillögu mína ber því ekki að skoða, sem á- lit mitt á því, hvað fiskvinnslu stöðvamar geti greitt fyrir fisk inn. Hins vegar tel ég, að fisk- TÍMINN verð það er ég legg til að ákveðið verði nú sé lágmark þess, sem geri vélbátaútvegin um fært að starfa eðlilega, jafnframt því að sjómenn, sem við veiðarnar starfa, geti haft þær tekjur að viðunandi geti talizt og yfirleitt gefið kost á sér, til að stunda þá atvinnu. Er það atriði um brýna þörf sjómanna sem að fiskveiðum starfa fyrir þessa hækkun á fi'skverði til skipta m. a. vel staðfestar í skýrslu sem fyrir liggur um meðaltekjur sjó- manna- á vetrarvertíðum und anfarinna vertíða, er sýna að aflahlutir þeirra hafa stöðugt farið lækkandi miðað við með al tekjur annarra laumþega. Tel ég að meðaltekjur háseta við fiskveiðar þoli ekki einu sinni samanburð við hina allra tekjulægstu. Til að skýra það nýmæli, að ég og fulltrúi útgerðarmanna í yfirnefndinmi gátom ekki nú, eins og áður, átt samleið um störf í nefndinni og tillögu- gerð, stafar af því að forusta menn Landssambands íslenzkra útvegsmanan hafa borið fram og kunngert opinberlega kröf- ur sínar um að mikill hluti af væntanlegri hækkuin á fisk verði, verði látið ganga til útgerðarmanna að þessu sinni, umfram það, sem sjómenn fái til skipta í sinn hlut, þrátt fyr ir, að skýr ákvæði eru í öll um saminingum milli sjómanna og útgerðarmanna um að sjó menn skuli ávallt fá sama verð fyrir aflahlut sinn, eins og út gerðarmaður fær hverju sinni. Fulltrúi útgerðarmanna í yf- innefndinni, fór ekki dult með það í nefndinni, að hann fylgdi fram þessum kröfum umbjóð enda sinna. Hafa samtök út- gerðarmanna þannig afbeðið sig samfylgd sjómanna um verðlagningu fiskaflans, a. m. k. að þessu sinni. Varðandi einhliða úrskurð oddamanns um fiskverðið nú get ég ekki gert annað en mótmælt harðlega þeirri máls meðferð á svo vandasömu máli og sem varðar miklu um af- komu fjölda manns. Að öðru leyti vísa ég frekari svörum við úrskurðinum til þeirra fé- lagssamtaka, sem haia kjörið mig til að starfa í yfirnefnd Verðlagsráðsins. I Þ R Ó T T I R í hálfleik hafði KR yfir 34:27, en ÍR tókst að jafna, 36:36 og ná síðan forystu, 41:36. Á endasprett inum voru KR-ingar hins vegar sterkari og unnnu með 10 stiga mun, eins og fyrr segir. FISKKAUPMENN Framhald af bls. 1 árið 1908 þrátt fyrir gengis- fellinguna, heldur en hann gerði 1966, en markaðshortoir eru þar mjög ótryggar og allt útlit er fyrir að verðlag fari þar ’ækkandi urn !eið og aukið fiskmagn berst inn á þan.n markað. ÞaS virðist híns vegar óhjákvæmileg aíleiðing þeirr ar sölutregðu og þess lága verðs, er nú einkennir Evrópu markaðinn. D. Hið mikla verðfall á fiski mjöli og lýsi hefur valdið stör felldri verðlækkun á því hrá- efni, er fiskvinnslustöðvarnar selja til fiskmjölsverksmiðj- anna og lýsisbræðslanna. Sér staklega kemur þessi verð lækkun á fiskúrgangi illa nið ur á karfafrystingunni, en um eða yfir 70% af því hráefni fer til mjölvipnslu, þar er karfa flakið er svo smár hluti af ó- slægðum fiski. E. Á síðastliðnu ári lokaðist aðal skreiðarmarkaður okkar í Afríku vegna borgarastyrjald ar í Nigeríu og engar horfur eru á opnun hans náinni fram tíð. Birgðir af Afrikuskreið hjá okkur og Norðmönnum voru meiri um s. 1. áramót, en nem ur árssölu til Afríku, svo að litlar likur eru á sölu Afríku skreiðar framleiddri 1968 fyrr en einihvern tíma á árinu 1969 eða s'íðar. Gera verður því ráð fyrir lít illi framleiðsilu Afríkuskreiðar á þessu ári og miklum erfið- leikum á sölu þess magns, er framleiðendur kynnu að neyð ast til að firamleiða. F. Vegna verðfalls frystra fiskafurða og lokunar hins stóra skreiðarmarkaðar í Nig- eriu má gera ráð fyrir mjög aukinni framleiðslu á saltfiski, bæði hérlendis og einnig er- lendis hjá þeim þjóðum, er keppt hafa við okkur á skreið ar- og saltfiskmörkuðunum að undanförnu. Slíkt veldur vax andi söluerfiðleikum og í kjöl far þeirra lækkandi verðum. G. Grundvallað á framan- sögðu er ekki hægt að gera ráð fyrir því, að gengisbreyting in vegi þyngra heldur en til jöfnunar á þeim verðlækkun- um, sem þegar eru fram komn ar síðan 1,966 og reikna má með við rikjandi horfur á fisk mörkuðunum. Fiskvinnslan er því tilneydd til iþess að leita leiðréttingar á rekstrartapi sínu í þeirri verð lagningu er nú f©r fram á hrá efninu, og óska eftir verðlækk un þess er jafngildi eftirfar- andi kostnaðarliðum. 1. Því rekstrartapi, sem enn þá felst í rekstrargru ndvelli þeim, er samlþykktur var 1966. 2. Þeirri hækkun rekstrar- kostnaðar, er átt hefur sér stað á milli áranna 1906 og 1967. 3. Þeirri kostnaðar hækkun, er leiðir af gengisfellingunni. 4. Því aukna tapi í rekstri, er leiðir af niðurfellingu hag ræðingarfjár til hraðfrystihús anna og þeim greiðslum, er áð ur voru samþykktar til skreið ar og saltfiskvinnslu." I Þ R 0 T T I R Framhald at bls 12 um að jafna, þrátt fyrir ógrynni teekifæri. Markvarzla Finniboga var frábær og hann var sú hindr- un, sem Haukum tékst ekki að yfirstíga. Þá var leikur Hermanns Gunnarssonar mjög góður og var 'hann. ásamt Finnboga, beztur hjá yal. Mörk Vals: Hermann og Ágúst 5 hvor, Bergur 4, Stefán S., Stefán B., Sigurður D.. Jón K. og Gunnsteinn 2 hver. Bjarni 1. Þetta var bezti leikur Hauka í mótinu til þessa, en það nægði þeim þó ekki. Mörk Hauka: Við- ar og Sigurður Jóakimsson 5 hvor, Þórarinn 4, Þórður og Stefán 3 hvor, Sturla 1 Óli P. Ólsen dæmdi mjög vel. I Þ R ó T T I R 3, Pétor 2, Arnar og Guðjóp eitt hvor. Þessi meðftrð, sem Víkings- liðið hlaut á sunnudagin-n, hlýtur að vera þungt áfall fyrir liðið, sem gerði jafntefli við FH í fyrsta leik mótsins. En á það hefur verið bent fyrr — og margítrekað — að varasamt er að byggja of mikið á getu eins eða tveggja manna. Mörk Víkings: Jón 5 (öll í síðari hálfleik), Páll 3. Rósmundur og Rúnar 2 hvor og Einar M. 1. Valur Benediktsson átti rólegan dag og var leikurinn auðdæmdur. HANDTEKINN Framhald af bls. 16. hald. í dag var maðurinn sendur til ísafjarðar og síðari hluta dags flaug Njörður Snæhólm, rann sóknarlögreglumaður, vestur og kom maðurinn með honum til baka í flugvélinni. Yfirheyrsluir í máli hans hafa ÞRIÐJUDAGUR 16. janúar 1968. enn ekki farið fram. en hefjast seninilega á morgun, þriðjudag. Danska lögreglan hefur ekki farið fram á að maðurinn verði fram seldur, enda mun það fráleitt að íslenzk yfirvöld framselji íslenzk an ríkisborgara, þótt hann hafi brotið af sér erlandis. Hins vpc ar er líklegt að maðuirinn verði dæmdur hér, ef hann játar sekt sína eða hann reynist sannur að sök. MENN TÝNDIR Framhald af bls. 16. að honum og tóku 50 manns þátt í henni. Voru það Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði og Hjálpar- sveit Fisikakletts. Leitað var 'beggja vegna fjarðarins og einn- ig tók þyrla þátt í leitinni, sem enn hefur engan árangur borið. UMFERÐARMÁL Framhaio ai ois 9. ar hafa orðið fyrir gífurlegu tjóni. Ef af umferðarbreytingu verður hér þá hlýtor ökuhraði hér að verða takmarkaður með tilliti til þess, og að sjálfsögðu þá mikið meira en í Svíþjóð vegna hins ó- fullkomna vegakerfis sem við eig um við að búa. Hvað munu þeir segja sem þu-rfa að ferðast með langíerða bifreiðum, ef þeir þurfa að vera þriðjungi til helmingi lengur í hverri ferð eftir breytingu en áður? Hvað munu þeir segja sem hafa vöruflutninga út um land, ef þeir þurfa þriðjungi til helmingi lengri tíma til að flytja sama vörumagn eftir breytingu en áður? Hvað munu bændur segja, ef þeir þurfa 5 bila til að flytja sama mjólkurmagn á jafn löngum tíma eftir breytingu og þeir þurftu 3 éður.? Svipað hlýtur að gilda með flutninga frá mjólkurbúum til dreifingarstöðva í þéttbýli. Að sjálfsögðu hlýtur þetta eiinnig að ko-ma niður á allri landbúnaðar vöru t.d. kjöti, fóðurvöru og áburði. Og allri annarri vöru scm dreift er um landið með bifreið um. Hvað munu Reykvíkingar segja, ef strætisvagnaferðir sem n-ú taka 30 mínútor, taka eftir breytingu 50 jafnvel 60 mínútur? Hvað þarf þá að fjölga strætisvögnum t.d. Reykjavikur, Kópavogs og Hafnar fjarðar mikið til þess að fullnægja fólksfflutninga þörfinni eftir breyt ingu? Frumvarpið um freston og þjóð aratkvæðagreiðslu er því bæði eðli legt og sjálfsagt, til þess að fólk geti sagt til um það, hvort það vill fá yfir sig illa undirbúna og algjörlega öþarfa, hættulega og rándýra umferðabreytingu með öllu þvl ófyrirsjáanlega sem henni kann að fylgja. Hvaða kjósandi mun t. d. trúa þvi að óreyndu á sinn þingmanin, að hann verði til þess að neita hon um um þennan sjálfsagða rétt, án tillits til þess hvort þingmaðurinn eða kjósandinn er með eða móti um-ferðarbreytinigun-ni? Þannig ætti þjóðaratkvæða greiðsla hér að geta orðið ráðgef andi fyrir þingið, alveg eins og hiún var það á sínum tíma í Sví þjóð. Þó er langtu-m eðlilegra að þjóð aratkvæðagreiðsla fari fram hér heldur en í Svfiþjóð t. d. vegna legu landsins sem eylamdi, og eimnig vegna þess að við eágum enga sérfræðinga í umferðamál um. Ekki skal því heldur trúað að umrætt frumvarp fái ekki þing lega meðferð, þvi það yrði sá smánarplettur á yfirstandandi A1 þingi sem seint mundi af því þveg- inn. Reykjavík, 10. jnaúar 1968 Ingvi Guðmundsson, bifreiðarstjóri á B.S.R. Daníel Pálsson, bifreiðarstjóri, Bæjarleiðum. Innilegar þakkir fyrlr auSsýnda samúS óg vinarhug viS andlát og útför mannsins míns föSur tengdaföSur og afa, Kristjáns G. Bjarnasonar Þingeyri. Eiginkona, börn, tengdabörn og barnabörn. Innilegar þakkir til allra fyrir auðsýnda samúð og vinarhug viS andlát og útför föður okkar tengdaföður og afa Stefáns Þorlákssonar frá Arnardrangi. Börn, tengdabörn og barnabörn. Þökkum innilega sýnda samúS og vinarhug við andlát og jarðarför, Guðmundar Ásmundssonar, fyrrum bónda á Efra-Apavatni. Jóhanna Kr. Guðmundsdóttir, Snorri Laxdal Karlsson Þorsteinn Collin Guðmundsson, Elín Björnsdóttir, Ásmundur Guðmundsson, Jóhanna Þorkelsdóttir, Arnheiður Guðmundsdóttir, Geir A. Björnsson, Ágúst Karl Guðmundsson, Ástríður Hafliðadóttir, Valur Guðmundsson, Þórdís Skaptadóttir, Magnús Guðmundsson, Jóhanna Kr. Guðmundsdóttir, og barnabörn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.