Tíminn - 30.01.1968, Blaðsíða 7
7
ÞRIÐJUDAGUR 30. janúar 1968.
Dúnsængur
Æðardúnssængur, —
gæsadúnsængur,
vöggusægnur, kodd-
ar, sængurver og lök
— fiðurhelt og dún
helt léreft.
Pattonsgarnið, hring-
prjónar og band-
prjónar, nýkomið.
Nýjar gerðir, 4 gróf
leikar. Litekta. —
Litaúrval.
Fermingarföt, drengja
jakkaföt frá 6—14
ára. Drengjabuxur,
sömu stærðir, terre-
íjm og ull. Stakir
drengjajakkar. —
Drengjaskyrtur frá
kr. 50,00. —
Drengjapeysur og
drengjasókkar.
— Pósfsendum —
Vesturgötu 12. Sími 13570
Á VÍÐAVANGI
Framh^lcl af bls. 5
vel við una. Hann lýsti því
yfir fyrir kosningarnar, aS nú
ri'ði á að gera „stórt átak“ í
fjölskyldubótum hér á landi
til þess að ná öðrum Norður-
löndum, því að þarna hefð
um við dregizt aftur úr. Og
nú boðar Vísir ,,stóra átak-
ið“ — að minnka fjölskyldu-
bætur um 50 millj. spara þær
hreinlega, en ekki jafna þeim
niður á stærri fjölskyldur.
ANDSTÆÐ —
Framhald af bls. 1
þvingunum mætti aldrei beita við
framkvæmd málsins. Þar yrði val-
frelsið að ráða svo sem frekast
væri unnt.
Hann taldi, að einkum þrír
möguleikar myndu verða til um-
ræðu á þinginu í þessu sambandi.
1. Að félögin yrðu áfram aðilar
að Alþýðusambamdinu.
2. Að félögunuim yrði skipt í j
svæðissambönd, sem síðan kysu j
fulltrúa til ASÍ-þings á þingum
sínum.
3. Að landssambönd yrðu mynd
uð sem aðilar að ASÍ, og myndu
þau þá kjósa fulltrúa á ASÍ-þing
á þingum sínum.
En ef til vill næði engin breyt
ing fram að ganga, og ef svo færi,
gegn vonum lians, þá yrði verka
lýðshreyfingin enn um sinn að búa
við núverandi skipulag, með kost-
um þess og göllum.
Hann sagði, að breytingin yrði
að miðast við að gera ASÍ að
sterkara baráttutæki, fjárhags
lega öflugra em nú er. Skipulagið
ætti að verða einfaldara, jafn-
framt því sem þinghald yrði við
ráðanlegra og ódýrara.
Að ávarpi Hannibals loknu, var
gert stutt kaffihié, en síðan könn-
uð mæting þingfulltrúa. Að . því
loknu voru skipulagsmálin te'kín á
dagskrá, og flutti Eðvarð Sigurðs
son fyrst framsögu um „Frumvarp
að lögum ASÍ.“
Við höfum þá ánægju að tilkynna, að við höfum tekið við einkaumboði á íslandi fyrir Fire-
stone Tire & Rubber Company, USA, sem framleiðir hin heimsþekktu FIRESTONE dekk.
— Við bjóðum hjólbarða og slöngur á mjög hagstæðu verði frá verksmiðjum í Englandi,
Sviss, Þýzkalandi, Svíþjóð og Bandaríkjunum.— Nokkrar stærðir eru þegar fyrirliggjandi.
— Leitið upplýsinga.
, ;; ;; . ■, _ / ! .
CHRYSLER-UMBOÐIÐ VÖKULL H.F. — HRINGBRAUT 121 — SÍMI 10600.
Hann rakti fyrst skipulag ASÍ
frá stofnun þess, og þeim umræð
um, er um þau múl hafa verið síð
ustu árin. Gat hann síðan relztu
breytinga, sem í frumvarpimu fel
ast, en þær eru þessar:
-
1. Landssambönd geta ein átt
aðild að ASÍ. Þetta er grundvall
ar atriðið, en þrátt fyrir slíka af-
dráttarlausa yfirlýsingu í 5. grein
lagafrumvarpsins, er þó síðar í
frumvarpinu gert ráð fyrir,, að
félög, „sem ekki verður skiþað í
landssambönd", geti áfram verið
aðilar að ASÍ beint. Þá er einnig
gert ráð fyrir, að verkalýðsfélag
geti verið í fleiri en einu sam-
bandi! i
2. Annað höfuðatriði er varðandi
þing ASÍ og kosningai' lil |)ess
Til er ætlazt, að þingið sitji 150
menn, og koini það saman 4. hver.t
ár. Kosningafyrirkomulagið arer
nohkuð flokið,' og óljóst, en virð
ist stefna í átt til kosningaátaka
á borð við alþingiskosningar. Það
er 6. kafli frumvarpsins, sem um
þetta fjallar. Fer hér á eftir sú
grein kaflans, er fjallar um kosn
ingu fulltrúanna á ASÍ-þing:
,,a) Aðildarsamband sem kýs 7
fulltrúa eða fleiri (1600 manna
samband eða meira) skal skipa
aðildarfélögum sínum í kjördeildir
og skal það vera aðalregla, að félög
sem starfa í sama kjördæmi séu
í sömu kjördeild. Hver kjördeild
kýs þá töíu fulltrúa á þing ASÍ,
sem sameiginleg félagsmannatála
félaganna í kjördeildinni gefur
rétt til, miðað við heildartölu fé-
lagsmanna viðkomandi sambands
og heildartölu fulltrúa, sem sam
bandið á rétt til.
í aðildarsamböndunum . . er fé
lögum heimilt, sem hafa jafnmarga
eða fleiri félagsmenn, en nemur
þeirri tölu, sem er að baki hvers
fulltrúa viðkomandi sambartds, að
mynda sérstaka kjördeid, hvert.
um_ sig, og kjósa fulltrúa á þin'g
ASÍ miðað við félagsmannatölu
sína. Ennfremur geta félög, inn
an sambandsins, sem ekki ná
þeirri tölu félagsmanna, er um
ræðir í 2. málsg'tein, skipað sér
sáman í kjöfdeild, og telsi þá
féiagsmannatala þeirra saman við
útreikning fulltrúafjölda á þingi
ASÍ.
b) Þau áðildarsambönd sem
kjósa sex fulltrúa eða færri, skulu
vera ein óskipt kjördAl. Þó geta
sambönd, sem byggð eru á aðild
sé^greinafélaga, skipað aðildarfé
lögum í kjördeildir eflir sérgrein
um, enda séu eigi færri félags
menn í kjördéíld, en félagsmanna
fjöldinn sem er að baki hvers
fulltrúa við kjör á alþýðusam
bandsþing".
Þetta eru höfuðatriðin í kosn-.
ingáfyrirkomulaginu. Þykir flest
um þá flókið og vandséð, hverhig
framkvæmd þeirra muni takast.
Taldi Eðvarð Sigurðsson þó að
framkvæmdin ætti að takast vel.
3. Þriðja veiganiesta breytingin
er á mið og sambandsstjórii, en sú
síðárnefnda skal vera 50 manna
samkvæmt tillögunum. Sambands
þingið kýs forseta, varaforseta og
13 miðstjórnendur, en þessir 15
myndfl miðstórn. Þá kýs þingið 18
menn í sambandsstjórn, samtals
33 menn. Af þessum 18 skal einn
vera úr hverju kjördæmi.
Til viðbótar þessu, eiga lands
samböndin að skipa fulltrúa í sam
bandsstjórnina, samtals 17 menn
miðað við hugmyndir meirihlut
ans. Er sambandsstjórnin þá orðin
50 manna, og á að hittast a.m.k
einu sinni á ári.
Þessar eru höfuðbreytingarnar
í frumvarpinu. og margar smærri
breytingar eru þar. Þó er mikilvæg
sú breyting, að þing ASÍ ákveði
hverju sinni skattinn og jafnframt
lágmarksfélagsgjald.
Er Eðvarð Sigurðsson hafði lok
ið máli sínu, flutti Sveinn Gamali
elsson sína ræðu, ei,ns og segir á
öðrum stað í blaðinu. Að því
loknu, um kl. 19, var i fundum
þingsins frestað til kl. 14 á morgun
þriðjudag. Þá hefjast frjálsar um
ræður um skipulagsmálin, er það
fyrsta umræða en um lagabreyting
ar verða að fara fram tivær um
ræður.