Tíminn - 03.02.1968, Side 5

Tíminn - 03.02.1968, Side 5
\ Loðdýr og kreppu- ævintýrin Jón Árnason, fyrrum banka- stjóri, íiefur sent Landfara etftirfarandi bréf: „Ég skrifa ekki þessar línur til að segja alþingismönnum fyrir verku.n, enda myndu þeir lítið sinna slíkuim fyrirmælum, sem varla er við að búast. En af því, að „loðdýrin“ eru enn einu sinni farin að reisa hárin á Alþingi íslendinga hef ég sem kjósandi rétt til þess að ieggja orð í 'beig. Um 1930 gekk verðfallsalda yfir Vestur- Evrópu og Bandaríki Norður- Ameríku og víðar og var ýmissa bragða leitað til að vinna á móti þeim ófagnaði. — Meðal annars að leita nýrra úrrœða auk land búnaðar, fiskveiða og iðnaðar. Hér á landi hugðust ýmsir geta leyst þennan vanda, og komu þá þessir menn með úr- ræði ^em átti að bjarga — einkuíi bændum — frá erfið- leiku® „kreppunnar", en það var nseð því að koma upp skinno- og loðdýraræikt í stór- um stól. Hafði næstum eytt fsl. fjárstofninum í því augnamiði var flutt inn Sjónvarpsfækin skila afburða hljóm og mynd FESTIVAL SEKSJOM Þetta nýja Radionette-sjón- varpstæki fæst einnig með FM-útvarpsbylgju. — Ákaf- lega næmt. — Með öryggis- læsingu. ÁRS ÁBYRGÐ Radionette-verzlunin Aðalstræti 18, sími 16995. eykur gagn og gleði Hemlaviðgerðir Rennurr bremsuskálar. — SMpum biemsudælur- Limuœ a bremsuborSa og aðrar almennar viðgerðir. HfcMLASTILLING H-F. Súðarvogj 14. Sími 30135. karakúlfé og áttu skinnin af lömbunum að bjarga. Nú vissu þeir menn, sem að þessari „ný sköpun“ stóðu næsta lítið um karakúlféð. Meðal annars ekki það, að iambskinn þessa fjár voru lítilsvirði, nema iömbin væru drepin um leið og þau fæddust. En þessar „nýsköpun arskepnur“, — karakúlféð — fluttu með sér fjárpestir, sem voru nærri því að eyðileggja sauðfjáreign landsmanna — og þar með íslenzkan landbúnað í miklum bluta landsins. Þessu karakúlfé var svo lógað, áður en búið var að gjöreyða sauð- fjáreign landsmanna. En eftir var silfurrefurinn og minkurinn. Með ærnum kostnaði tókst að halda siltfur- refnum í skefjum, þó aldrei tækist að útrýma honum með öllu. Og þá var minkurinn eftir. Hann var hinn mesti vá- gestur — bæði í veiðivötnum og fugialífi landsins. Nú virðist þetta vera gleymt, að því er ráða má af frum- varpi, sem komið er fram á Alþingi um að leyifa minka- rækt í landinu með einhverj- um óverulegum takmörkunum“. Borgaði aðeins fyrir eitt skinn Og Jón Árnason segir að lokum: „Gömlu „loðdýramenn- irnir“ héldu því fram, að dýr- in gætu ekki sloppið úr haldi. Einn helzti formælandi loðdýra eldisins bauð 100 kr. fyrir hvern ref, sem sloppið hefði úr haldi og tekizt hefði áð drepa. Strax fékk hann sent silfurrefaskinn og greiddi hann sínar 100 kr. og lét taka mynd af sér með krónurnar í ann- arri hendinni og refaskinnið í hinni. En þetta edurtók sig ekki. Svo mörg skinn bárust, að „loðdýramaðurinn" borgaði aldrei nema þetta eina skinn. Hvernig væri að láta loð- dýraævintýrið hvíla í sínu dauðadái, a.m.k. þangað til við erum dauðir, sem munum gamla ævintýrið og voru á móti því“. Skjöldur klofinn Benedikt Gfslason frá Hof- teigi skrifar: „Þar sem þessi Haildór, sem frægur er af hnakkadramibi, hefur gefizt upp á svívirðingum í minn garð en notar í þess stað skjöld sinn, er nú kallast „Gamall Húnvetn ingur“ ,sé ég enga ástæðu til að eiga orðastað við hann, enda, eins og hann segir, gam- all orðinn. Hefur nú háskóla- bókavörðurinn gert mér þann greiða að lesa upp í Útvarp- inu, það sem ég taldi mér til varnar fyrir árás Halldórs. Sá „gamli“ fer nú að telja upp af- rek Halldórs, en mér sýnist að um þau megi segja, eins og Sigurður bóndi vi® Grasa- Guddu. „Teldu nú ekki fleiri afrekin hans“. Ég verð þó að segja það, að ef þessi maður hefur sem gull og gersemi búið á Þverá, þá gerir það ekkert til. Etf hann hefur sem gimsteinn elskuríkr- ur búið á Geitaskarði, þá vil ég fyrir hönd þess prýðis- höfuðtoýlis segja, að það var lán að hann fór þaðan. Ef hann hefur sem djásn og dýrmæti hlaðið Borgarvirki, þá er það roont eitt og engum til gagns, en sennilega spillt dýnmætum fornminjum. Og ef hann hefur sem drottni sjálfum líkur, tekið í hnakkadrambið á hundum, þá er það gagn að fleiri slíkir finn ast ekki í Húnaþingi, en bað heiðursþing virðist eiga að bera alla óvirðing þessara fé- laga, Halldórs og skjaldarins. Og ekki batnar siðferði þeirra félaga, þegar þessi skjöldur Halldórs fer að tilfæra vísu, eftir eða um vesaling, hei'lsu- bilaðan mann, sem þó finnst getið í fræðihókum, en þeirra félaga ekki. Þykir mér ófært. að þeir séu að flytja þetta, ein- klyfja, á húnvetnskum hrossum og kynni að vera hægt að hefa þetta á móti. Þverá veit að þar úr skóm, þúsund sinnum tróð ég. Skarð ég gerði bæja blóm, Borgarvirki hlóð ég“. Og þar m-eð lýkur bréfi Bene dikts, og er þar með væn'an- lega umræðum um þetta mái lokið hér. Akureyringar koma honum ekkert við Sigurður Draumland á Akur- eyri hefur ekki beint orðið hrif inn af grein, sem birtist nýlega hér í Landfara og nefndist „Kunna þeir ekki að ganga í takt“, og var þar rætt um íþróttamenn, þegar nýi íþró'Ja- salurinn á Akureyri var tekin í notkun. Sigurður segir: „Heill og sasll, Landfari. Til efnið af þessu ágæta bréfi mínu er raunar það, að einhver ,senni lega fslendingur en ekki Bandaríkjamaður, skrifar, af miklum áhuga í þig þann 27. janúar síðastliðinn. Mikið má sá maður vera fátækur að við- burðum lífsins, sem ekkert sár nema fæturnar á hverju kvik- indi, og verður gleðisnauður, ef þeir ganga ekki vel. Aðalsorg hins áhugasarna skrifara er, að Akureyringar kunni ekki að ganga skamm- laust í skemmu. Honum koma Akureyringar bara ekkert við! Þeir mega ganga skammlaust í sínum skemmum eins og þeim sýnist, og á hinn veginn líka. Fæturnir á þeim koma mannlúsinni ekkert við. Tali hann við Beykvíkinga! Og varð ar þó ekkert um þá! Svona fer, þegar menn hafa allan á- hugann á og í fótunum. Ég held það væri miklu meira virði að kenna mönnum að hrista hausinn almennilega, hér á þessu landi, síðan gengisfell- ingarstjórnin skreið otfan í Þorgeirsbola! Smeykir við það, sem er í loftinu Og Sigurður heldur áfram: „Þessi áhugamaður er kann- ski jáhróðir Sæmundar nokk- urs á Sjónarhæð, neðan undir brekku, sem byggt var stórt hús uppi á, hérna um árið. Hvort sem það var af trúar- legum áhuga, og hann er alltaf virðingarverður, eða verald- legri öfund, sem varla getur þð talizt eiga heima í umrædum heiðursmanni, þá fór hann að skrifa í blöðin og tala um hvort nægjanlega hefði verið fyrir því séð að mæla jarðveginn í brekkunni, með þar til gerðum pundara, til a@ kanna hvort hún gæti hlaupið fram, að því er skildist, vegna þunga hússins uppi á henni. Húsið stendur enn, þvi að brekkan hefur ekki rótað sér, enda á bæjarverkfræðingur þar heima. Hvort maðurinn hef ur hugsað sér eintovern dóms- dag, ef húsið efsta rynni fram yfir toans „sjónarhæð" í brekku, er ekki vitað, en eitthvað olli. Svona fer. þegar menn era smeykir við það. sem er í loft- inu fyrir ofan þá“. 5 TRULOFUNARHRINGAR Fljó' afgreiosla áendurr gegn póstkröfu. GUÐM ÞORSTEINSSON gullsmiður Bankastræti 12. FASTEIGNAVAL dkólavörðostlg 8 A Q. hæð Sölusimi 22911. SELJl£JVI>l;B | Latif okkui annasi sölu á fasi , «agnum vöai Aherzla lögö s i ffóða fyrirgreiðslu Vlnsamleg ) aafi? íamhano víð skrif ( srofu vora ei pér ætlið að j sói]í eóa fcaupa fasteignli. serr i avalll era fyrir bendi i miklu új-i'ai hi® okkur JOIM AftASON HDL. Sóiumaðui fasteigna: Torfi Asgeirsson. Skólavörðust. 13 ÚTSALAN er hafin • Aldrei meara vöruvai 9 Aldrei meiri afsláftur \

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.