Tíminn - 11.02.1968, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.02.1968, Blaðsíða 1
FASTEIGNASALAN HÚS&EIGNIR BANKASTR ÆTI 6 Símar 16637 - 18828. 24 síður Auglýsing í Tímanum kemur daglega fyrir augu / 80—100 þúsund lesenda. 35. tbl. — Sunnudagur 11. febr. 1968. — 52. árg. ÓLAFUR J0HANNESS0N KJÖRINN F0RMADUR FRA MSÓKNA RFL 0KKSINS TK-Reykjavík, laugardag. Á aSalfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins í dag var Ólafur Jóhannesson kjör- inn formaður Framsóknar- flokksins, en eins og skýrt var frá í blaðinu í gaer gaf Ey- steinn Jónsson ekki kost á því að gegna lengur formanns- starfinu. Ritari flokksins var endurkjörinn Helgi Bergs og gjaldkeri var kjörinn Tómas Árnason. Varaformaður var kjörinn Einar Ágústsson, va.ra ritari var endurkjörinn Jó- hannes Elíasson og varagjald- keri var kjörinn Halldór E. Sigurðsson. Starfsnefndir miðstjórnarfundar ins störfuðu í gærkveldi og í morg un en kl. 2 í dag hófst kosning formanns. ritara og gjaldkera og varámanna þeirra og urðu úrslit sem áður greinir. Að þeim kosn ingum loknum hófst afgreiðsla mála og stóðu umræður til kvölds. í fyrramálið kl. 10 fer fram kosning framkvæmdastjórnar og blaðstjórnar og að þeim loknum verður haldið áfram afgreiðslu máia. Kl. 2 verða svo kjörnir vara menn í framkvæmdastjórn. Er afgreiðslu mála lýkur síðdegis á morgun mun hinn nýkjörni for- maður Framsóknarflokksins. ðlaf- ur Jóhannesson, flytja ræðu og slíta fundinum. Helgi Bergs Tómas Árnnson ii -. ■■ -■ ■:■■• ■ .:■:•■.■-•■■■--:■-•■•• '■•■■■ . ■ ■ i'T'y M Einar Ágústsson Myndin er tekin a aðalfundi Miðstjórnar Framsóknarflokksins í gær, er Ólafur Jóhannesson tekur við formennsku í Framsóknarflokknum af Eysteini Jónssyni. (Tímamynd GE). DaguráAkur eyri 50 ára Jóhannes Elíasson Halldór E. Sigurðsson AK-Reykjavík, laugardag. Blaðið Dagur, málgagn Fram sóknarmanna á Norðurlandi er fimmtugur á mánudaginn 12. febrúar, en þann dag kom fyrsta tölublað hans út árið 1918. Það var Jónas Jónsson. sem hafði for göngu um samtök til þessarar h)að->”tqáfn »• fpkk Itinimar Ev- dal til þess að takast á hendur rit- stjórn. Dagur minnist afmælis síns með vönduðu afmælisblaði, sem kemur út á morgun, og í það rita meðal annarra Bernharð Stef ánsson, fyrrv. alþingismaður. og Gisli Giiðmundsson alþingismaður. f dag birtast greinar um Das á hlaðsíðum 16 og 17. og er bar skýrt frá sögu blaðsins frá upp- hafi fram til dagsins í dag. DANSKT SKIP STRANDAD UNDAN SLÉTTU - HJÁLPARBEIDNI BARST FRÁ GRÆNLANDI! OO-Reykjavik, laugardag. Danska flutningaskipið Hans Sif strandaði í nótt á skeri undan Rifi á Melrakkasléttu. Fréttin um skipsstrandið barst til ísiands frá loftskeytastöð á Suður-Grænlandi. Veður var gott, þegar skipið strandaði. Björgunarsveit Slysavarnarfé- lagsins á Raufarhöfn fór fljót- lega á staðinn og skömmu síð- ar kom varðskipið Þór á vett- vang. Þegar lei? á morgun- inn fór að hvessa og undir hádegi voru komin þarna 8 til 9 vindstig. Stóð þá skipið enn á skerinu. og kl. 11.30 skipaði skipherran á Þór á- höfn strandaða skipsins að yf- irgefa það og eru nú allir skipverjar um borð í varðskip- inu. Skipið, sem strandaði, er um 1000 lestir að stærð. Var það á íeið frá Sigiufirði\ þar sem bað lestaði 800 iestir af síldarmjöli Klukkan 4.45 í nótt barst Loftskeytastöðinni í Reykiavík tilkynning um að danskt skip værj stramdað við Norð-austur ísland. Kom til- kynningin frá loftskeytastöð sem staðsett er á Suður-Græn landi Var Slysavarnarfélagið strax látið vita. Björgunar- sveit t'rá Raufarhöfn fór strax á staðinn En skipið stóð á skeri um 500- metra frá landi og draga línubvssur björgun- arsveitarinnar ekki svo langt. svo að björgun úr landi var ekki möguleg. Valdimar Guð- mundsson. formaður björgun- arsveitarinnar. fékk þá 12 tonna bát frá Raufarhöfn til að sigla að skipinu Skömmu síðar kom varðskipað Þór að strandstaðnum. Fór síðan að hvessa og sjó að þyngja. Varð Framhald á bls. 11. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.