Tíminn - 11.02.1968, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.02.1968, Blaðsíða 6
6 L SUNNUDAGUR 11. febrúar 1968. Manntjón í íslands- stríði Undanf arnar vikur höfum við fylgzt ntóð hryggð og samúð, með hrnu mikla manntjóni Breta Ý baráttunni við hafið á íslandsnmðium, þar sem uhi 60 manns hafa gist vota gröf. Við höfum þó orðið svo lánsamir, að bjarga einni skipshöfn úr hráðum hiáska. Öll þjóðin þakk- ar það afrek varðlskipsmanna sinna. En við sluppum ekki að heldur. Sex ungir og harðdug- legir sjómenn hiafa fallið í þess- ari sífelldu orrustu okkar við Ægi, og það manntjón okkar er ekki minna en Breta, þegar á alit er Litið. Engir aðrir en þeir, sgm reyna, geta gert sór í hugarlund þá blóðtöku, þær sviptibreytingar, sem verða á höfum fólks í litiu samfélagi eins og íslenzku sjávarþorpi, þegar sex synir þess hverfa í hafið á einum degi. Um sorg aðstandenda eru orð einskis nýt, en þjóðinn öll verður að niuna skyldur sínax við ástvini hinna föllmu, því að þessir menn hafa faliið í striði fyrir okkur öll, alveg eins og hermenn, sem eru að verja land og sjálfstæði. Miðstjómar- fundurinn Aðalfundur miðstjórnar Framisóknarfiokksins stendur yfir, þegar þetta er ritað. Hann er vel sóttur af fuiltrúum og varafuiltrúum úr öllum kjör- dæmuim landsins, svo að heita má fullskipað. Er það ánægju- legt, og þó hafa margir full- trúar orðið að leggja á sig erfið ferðaiög við örðugar að- stæður. Á þessum miðstjómar fundi mun í senn verða rætt og ályktað um stjómmálavið- horfið í landinu og starf og stefnu Framsóknarflokksins. Mörgum mun vafalaust þykja það mest tíðinda um þennan fund, að formannsskipti verða j. Framisóknarflokknum. Ey- steinn Jónsson lýsti því yfir í setningarræðu sinni, að hann heifði ákveðið að skorast undan endurkjöri sem formaður flokksins, og sú ákvörðun^væri mieð ölta; óhagganleg. Orð þau, er hann mælti í þessu sambandi eru athyglisvert vitni um við- horf hans til þessara mála, sem .margir forystumenn í stjóm- málaflokkum mættu hugleiða af alvöru og hafa til fyrirmynd- ar. Hann sagði m.a.: „Ég hefi ekki við neinn ráðg- azt í þessu og lokað jafnóðum öllum umræðum um að breyta þessari ákvörðun, því að hún hefnr verið óafturkallanleg frá þvi að ég tók hana, enda tel ég ákvörðun af þessu tagi þann ig vaxna, að hana sé skynsam- legast að taka sjálfur, án þess að leita ráða annarra og er þetta bjargföst sannfæring mín. . . . Þá er það þáttur í þessu, að sá maður, sem ég veit, að telja má nálega sjálfkjörinn til þess að taka við formannsstörfum vegna þess trausts, sem hann nýtur — og mæli ég þar af meiri kunniugleik en flestir aðr- ir — er nú á góðum aldri til TÍMINN M«nn og málefni þess að taka við og það á að notfæra sér, því það er mikil gæfa og fágætt lán, þegar svo stendur á, að hægt er að skipta eins eðlilega og þegar bezt tekist til í boðhlaupi, en það getum við gert núna — á því leikur enginn vafi. Þá vil ég ekki dylja það með öllu, að dálítinn þátt í þessari ákvörðun minni á sú rótgróna skoðun mín, að skynsaml'egast sé að færa mesta stórerfiðið af sér yfir á yngri menn, áður en þreyta segir til sín um of — og með reynslu sinni geta menn stutt málstað sinn og þá, sem fyrir honuim standa, þótt þann- ig sé á rnálum haldið. Það sé sem sé ekki alltaf um það tvennt að velja fyrir þá, sem lengi hafa starfað, að halda öllu eða koma ekki nólægt neinu. ef svo mætti segja. Má vera, að það hafi haft varanleg áhrif á skoðanir miínar í þessu alla tíð, 'hve ungur ég lenti í því, sem forystusveit er kölluð og hve lengi ég hefi verið þar.“ ! Eysteinn Jónsson hefur ver- ið forystumaður í Framsóknar- flokknum í fjóra áratugi, og enginn einn maður hefur lagt eins mikið af starfskröfitum sín um af mörkum fyrir flokkinn og hann, né verið með sama hætti sverð hans og skjöldur. Og þótt hann kjósi nú að láta af formennsku, er sá vinnuhag- ur hans engan veginn að kvöldi kominn, og flokksmenn hans munu þar enn vænta forystu og úrræða í margri mynd. Engum mun heldur koma það á óvart, að miðstjórn Fram- sóknarflokksins leit á það sem sjálfsagðan hlut, að Ólafur pró- fessor Jóhannesson tæki nú við formenmskunni. Hann hefur um langt árabil verið annar aðal- forystumaður flokksins og vara formaður hans, og hann er enn rnaður á bezta aldri. Ólafur nýt- ur svo mikils og almenns trausts meðal flokksbræðra sinna og svo óskoraðar virðing- ar alþjóðar fyrir stjórnmála- störf sín, að þeir telja kjör hans til formanns svo að segja sjálfgefið nú, fyrst Eysteinn Jónsson gefur þess engan kost að halda formiannisstarfi áfram. Úthlutun listamannalauna Úthlutun listamannalauna hefur verið birt, og verður hún vafalítið tilefni nokkurrar um- ræðu í blöðum eins og oftast fyrr, og sýnist sitt hverjum. V-arla er að efa, að ýmisum sýn- ist sem úthlutunarnefndinni hafi orðið mislagöar hendur um val manna, og ýpisir verð- ugir góðra launa séu utan gátta, en aðrir óverðugir innan dyra. Við því verður varla nokkurn Dímia gert. í þetta sinn ber þó á það að líta til skýringar á þessari út- hlutun, að fjárveiting til henn- ar af hendi Alþingiis hlýtur að kallaist neyðarfjárveitinig. Fjár- hæðin hefur staðið óbreytt að kalla nokkur undanfarin ár, hrátt fyrir miklar almennar hækkanir og mikla fiölgun listamanna. Hefur hún þvi raun verulega farið minnkandi. í þetta sinn hafði nefndin jaín- vel færri krónur til umráða en í fyrra, þar sem Allþingi hafði bætt tveim mönnum upp í heið- ursflokk og tekið þau laun af ú'thlutunarfé nefndarinnar. Réttmætt er að kalla þessa fj árveit ipgu neyðarráðstöf un, því að varla verður því trúað, að sitj'órnarliðið á Alþingi hefði tálið sér fært að hafa upphæð- ina óbreytta, ef það hefði talið fjáóhag ríkis'iins með felldu á þessu ári. Raunar hefði mátt gera ráð fyrir, að þessi staðreynd setti svip sinn á úthlutun nefndar- innar að þessu sinni, og hún hefði t.d. ekkj talið sér fært að færa mjög marga listamenn upp í efri flokk að þessu sinni, þó að hún teldi það réttmætt eftir mati á list þeirra, því að það fækkar mjög og jafnvel ó- hóflega í úthlutuninni, og einn- ig hefði verið þörf á að hækka fjárhæðir í fiokkunum. Færa má rök að því, að það hefðu verið skynsamleg vinnubrögð af nefndinni að fjölga ekki eða mjög lítið í efri flokki að þessu sinni og senda Alþingi þá skýr- ingu, að nefndin teldi sér ekki fært að gera þetta, fyrr en Al- þimgi yki úthlutunarfé. Heiðurslaun og starfsstyrkir Með lögunum, sem sett voru um listamannalaun, svo og í reglugerð eftir þeim, er ákveð- ið að taka upp starfsstyrki hamda listamönnum utan lista- mannalauna. Það er hin mesta nauðsyn, að þetta verði ekki dregið lengur. Því her að fagna, að nefndin hefur sent Alþingi og menntamálaráðherra erindi tíl þess að herða á framkvæmd málsins, og er þess að væmta, að þetta dragist ekki lengur en til næsta árs, enda munu sam- tök listamanna leggja á þetta rnikia áherzlu, sem von er. Þá er það einnig þakkarvert, að nefndin minnig Alþingi á það, að ekki hafi verið gætt fullkomíins réttlætis, er tveir menn voru færðir upp í heið- ursflokk fyrir jólin, og beri að taka þangað þrjá í viðbót, bæði til þess að þjóna réttlæti við men,n og listgreinar. Þessir menn eru Jóhannes skáld úr Kötlum, Ásmundur Sveinsson, •myndhöggvari og Jón Beifs tón skáld. Það er ekki vammat á þeim, se.m fyrir eru, þótt minnt sé á, að þessir menn eigi að réttu sæti þar líka. Úthlutun'ar- mefndin gerir þessar tillögur til Allþingis einróma, og vænt- aniega styður það að því, að þessum tiilögum verðj tekið vinsamlega. Það virðist enn hafa komið í ljós, að ýmislegur hængur er á lagasetningu þeirri, sem sett hefur verið um listamannalaun og úthlutum þeirra. Lögboðið 'fyrirkomulag atkvæðagreiðslu í nefndinni felur í sér hættu á því, að óeðlilegt misræmi skapist millj listgreina, einkum í þeim greinum, sem fáa eiga á listamannalaunuim. Gæti jafn- vel svo farið, ef tillögur eru um allmarga úr greininni, og nefndarmenn hafa ekki önnur samráð um kjörið, en hina leynilegu atkvæðagreiðslu, að atkvæði dreifist svo, að enginn komisit imn úr tiltekinni grelni, þótit nefndarmenn allir hiafi ikjörið eiim eða fleiri og telji sjálfsagt að listgreinin eigi full- trúa á 1 istamamnalaumum. Þegar starfistyrkjakerfið hef- ur verið tekið upp, er eðlilegt, að lög þeissi verði endunskoðuð eftir tvö eða þrjú ár og leiitað nýrra leiða. Afkoma bænda stefnt í óefni Stéttarsamlband bænda hélt aukafund í vikunmi sem leið til þesis að ræða vandamál, sem tefl'a afkomu fjölda bænda í al- gera tvísýmu. Funidurinm gerði ýmisar athyglisverðar álybtamir og kaus 5 mianma nefnd til þess að gamga á fumd rikisstjórn arinnar og freista þess að fá bimlhverjia leiðrébtingu mállfl, í ályktunum sínuim uan verð lagsmálin vitti fundurimn það að vomum harðlega, að verð lagning landbúmaðarvara skyldi á s. 1. hausti dragast þrjá mánuði fram á nýtt verðlags- ár. Þessi dráttur hefur valdið sölufél'ögum bænda miiklum ó- þægimdum og bændum beinu fjárhagstjómi. Þá taidi fundur inn einnig, að meirihluti yfir nefmdar hefði brotið ákvæði laga um Framleiðsluráð. og fleira, um sömu tekjur bænda og annarra stétta og einnig haft að engu ákvæði sömu laga um ákvörðun vinnutíma bænda og skylduliðs þeirra. Auk þess íhafi verið sniðgengnar allar upplýsingar Hagstofu íslands um rekstrarkostnað meðalbús, en ' samkv. áðumefndum lög- um sé skylt að talta þær til greina. Þá er og á það minnt, að um svipað leyti og verð- : ákvörðun var gerð, var gengi ísl. krónunnar fellt, en það stóreykur rekstrar- og fjárfest- ingarkostnað, sem ekki hefur fengizt inn í verðlagsgrundvöll nema að nokkru. Stéttarsam- bandsfundurinn hefur hér bent á hrein og bein lögbrot, að að sjál'fsögðu hlyti að vera fróð legt að fá úr því skorið fyrir dómstólum, hvort sú fullyrðing stenzt, og hvort þá reynist með einhverjum hættj að reka rétt ar í þessum efnum eða koma lögum yfir stjórnarvöld. Það er allt annað en ákjÓ9anlegt lýð ræði eða borgaralegt öryggi, ef lög sem sett eru til þess að tryggja ákveðnum aðiluni eða jafnvel heilum stéttum afkomu Framhald á bls. 11.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.