Tíminn - 16.02.1968, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.02.1968, Blaðsíða 3
 '••'■VSSÍ'ÁÍí FOSTUDAGUR 16. febrúar 1968. TÍMINN Úr skýrslu Efnahagssamvinnustofnunarinnar um ísland: 4 Greiðsiuhalli ríkisins 1967 staf- ar af niðurgreiðslum s.l. ár! LANDSBANKINN OPNAR ÚTIBÚ ÍÁRBÆJA RH VERFÍ Laugardaginn, 10. febrúar, opn aði Landsbankinn útibú í Árbæjar hverfi, að Rofabæ 7. Hið nýja úti- bú er hið sjötta, sem Landsbank inn opnar og starfrækir í Reykja vík. Fyrsta bankaútibúið í Reykja- vík, Austurbæjarútibú, opnaði Landsbankinn árið 1931 að Klapp arstíg 29 og var það um langt árabil eina bankaútibúið, sem starfrækt var í bænum. Vorið 1960 flutti það í ný húsakynni að. Laugavegi 77. Önnur útibú Lands bankans í Reykjavík eru, Lang- holtsútibú, sem stofnað var 1949 j og er til húsa að Langholtsvegi j 43, Vegamótaútibú að Laugavegi 15, stofnað 1960. Vesturbæjarúti-1 bú við Hagatorg, stofnað 1962 og Múlaútibú að Lágmúla 9, stofnað 1967. Þáttur útibúanna í starfsemi bankans fer ört vaxandi. Sé mið að við færslufjölda, þá er svo kom ið, að um helmingur af heildar viðs'kiptum Landsbankans í Reykjavík, fer fram í útibúunum- Það er ótvíræður vottur þess, að viðskiptamenn bankans kunna vel að meta þá viðleitni til bættrar þjónustu við almenning, sem í því felst að starfrækja útibú, hæfilega stór, í hinum stærri hverfum borgarinnar og ekki sízt þeim, sem fjær miðborginni liggja. Hið gamla bankahús Lands- bankans við Austursræti, var byggt fyrir tæpri hálfri öld og þótt allmikillar framsýni hafi gætt við byggingu þess, þá var stærð þess og húsaskipan öll þó að sjálfsögðu miðuð við þarfir síns tíma. En svo mikið hafa við- skiptin nú aukizt við bankann á þessum gamla stað, þrátt fyrir hinn stóra þátt útibúánna í heildar viðskiptum bankans, að tæpast verður þar meiru við bætt, að húsakynnum óbreyttum. Hið nýja útibú, sem Lands- bankinn hefur nú stofnsett í Ár- bæj arhverfi, er til húsa í verzlun ariiúsi þeirra Haralds Magnússon ar og Magnúsar Erlenðssonar. Húsið teiknaði Þorvaldur S. Þor valdssonj arkitekt, en Helgi Hall grímsson arkitekt, teiknaði inn- réttingar í þann hluta hússins, sem bankinn hefur til leigu, en það eru alls rúmir 50 fermetrar. Smíði innréttinga annaðist Ingvi Viktorsson, húsgagnasmm. Starfsmenn Árbæjarútibús verða fyrst um sinn þrír. Útibús- stjóri er Richard B. Þorláksson, sem áður starfaði sem fulltrúi í Vegamótaútibúi. Útibúið mun annast fyrir- greiðslu á alls konar bankavið- skiptum innanlands og utan, en fyrst og fremst mun verða þar um að ræða sparisjóðsviðskipti, hlaupareikningsviðskipti og inn- heimtu víxla og verðbréfa. Einnig mun útibúið annast kaup og sölu erlends gjaldeyris og þurfa því íbúar Árbæjarhverfis ekki lengra að fara t. d. til kaupa á erlend um ferðatékkum. Ak, Reykjavík, — mánudag. Viðskiptamálaráðuiieytið hefur sent blöðum þýdda ársskýrslu Efnahagssamvinnustofnunar Evr- ópu, OECD, um ísland. - í inngangi segir, að miklum hagvexti síðustu ára hér á landi hafi fylgt mikil hækkun fram- leiiðsilukositniaðar og verðlags í landinu, er stafaði af „of mikilli aukningu kauPgjalds og tekna“. Greiðslujöfnuður hafi þó haldizt góður vegna góðra aflabragða og örra verðhækkana útflutningsaf- urða. , Ásibaindið hafli síðan breyitat mjög á s. 1. ári og útflutningur hafi minnkað verulega vegna góðra aflabragða og örra verð- hækkana útflutningsafurða. Ástandið hafi síðan breytzt mjög á s. 1. ári og útiflutningiur hafi minnkað verulega vegna slæmra aflabragða og enn frekari samdrætti erlendrar eftirspurnar. Þjóðarframleiðsla hafi stórminnk að og mikill greiðsluhalli orðið. Hár framleiðslukostnaður hafi valdið, atvinnuvegunum „áfram- haldianidi“ erfliðleiikuim þráitt fynir stöðugleika kaupgjalds. Síðan eru dregnar nokikrar nið urstöður af þessari þróun og nokkru spáð um næstu framtíð. Um það segir m. a. ,,Venulegs bata á jöfnuðinum út á við virðist mega vænta á árinu 1968. Líkur virðast á því, að nolkkur bati mu-ni verða á afla- brögðum og afurðaverði. Gerðar hatfa verið ráðstafanir til þess að hafa hemil á aukningu innlendr ar eftirsþurnar og innflutnings, auk þess sem gengisbreytingin ætti að hafa verulega þýðingu. Enda þótt áhri'f gengisbreytingar innar og annarra aðgerða komi ekki fram að fullu fyrr en eftir nokkurn tíma, má vænta þess, Sýning á verkum JÓHANNS BRim GI-Reykjavík, fimmtudag. Á laugardaginn, klukkan fjögur, opnar Listafélag Menntaskólans í Reykjavík yfirlitssýningu á verkum Jólianns Briem, listmálara. Sýn ingin er lialdin í bakhúsi skól- ans, Casa Nova, og þar getur / að líta fjörutíu og fjögur mál- verk listamannsins. Öll eru þau máluð eftir ‘34 en megin áherzlan er þó Iögð á þau, sem eru frá síðastu tíu árum, en á þeim tíma hefur stíll og vinnu brögð málarans breytzt tals- vert. f heild ber sýningin sterkan og sfcemmtilegan blæ, og nýtur sín ágæta vel í uppsetningu þeirra myndlistardeildarmanna Listafélágsins, enda hefui smekkvísi, ábugi og framtaks semi einkennt staff deildarinn ar frá upphafi. Yfirlitssýningin á verkum Jólhanns stendur fram til þriðja marz, næstkomandi. Jóhann Brierh að verulega dragi úr halla á við- skiptajöfnuði á árinu 1968. Af þessum sökum og vegna þess fjármagnsinhflutnings, sem senni lega mun eiga sér stað á árinu má vænta þess, að .gjaldeyrisforð- inn' hætti að minnka, og jafnvel að hann gæti aukizt eitthvað á ný.“ Nokkra athygli hlýtur að vekja sú spá OECD úti í París um „að nokkur bati muni verða á afla- brögðum" á árinu 1968, og sú spurning að vakna, á hverju slík spá sé byggð. Vonandi gengur hún eftir, en hver eru vísindin að baki þessari spá? Þá segir ennfremur, að mikið muni þó verða kcxmið undir því, hver stefna stjórnarvalda verður og viðhorf launþega, atvinnurek- Framhald á bls. 14. Kjördæmissamband ungra Framsóknar- manna í Reykjanes- kjördæmi efnir til málfundanámskeiðs 17. febrúar næstkomandi kl. 3, að ...|[rrr Neðstutröli 4, Kópavogi. Stein- i grímur Her- mannsson fram- flytur erindi' AU ir ungir Fram- sóknarmenn vel- Kieppsvegur fjölbýlasta gata Rvíkur Hagstofa íslands hefur sent frá sér skýrslu um mannfjöldann í Reykjavík eftir götum talið miðað við 1. desember s. 1. Þar kem ur í ljós að íbúar borgarinn ar eru 79. 813 talsins, þar hf fjarverandi 1177 og 1460 eru skráðir aðsetursmenn. Karlmenn búsettir í Reykja vík eru 38,972 og konur 40.841. Fjölm-ennasta gata borgar innar er nú eins og fyrr Kleppsvegur, en þar búa 2386 manns, þar af 1146 karlar og 1240 konur. Hr-aunbærinn er í öðru sœti með 2255 íbúa, í þriðja sæti er Háaleitilsbrautin með 2086 roúa. Síðan er það Álftamýri með 1374,, Lang holtsvegurinn með 1335 íbúa, Álfheimar með 1303 og Hvassaleitið með 1042 íbúa. Samkvæmt þessari mann talsskrá Hagstofunnar eru götur 380, en þó eru ekki íbúar við þær allar. i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.