Alþýðublaðið - 19.09.1989, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 19.09.1989, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 19. sept. 1989 5 ÞANKAR Á ÞRIÐJUDEGI „Ef millistjornendum fækkar jafn ört og undanfarið og fátt bendir til annars, þá hrynja metorðastigamir sem fram að þessu hafa viðhaldið keppnisanda og tryggð starfs- manna. Hér á landi hefur reyndar hlaupið verðbólga í starfstitla og gert þá merkingarlausa. Menn eru forstjórar í þriggja manna fyrir- tækjum og annar hver ríkisstarfs- maður er yfirdeildarstjóri," segir Öm D. Jónsson m.a. í grein sinni. Þekking og nýtt vinnuumhverfi Lengi vel voru heimsstyrjaldirnar notaðar til að skipta öldinni í tímabil. MiIIistríðs- og eftirstríðsárin voru vendipunktar þróun- arinnar. Nú á tímum stóraukinnar fjölmiðlunar og örari breyt- inga eru áratugirnir notaðir til að hólfa söguna. I nýlegu hefti Fortune eru framá- menn bandarísks atvinnulífs fengnir til að spá fyrir ufn tíunda áratuginn. í heildina þá gera flestir þeirra ráð fyrir að þróunin verði mjðg í anda undanfarinna ára. Eiginleg umskipti urðu á sjötta og sjöunda áratugnum. 68 kyn- sióðin innleiddi ný gildi, bæði hvað varðar neyslu og leikreglur atvinnulífsins. Japan og nýiðn- væddu löndin breyttu heimskorti viðskiptanna og djúpstæð áhrif tölvubyltingarinnar ná nú til allra sviða þjóðlífsins. Viðskiptajöfrar bandarísks at- vinnulífs sjá fyrir sér aukna sam- keppni, markvissari gæðakröfur og, það sem allt snýst um, hærra þjónustustig. Það verður enginn markaður fyrir vörur sem öllum þykja sæmilegar, þær vörur stand- ast samkeppnina sem einhverjir ákveðnir telja fyrirtak eins og einn viðmælandinn orðaði það. Einna athyglisverðastar eru hugleiðingar Peters Druckers, guðföður stjórnunarfræðanna. Hann telur aukið mikilvægi þekk- ingarinnar setja svip sinn á áratug- inn og þá aðallega með þrennum hætti. Mjög hefur dregið úr mikilvægi millistjórnenda í iðnvæddu lönd- unum. Valdapíramídar fyrirtækja og stofnana hafa verið flattir út. Einingarnar eru minni, bæði fyrir- tækin og innan stærri fyrirtækja. Við þetta fækkar millistjórnend- um verulega og almennir starfs- menn eru kallaðir til ábyrgðar. Síðan gera þeir kröfur um sjálfs- ákvörðunarrétt í krafti sérþekk- ingar sinnar. Samskiptareglur stjórnenda og starfsmanna breytast. Drucker lík- ir fyrirtækjunum við hljómsveit. Hæfni hljóðfæraleikaranna út- heimtir mikla þjálfun og sérhver þeirra leggur metnað sinn í að standa sig en hlutverk stjórnand- ans verður að samhæfa leik þeirra með tilliti til hæfnistigs. Stjórnun snýst æ meir um að fá hóp há- menntaðra sérfræðinga til að vinna saman á framleiðinn hátt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Ef millistjórnendum fækkar jafn ört og undanfarið og fátt bendir til annars, þá hrynja metorðastigarn- ir sem fram að þessu hafa viðhald- ið keppnisanda og tryggð starfs- manna. Hér á landi hefur reyndar hlaupið verðbólga í starfstitla og gert þá merkingarlausa. Menn eru forstjórar í þriggja manna fyrir- tækjum og annar hver ríkisstarfs- maður er yfirdeildarstjóri. En í þeim þjóðfélögum þar sem lífið hefur gengið út á stöðuhækkanir þá þýða færri stjórnunarþrep mór- alskt hrun. Drucker telur að faglegur metn- aður starfsmanna, kröfur um inni- haldsrík og krefjandi verkefni hljóti að verða mikiivægari en upphæðin í launaumslaginu og titlatog jafnvel þó þessi tvö atriði skipti áfram verulegu máli. Starfs- menn meta gildi vinnunnar, hóp- vinna verður í fyrirrúmi og sí- menntun breytir fyrirtækjum í menntastofnanir. Aukið mikilvægi þekkingarinn- ar, eða vöxtur þekkingarfyrirtækj- anna er grundvallarbreyting að dómi Druckers. Eins og hann bendir á þá eru það ekki stjórn- endur, eða fésýslumenn sem hafa verið burðarás iðnvæðingarinnar, heldur ófaglærðir starfsmenn og jafnvel þó þeim hafi fækkað hlut- fallslega þá er fjöldi þeirra veru- legur, eða um fjórðungurþeirra er starfa í bandarískum iðnaði. Ófag- lærðir eru komnir í varnarstöðu í þjóðfélagi þekkingarinnar. Ef við skoðum þróunina hér í ljósi þessara spásagna þá er líklegt að flestar þeirra gildi um ísland. Þó hlýtur að vera nokkur áherslu- munur. Ströng lagskipting er ekki ríkjandi hér og almennt eru starfs- menn fjölhæfari en gengur og ger- ist í nágrannaiöndunum. Aftur á móti skortir á þá sérhæfingu sem nú virðist vera orðin takmarkandi þáttur annars staðar. Vinnuum- hverfi „þekkingarstarfsmannsins" verðum við að smíða frá grunni. Á örfáum áratugum hafa leik- reglur atvinnulífsins gjörbreyst hvað varðar starfsumhverfi, kröf- ur til starfsmanna og inntaks vinn- unnar. Hraði breytinganna er með ólíkindum. SMÁFRÉTTIR Björg Sveins- dóttir sýnir í Ásmundarsal Þann 15. september opnaði Björg Sverrisdóttir málverkasýn- ingu í Ásmundarsal við Freyju- götu. Þar eru sýnd olíu- málverk unnin á síðustu tveimur árum. Myndirnar eru gjarnan náttúrustemmningar og tákn- rænir hlutir koma oft fyrir í þeim. Björg nam við Myndlista- og handíðaskóla íslands og útskrif- aðist úr málunardeild 1987. Sama sumar tók hún þátt í sam- sýningu við opnun Hafnargaller- ís, en sýningin í Ásmundarsal er hennar fyrsta einkasýning. Sýningin verður opin kl. 16—20 virka daga og 14—22 um helgar og stendur til 1. október. Heildarupphæðvinn- inga16.9.var 4.939.856 1 hafði 5 rétta og fær hann kr. 2.279.694 Bónusvinninginn fengu 4 og fær hver kr. 98.565 Fyrir4tölurréttarfær hver5.113ogfyrir3 réttar tölur fær hver um sig361 Sölustaðir loka 15 mínútum fyrir útdrátt í Sjónvarpinu Upplýsingasímsvari 681511.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.