Tíminn - 25.02.1968, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.02.1968, Blaðsíða 4
TÍMINN SUNNUDAGUR 25. febrúar 1968 VERKSMIÐJUAFGREIÐSLA KEA AFGREIÐIR VÖRUR TIL Verzlana - Gistihúsa - Mataríélaga FRÁ REYKHÚSINU BRAUOGERDINNI MJÓL KURSAML AGINU SMJÖRLÍKISGERÐINNI EFNAGERÐINNI FLÓRU KJÖTIÐNAOARSTÖÐINNI EFNAVERKSMIÐJUNNI SJÖFN KAFFIBRENNSLU AKUREYRAR SENDUM GEGN PÓSTKRÖFU ÖRUGG AFGREIÐSLA KAUPFÉLAG EYFIRÐENGA AKUREYRI SMI (96)21400 EinangrurLargler Húseigendur — Byggingameistarari Útvegum tvöfalt einangrunargler með mjög stutt- um fyrirvara. Sjáum om Isetningu og alls konar breytingu á gluggum Otvegum tvöfalt gler i laus fög og sjáum um máltöku. Sendum gegn póstkröfu um allt land. GeriS svo vel og leitið tilboða. Simi 51139 og 52620 Það mun væntanlcga ráðast í þeirri viku, sem nú er byrj- uð, hvort til víðtækra verkfalla kemur eftir næstu helgi. Bar- izt er um það, hvort launþeg- ar, sem þegar hafa orðið fyrir mikilli kjaraskerðingu, eigi enn að sætta sig við svipuhögg nýrrar kjaraskerðingar, eða hvort þeir eiga að halda þeim rétti sínum, er ríkisvaldið hyggst svipta þá, að þeir, með verðtryggingu kaups, haldi að nokkru í við verðhækkanir á þeim vörum, og þeirri þjónustu er þeim er nauðsynleg.Hér er um varnarstríð vcrkalýðs- hreyfingarinnar að ræða. Snú- izt er til vamar gegn kjara- ránsaðgerðum. Er vonandi, að atvinnurekendur og ríkisvald- ið — sem stendur að baki þeim — sjái sig um hönd áður en verkfallsalda skellur yfir. Verði svo ekki, er ábyrgðin öll á þeirra herðum. Kjaraskerðingin Ég þarf vart að fjölyrða um 'þá kjaraskerðingu, sem laum- þegar hafa orðið fyrir, eink- um á siðasta ári og því, sem nú er að líða. Ég vil þó benda á nokkra helztu þætti hennar. Alvarlesast hafa þeir orðið fyrir barðinu á kjaraskerðing unni, sem alls engar atvinnu fá. Það er álit þeirra mainmia, er .. þez| vita um atvinnuástandið, að um 2000 einstakiingar séu nú atvinnuiausir í landinu j heild. Er þessi tala örugglega ek'ki of há. Emungis hluti þess ara manma hefur látið skrá sig sem atvimauleyisingja. Þeir, sem það hafa gert, mjóta at- vinnuteysisbóta, sem mj'ög erf- itt er að lifa af, sérstaklega fiyrir fjöls'kyldumenn. En þeir, sem ekki hafa látið skrá sig, fá að sjálfsögðu engar bætur, og eru því enn verr settir. Hjá þeim, sem atviminu hafa, hefur vinnutímiam mjög minnk að. Það kom fram á fundi Verkamaninafélagsins Dags- brúnar fyrir niokkrum dögum, að könrnun hefur verið gerð á þessu atriði meðal hafnarverka manma í Reykjavík. Er hér um að ræða stórt úrtak, er nær til rúmlega 500 manna. Niðurstöður úrtaksins voru í aðalatriðum þessar: Miðað við árið 1j966. minnkaði dag- vinna árið 1967 um 1.8% og eftirvinna um 8,8% og nætur- og helgidagavinma um heil 30.4%. Þannig hefur heild arvinnumagaið minnkað um 6.7% á árinu 1967 miðað við árið á undan. Þetta leiðir til mun minmi tekna, eins og kom fram í úr- takinu, en þa; var gerð at- hugun á meðaltímakaupi þess- ara manna. Kom í ljós. að meðaltímakaupið Lækkaði veru lega á síðasta ári. Einnig kom fram á þessum fundi, að kaupmáttur launa hjá hafnarverkamönnum lækk aði á árinu 1967, frá 1. árs- fjórðumg til 4. ársfjórðungs, úr 105.8 stigum í 95.2 stig, eða um 11.6 stig! Þannig er ástandið hjá hafn arverkamönmum, og bað er á- 'lit verkalýðsleiðtoga, að ástand :jð sé enn verra hjá ýmsum ■ öðrum starfshópum. Þanmig var kjaraskei'ðingin á síðast’a ári mjiög mikil. Hún hefur haldið áfram á þessu ári. Og útlit er fyrir, að aukið at- vinauieysi sé framundan. Verðtryggingin Bara þetta eitt — mjög versnandi kjör — væru næg rök fyrir því, að laumþegar hefðu laun sín verðtryggð, svo að þau hækki n-okkuð til móts við miklar verðhækkanir. Að verðhækkainiirnar skelli með fuLLum þun-ga á launþegum of- an á alla aðra kjaraskerði'ngu er slíkt óréttlæti, að aldrei ætti að þ'oL'ast. En það þarf ekki að færa slík rök fyrir kröfu verkalýðs- hreyfingarimnar um fullar vísi- töluuTvpbætur á laun áfram. Um verðtrygginguna var sam- ið í júní 1964. Allir fögnuðu þeim áfamga, enda hafði það sýnt sig, að væru engin tengsl mi'lli verðlags og kaupgjaLds, er hækkuðu hið síðarnefnda í samræmi við hið fyrrnefnda, þá hiaut h-ver verðlagshækkun- araldan að leið’a til kröfugerð- ar um grunnkaupshækkanir og verk'falla, til að kmýja þær hiaakkanir fram. í júní 1964 náðist því þessi miklá áfangi. Þótt ríkisstjórn- in hafi, einhliða, fellt ákvœði um verðtryggimgum'a úr lögum, þá eiga launþegar enn þenn- án rétt. Og hana er það dýr- mætur, að verkalýðshreyfing- in verður að standa eimhuga o-g óihagganleg tl varnar hon- um. Sem betur fer fyrir íslenzka verkalýðslircyfingu, er allt, sem bendir til þess, að slík samstaða sé fyrir hendi. Vísitölumálið er sérstakt rétt indamál út af fyrir sig. Krafa verkalýðshreyfingarinnar er einföld: hún vill ekki láta ræina sig rétti sínum, hún vill ekki una þvi, að réttindi, er hún hcfur náð í hörðum samning- um, og scm verið hafa for- sendur allra kjarasamninga undanfarin ár, verði af henni tekin með pennastriki í stjórn arráðinu. Hún vill ekki una því, að Launþegar séu rændir um 5% verðlagsuppbót ofan á aðra kjaraskerðingu. Atvinnumálin Eins og ég minntist á áð- ur, er vísitölumálið sérmál, er ekki á að blaada saman við önnur hagsmunamál launþega. En það mál annað, sem nú er eitt helzta áhyggjuefni allra launþega, eru atvinnumálin og þróun þeirra. Ég hef þegar bent ræklega á það, hversu atvinnuástandið er orðið slæmt. Þau orð heyrð- ust af munni forsætisráðherra á siðasta ári, að allt yrði gert til að koma í veg fyrir atvinnu. leysi. Nú hefur verið atvinnu- leysi í marga mánuði. og ekki bólar a neinum efndum á þessu loforði. Engar ráðstafanir hafa verið gerðar tii þess að koma atvinnulífinu i gang á ný. nema hvað helzt frystihúsun- um. Fyrirtæki eru allt f kring- um okkur að grotna niður af peningaLeysi, rekstrarfjár- skorti, og engin viðleitni kem- ur fram hjá ríkisvaldinu að lagfæra þetta. TollaLækkanir, sem hjálpa áttu iðnaðinum að einhverju leyti, urðu um heLm- i.nigd minni en við var búizt. Og bankarnir eru jafn lokaðir og áðúr. Það er eðlilegt, að ráð'a- meua peningamálanna reyni að draga eitthvað úr útlánum bankanna á miklum þennslu- timum. Siík útiánatakmörkun er þó einskis virði, ef ekki er um leið unnið að því að beina fjármagniau imn til þeirra fyr- irtækja, og i þá fjárfestingu, sem nauðsynleg er helztu fram leiðslu'greinum þjóðarinnar. Það gerir illt verra að tak- marka bankaútlán, ef takmörk unin lendir á framleiðslufyr- irtækjunum, en ekki á verð- bólg'U'bröskurum — en þann- ig virðist manni, að þróunin hafi verið undanfarin ár. Aftur á móti virðist mér jafn eðlilegt, að þegar hálf- gert kreppuástand ríkir í at- vinmulífinu, og rekstrarfjár- skortur lamar fyrirtækin, þá séu lán tiL nauðsynlegra fram- leiðslugreina auki.n og þeim gert kleift að ná sér upp aft- ur. Einungis með þvi að efla framleiðslufyrirtæki landsins, er hægt að tryggja aukna at- vinmu á nýjan lei'k. En til þess að svo megi verða, þarf nýj-a stefnu í efna- hagsmálum landsins. Sú stefna er nú er ráðandi —og hefur verið ráðandi undanfarin ár — hefur beðið algjört gj'aid- þrot, og samt er sömu vitleys- unni haldið áfram. Engin mótmælir þid. að ár- ið 1967 var erfitt ár bæði hvað þjoðariramleiðsiu og þjóðartekj'Ur snertir. En ef rétt hefði verið á málum hald- ið, þá ætti þetta ekki að hafa skapað það vandræðaástand, er nú ríkir. Dagblaðið „Vísir“, sem svo til daglega segir flest fyrir- tæki fara á hausinn. ef laun- þegar fá áframhaldandi verð- tryggingu launa, s-kýrði t.d. frá þvi á föstudaginn, að ár- ið 1965 voru íslendingar nr 3 í heiminum hvað þjoðar- framleiðslu á íbúa snertir, o° næsta ár á eftir, árið 1966 vorum við komnir í annað sæti, einungis Bandaríkja- menn voru á undan okkur. Enda segir „Vísir“: — „Það er fyrir löngu orðið ljóst, að árið 1966 hefur verið íslend- ingum hagsældarár"!! Það þarf þvi sannarlega að vera mikið skakkt í stjórn landsins, þegar eitt erfitt ár getur varpað öllu atvinnulífi íslendinga í nelgreipar stöðn unar, samdráttar og atvmnu- leysis. Þar er einungis við ráða- menn bjóðarinnar að sakast. Breytt stefna í efnahags- og atvinmumálum er bví í da<? eitt mesta hagsmunamál laun- bega. Að því verður að vinna að knýja fram nýja stefnu sem fyrst. Elías Jónsson. -

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.