Tíminn - 25.02.1968, Blaðsíða 5
SUNNtTDAGUR 25. febrúar 1968
TÍMINN
Heimavöllur og
útivöllur
fslenafea landsliðið í h,and-
bnatibleik er farið utan. Elf þátt
tafca ofekar í heimsmeistara-
keppninni undanfarin ár er
wndanskiMn, verður þessi för
sejnnilega erlfiðaista prófraun
iandsliðsins. Að leika fjóra
Jandsleiki á átta dögum gegn
hinum sterku handknattleiks-
Iþfjóðum, Rúmenum og Vestur-
Þjóðverjum, er þyngra verk-
efni en margux hiyiggur —, og
sér í lagi, þegar það er athug-
að, að leikimir fara fram á
hieimaivellli þessara þjöða.
Það er alkunn staðreyind, að
styrkleiki liða verður bezt
mældur á útivelli. Standi lið
sig vel á útivelli, sigri, geri
jalfiníefli eða taipi með eins til
iþriggja marka mun, er það
góður vitnislburður um viðkom
andi lið, srvio framarlega sem
mótherjinn er ekki því lélegri.
Svo þýðingarmikill er heima-
vtöllur talinn í handkn'attleik,
að hanci er talinn jafinigilda 5
marika forgjöf fyrir heimaMðið
a. m. k. Við höfum ótal mlörg
daami uim þetta. Til að mynda
léfcu Rúmenar og Vestur-Þjóð-
verjar landsleik fyrir nokkr-
txn vifcum í Búkarest og sigr
uðu Rúmenar með lú marka
mun. Eru Vestur-Þjóðverjar
þó efcki talcLir neinir autovisar.
'Enn s'kýrari dæmi eru úr 1.
urnferð Evrópulbikarkeppniinin-
ar. Dönsku meistararnir HIG
töpuðu með miklum mun fyrir
Dynamo í Berlin í fyrri leilkn-
um, en dæmið snerist við, þeg-
ar liðin léku í KB-höMinni í
Kau'pmamnáhöfn, þótt Dönum
tækist að vísu ekki að jafna
bilið. Og hver getur gleymt úr-
slitunum í Bjelovar? Eftir jafn
te'flisleik hér heima, tapaði
Fram með Ii5 marka mun á
útivelli í Júgóslaviu.
Allt minna en 7 marka
ósigur, sigur fyrir
okkur?
Jafnvel þótt ísienzka lands-
liðið hafii staðið sig þokkalega
á heima velM s.l. þrjú ár, þá
fáum við fyrst núna smjöriþef-
inn . af rauniverulegum styrk-
leika íslenzks handknattleiks.
Satt að segja eru litlar sem
engar lífcur á því, að við vinn-
um einn einasta leik af þess-
um fjórum landsleikjum, sem
framundan eru. Með tilliti til
styrkleika Rúmena, fyrrver-
andi heimismeistara, og Vestur-
Þjóðverja, en báðar þessar
þjóðir voru mjög framarlega
í síðustu heimsmeistarakeppni,
er ekki heldur hægt að krefj-
ast þess af íslenzka liðinu, að
það sigri. Vdð höfum leifcið
gegn báðum þjóðunum í Laug-
ardalshöMinni s.l. 2 ár og tófcst
þá í hvoruigt skiptið að sigra.
Og samt lékum við á heima-
velM.
Ég myndi áliíta persónuiega,
að alt minnia en 7 marka ó-
sigur væri sigur fyrir ofckur
í raun og veru með tiMiiti UI
allra aðstæðna. Tapi ísdenzlka
liðið með meiri mun, er það
ósigur. Og tapi það með meira
en 10 marka mun í einhverj-
um af þessum leifcjum, væri
það merki um, að landsliðsmlál-
um ofckar vœri ábótavant. Frek
ari bollaleggingar um úrslit í
le.ikjunuim eru varla tímabær-
ar. Því má bæta vdð, að því
miður reyndist efcki unnt að
senda al'lra steifcasta liðið ut-
an. Nokkrir leikmenn, sem
landsliðsnefnd hafði valið,
treystu sér ekki til að taka
þátt í förinni, þ.á.m. þrír
sterkustu línumenn okkar, Sig
urður Einarsson, Auðunn Ósk-
arsson og Stefán Jónsson. Fjar
vera þessara leifcmanna getur
vissulega sett strik í reikning-
inn.
Einn af landliðsmönnunum, Geir Hallsteinsson.
í byrjun ledlks á meðan er ver-
ið að þreifa fyrir um styrk-
leika mótherj'ans. Svo dæmi
um þetta sé nefnt, eru víst
flestir saimmála um það, að það
hafi verið óvarlegt hjá ísl.
landsliðiinu í knattspyrnu, að
ætla sér að leika stífan sókn-
arleik frá fyrstu mínútum í
hinum fræga landsleik í Id-
rætsparken.
E,n scm sé, fjórir landsleik-
ir í handknattleik eru fram-
undan á erlendri grund. Það
bíða allir spenntir eftir úr-
slitunum!
— alf.
Áherzla lögð á varnar-
leikinn
Etoki er hægt að sikilja svo
við þetta mál, að ekki sé
minnzt á viðtal, sem var við
Birgi Björnsson, landsl'iðsþjálf
ara, á íiþróttasíðu Tímans í gær.
í því U'pplýs-ti Birgir, að á-
herzla yrði lögð á vannarleik.
Þótt ýmsum kunni að koma
þessi orð landsliðsþjiá’lfarans
spánskt fyrir sjónir, þá er hér
um hárrétta taktik að ræða.
Hvarvetna þykir sjálfsagt að
leika varlega á útivelli og gild-
ir það jafnt um veik og sterk
lið. A.m.k. þykir það sjálfsagt
J
Fréttum af fiski
þingi mótmælt
Rækjusjómenn þeir er lesið
hafa fréttaklausu er birtist í
Morgumbl. 18.2. s. 1. fró fiskiþingi
eru furðu slegnir ýfir þeirri full-
yrðingu þingsins að rækjuafli við
ísafjarðardjúp hafi hraðminnkað.
Stangast frétt þessi mikið á við
staðreyndir, þar sem lengi má
leita hliðstæðu eins góðs afla og
á tímabilinu nóv.—febrúar og skal
m. a. á það bent að nú er kominn
á land eins mikill eða meiri afli
en á sama tíma s. 1. árs, þrátt fyr
ir það að veiðar hófust mánuði
seinna en þá og takmarkanir veið
anna eru mun meiri þar sem nú
er einuftgis leyft að veiða 3000
kíló á viku á móti 4200 kg. í
fyrra. Ennfremur var leyfður tog
tími á dag styttur um eina klst.
Væri æskilegt að fiskiþing léti
rækjusjómönnum í té upplýsingar
um það hvernig þeir reikna út
minnkandi rækjuafla eða hvaðan
þeir hafa slíkar upplýsingar? Öðr
um kosti verður að halda að um
hreina óskhyggju sé að ræða enda
þó ekki fáist skilið af hvaða toga
hún sé spunnin. Hvað því víðvífc
ur að flokka rækjuna í veiðiskip
um á sjó úti og sleppa smárækju
lifandi í sjóinn aftur er ýmislegt
athugandi við og rennur mig í grun
í að ekki sé nóg að gera samþykkt
ir um það á ráðstefnu suður í
Reykjavík að smárækja sem búið
er að veiða og síðan flokka öðlist
framhaldslíf, er henni er
sleppt eftir nokkrar klst a. m. k.
Það er oft auðvelt að samþykkja
ýmsa hluti en oft erfiðara um
framkv. þeirra. Verði sú reyndin
á, að þess-i flokkun yrði tekin uipp
myndu þá rækjukaupendur borga
hærra verð fyrir flokkaða rækju
eða á þessi aukavinna og þá kostn
aður að verka sem enn þá ein
vcrðilækkun á rækju?
Þá skal minnast á það að trú-
lega yrðu aðstæður oft erfiðar til
þessarar flokkunar í misjöfnu veð
urfari. Vitað er að Norðmenn eru
með flokkunarvélar í sumum
rækjuibátum sínurn en það er ó-
líku saman að jafna að flokka
50—150 kg. á dag sem er talin
góð veiði hjá þeim eða 600—1200
kg og jafnvel meiri hér. Hætt er,
við að margar yrðu rækjurnar
iitlar þegar flokkun yrði loikið
og hún yrði þá helzt fæða fyrir
hungraða m'ávamergð er sveimar
i sífellu 'umhverfis bátana í lcit
að æti.
Eru rækjukaupmenn viðbúnir
þess að borga fyrir flokkaða
j rækju sambærilegt verð og það er
1 Norðmenn borga en þ. e. a. m. k.
fjórfallt hærra en hér er greitt?
| Ef svo er, er ef til vill fundin
’lausn á þeim mikla vanda sem
steðjar að útgerð þessari vegna
stóraukins rekstrarkostnaðar sam
fara lækkuðu hráefnisverði að 6-
gleymdum þeim freklegu tak-
imörkunum sem orðnar eru á veið
|unum. Verði veiðar stöðvaðar nú
!í endaðan febrúar svo sem haf-
rannsóknarstofnunin hefir lagt til
|er hætt við að útgerð þessara
báta dragist stórlega saman og
jmyndi það( hafa miklar og illar
afleiðingar fyrir atvinnulíf í byggð
.arlögum hér við Djúp og má þó
jekki illu á bæta. \>að eru meir
en lítið hæpnar fullyrðingar á-
byrgðarmikils aðila sem fiski-
þings að telja veiði minnkandi
þrátt fyrir sannarlega beztu veiði
er menn muna á þessum árstima
að viðbættu mjög óhagsta'ðu tíð
arfari. í umræddri grein var
rætt um rækjuleit af hendi þess
opinbera á Vestfjörðum og víðar.
Það er alltaf sami söngurinn. Það
opinbera á alltaf að klykkja út
með fé í alls konar rannsóknir o.
fl. o. fl. Væri ekki skapi nær að
hæstvirtir fiskifræðingar er um
ræfeju fjalla og eru iaunaðir af
því opinbera létu svo lítið að
koma þó ekki væri nema ninu
sinni á vertíð og fylgjast lífrænt
með veiðunum á staðnum þar
sem mesta rækjuútgerðin er, þ. e.
við ísafjarðardjúp, í stað þess að
vinna sín svokölluðu rannsóknar
slörf í fjarlægð og þá aðallega úr
skýrslum er rækjubátaskipstjórar
senda þeim og þeir síðan reikna
út rækjumagn sjávar eftir þeim?!
Væri ekki athugandi að leyfa
þessum rækjubátaflota að kanna
og veiða lítt könnuð svæði í stað
þess að banna það og tala einung
is um leit af hendi þess opinbera.
Yrði áreiðanlega meiri von um
áranguf ef stór floti leitaði mann
aður mönnum vönum veiðunum
og yrði þá kostnaður þess opin-
bera væntanlega minni. Efcki
væri úr vegi að fiskifræðingur
yrði með einhverjum bátanna og
ynni að rannsóknum og hefði jafn
vel á hendi stjórn leitarinnar. Fé-
]ag rækjuveiðimanna við ísa-
jfjarðardjúp hefir sent sjávarút-
vegsmálaráðuneytinu einróma til
]ögu um áframhald rækjuveiða 1
I ísafjarðardjúpi til 1. maí nt k. og
jvæntir þess að það verði við þeim
. tiimælum þar sem annars horfir
til atvinnuleysis þeirra 48 sjó-
■manna er þessar veiðar stunda, að
|ógleymdum þeim fjölda fólks og
fyrirtækja er byggja afkomu sína
á þessum veiðum.
I
Pétur Geir Helgason.
Heilsuvernd
Síðasta niámskeið vetrarins
í tauga- og vöðvaslökun og önd-
unaræfingum fyrir konur og
karla hefst miðvikudag 28.
febrúar
Upplýsingar í síma 12240
Vigmr Andrésson.
HÆSTARETTARLOCMADUK
AUSTURSTR/LTI 6 SIMI 18354
\
Þurrkuteinar
og
þurrkublöð
i * f
Varahlutaverzlun
Jóh. Ólafsson & Co.
Brautarholti 2
Simi 1-19-94
Nú er rétti tíminn til að athuga rafgevminn.
SÖNNAK RAFGEYSV8AR
— JAFNGÓÐIR ÞEIM BEZTU —
Yfir 20 mismunandi tegundir 6 og 12 v. tafnan
fyrirliggjandi — 12 mán ábyrgð.
Viðgerða- og ábyrgðarþjónusta SÖNNAK-raf
geyma er í Dugguvogi 21. Sími 3pl55.
S M Y R I L L, Laugavegi 170, Simi 12260.
/