Alþýðublaðið - 21.10.1989, Page 4
4
Laugardagur 14. okt. 1989
ÍÞRÓTTAVIÐBURÐIR FYRRITÍMA
Eddie Tolan (USA) sigraði af
öryggi í 100 og 200 metra
hlaupinu.
ítalinn Luigi Beccali sigraði í
1500 metra hlaupinu með
því að hefja endasprett sinn
á réttum tíma.
Sögulegir Ólympíuleikar í Los Angeles 1932:
Áhorfendur góðir, munið að
þetta fólk eru gestir okkar!
Kvenhetja Ólympíuleikanna 1932
var Bandaríkjakonan Mildred Did-
rikson frá Dallas, Texas.
Tíundu Ólympiuleikar vorra
tíma fóru fram í Los Angeles í
miðri kreppunni 1932. Lítil
þátttaka einkenndi þessa leika,
en ástæðan var vafalaust sú, að
vegalengdin frá Evrópu til Kali-
forníu var bæöi löng og kostn-
aðarsöm fyrir fátækar Ólymp-
íunefndir þess tíma. Ferðin tók
vikur, bæði með skipum og
járnbrautarlestum. Þjóðirnar
sendu aðeins sína allra bestu
afreksmenn og sennilega hafa
aldrei verið haldnir Ólympíu-
leikar þar sem nær eingöngu
mættu topp-íþróttamenn til
þátttöku eins og á leikunum í
Los Angeles 1932.
Alveg einstök veðurblíða
Frjálsíþróttakeppni leikanna fór
fram dagana 31. júlí til 8. ágúst og
veðrið var einstaklega fagurt alla
dagana. Sumir halda því jafnvel
fram, að önnur eins blíða hafi
aldrei verið meðan Ólympíuleikar
voru haldnir. Ónefndur sænskur
blaðamaður skrifaði: „Nú skilur
maður hvers vegna stóru kvik-
myndafélögin völdu þennan út-
jaðar Los Angeles, Hollywood,
fyrir höfuðstöðvar sínar. Þau vildu
vera viss um sem flesta sólardaga
árlega, svo að hægt væri að kvik-
mynda utandyra." — Aðstaðan á
Memorial Colisseum leikvangin-
um var stórkostleg, sú besta til
þess tíma og heims- og Ólympíu-
met féllu ótt og títt. Meðal áhorf-
endafjöldi á frjálsíþróttakeppninni
var 60.000 manns á dag, en dags-
metið reyndist 86.443, og þótti gíf-
urlega mikið í þá daga.
Bandaríkjamenn
endurheimtu
spretthlaupasigrana
Bandaríkjamenn hafa löngum
verið sigursælir í spretthlaupum á
Ólympíuleikunum og þess vegna
þótti þeim súrt í broti að tapa bæði
í 100 og 200 metra hlaupum á leik-
unum í Amsterdam 1928 og raun-
ar í 100 m hlaupi á leikunum í Par-
ís 1924. Gleði þeirra var því mikil,
er lágvaxinn Michigan-búi, Eddie
Tolan, sigraði af öryggi, bæði í 100
og 200 metra hlaupunum í Los
Angeles. Tolan var þeldökkur eins
og flestir bestu spretthlauparar
Bandaríkjamanna í gegnum tíð-
ina. Metcalfe, einnig þeldökkur
Bandaríkjamaður varð annar í
100 metra hlaupinu, en báðir
hlutu sama tíma, 10,3 sek, sem þá
var nýtt heimsmet.
Breti og ítali unnu
gullverðlaunin í
millivegalengdum____________
Evrópubúar voru sigursælir í
millivegalengdum í Los Angeles.
Bretinn Tommy Hampson vann
800 metrana á glæsilegum enda-
spretti eftir ótrúlegan byrjunar-
hraða keppinautanna. Hampson
lét hraðann ekkert trufla sig, hljóp
sitt hlaup á jöfnum hraða og kom
svo með giæsilegan endasprett,
þegar þreytan sagði til sín hjá hin-
um hlaupurunum ogÓlympíugull-
ið í þessari vinsælu grein varð
breskt, eins og svo áður og síðar á
Ólympíuleikum. Það sama gerðist
raunar í 1500 metra hlaupinu, þar
sem Cunningham, USA og Kan-
adamaðurinn Edward hófu enda-
sprettinn alltof snemma, eða þeg-
ar 500 metrar voru í mark, en það
átti eftir að reynast þeim dýr-
keypt, ítalinn Luigi Beccali hóf
sinn endasprett 200 m síðar og
Beccali var sterkastur í lokin,
hljóp á 3.51,2 mín, sem þá var
hans besti tími.
Lehtinen og Hill (númer 433) koma
i mark eftir sögulega viðureign i 5
þúsund metra hlaupinu: Finninn
hljóp hvað eftir annað í veg fyrir
Bandaríkjamanninn og uppskar
mikla reiði áhorfenda. Hill tók hins
vegar ósigrinum á afar íþrótta-
mannslegan hátt.
Óvæntur sigur Pólverjans
Kusocinski í 10 km hlaupi
Finnar urðu fyrir áföllum í lang-
hlaupunum á Los Angeles-leikun-
um. Pólverjinn Janusz Kusocinski
vann óvæntan sigur í 10 km hlaup-
inu og tími hans, 30.11,4 mín, var
sá næstbesti sem náðst hafði í
heiminum á þeim tíma, aðeins
hinn heimsfrægi Paavo Nurmi
hafði gert betur. Þetta var fyrsta
áfallið, en annað og verra gerðist
í 5 km hlaupinu.
Fyrirfram bókaður sigur
varð að martröð_______________
Arftaki Paavo Nurmi, Lauri
Lehtinen var að flestra áliti vænt-
anlegur Ólympíumeistari, enda
hafði hann bætt heimsmetið á
móti í Helsinki sama sumar, hljóp
á 14.16,9 mín. En annað átti eftir
að koma í ljós. Bandaríkjamaður
að nafni Hill frá Oregon-ríki velgdi
hinum heimsfræga Finna svo
sannarlega undir uggum. Hill var
góður 1500 m hlaupari eða öllu
heldur míluhlaupari, en mílan var
meira hlaupin vestra.
Þetta fólk___________________
eru gestir okkar...
Þegar komið var á beinu braut-
ina i þessu sögulega hlaupi og að-
eins um 80 metrar í mark var Leht-
inen að vísu fyrstur, en Hill á hæl-
um hans, og nú hófst barátta sem
svo sannarlega vakti athygli og
deilur . . . Þegar Bandaríkjamað-
urinn reyndi að fara fram úr,
sveigði Lehtinen í veg fyrir hann
út á aðra braut. Er Hill reyndi síð-
an að komast fram úr vinstra meg-
in lokaði Finninn leiðinni með því
að hlaupa aftur fyrir Oregon-bú-
ann. Þessari zig-zag-baráttu lauk
með naumum sigri Finnans, sem
setti nýtt Ólympíumet, 14.30 mín.
Hill fékk sama tíma og var einnig
skráður fyrir Ólympíumetinu. —
£n áhorfendur voru ekki aldeilis
ánægðir með framkomu Finnans
gagnvart landa þeirra, mótmæla-
alda frá áhorfendaskaranum yfir-
gnæfði allt, en Bill Henry, tækni-
legum framkvæmdastjóra leik-
anna tókst að róa mannfjöldann
með fleygri setningu, sem oft hef-
ur verið vitnað til síðar: „Vinsam-
legast munið, áhorfendur góðir að
þetta fólk er gestir okkar".
íþróttamannsleg
framkoma Hill
Yfirdómnefnd leikanna tók mál-
ið fyrir og ræddi á fundi sem stóð
yfir í klukkustund og þar var
ákveðið að Finninn hefði ekki vilj-
andi truflað hinn bandaríska
keppinaut sinn, en þetta var mjög
umdeilt. íþróttamannsleg fram-
koma Hill var rómuð og átti vafa-
laust einhvern þátt í þessum úr-
skurði, en hann sagði m.a.: „Ég
álít að Lauri hafi ekki viljandi
reynt að trufla mig, eða hlaupa í
veg fyrir mig á endasprettinum.
Hann leit við til að sjá hvar ég væri
og ég veit vel, að þegar dauð-
þreyttur maður gerir slíkt, þá get-
ur hann ósjálfrátt sveigt til hliðar.
Vitaskuld hljóp hann í veg fyrir
mig, en ég held að hann hafi átt
nóg eftir til að sigra." Þetta var
vissulega drengilega mælt.
Kvenstjarna leikanna var
Mildred Didriksen____________
Konur kepptu i annað sinn i
frjálsíþróttakeppni Ólympíuleika í
Bretinn Tommy Hampson vinnur
800 metrana á glæsilegum enda-
spretti.
Los Angeles 1932, fyrst var keppt
í Amsterdam 1928. Keppni var
mjög skemmtileg og jöfn í kvenna-
greinunum, en kvenhetja leik-
anna var Mildred Didriksen frá
Dallas í Texas. Hún hlaut tvenn
gullgerðlaun og ein silfurverð-
laun.
Vissulega gerðist margt fleira á
leikunum 1932, en hér er skýrt
frá, en allir voru sammála um að
þeir hefðu tekist með miklum
ágætum.
Örn Eidsson
skrifar