Alþýðublaðið - 21.10.1989, Síða 5

Alþýðublaðið - 21.10.1989, Síða 5
Laugardagur 21. okt. 1989 5 VIÐTALIÐ Löglegt en siðlaust trúnaðarbrot Sveinn G. Hálfdánarson um vinnubrögð Geirs Haarde við yfirskoðun ríkisreiknings: Tveir af þremur yfirskoðunarmönnum ríkisreiknings 1988, Sveinn G. Hálfdánarson og Lárus Finnbogason, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir telja að sá þriðji, Geir Haarde, hafi brugðist trúnaði með því að koma uppiýsing- um úr fórum yfirskoðunarmanna til fjölmiðla áður en form- leg skýrsla var lögð fyrir Alþingi. Upplýsingar þessar eru einkum um ferðakostnað á vegum ríkisins og um aðstoðar- mann Stefáns Valgeirssonar. Til hliðar við þessa yfirlýsingu er mönnum svo og í fersku minni er upplýsingar bárust út að frumkvæði Geirs um áfengiskaupamál utanríkisráð- herra snemma árs 1988. Sveinn G. Hálfdánarson, einn þriggja yfirskoðunarmanna ríkis- reiknings. Hingað til hafa störf yfirskoðun- armanna ríkisreikninga ekki verið í hámæli, en mikil breyting hefur orðið á því nú. Geir Haarde hefur tekið fram að honum sé það iaga- lega fyllilega heimilt að koma slík- um upplýsingum á framfæri og að slíkt sé þá ekki trúnaðarbrot, þótt Alþingi hafi ekki fengið skýrsluna áður. En hvað segir Sveinn G. Hálf- -dánarson um þessa röksemd? Umræða á lágu plani__________ „Það er rétt sem Geir H. Haarde hefur sagt, að hann hefur ekki brugðist lagalega á neinn hátt. Á hinn bóginn hefur verið með okk- ur yfirskoðunarmönnum sem starfað hafa síðastliðin tvö ár þegj- andi samkomulag um að vera ekki að koma á framfæri upplýsingum um skoðanir okkar fyrr en við' værum búnir að gera Alþingi grein fyrir þeim. Þetta eru þær reglur sem Ríkisendurskoðun vinnur eftir. Og þetta er okkar mat á því hvernig við eigum að vinna." — Var þá aö þínu mati gróflega farid á skjön vid þessar vinnuregl- ur? „Þetta eru þær vinnureglur sem ég tel að við höfum tamið okkur hingað til. Sem þá breytast nú á þessu hausti, þegar koma upp mál sem stillt er upp þannig að þau koma af stað umræðum í fjölmiðl- um á lágu plani. Þegar við fjölluð- um á sínum tíma um þessi áfengis- kaupamál Jóns Baldvins var farið af stað í fjölmiðlum áður en við vorum búnir að skrifa undir það bréf sem við sendum síðan Ríkis- endurskoðanda." Löglegt en siðlaust___________ — Liggur þá alveg Ijóst fyrir hvernig þad mál barst til fjöl- midla? „Þetta hefur Geir H. Haarde þegar viðurkennt. Hann var ákveðinn í því að gera þetta þenn- an dag, hvort sem við myndum skrifa undir eða ekki. Lárus Finn- bogason og ég höfðum ekki hug- mynd um þessa könnun og var þetta í fyrsta sinn svo ég viti til að gerð hafi verið könnun af einum yfirskoðunarmanni. En lagalega er þetta auðvitað heimilt." — Lagalega heimilt segir þú. En kannski sidlaust? „Það má hafa þau orð um þetta. Geir hefur haldið því fram að við Lárus höfum verið beittir pólitísk- um þrýstingi en það er út í hött. Frekar er umhugsunarvert hvaða pólitískum þrýstingi var beitt á hann.“ — Er eitthvaö aö óttast þótt upp- lýsingum um feröakostnaö og slík atriöi sé lekiö til fjölmiöla? Leigubílarnir hans Sverris „Upplýsingar úr skýrslu okkar fékk einn fjölmiðill á undan Al- þingi og öðrum fjölmiðlum. Öll umræðan um þessa skýrslu mót- aðist síðan af þeim atriðum sem þar komu fram, sem okkur finnast í sjálfu sér ekki vera aðalatriði skýrslu okkar. Við sjáum hvernig fréttamaður sjónvarpsins mat- reiddi þessar upplýsingar, þar sem fréttirnar snérust allar um ráð- herrana, en okkar umfjöllun átti við um reglur um alla sem ferðast erlendis á vegum ríkisins." — Eru þessar reglur ekki nœgi- lega skýrar til aö menn viti hvaö má og ekki má? „Þessar reglur eru frá 1973 og eru úreltar að okkar mati, þótt smávægilegar breytingar hafi ver- ið gerðar síðar. Ég get nefnt t.d. að á þeim voru gerðar breytingar að frumkvæði Sverris Hermannsson- ar í þeirri ríkisstjórn sem hann sat í. Ríkisendurskoðun vildi ekki taka til greina á sínum tíma að leigubilakostnaður væri talinn hluti af hótelkostnaði, en Sverrir fékk þá reglunum breytt í þá veru að leigubílakostnaðurinn teldist hluti af hótelkostnaðinum. En meginmálið er að slíkur kostnað- ur sé ekki notaður sem tekjustofn. í þessu tiltekna máli fékk einn fjölmiðill að móta alla umræðu um skýrsluna í heild og við það var að mínu mati miklu stærri og alvar- legri þáttum drepið á dreif." Stór og smé dæmi_______________ um úrbætur — Aö farayfir ríkisreikning hlýt- ur aö vera erfitt verk. Er í þessu veröbólguþjóöfélagi ekki óhjá- kvœmilegt aö athugasemdir veröi margar og alvarlegar? „Það er ekki nokkur spurning um það. Mér finnst t.d. að verð- bólguhugsunarhátturinn hafi náð mjög víða inn í ríkisreksturinn þegar maður sér hvernig stofnanir og ríkisfyrirtæki fara vel út fyrir ramma fjárlaga. En sjálfsagt er í mörgum tilfellum ekki horft raun- hæfum augum á fjárþörfina og síð- an gerð meiri krafa um þjónustu en fjárlög heimila. En einnig ber að hafa í huga að það er ekki sami uppgjörsgrunnur á fjárlögum ann- ars vegar og ríkisreikningi hins vegar." — Geriö þiö yfirskoöunarmenn ykkur góöar vonir um aö boö- skapur ykkar um ríkisreikningana leiöi til úrbóta? „Það verður sjálfsagt aldrei hægt að rækja þetta starf eins og þyrfti að gera. Við höfum reynt að marka okkur starfsvettvang og að vinna þetta þannig að það gagnist Alþingi sem best við fjárlagagerð og við stjórnun á öllum ríkisrekstr- inum. Það má sjá stór og smá dæmi um úrbætur. Ég nefni t.d. at- hugasemdir okkar í fyrra um Lög- reglustjóraembættið á Keflavíkur- flugvelli, sem var stórt mál. Þar hefur verið tekið á málunum. En miðað við aðstæður er eðlilegt að það taki a.m.k. 2—3 ár að árangur fari að sjást fyrir alvöru." Yfirskoðun án ofsókna — Hvaö er þaö sem þér finnst brýnast viö aö uppgjör á ríkis- reikningi nú komist á réttan rek- spöl? „Ég vona t.d. sannarlega að sett verði ný reglugerð um ferðakostn- aðinn. Að ábending okkar um verðlagningu á áfengi sem ríkið notar verði til bóta. Ég vonast til þess að málefni Skipaútgerðar rík- isins verði tekin til endurskoðun- ar, því núverandi ástand gengur ekki. Og. ég vona að stjórnvöid beri gæfu til að setja lög um Rat- sjárstofnun, sem er brýnt og óhjá- kvæmilegt. Á þessari stundu er þó mín heitust ósk að það takist að koma ró á meðferð okkar yfir- skoðunarmanna, að ekki verði úr pólitískar deilur. Ég vona að það verði aldrei aftur slík umfjöllun um okkar vinnu sem nú hefur orð- ið, því slík umfjöllun getur verið stórskaðleg bæði fyrir störf Ríkis- endurskoðunar og yfirskoðunar- manna. Við verðum að hafa trún- að, þetta verður að vera almenn yfirskoðun án ofsókna og pers- ónugervingar."

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.