Tíminn - 29.03.1968, Síða 13

Tíminn - 29.03.1968, Síða 13
r PÖSTUÐAGTJR 29. marz 1968. ÍÞRÓTTIR TIMINN ÍÞRÓTTIR 13 Landsliðsnefnd kunngerð landsliðið gegn Dönum í gær: Aðeins ein breyting og Gísli er enn í ,kuldanum# Sigurður Einarsson í landsliðið, en Hermann Gunnarss. og Stefán Jónss. fengu frí Alf.—Reykjavik. — Landsliðs- nefnd heldur nær óbreyttu striki í landsliðsmáluniun. Hún gerði aðeins eina breytingu á tilrauna- liðinu, sem gerði jafntefli við pressuliðð í fyrrakvöld. En það er ekki Gísli Blöndal úr KR, sem kemur inn í liðið, þótt hann hafi verið áberandi bezti maður pressu liðsins. Nei, hann verður áfram úti í „kuldanum". Hins vegar valdi landsliðsnefnd Sigurð Einarsson, Fram, hinn reynda h'numann, og valdi hann sérstaklega með hlið- sjón af vamarleiknum, en Sigurð ur er einn okkar traustasti mið- vörður. Einn nýliði verður í landsliðinu gegn Dönum laugardaginn 6. apríl, Þórður Sigurðsson úr Hauktim, en annars er liðið þannig skipað: Þorsteinn Björnsson, Fram Logi Kristjánsson, Haukum Ingólfur Óskarsson, Fram fyrirliði. Guðjón Jónsson, Fram. Frá síðasta landsleik íslands, sem ar gcgn Vestur-Þjóðvcrjum. Gunnlaugur í skotfæri. Þorstein ver í landsleik gegn V- Þjóðverjum. Unglingamót í Svíþjóð Á s.I. sumri fóru 4 ísl. ungling- ar til keppni í Stavanger, Noregi ~og tóku þar þátt í hinni árlegu landskeppni Noregs, Svíþjóðar og Finnlands. Mörgum er í fersku minni afrek Þorsteins Þorsteins- sonar, en hann sigraði þar í 800 m. fclaupi á nýju ísl. meti. Keppni þessi verður nú 10. og 11. ágúst í Svíþjóð. Óvíst er um þátttöku íslendinga í mótinu, en FRÍ mun hafa milligöngu um það, ef ein- stök félög eða héraðssambönd vildu senda sína beztu unglinga á mótið. Sigurður Einarsson, Fram Guttnlaugur Hjálmársson, Fram Geir Hallsteinsson, FH Örn Hallsteinsson, FH Þórður Sigurðsson, Haukum Ágúst Ögmundsson, Val Einar Magmisson, Víking Þótt gagnrýna megi landsliðs- nefnd fyrir að halda Gísla Blöndal fyrir utan liðið, skal það viður- kennt, að nefndin átti úr vöndu að ráða, þegar hún valdi liðið. Senni lega hefur hún gert rétt með því að gera sem minnstar breytingar. Jafnvel þótt pressuliðið hafi staðið sig prýðilega í leiknum í fyrra- kvöld, sannaði það engan veginn, að það væri betra liðið. Liðin voru svipuð, en munurinn er sá, að landsliðið hefur samæfingu að baki og ætti að geta gert mun betur. Það hefði verið áhættuspil að gera miklar breytingar eins og í pottinn er búið, þvi að nú er stuttur timi til stefnu. Á blaðamannafundi, sem stjórn HSÍ efndi til í gær, gaf hún ýmsar upplýsingar um landsleikina tvo, sem framundan eru. Danska lands liðið kemur til Reykjavíkur föstu daginn 5. apríl, en fyrri leikurinn verður laugardaginn 6. apríl 'og hefst kl. 3. Síðari leikurinn vcrð ur á sunnudaginn og hefst kl. 4. Danska liðið er skipað eftirtöldu.n leikmönnum: Bent Mortensen.HG, Hans Frederiksen, Slagelse, Jörg- en Vodsgard, Árhus KFXJM, fyrir !liði; Börge Thomsen, HG, Karsten Sörensen, AGF, Pcr Svendsen, Helsingör. Carsten Lund, HG. Werner Gárd, HG, Hans Jörgen Graversen, HG, Nielse Frandsen, Fredrecisa, Ivan Christiansen, Ár- hus KFUM, Mogens Cramer, Hels ingör (Ihann hefur flesta lands-1 leiki að baki, eða 93 og mun í leikjunum gégn íslandi setja nýtt landsieikjaimet, þ.e. enginn Dani hefur fyrr eða síðar leikið fleiri en 93 leiki), Gert Andersen, HG. J Þess má geta, að forsala aðgöngu miða hefst á mánudaginn í Bóka búð Lárusar Blöndal í Vesturveri og Skólávörðustíg. Verð miða er 150 kr. fyrir fullorðna og 50 kr. fyrir börn. Síðast, þegar Danir léku, var uppselt og urðu þúsundir frá að hverfa. Utd. tapaði Manchester-liðin Utd. og City léku í 1. deild í fyrrakvöld og urðu úrslit þau, að City slgraði 3:1. Þar með hefur Manch. City hlotið 45 stig eins og Manch. Utd. og Leeds. f fjórða sæti er Liver- þool með 43 stig, en einum leik, færra. i Nýliðinn, Þórður Sigurðsson Hvers virði eru skír- teinin? Sem betur fer, hefur sá, sem þessar línur skrifar aldrei þurft að kvarta yfir framkomu dyravarða við í- þróttamannvirki í Reykja- vík í þau 5—6 ár, sem hann hefur skrifað íþrótta- fréttir. Yfirleitt hafa valizt ágætir menn til þeirra starfa, prúðir og kurteisir í framkomu, en gætt þess þó vel að fylgja settum regl- um, eins og vera ber. Því miður hefur nú orð- ið misbrestur á þessari reglu. í fyrrakvöld stöðvaði ungur og valdsmannlegur dyravörður í Laugardals- höllinni annan af tveimur handhöfum sérstakra blaða- mannaskírteina Tímans sem Handknattleiksráð Reykjavikur gefur út, og meinaði aðgang að stúbu blaðamanna. Þrátt fyrir for tölur, tókst ekki að koma þessum dyraverði f skilning um það, að blaðamannaskír teini giltu í stúku blaða- manna — og það var ekki fyrr en Axel Einarsson, for maður HSÍ, skarst í leikinn að dyravörðurinn beygði sig. 1 Það er ósköp óþægilegt að lenda í svona rifrildi á leið til vinnu sinnar. Og út af þessu langar mig að beina þeirri fyrirspum til stjómar Handknattleiks- ráðs Reykjavíkur, hvers virði blaðamannaskírtein in séu eiginlega ef þau gildi ekki í blaðamannastúku. Hingað til hefur það þótt sjálfsagt, að hvert blað hefði tvö sæti í blaðamanna stúku og það er þá í valdi viðkomandi íþróttarit- stjóra og ákveða hvaða að- stoðamenn hann velur, en ekki sjálfumglaðra og valds mannlegra dyravarða. Persónulega vonast ég til að svonaIagað endurtaki sig ekki, um leið og ég beiðist þess, og þá veit ég, að ég tala fyrir munn annarra í- þróttafréttamanna, að að- búnaður blaðamanna í Laugardalshöllinni verði Framhald á bls 14 OBREYTT SAMBAND MILLI KNATTSPYRNUDÖMARA OG KRR j Eins og áður hefur verið sagt frá hór á síðunni, fengust engir til að taka að sér stjórnarstö-f' h.j'á Knattspyrnudómarafélagi Reykjavíkur (KDR) á aðalfundi félagsins, sem haldinn var í fehrúar sl. Á þeim fundi kom m.a. fram, að mikill hugur va'r í dómurum, að slíta tengsl við Knattspyrnu- ráð Reykjavíkur (KRR) og gerast sjálfstætt félag. Var kosin á þeim fundi þriggja manna nefnd, skipuð þeim Hann- esi Þ. Sig.urðssyni. Gunnari Gunn arssyni og Einari Hjartarsyni, til að kanna það mál, og að hefta viðræður við stjórn KRR um það. Bngir dómarar fengust á þeim fundi til að taka að sér stjórn- atstörf hjá KDR, og var félagið þvi sfjómlaust, en öllum gögnum var skilað til KRR. Það, sem aðal- lega hefur fælt menn frá að taka aff sér stjórnarstörf fyrir félagið er það að aðalstarf til þessa hef- ur verið að raða niður dómurum á leiki, og einnig að boða þá til leiks bréflega, og svo með sím- hringingum sama dag og leikir fara fram. Ef um forföll var að ræða, þurfti stjórnin að fá mann í staðinn, oft með litlum fyrir- vara, og ef enginn fékkst, varð einhver úr stjórninni að taka að sér að dæma. Hefur því leikja- fjöldi þeirra vfirleitt verið helm- ingi hærri en annarra dómara. þar sem þeir hafa alltof oft þurft að hiáupa i skarðið. Nú síðastliðin 2 ár hefur stjórn in fengið aðstoð við þessi mál, en þá var ráðinn einn maður þeim til aðstoðar, og fékk hann greidd laun fyrir starfið. 9a KDR um greiðslu á helmingi þeirra launa s móti KRR. Kemur áreiðanlega mörgum spánskt fyrir sjónir, að KDR er miklu fjársterkara en yf irboðarar þeirra KRR. Stjórn KDR hefur vegna þess- ara starfa ekki getað sinnt fé- lagsmálum dómara sem skyidi, og eru þau n-ú í megnustu óreiðu, og hefur það vakið óánægju dóm Framhald á bls. 15. I

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.