Tíminn - 02.04.1968, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.04.1968, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 2. apríl 1968. TIMINN Aðeins þrjár vikur til sumars Frostrósirnar, sem þekja al- gjorlega gluggana hér í norð urenda hússins, gefa vel til kynna, að Vetur konungur ræð ur enn ríkjum hér á íslandi í öllu sínu veldi. Og þó er ekki vist, að allir geri sér grein fyrir því, að aðeins rúmar þrjár vikur eru til sumars. Sumarið er sem sagt alveg á niæsta leiti, en þó hafa frost hörkurnar sjaldan vexið meiri í vetur en undanfama daga. Hafís fyrir öllu Norðuriandi og á miörgum stöðum kominn inn á firði. Hann^ hefur verið erfiður okkur felendingum, þessi vet- ur, sem er þriðtji veturinn í röð, sem er talsvert fyrir neð an meðaltag hvað hitastig snertir, og þessi þó mikiiu verst ur. Tíð hefur verið mjög um- hleypingasöm, svo ekki sé meira sagt. Fyrst framan af vetri hinar óvenjumiklu frost hörkur, og þá mældust hér sumsstaðar á landinu meiri frost en áður, síðan mælingar hófust, síðan hið gífurlega fár viðri á Vestffjörðum, þegar tog ararnir ensku fórust, og vél- bátar íslenzkir, þá flóðin miklu hér sunnaniands, og í kjölfar ið meiri snjókoma t. d. í Vest mannaeyjum, en menn minnast áður, og er þá fátt eitt nefnt. Og nú nú eru páskarnir fram undan, og þá er spurningin hvort hið árvissa — að því er virðist — páskahret verði að þessu sinni verra en oftast áð- ur. Nógu slæmt var það í fyrra og eins og menn muna. En nóg um það. Við sjáum hvað setur, og vissui.ega finnst flest um nóg komið af slæmri veðr átrtu í vetur. Lofsverð frammistaða unglinga á Norður- landamótum Sigurður Jónsson skrifar: „Landfari góður. Mig langar aðeins að senda þér nokkrar línur í sambandi við Norður- iandameistaramót unglinga, sem háð var í Noregi og Dan miörku um síðustu helgi. Ég fylgdist spenntur með úrslit um leikja á miótinu — eins og fleiri feður og mæður hnis fjöl menna hóps, sem stóð þar í eildlínunni, og varð ekki fyrir vonbrigðum með frammistöðu unglinganna okkar, sem sýndu og sönnuðu fyllilega, að þeir standa öðrum unglingum á Norðurlöndum á sporði í íþrótt um. Að vísu lentu flokkarnir ísienzku i þriðja sæti í hvort tveggja keppninni — það er í miðjum hóp — en úrslitin voru á þann veg, að ekki hefði mikið þurft að ske, til þess að þeir næðu ennþá lengra. Þetta á einkum við um íslenzku pilt ana, sem töpuðu tvívegis með minnsta mun og únsílitin við Svía — sem sigruðu með eins marks mun, og það nægði Sví um til að hljóta Norðurlanda meistaratitilinn í þeim flokki, segja ekki alla söguna, því að áliti flestra áhorfenda áttu ís- Jenzku piitarnir að bera si«ur úr þýtum i þeirri viðureígui Og islenzku stúilikumiar stóðu • sig einnig mjög vel, einkum var hinn ágæti sigur þeirra gegn sænsku stúlkunum sætur.“ Þannig hefur það oftast verið Og Sigurður heldur áfram: „En þessi úrslit á Norðurlanda mótunum gefa vissulega tilefni til ýmissa hugleiðinga. Við höf um oft sent unglingaflokka til keppni á mót erlendis, ekki eingöngu til Norðurlanda, held ur einnig til fleiri landa í Evrópu, og nær undantefcninga laust, hafa þessir flokkar néð ágætum árangri, og sýnt og sannað að þeir eru jafnokar jafnaldra sinna erlendis í fiþrótt um. En hvernig stendur þá á því, að Jandslið okkar, skipuð eldri leikmönnum verða nær undantekningalaust að bíta í það súra epli, að bíða lægri hlut í landsleikjum sínum oáa einstökum leikjum? Nægir í því tileffni áð minna á úrslitin hroðalegu í landsleikjum við Dani í knattspyrnu í fyrrasum ar, þegar Danir sigruðu með 14-2 og útreið þá, sem KR- ingar hlutu í Aberdeen á Skot landi, þegar þeir töpuðu 10:0 í EvróPubikarkeppninni, að vísu fyrir atvinnumönnum í íþrótt sinni. En hér hlýtur eitthvað mikið að vera að, samt sem áður. Það fyrstá, sem kemur í hug ann er, að lífsbaráttan hér á landi hljóti að vera eitthvað strangari en annars staðar ger ist. Af þeim sökum geti æsku fól'k okkar ekki lagt þá' stund á Sþróttir, sem nauðsynleg er nú á dögum, á þessum tímum atvinnumennsku og dulbúinn- ar atvinnumenns'ku í íþróttum og árangur verði því lélegur, einmitt þegar við mestu er að búast. Ekki 'getur þetta ver ið þjálfuninni að kenna, það hafa unglingarnir sannað. Það er slæmt til þess ^ð vita, að þegar unglingarnir ná meiri þroska, veröa þeir að draga í land með iðkun íþrótta — og U'ppeldisáhrif íþrótta, sem er þýðingarmikið atriði í hverju þjóðfélagi, verður því ekki hér sem skyldi. En það er hægt að ræða endalaust um þessi atriði, en til þess er ekki staður eða stund núna; en ef til yill sendi ég ■þér síðar, Landfari 1 góður, fleiri línu.r úm þetta efni.“ Hemlaviftgerðir Rennum bremsuskálar. — slípum bremsudælur. Límum á bremsuborða og aðrar almennar viðgerðir. HEMLASTILLING H.F. Súðarvogi 14. Sími 30135. 5 Á VÍÐAVANGI Bifreiðaskoðun Bifreiðaskoðun er hafin í Reykjavík, Um það mátti lesa mikla auglýsingu í blöðum í gær. Margt þarf að athuga í bifreiðinni, áður en menn geta verið vissir um, að hún hljóti fullnaðarskoðun. Flest er reynd um bifreiðastjórum kunnugt, en þó er að þessu sinni eitt og annað, sem sérstakrar at- hygli þarf við. Ekki vantar í auglýsingu þessa harðorðar skipanir um að koma á réttum tíma og þungum viðurlögum er hótað. En væri nú ekki rétt, að svolítið af jákvæðum leið- beiningum fylgdi með? T.d. stendur í auglýsingunni: „Athygli skal vakin á því, að Ijósabúnaður bifreiða skal vera í samræmi við reglugerð nr. 181, frá 30. des. 1967“. En hver eru þessi ákvæði. Hvar og hvenær hafa þau ver- ið birt almenningi? Væri ekki við hæfi, að rétt yfirvöld sendu nú bifreiðarstjórum leiðbein- ingar um það, hvernig Ijósa- búnaður skuli vera og hvernig fara skuli með þær bifreiðar, sem skoða á í apríl t.d. Hvaða breytingar þarf að gera fyrir hægri aksturinn o.fl. Þessar leiðbeiningar mundu bifreiða- eigendur þiggja með þökkum, og vel færi á að þær fylgdu auglýsingu um skoðun bifreiða eða kæmust til réttra aðila um sama leyti. UmtalsverSur sigur Það er af mörgum talið mest um vert að sigrast á sjálfum sér. Þess vegna er engin furða, þótt Alþýðublaðið fórni hönd- um af feginleik, þegar ríkis- stjórnin vinnur umtalsverðan sigur á sjálfri sér. Ringulrcið sú, sem Morgunblaðinu og ríkis stjórninni hefur til þessa þótt hæfa að kalla viðskiptafrelsi eða eittlivað annað frelsi, hef- ur sem kunnugt er Ieitt til þess, að reistar hafa verið tvær fiskumbúðaverksmiðjur hér á landi, þótt ein framleiddi meira en nóg. Öll þessi „frjálsa sam- keppni“ leiddi síðan til þess, að flytja varð inn umbiiðir. af því að viðskiptastríðið var svo liart. En þá sagði ríkisstjórnin stopp og setti á innflutnings- bann á fiskumbúðir. Þannig vann liún þennan umtalsverða sigur á sjálfri sér. Um þennan sérkennilega „frelsisferil“ ríkis stjórnarinnar segir Alþýðublað- ið: „Sölumiðstöðin átti auðvitað aldrei að leggja fé í nýja um- búðaverksmiðju. þar sem nægi leg framleiðsla v.ír fyrir á því sviði. Hún gat tryggt sér sann gjarnt verð umbúfia á annan hátt. Er þetta glöggt dæmi tmi það, hvernig einkafjármagn streyrriir þangað, sem talin er gróða von, hvort sem þjóðin þarfnast þar aukinnar fjá/fest- ingar eða ekki. Loks er fyrir- hyggjan ekki meiri en svo, að tvö fyrirtæki á sama sviði geta eyðilagt alla ágóðavon hvors annars“ Þetta er hárrétt hjá Alþýðu blaðinu. En það skyldi þá ekki vera víðar pottur brotinn — með góðri hjálp Alþýðuflokks- ins. Tilfinnanlpaur skortur Alþýðublaðið lætur falla þessa merkilegu setningu í Framhald á bls. 10. H&L&NA H£>KTOR FAMILIJE SHAMPOO EGGJASHAMPOO HANDÁBURÐUR HÁRKREM HÁRLAKK SUGÞURRKUN Eins og undanfarin ár smíðar LANDSSMIÐJAN súgþurrk- unarblásara fyrir bændur. Blásararnir hafa hlotiS einróma lof þeirra bænda, sem þá hafa fengið, fyrir gæði og endingu. — Einkum hafa blásararnir fengið lof fyrir hve miklu loftmagni þeir blása, miðað við aflið sem hefur snúið þeim. Um þrjár stærðir blásara er að ræða, H-ll, H-12 og H-22. — Ennfremur afgreiðir LANDSSMIÐJAN dieselvélar og raf- mótora af ýmsum stærðum til þeirra, er þess óska. Vinsamlegast sendið oss pantanir yðar sem fyrst, svo að tryggt verði, að afgreiðsla geti farið fram tímanlega fyrir slátt. LANDSSMBÐJAN STAURABELTI fyrir raflínur og síma, til afgreiðslu. Óbreytt verð. Stefán Pálsson, söðlasm., Faxatúni 9, Garðahreppi. Sími 51559. EYÐIBÝLI ÓSKASF á Vestfjörðum eða Norður landi. Upplýsingar óskast sendar bréflega til afgr. blaðsins, merkt: Vestfirðir — Norðurland.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.