Tíminn - 02.04.1968, Blaðsíða 10

Tíminn - 02.04.1968, Blaðsíða 10
t 10_______________________TÍMJNN HAFÍS Frarruhald af bls. 1. -—- þeim mun meira rekur inn Fl-óann. Ekkert vegasamband hefur verið hingað í vetur, pn flóabáturinn hefur komið hér á hálfsmánaðarfresti. Von var á Herðulbreið hingað en búið er að aflýsa ferðinni og kemst skipið ekki nema til ísatfjarðar, þar sem ekki er fært fyrir Horn. Von var á heyi og fóðurbæti til Djúpa víkur þar sem einstaka menn eru orðnir heyilitlir, en yfirleitt munu birgðir endast fram yfir sumarmál. JJ-Skagaströnd. — Héðan er farinn að sjást jaki og jaki sem rekur inn Húnaflóa og úti fyrir sést í mikinn ís. Skyggni er hér ágætt. f morgun hefur ver ið sólskin og heiðríkt, en síð- ari hluta dagsins kulaði að há- norðan og er búizt við öllu hinu versta í sambandi við ís- inn. Norðaustan og austan átt in hefur haldið honum að Ströndum til þessa un.danfarið og hefur hann því ekki rekið eins mikið inn Flóann. Einn bátur fór á sjó með birtingu í morguin. Var ekki lagt í að róa fyrr vegna hættu á siglingarleiðum. Engir aðrir bátar héðan eiga línu eða net í sjó. Afli er lítill sem enginn hér inni í Flóanum og væri fremur aflavon ef hægt væri að komast lengra út. Færðin á landi er nohkuð sæmileg. EH-Akureyri. — Hafísinn hef ur nú rekið inn Eyjafjörð og er ísspöng landföst við Hjalt- eyri og er á leið inn fjörðinn- Strekkingsvindur er að norð an og má búast við að ísinn verði kominn inn undir Akur eyri með morgninum. Staþir jakar og íshröngl er er komið talsvert innar en spöngin, sem ekki er mjög breið en löng. Pollurinn hef- ur verið lagður i nokkurn tíma og er ávallt fjöldi manns sem d'orgar niður um ísinn, og fá sumir ágætan afla. ÞJ-Húsavík, — fs hefur rek ið hér inn i dag. Frá Húsavík eru sjáanlegar jakaspangir fyr ir utan einstaka jaka, sem rekn ir eru lengra inn. f dag er norðanátt, ckki ýkja hvasst, og er allur ísinn á innleið. Frost ið er um 12 stig í dag, var meira í gær. Mikið liggur af netum í sjó, bæði grásleppu og þorska net. Sjómenn reyndu í gær að bjarga netum sínum undan is- um, en ekki tókst að ná nema litlu af þeim. Er ekki gott að segja hvcrnig veiðarfærunum reiðir af, fer það allt eftir hvort ísinn rekur enn lengra inn en orðið er. en fyrisjáan legt er að margir bátanna liafa orðið fyrir miklu netatjóni. í vetur hefur verið mikið gæfta leysi og óstöðug tíð og ekki bætir úr að nú liggur hafís á miðunum. Húsvíkingar eru nú innilok aðir og skip sem koma áttu hinj 11 nýlega hafa orðið að losa á Austfjörðum. Vegurinn milli Húsavíkur og Akureyrar er fær eins og er og eins vegir um flestar nærsveitir. Snjór er ekki ýkja mikilil miðað við það sem oft hefur verið. I HB-Kópaskeri, — Hér hafa rek ið inn fjörðinn bæði stakir jakar og spangir í dag. Fyrsta ísinn rak hér inn í gær og hefur hann aukizt mjög síðan. f fyrstu voru það eingöngu stakir jakar en nú eru farnar að koma stærri spangir og er ísinn kominn langt inn fyrir Kópasker. Ein ísspöngin er langstærst og er komin hér langt inn fyr- ir. fsbelti er fyrir höfninni, en f'ærtf mun fyrir báta þar í gegm eins og er. Allir vegir hér eru ófærir og flugvölluinn fór sundur í hlákunni miklu fyrir skömmu. Erum við alveg einangraðir og héraðið læknislaust en heilsu far er gott. Nóg er hér til af vöru og ættu ekki að verða nein vandræði af þeim sökum, nema einangrunin standi i langan tíma. Fóðurbirgðir eru nægar og ekki hætta á að olíu laust verði í bráð. HH-Raufarhöfn, — Hér er stórhríð og dimmviðri og sést ísinn ekki nema öðru hvoru þegar aðeins léttir til, en ís- jnn er skanunt undan. Að vísu er ekki ís við hafnarmynnið en stutt er út í hann. Liggur hann alveg fyrir Sléttu og er víða landfastur eftir því sem bezt er vitað. Það sem sést af ísnum sýnist vera mjög þétt. Frétzt hefur af ís úti í Þistil firði og út af Skoruvík og er hann mjög samfelldur. ísinn byrjaði að koana hér s. 1. föstudag, og rak þá mjög SÖLUSKATTUR Framhald af bls. 6. rithöfundum, því þó listirnar séu mikilvægar á öllum þessum svið- um, þá hafa að sjálfsögðu skáld- in og rithöfundannir mest að segja og þá alveg sérstaklega í sambandi við varðveizlu og efl- ingu tungunnar. Okkar reynsla af þýðingu listamanna, og þá sér- staklega skálda og rithöfumda í þessum efnum, er slík á und'an- förnum öldum og áratugum, að það ætti ekki að vera þörf á að fara um það mörgum orðum, og það á jafnframt að gera okkur ljóst, hvaða þýðingu þessir aðil- ar geta hafí á komandi árum, ef rétt er að þeim búið. LOÐINBARÐAR Framhald ai bls. 6. Nóg mun þeim verða eftir skil ið og nóg munu þeir gera. Búfjársjúkdómarnir eru ok'k ur bændum þyngstir í skauti, ein þó gjalda þeirra allir svip- að um minkinn, fjárhagstjónið skellur fyrst á bændum eða á þeim, er eiga hlunnindi í veiðiám og vötnum, varplönd- um, síðan og samtímis þó, á hverju mannsbarni, sem hefur opin augu og eyru fyrrr nátt- áru landsins. Nú, er rætt um ræktun lax og silungs í ám og vötnum og . jafnvel eldisstöðum og tjörn- um. Efalaust er þar um stór- felld verðmæti að ræða og þjóðarhag, en hætt er við að mörg góð brandan fari til minkaeldis, ef ekki tekst að ná'lægt. Stórhríð hefur verið síðan á laugardag, og 17 til 20 stiga frost. Raufarhöfn er algjörlega einangruð eins og er. Flugvölilurinn er ófær, allir vegir ófærir og engin skip kom ast að höfninni vegna íssins. Oliubirgðirnar sem hér eru, endaist í mánaðartfíma og hætt er við að skortur verði á mörg um vörutegundum ef svona læt ur áfram einhvern tíma. Von- azt var til að greiðast tœki um skipakomur eftir verkfallið, en svo kom ísinn og tokaði öllum siglingaleiðum, og er útlitið mjög dökkt, svo ekki sé meira sagt. Sjómenn hafa tapað tals- verðu af grásleppunetum und- ir ísinn. Eitthvað náðist upp af netunum í gær, en hvergi nærri öll þau net sem voru í sjó. Þorskanet voru engin í sjó. Þegar ísinn fór að nálgast um daginn var strengdur vir ytfir höfnina, þannig að liann kemst ekki inn í sjálfa höfn ina. En höfnin er öll krapalögð og frosin. ÓH-Þórshöfn. — Hér er ofsa hvasst að norðan og mikil snjó koma. Skyggni er ekki nema um 50 metrar. Einhver ís er .kominn hér inn í fjarðarbotn, en erfitt er að fylgjast með hve mikið það er vegna þess hve lítið sést. fsinn hér rétt fyrir utan er ekki orðinn sam frosta. Heita má að hér hafi verið hríðarveður í þrjá vik ur og muna elztu menn varla annan eins liarðindakafla. Allir , vegir eru lokaðir og erum við því einangraðir. Flug ferðir hafa verið strjálar og í . síðasta mánuði kom hér flug vél aðeins tvisvar sinnum. Hér : eru allir vel frískir sem cnda er eins gott því læknislaust er. f gær birti aðeins og var þá ís á reki inn flóann, og hætt við að hann fari að leggj- ast alveg upp að. Eitbhvað er til af olíu og fóðri, en tæpast svo mikið að hægtf sé að mæta miklum og langvarandi harð- indum. eyða honum. Opinbert fé á alls ekki að verja til lax eða fisk- ræktar fyrr en min'kinum er a. m. k. hnekkt svo, að hann eyði ekki árangri hennar að mikl- um mun. Það var reginyfirsjón löggjaf arvaidsins að ætla sveitar- og bæjarstjórnum að annast minka veiðar og dráp. Hlífðarl’aus og ósérplægin barátta 9 þeirra af hverjum 10, jafnvel 99 af l'OO var o,g er dæmd til að mistak- ast, ef brugðizt er að öllu á einum stað, hvað þá fleirum. Seint hefði mæðiveikinni verið útrýmt með þvílíkum vinnu- brögðum. Það á að fá einum manni framkvæmd bessa máls. Ráðn- um til 2—3 ára í senn, tryggja nægilegt fé og starfsskiljTði. Skipulagning og skipting veiði svæða um allt land. Sjálfsagt er að leita liðsinnis þeirra sveitarstjórna er vel hafa reynzt en sniðganga hinar, leita þar annarra liðsmanna til leita og aðstoóar við veiðimenn. Hefja síðan baráttuna af fyllsta kappi og harðfylgi. Svo sjálf- sagt sem það er, að ríkið beri aðal'kostnaðinn af stríðinu er hitt engu síður rétt að ætla sveitar-, sýslu- og bæjarfélög- um að greiða nokkra hlutdeild vegna þeirra dýra, sem unnin vrðu innan landa beirra. Ég skora á alla þjóðholla og hugsandi menn að taka mál þetta til yfirvegunar. Fjalli 20. 2. 1068. \ K. Indriðason. SAMTÍÐIN hið vinsæla heimilisblaö sllrar fjölskyldunnar flytur sögur, greinar skopsögm, stjörnuspár, — kvennaþætti, skák- og bridgegreinar o.m.fl. 10 hefti á ári fyrir aðeins 150 kr. Nýir áskrifendur fá þrjá árganga fyrir 290 kr., sem er alveg einstætt kostaboö Póstsendið í dag eftirfa-andi pöntunarseðil: Ég undirrit...cska að gerast áskrifandi að SAMTÍÐINNI og sendi hér mpf- 290 kr- fyrir ár- gangana 1966, 1967, og 19öé Vinsamlegast sendið þetta i ábyrgðarbréfi eða póstávísun. NAFN ..............}............ HEIMHJ ......................... Utanáskrift okkar er SAMTÍÐIN Pósthólf 472, Reykjavík. \ Á VÍÐAVANGI Framhald a-f bls. 5. landsföðurlegri ritstjórnargrein á sunnudaginn: „Þjóðinni er nú meiri þörf á skynsamlegum vinnubrögðum en nokkru sinni fyrr“. Menn setur hljóða við að heyra slíkt aandvarp frá stjórnarmálgagni, eftir níu ára „viðreisn" í land- inu. Satt er það, að þetta er tilfinnanlegur skortur og því liatramlegri, þar sem þjóðinni hefur verið sagt, að þessi ár hafi einmitt verið stjómað af alveg sérstakri fyrirhyggju með skipulagningu vinnubragða, áætlanagerð sérfræðinga og annarri háþróaðri stjórnunar- tækni. Þá uppgötvar Alþýðu- biaðið allt í einu eftir allt þetta, að „nú sé meiri þörf á skynsamiegum vinnubrögðum en nokkru sinni“. Ja, ljótt er að heyra. MINNING Framihald af bls. 11. ar. En hann flutti boðskap sinn að jafnaði í litrikum lí'kingum og á fögru og kliðmjúku máli. Fyrir því eign'aðist hann svo rík ítök í hjörtum margra — jafnvel í íslenzkri þ.joðarsál. Ég hygg að lengi enn verði búið að ýmsum orðum ha-ns þeirri heiðríkju og yl, sem af þeim lagði út í lífið. Grétar F-ells var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Þuríður Kol- -beinsdóttir Fells, sem lézt 1043. Vafalaust hefir hún verið góð kona og merk. Grétar Fells gat ekki valið á annan veg. Síðari kona hans, frá 104S, var svo Svava Stefánsdótt-ir Fells. Með þeim var mikill innri skyidleiki, sterkur andlegur hjónasvipur. AHt samlíf þeirra var svo bjart og innilegt, svo talandi vottur þess, hvernig maður og kona geta verið eitt. Þau fylgdust að eins og dagurinin og Ijósið. Hlún var hans góði engill, sívakandi yfir málstað hans og vegferð alveg fram á s-íðustu stund. Fjölskylda mín' var svo ham- ingjusöm að eiga þau hjón að vinum, Svövu og Grétar Fells. Síðasta afm-ælisdaginn hans áttum við að nokkru saman á heimili okkar að Sól-heimum 23. Allar stun-di-r með Grétari o-g Svövu Fells voru o-kkur uppspretta fagn- aðar, styrks og friðar. Þau voru okkur þeir vinir í vanheilsu og raunum, sem aldrei brugðust. Og fyrir það skulu hér fluttar rík- ustu þakkir u-m leið og við vottum samúð og biðjum látnum vini æðri blessunar á leiðum -nýrra heima. „Meira ljós“ voru síðustu orð- in, sem þýzki skáldjöfurinn Goe- the er sagður hafa mælt fram, áður en hann kvaddi þennan heim. „Meira ljós“ var yfirskrift- in á öllu lífi Grétars Fells, hugs- un hans og viðleitni. Sú er irú mín, að það ljós hafi hann nú fundið í ríkara mæli en nokkru sinni fyrr. Jón Skagan. ÞRIÐJUDAGSGREIN Framhald af bls. 7, landsins. Ef það er satt sem núverandi valdhafar segja oft, að landið njóti nú mikils trausts hjá erlendum fjármáia- stofnunum, ,þá ættu þeir að grípa tækifærið ,og fá að lini 2—3 þúsund milljónir til lagn- ingar varanlegra vega. Fyrir þá upphæð mætti mikið gera með bví vinnuafli og þeim stór- virku vélum, sem til eru í land inu. Þá ynnist marít t einu. Atvinnuleysi hyrfi, góðir vegir myndu teygía sig um landið og færa þjóðinni bæði gróða og gleði. 800 ár er of langur hiðtími fyrir framsækna og dug mikla þjóð. eftir góðu og varan legu vegakerfi. Ágúst Þorvaldsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.