Tíminn - 02.04.1968, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.04.1968, Blaðsíða 6
ÞINGFRETTIR TÍMINN ÞINGFRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 2. apríl 196«. Söluskattur af bókum renni til skálda og rithöfunda Hér fara á eftir kaflar úr fram- söguræðu Þórarins Þórarinssonar fyrir frumivarpi, er hann flytur um að söluskattur af bókum renni tU skálda og rithöfunda, og að fjárveiting til annarra listamanna hækki í samræmi við heildarhækk anir fjárlaga. Það má vera, að það þyki be?a í bakkafullan lækinn, að lagt sé fram frv. um laun listamanna, skálda og rithöfunda, á þessu þingi, sökum þess að slkt mál Þórarinn Þórarinsson var til meðferðar á .seinasta þingi. Það mál var þannig til bomið, að veruleg óánægja hafði ríkt um þa skipan, sem hafði verið á úthlut- un listamannalauna á undanförn- um árum. Því hafði verið skoarð á rikisstj. að hlutast til um, að sett yrði ný löggjöf um þessi mál. Hæstv. menntamrh. tók að sér að hafa forgöngu um undirbúmng þessarar löggj-afar og má þakka honum, að það tókst að ná sajn- komulagi við viðkomandi lista- mannasamtök og fleiri aðila, um það, hvernig úthlutuninni sky’oi háttað. En þær reglur felast í lögum um listamannalaun, sem samlþykkt voru á seinasta Alþingi. Það má að vísu segja, að það sé ekki enn komin full reyns.'a á. hvernig þessar reglur muni reynast. í því frv., sem hér ligg- ur fyrir, eru þær teknar upp nokk urn veginn óbreyttar. Það hefur hins vegar komið glöggt í ljós ? sambandi við þær 2 úthlutanir, sem hafa farið fram skv. þessum 1., að á þeim er verulegur ann- marki. Ekki er tryggt ákveðið fjármagn til listamannalauna, heldur aðeins sagt, að þar skuli farið eftir þeirri fjárveitingu, sem er ákveðin til þeirra á fjárlög- um hverju sinni. Niðurstaðan hef ur orðið sú, að þetta framlag hef- ur reynzt allt of iágt og sú gagn- rýni, sem orðið hefur á úthlut- ununum, stafar að verulegu leyti af þvi að fjármagn það, sem út- hlutunarn. hefur haft handa á milli, hefur reynzt allt of lítið. Þess vegna er það annað megin atriði þessa frv., að ákveða fasta fjárveitingu til listamannalauna. Lagt er t», að sú fjárveiting, sem nú er á fjárl., haldist óbreytt, en hækki i samræmi við hækkun á heildarútgjöldum fjárlaga, þann- ig, að tryggt verði, að þetta tillag verði aldrei lægra miðað við fjárl. heidur en það er nú. Jafnframt er gert ráð fyrir, að þetta tillag renni eingöngu til listamanna, annarra en skálda og rithöfunda. Til launa handa skáldum og rit- höfundum er gerj ráð fyrir ann- arri fjáröfluin, sem er sú, að til þeirra renni sá söluskattur, sem nú er greiddur af bókasölu í land- inu. Það mun vera áætlað, að umsetning bókasölu í landinu sé nú á miili 80—100 millj. kr. 9ölu- skatturinn er IVz %. Þess vegna ætti þarna þá að fást tekjur, sem nema nokkrum millj., sennilega alltaf 6—7 millj. kr. miðað við þá umsetningu, sem verið hefur í bókasölunni tvö síðustu árin, eða reiknað er með að hafi ver- ið tvö síðustu árin. Það er ekki óeðlilegt, að þessi skattur renni til þess að styrkja skáld og rithöfunda, því það rna segja, að þeir standi raunveru- lega mest undir bókaútgáfunni. Frá þeim er það komið, sem oft á tíðum er merkast í henni og hefur mest sölugildi, og með því að láta þetta fé renna til þeirra, er líka óbeint verið að styrkja bókaútgáfuna í landinu, því í sum um tilfellum gæti það kannski auðveldað bókaútgefendum að greiða ekki eins hátt til lista- mannainna eða rithöfundanna og ella, þó það sé ekki tilgangur- inn með þessu frv. f sumum lönd- um hefur sá háttur verið á tek- inn, að hafa alls ekki söluskatt af bókum, eins og t.d. í Noregi, en fyrir þvi virðist ekki vilji hér a landi, og þess vegina eðlilegt, að sú ráðstöfun verði höfð á þess- um skatti á bókasölunni, sem hér er gert ráð fyrir. Annar aðaltilgangur þessa frv. er að tryggja fast fjármagn til lauma til handa listamönnum, skáldum og rithöfundum. Hitt aðalatriðið er, að gert er ráð fyr- ir, að teknir verði upp sérstakir starfsstyrkir. Það hefur lengi verið áhuga- miál félagsskapar þessara aðila, að slíkar styrkveitingar væru teknar upp. Nokkurt fyrÍTheit hefur ver- ið gefið um það í öðrum lögum, sem nýlega hafa verið samþ. hér á Alþ., en hins vegar þó svo tak- markað að það getur aldrei full- nægt þeirri þörf, sem fyrir hemdi er. Ekki þarf að hafa mörg orð um nauðsyn þess að aðsíaða listamanna og skálda sé bætt, því ég hygg, að um það séu þing- menm nokkumn veginn sammála, þó fjárveitingar hafi ekki verið hærri til þessara mála á undan- förnum þingum en raun ber vitni. Á eima röksemd vil ég benda, sem er mikilvæg í þessu sam- bandi, og hvatning til að tryggja aukið fjármagn til að launa lista- menn og sbáld. Sú einangrun, sem við bjuggum við áður, er úr sögunini, en hún var á sínum tíma viss vernd fyrir okkar þjóð- erni. Nú erum við komnir í al- þjóðaleið og við megum búast við 'því, að alls konar samskipti okk- ar við aðrar þjóðir fari vaxandi á komandi árum. Við munum taka þátt með einum eða öðrum hætti í alls konar bandalögum, færumst á þann hátt í nánara samstarf við aðrar þjóðir. Þessu fylgja að sjálfsögðu ýmsi: kost- ir, því einangrun hefur sína galla, en fyrir þjóðerni okkar fylgir þessu líka margvísleg hætta. Það iþýðir ekki annað heldur en horf- ast í augu við það, og sú vemd, sem einangrunin veitti áður, er hér úr sögunni. Hitt er á að líta, að við höfum tæki, sem við höfð- um ekki áður, sem eiga að geta styrkt okkar aðstöðu í þessum efnum. Skólarnir eru orðnir fleiri og fjölbreyttari en áður var, og menn fá aðstöðu til þess að njóta meiri skólamenmtunar en áður tíðkaðist, og að sjálfsögðu geta skólarnir haft sína þýðingu til að styrkja okkar þjóðemismeðvit- und. Sama má segja um útvarp og sjónvarp, ef því er réttilega beitt. Blöðin geta einnig haft sín áhrif í þessum efnum, ef rétt er á haldið, en þrátt íyrir það verð- ur það samt drýgst, þegar kem- ur tii þess að halda við okkar þjóðerniskennd, að við eigum góð um og þjóðlegum listamönnum á að skipa í - sem flestum grein- um og þá ekki sízt skáldum og Fhamhald á bls. 10. Gerðar verði ráðstafanir vegna hafíshættu 18 þingmenn úr ölium flokk- um hafa flutt tillögu til þingsú- lyktumar um ráðstafanir vegna haf'íshættu. Þingmennirnir eru: Stefán Valgeirsson, Jónas G. Rafnar, Vilhjálmur Hjálmarsson, Jónas Pétursson. Bjarni Guð- björnsson, Matthías Bjarnason, Sigurvin Einarsson, Gunnar Gdsla- som, Björn Pálsson, Bjöm Jóns-| son, Eyjólfur Konráð Jónsson, Ólafur Jóhannesson, Lúðvík Jós- efsson, Páll Þorsteinsson, Jón Þorsteimsson, Ingvar Gíslason, Ey- steinn Jónsson og Gísli Guðmunds son. Tillagan er svohljóðandi: „Aliþingi ályktar að kjósa 5 manna nefnd til að athuga, hvaða ráðstafanir séu nauðsynlegar til að koma í veg fyrir, að skortur verði á olíu, kjamfóðri og öðrum brýnustu nauðsynjavörum, þegar ís leggst að landi og siglingar teppast með ströndum fram af þeim sökum. Nefndin velur sér formann.“ í greinargerð segir: „Flm. þessarar tillögu líta svo á að óhjákvæmilegt sé, að athug- að verði, hvaða ráðstafanir þurfi að gera til að koma í veg fyrir, að á verzlunarstöðum í þeim lands hlutum, þar sem hafíshætta er mest, verði skortur á brýnustu iniauðsynjavörum, ef ís leggst að landi og siglingar teppast með ströndum fram, og er þá einkum átt við kjarnfóður og olíu. Benda má á, að sums staðar þyrftu oMu- geymar að vera stærri en þeir nú eru, ef þar á að vera hægt að safna nauðsynlegum olíubirgðum. Nefndarskipun sú, sem gert er ráð fyrir í tillögunni, er xil þess ætluð að undirbúa þær öryggis- framkvæmdir, sem hér er rætt um. LODINBARDAR Theodór bóndi Gunnlaugs- son frá Hofarsstöðum í Öxar- firði skrifar nýlega í Tímann um minkamálið. Átelur rétti- lega þá skammsýni er fram kemur í lagafrv. um leyfi til inniflutnings að nýju á þeim skaðvaldi, og gróðafíkn þeirm manna, er að því standa og aldrei hirða um hvað þeir vinna til fjár. Er hér sízt of fast að orði kveðið og skal það ekki lengra rakið heldur minnzt á það sem við T.G. erum ósammála um. Hamn telur vonlaust að iminkiinum verði úitrýmt. Ég hygg að það megi. Hvorugt verður sannað nema þess sé freistað og þó seint fullreynt, en það sem þarf að gera er að ráðgast um það af færustu og fróðustu mönnum, hverjar likur séu til bess, hvað mælir með og móti því, að tilraun þessi verði gerð. Hvað miklu fé sé verjandi til. Ljóst er mér það, að ekki blæs byrlega fyrir þessu máli. AlmenningsáUtið frá upphafi hefir verið það að vonlaust mundi að losna við minkinn og þegar jafnslyngir veiðimenn og T.G. leggjast á sveif með því, munar um það. Svo hefur virzt að Veiðimála- stjóri væri sams hugar, aldrei heyrist getið að hann tryði öðru en því, að banáttan gegn minkinum verði eilíf. Náttúrufræðingar okkar ha-fa verið varkárir í orðum og enginn haft forystu um út- trýmingu. Alþingismenn hafa verið tviskiptir, en hvergi hef- ur þess gætt svo ég viti til, að meðal þess meirihluta er hrundið hefur ásókn loðinbarða — en svo leyfi ég méT að nefna gróðamennina, sem ætla sér að fénast á loðdýra- rækt — hafi komið fram hærra markmið en viðnám. Engir virðast trúa á aleyðingu minksins. Vörn er virðingar og þakkarverð og mótstaða gegn skammsýnis- og gróðabralls- mönnum, en sé aidrei hugsað hærra eða lengra en að verjast er hætt við að fyrr eða síðar nái Loðinbarðar meirihlutanum. Nýr innflutningur hefjist með öllum þeim afleiðingum, sem hann hefur og ekki þurft að lýsa. Úr því er vonlaust að út- rýmingarstrið verði hafið fyrr en eftir langan aldur og eftir margfaldar ófarir og skaða á dýralífi landsins. Þetta ættu all ir þeir alþingismenn að skilja, sem hafa þó þá manmlund og greind til að bera að þeir vilja ekki aukningu minka- stofnsins í landinu. Vit ættu þeir að hafa á því að minka- mönnum og búum verður aidrei fulltreyst Rök min fyrir því að minkn- um muni mega eyða til fulls eru þessi: Hér í Þingeyjarsýslu eru eins og T. G. segir einhver beztu skilyrði fyrir minkinn staðhátta vegna, hver<?i þo sem við Mývatn og Laxá, átt til sjálfur. Þetta eru 3 sveitarfélög og í þeim öllum hefur verið snú- izt svo gegn honum að hann hefur aldrei tengið nánd- ar nærri slíka fótfestu og orð- ið hefur víða annars staðar, það má telja fullvíst að hér væri fyrir löngu búið að út- rýma honum ef ekki kæmi stöðugt aðstreymi til. Það munu fláir sem til Ketill Indriðason þekkja ef það er þá nokkur sem vefengdi að það yrði gert á 2—3 árum, ef nú tæki fyrir aðstreymi. Að þessu hafa tveir menn unnið í ígripum undan- farin ár. Annar í Mývatns- sveit, hinn í dölunum, Laxár- og Aðaldal. Þetta ár hefur hann veiðar j flein sveitarfé- Lögum með höndum. bæði á minkum og retum. Þessir menn eru báðir slyngir skotmenn og sæmilega búnir að vopnum og veiðitækjum, eiga góða hunda. Það, sem hér hefur verið gert, má gera um allt land. Ég geri ráð fyrir að það sé gert á ýmsum stöðum en hitt er víst, að vanræksla á sér stað á öðr- um og meðan svo er er út- rýming vonlaus og hættan marg föld á að faraldurinn blossi uipp, þó að það væri langt kom- ið að drepa allan mink í heil- um sýslum, jafnvel landsfjórð- ungum. Hér þarf því annarra við- bragða: Tíu ára áætlun . eða svo um eyðingarstríð, fá mann til, sem trúir á málstaðinn og vill beita sér fyrir honum, fj'ölgun veiðimanna, er sýnir að þeir hafi nokkuð til síns ágætis, fjölgun hunda, er tamd ir séu, veiðitæki og gildrur. Til þessa undirbúnings og æfinga mætti ætla ein 5 ár. Næstu 5 til aðal átakanna. Hér skal það eitt rætt um kostnaðinn, að þó að hann 5 eða tífaldaðist, væri það stór- gróði ef sigur ynnist. Þetta er mál okkar, sem enn erum uppi. Við eigum að bæta fyrir afglöpin á sama hátt og gagn- vart innflutningi mæðiveikinn- ar, hrmgormsins vonandi, með því að gera allt sem unnt er til þess að eftirkomendur okk ar þurfi ekki að gjalda þeirra. Framhald á bls. 1C

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.