Tíminn - 02.04.1968, Blaðsíða 11

Tíminn - 02.04.1968, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 2. apríl 1968. TÍMINN n M E0 mwmam Gretar Fells rlthöfundur Einn af þjóðkunnum mönnum iþessa lands, Grétar Fells rithöf- ur.dur, var jarðsettur frá Fríkirkj unni í Reykjavík 14. f. m. að við- stöddu mi'klu fjölmenni. Sökum verkfalls og stöðvunar blaðaút- gáfu varð hann þá ekki Kvaddur eins og margir mundu helzt hafa kosið. Þótt nokkuð sé um liðið er mér því bæði ljúft og skylt að minnast þessa ágæta manns, vinar og skólabróður. Eins og svo margir aðrir stóð ég og fjölskylda mín í þakkarskuld við hann, sem hvorki verður metin né goldin til fulls. Grétar Fells var fæddur að Guttormshaga í Rangárþingi 30. des. 1096. Foreldrar hans yoru þjóð'kunn merkishjón, séra Ófeig ur Vigfússon og Ólafía Ólafsdótt- ir. Fluttu þau árið 1000 að Fells- múla á Landi og bjuggu þar síð- an um áratugi. Þar ólst því Grét- ar upp ásamt bróður sínum Ragn ari, síðar presti, en þeir voru tví- burar og einkabörn foreldra sinna. Að Fellsmúla hafði séra Ófeigur lengi einkaskóla, sem margir sóttu og nutu. Beint það- an komu þeir bræður, Grétar og Ragnar, vorið 1017 og luku stú- dentsprófi við Menntaskólann í Reykjaví'k. Eftir ársdvöl í Kaup- mannahöfn, við nám í samanburð artrúfræði og trúarheimspeki settist Grétar í lagadeild Háskól- ans í Reykjavík. Þar lauk hann prófi í lögfræði vorið 1924. Lög fræðin mun þó aldrei hafa fallið vel að hug hans eða skapgerð, enda hvarf hann fljótt af hennar vegum. Vann hann fyrst fyrir sér með kennslu og ritstörfum um nokkurra ára skeið. En árið 1029 varð hann ritari landlæknis og sinnti því starfi óslitið fulla þrjá áratugi. Grétar Fells var gáfaður mað- ur, ljóðfær vel og ritfær í bezta lagi. Hann var ávallt maður and- ans en ekki efnisins. Lengst af bjó hann við óvenju lág laun og sóttist aldrei eftir fé, veg eða völdum. Snemma hneigðist hugur hans að einkunnar orðum guð- spekinnar: jafnrétti, bræðralagi, sannleiksleit. Þeirri stefnu gekk hann á hönd árið 1921 og helgaði henni síðan krafta sína af þeim heilindum og óeigingirni, sem’' með eindæmum má teljast. Stjórn íslandsdeildar Guðspekifélagsins hafði hann á hendi í full 20 ár og ritstýrði tímariti þess, Gang- lera um 30 ára skeið. Þar að auki flutti hann fjölda fyrirlestra á fundum og í námsflokkum bæði hérlendis og erlendis. Ennfremur birtist rödd hans ‘oft í útvarpi, þar sem hann reifaði hugræn og ardleg mál. Var mér kunhugt um, að þeirra erinda var af ýmsum með óþreyju beðið. Sem rithöfundur var Grétar Fells bæði frjór og mikilvirkur. Eftir hann munu liggja átta fyrir- lestrarsöfn, nokkrar Ijóðabækur og ýmsar sérprentaðar hugleiðing ar um andleg mál. Af flestu því, sem ég hef skoðað úr þessum efn- um, leggur slíkan ilm göfgi g fegurðar, að ég ætla verða betri manns hvern þann, sem því kynn- ist nánar. Ýmsir efnishyggju- og raun- sæismenn munu vafalaust stund- um hafa talið Grétar Fells vera nokkuð utan og ofan við heiminn. Svo fer jafnan um þá, sem telja sig geta skoðað og skýrt til fulls alla hluti og fyrirbæri með skyn- fœrunum einum saman. En Grét- ar Fells átti sinn heim, víðan, heiðan og háan. Hann gat aldrei hugsað í formúlum, „dogmum“ eða „paragröfum“. Til þess var andi hans allt of Ijóssækinn, fleygur og frjáls. Hann vissi að okkar skynsvið nær að jafnaði svo skammt. Hann vissi að tveir og tveir eru ekki alltaf fjórir. Flestum fremur var hann gæddur dulrænum hæfileikum og djúpri innsýn í lögmál lífsins og tilverunnar. Að minni hyggju átti hann sj'ötta skilningarvitið. þá náð'argjöf, _ sem fæstum er gefið að njóta. í gegnum það skynjaði han’n framlífið og hina heilögií hönd, sem allt gefur og geymir. í þeirri hönd fann hann sig oft hvíla á hljóðum stundum. Fra þeirri hönd fann hann þann yl og styrk', sem hann vildi miðla frá sér út í lífið. H’ann trúði á einingu í fjölbreytni alls lífs og tilveru. Hann trúði á vaxtarmátt mannsins innan þessa heims og utan. Og hann þráði betri og bjartari heim. Til þess lagði hann sig allan fram að bæta annarra böl og raunir. Hús hans^stóð öll- um opið og þangað komu margir ekki sízt mæddir og særðir. Tel ég að langflestir þeirra hafi farið þaðan léttari í huga og spori. Að- eins hljóð návist hans var allt í senn, vermandi, styrkjandi og frið andi. Grétar Fells var ekki kirkjuno- ar maður í þrengri merkingu orðs ins. En hann var kristinn maður eigi að síður. Hann trúði á Krist sem sígildan meistara og leiðtoga. Haon trúði á áhrifamátt hans á mannssálina á liðnum og ókomn- um öldum. En hann leit svo á að hjálpræðið væri ekki bundið við Krist einan. Að hans dómi átti Alfaðir svo margar leiðir til mannssálarinnar og mannshjart- ans. Hann trúði því, að hingað á jörð hefðu frá örófi alda verið sendir að ofan fræðarar og frels- arar, og svo væri enn. Þess vegna vildi hann opna alla glugga til þess að hleypa ljósiou inn, hvar svo sem það annar6 birtist. Sumir hinna fornu. grísku vitr- inga töldu spekina æðsta allra goða. Grétar Fells var spekingur- inn með barnshjartað, er átti út- sýn tiil allra átta. Hógværð hans í skapgerð, orði og allri framkomu var öðrum til fyrirmyndar. Vafa laust mun mál hans -oftast hafa náð betur til hjartans og fegurðar skynsins en kaldrar rökhyggjunn- Framhald á bls. 10. Vorið er fegursti tími\ársins í Evrópu; náttúran vaknar af dvala og allt iðar af lífi og fjöri. Þá hefst tímiferða- laganna og Flugfélag íslands býður yður sérstakan afslátt af flugfargjöld- um til 16 stórbórga í Evrópu. Vorfar- gjöld Flugfélagsins eru en venjuleg fargjöld á flugleiðum og gilda á tímabilinu 15. marz til 15. maí. Flugfélagið og IATA ferðaskrifstofurnar veita allar upplýsingar og fyrirgreiðslu. Með þotu Flugfélagsins fáið þér fljótustu og þægilegustu I j ATA ) ferðina — hvergi ódýrari far- V------s gjöld AlpjóSasamvinna um íiugmál 25% læ^ri sömu FLUGFÉLAG ÍSLANDS I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.