Tíminn - 02.04.1968, Blaðsíða 1

Tíminn - 02.04.1968, Blaðsíða 1
/ ’ / ' I Lyndon Johnson verður ekki í kjöri, bls. 13 24 síður Auglýsing í Tímanum lcemur daglega fyrir augu 80—100 þösund lesenda. Mynd þessi sýnir hafísinn við Horn, eins og hann var i gærdag. (Tímamynd-Gunnar) HAFIS LOKAR NORÐURLANOI FB-OÓ-Reykjavík, mánudag. Ótnileg kuldatíð hefur mi gengið yfir landið. Siglingaleið ir eru lokaðar bæði við vest an og austanvert Norðurland. Síðastliðna nótt mældist 16.4 stiga frost i Reykjavík og er það mesta frost sem mælzt lief ur í apríl allt frá 1881. Þá var reyndar miklu kaldara fyrir norðan, en nú er, en ekki jafn kalt hér fyrir sunnan. Árið 1885 var allt að því jafn mikið frost og nú hér í Reykjavík. Landhelgisgæzlan fór í ís- könnunarflug í dag, og sam- kvasmt því sem þá kom í ljós eru nú íseyjar og ísrastir mjög langt inn á Húnaflóa og vikur á Hornströndum eru flestar fullar af ís. ísinn frá Straum- nesi að Óðinsboða er víðast samfrosta og er sjóinn að leggja í vökum á þeirri leið. Austur af Óðinsboða, sem er suðvestur af Horni, inni á Húnaflóa, gisnar ísinn lítið eitt, en þéttist aftur vestan við Siglufjörð. Frá Siglufirði ligg uir ís 4—6/10 hluta, 4—6 sjó- mílur frá ströndinni, unz komið er að Rauðunúpum og undan Sléttu er allt að 7—9/10 hl. Þistilfjörður er allur þakinn ís (6—9/10 hl.) og verður ísinn þéttari eftir því sem innar dregur. ísinn er kominn fyrir Langanés og inn undir Digra- nes, og í mynni Vopnafjarðar, en nokkur ís er allt suður á móts við Glettinganes. Frá Straumnesi að Óðins- boða er varla fært nema öflug um skipum, og siglingaleið er varasöm frá Látrabjargi að Straumnesi. Siglingaleið fyrir öllu Norðurlandi er mjög ó- greiðfær og hættuleg, einkum við Sléttu. í ísfréttum, sem veðurstof unni höfðu borizt síðdegis í dag segir, að ísinn sé að mestu horfinn frá Hvallátrum, og það an sjáist aðeins ginstöku j-ak ar. Frá Hornbjargsvita bárust þær fréttir, að 1000 m. breitt í-s laust belti væri frá Smiðjuvík urbjargi norður fyrir Horn- bjarg, en samfelidur is þar fyrir utan. Frá Hrauni á Skaga var tilkynnt, að stöðugt bæ-tt ist við ísinn við land, og 1 allan dag hefur ís verið að reka inn Skagafjörð. Frá Siglunesi að sjá er í-s fyrir öllu hafi, og nálgast mjög ört. Landföst ís- breiða nær út fyrir siglinga leið. en þar fyrir utan virðist nokkuð greið-fært. Samfelldur ís er út undir miðjan Siglu fjörð. Frá Grímsey sést ekki í auðan sjó nema smáræmu i skjóli við eyna. ísinn hefur aukizt mikið séð frá Mánár- bakka á Tjörnesi í dag, en í kvöld voru ekkj orðnar auðar rennur nema frá au-stri til vest urs í um það bil 8 km frá landi. GV-Trékyllisvík. Mikill ís er hér fyrir landi. Ekki bar á honum að ráði fyrr en í fyrra dag og í gær. f fyrrinótt kom talsveður ís hér inn á Trékvllis víkina og hefur hann aukizt i sífellu síðan. Autt er út norð urfjörðinn út undir Reykjanes hyrnu, en þar fyrir framan er breið spnng sem ekki sér út fyrir héðan. ísinn er ekki mjög þéttur að sjá. íslaust er inn á flóanum frá Giögri og i áttina að Hólmavík. Aftur á móti er ís á reki út um allan flóa og Ófeigsflói er fullur af ís. í dag hefur verið norðlæg átt og heldur hún ísn u-m nokkuð hér frá landinu en Framhald á 10. síðu TK-Reykjavík, mánudag Ríkisstjórnin lagði í dag fram á Alþingi frumvarp tii laga um breytingu á vegalög um þess efnis að hækka benzín skatt um 1 krónu á hvern Iítra og hækka þungaskatt og gúmmígjald af hjólbörðum og slöngum um 50%. Gert er ráð fyrir að tekjuauki ríkissjóðs af þcssari skattlieimtu nemi sam- tals 109 milljónum króna á þessu ári, hækkun benzín- skatts 43 milljónir, hækkun gúmmígjalds 26 og hækkun þungaskattsins 40 milljónir króna. Hækkun þungaskattsins kemur einungis á dísilbifreiðar. Ekki ein einasfa króna af þess ari nýju skattheimtu fer í lagningu varanlegra vega á þessu ári, heldur er hún til að fylla upp i þau göt, sem nú eru á fjárlögum og vegaskuld um. ir Tii grciðslu kostnaðar við undirbúningsvinnu að vegaframkvæmdum á þcssu ári fer 21 millj. kr. ★ Til greiðsiu halla á vega- áætiun síðasta árs 23 milljón- ir. ★ Til viðhalds þjóðvega 1968 17,3 milljónir. ★ Til brúargerða 1968 10 milljónir. ★ Til endurbóta á hættuleg- um stöðum 4 milljónir. ★ Til kaupstaða og kauptijna og rannsókna og tilrauna við vega- og gatnagerð 9.4 milljónir króna. ★ Til Strákavegar, Ólafsfjarð arvegar og Suðurfjarðar- vegar 24,3 milljónir. ★ Með þessari hækkun benz- ínskattsins hefur núver- andi ríkisstjórn hækkað þennan skatt á valdatíma Framhald á bls. 23.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.