Tíminn - 02.04.1968, Blaðsíða 7

Tíminn - 02.04.1968, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 2. apríl 1968. Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvœmdastjórl: KristjáD Benediktsson Ritstjórar: Þórartnn ÞórarinssoD (áb) Andrés Krtstjánsson, Jón Helgason og indrið) G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson Ang- lýsingastjóri: Steingrimur Gislason Ritstj.skrtfstofur l Eddu búslnu simar 18300—18305 Skrifsofur Bankastræti 7 Af- grelðslusiml: 12323 Auglýsingastmi: 19523 Aðrar skrifstofur. sími 18300. Áskriftargjald kr 120.00 á mán Innanlands — f iausasölu kr 7 00 eint. - Prentsmlðjan EDDA b. t Bætum nábýlið í gær voru væntanlegir hingað til lands sjö forystu- menn í grænlenzku atvinnulífi, í því skyni að kynna sér rekstur í tveim atvinnugreinum hér á landi, land- öúnaði og sjávarútvegi og munu Búnaðarfélag íslands og ymsar stofnanir sjávarútvegsins greiða fyrir þessum mönnum. Þessi heimsókn hlýtur að vera íslendingum mjög kærkomin vegna þess, að hér er um að ræða ná- granna, sem við höfum allt of lítil skipti við. Við eigum að bæta mjög þetta nábýli og hafa mildu meiri samskipti við Grænlendinga með ýmsum hætti. Samskipti okkar við næstu nágranna í austri, Færeyinga, hafa verið allmiklu meiri, en mættu þó aukast og batna að miklum mun. Því er ekki að neita, að þessi þrjú lönd — Færeyjar, ísland og Grænland eru um margt lík að náttúru og at- vinnuvegum, og því mun lífsbaráttan vera það líka. Tengsl íslendinga við Grænland voru mikil og eiga að verða meiri en verið hefur síðustu aldir. Við höfum þó lagt Grænlendingum til sauðfjárstofn og bent þeim á búskaparhætti. Ef til vill getum við einhverju meiru miðlað. En hitt er jafn augljóst, að við getum einnig sitthvað af Grænlendingum lært, og samvinna um veiðar og vinnslu afla gæti haft ýmsa kosti fyrir báða. Þótt Íslendingar vildu gjarnan eiga meiri skipti’ við Græn- lendinga, er fjarri því að þeir hafi nokkurn hug á að troða Dönum þar um tær, og þeir meta fyllilega það, sem Danir gera til framfara á Grænlandi, og þetta ætti að bæta sambúð Dana og íslendinga. Flugfélag íslands hefur unnið hið ágætasta starf með Grænlandsflugi sínu, og þess er að vænta, að ferðir íslendinga til Grænlands geti orðið miklu tíðari en verið hefur, bæði til þess að njóta stórbrotinnar náttúrufegurð- ar og kynnast góðu fólki með sérstæða menningu. Á sama hátt ættu hópferðir Grænlendinga hingað að geta tekizt og þeir vera hér aufúsugestir. Landsíns forni fjandi Svo virðist sem hafísinn þrengi sér nú æ nær land- steinum og vofir það yfir, að hann frjósi saman og leggist þannig í samfellu að fjörum og loki þar með öilum siglingaleiðum milli Horns og Langanesg. Verði froststillur eða norðanátt næstu daga er mikli hætta á þessu. Þegar svo fer, liggur hafísinn stundum við land Iangt fram á sumar. Með nýrri tækni, bættum húsakynnum og öllum búnaði mætti ætla, að héruðin norðanlands væru vel vígbúin gegn landsins forna fjanda. En þegar betur er að gáð, er það engan veginn, og liggja til þess að sumu leyti eðlilegar ástæður. Við eigum ekki lengur þann vopnfasta, heimaofna serk, sem áður fyrr stóðst hafísinn, og vera má að áhrif af hörkum og hafís verði nú enn afdrifaríkari fyrir þjóðina en áður, og séu þau áhrif ekki síður sálræn en efnahagsleg. Árið 1918 var síðasta mikla hafísárið fyrir Norður- landi. Þá var ekið brúnkolum úr Tjörnesnámum á hesta- sleðum inn eftir miðjum Skjálfandaflóa. Sú saga mun vart endurtaka sig nú, þótt ís leggist að landi. Hitt getur eigi að síður orðið torvelt á þessum slóðum að eiga 1 eldinn eða afla sér olíu. Vafalítið eru byggðirnar, sérstak- lega á Norð-Austurlandi, mjög varbúnir gegn ískomunni, og sést enn, að við gerum okkur ekki nógu ljósa lífs- nauðsyn þess að eiga forðabúr á ýmsum stöðum. Slík forðabúr á þjóðin öll að kosta, vilji hún byggja landið allt, en ekki eingöngu það fólk, sem við þessa hættu býr. TÍMINN Ágúst Þorvaldsson, alþm.: Átta hundruð ár er of langur biðtími eftir góðum vegum í núgild andi vegalögum er §1 sett voru á árinu 1963, var lögfest ný flokkun vega eftir því hvað gert er ráð fyrir, að || þeir þiu-fi itð bera mikla um- ferð bifreiða. Þar segir svo || í 12. grein: „í vegaáætlun skal || þjóðvegum skipað í flokka eft-1| ir reglum, sem hér fara á || eftir: Hra'ðhraut A: Vegur þar | sem innan 20 ára má búast við i yfir 10 þúsund bifreiða umferð || á dag yfn- sumarmánuðina. Skal stefnt að fjórfaldri ak- braut með varanlegu sliliagi. — Hraðbravit B: Vegur, þar sem innan 10 ára má búast við 1000—10.000 bifreiða umferð á dag yfir sumarmánuðina. i| Skal stefnt að tvöfaldri ak- braut með varanlegu slitlagi. — Þjóðbraut: Vegur, sem nær til 1000 íbúa svæðis. Skal stefnt að malarvegi með tvöfaldri ak- braut. — Landsbraut: Vegur, sem er nninnst 2 km. langur frá vegamótum og nær a.m.k. til þriggja býla, þannig að hann nái að þriðja býli frá vegar- enda. — — — “ Hér koma til sögunar ný hug tök og snmsvarandi ný nöfn á vegum. Hr^iðbraut A. Hrað- braut B, Landsbrau|.i Hinn mikli hra'ði á tækniöld og ör fólksfjölgun í landinu kallar á nýja og góða vegi, án slíkra vega getur þjóðin ekki lifað í landinu. Þeir eru hið sama fyrir hana eins og æðakeríi fyrir líkama. Bifreiðar era nú orðnar yfir 40 þúsundir að tölu og fer væntanlega fjölgandi í sama hluttfalli og fólki fjölg- ar f landinu. Það er gott að hafa lög um slíka vegi, en að litlu gagni koma þau ein, ef ekki fylgja athafnir. Góðir vegir kosta mikið fé, en þó mun íbúum landsins verða það enn dýrara að vanta vegina. Hvert það land, sem hefur annaðhvort vonda vegi eða enga vegi, það verður að teljast vanþróað land. f því landi verðc'r ekki notið að fullu þeirra gæða, sem Iandið geym- ir í skauti sínu. 40 þúsund bif- reiðir kosta mikið fé og þ*r þurfa mikið eldsneyti á vond- um vegum fram yfir það, sem þær þyrftu á góðum vegum. Mikið fé kostar einnig það við- hald þeirrsi bifreiða, sem þær þurfa vegna vondu veganna fram yfir það sem þær þyrftu ef vegir væru góðir. Þá er end ingartími þeirra miklu styttri á þessum vondu vegum en hann væri, ef þser gengju á góðum vegum. Ekki verður í þessari grein reynt að nefna neinar tölur um þetta, enda skortir greinarhöf- und þekkingu til að geta það, og ágizkanir eru þýðingarlausar. En enginn getur efazt um að skaði fslendinga af því að hafa vonda vegi skiptir árlega nundr uðum milliióna króna. Þessi skaði kemur fram í því sem áður er nefnt: Styttri starfstíma hverrar bifre:ðar, meiri orkul’sostnaði, meiri við- haldskostnaði, lengri tíma í Ágúst Þorvaldsson. ferðum, allskonar töfum við framleiðslu, óendanlegum við- haldskostnaði veganna, að ó- gleymdum óþægindum vegfar enda og slysahættu,, sem er meiri á vondum vegiun en góð um. Nýlega átti sá er þetta ritar tal við glöggan og reyndan sér- leyfishafa og spurði hann hvað mikið fé þyrfti til að kaupa nýja vandaða hópferðabifreið Hann kvað til þess þurfa eina og hálfa milljón króna og hún myndi endast ef til vill í 10 ár Á þeim tíma þyrfti að minnsta kosti tvisvar sinnum kaupverð ið til að endurnýja það sem slitnaði við notkun hennar. Ef slík bifreið gengi á góðum veg um þá má gera ráð fyrir að hún entist þriðjungi lengur með miklu minni viðhaldskostn aði og ef til vill yrði endingar tíminn helmingi lengri. Þetta er nokkur vísbending um það, hvernig hinir lélegu vegir hér valda sóun á verð- mætum og eiga þannig sinn þátt í þvi að draga úr efna- legri velmegun íslenzku þjóð- arinnar, og tefja fyrir æski- legri efnahagsþróun. En hér hafa fyrir fáum ár- um verið sett lög um hraðbraut ir A og B, þjóðbrautir og lands brautir. f fyrstu vegáætlun, sem gerð var samkvæmt hinum nýju vegalögum í árslok 1964 var lengd hraðbrauta 148,5 km„ þjóðbrauta 2960,9 km., lands- braut 6272,1 km. og þjóðvegir í þéttbýli 96,4 krn. Samtals er þetta 9477,9 km. Af þessum vegum var ófullgert eða ólagt í árslok 1964 127,9 km. hrað- brautir, 648,3 km. þjóðbrautir, 2432,5 km. landsbrautir. Svo að segja allir þessir vegir eru lélegir malarvegir upphlaðnir vir moldarjarðvegi með þunnu malarslitlagi, sem mylst og rýk ur út f veður og vind f þurrk- um, en grefst í holur og pytti þegar rigningar ganga. Aðeins svokölluð Reykjanesbraut um 50 km. að lengd er byggð með varanlegu slitlagi. Þar var um- ferðin 1740 bílar á dag á síð- asta sumri mánuðina júni til september. Má nokkuð ímynda sér hvernig umhorfs væri á þessari leið, ef þar væri nú malarvegur. Reykjanesbraut var lögð fyrir lánsfé, og jafn- ast kostnaðurinn með afborg- unum á mörg ár. Með þeim hætti einum, að leggja varan- Iega vegi með lánsfé mun fs- land geta fengið varanlega og góða vegi. Svo dýrar fram- kvæmdir verður ekki unnt að gera með öðrum hætti. Bygging allra aðalvega í land inu úr varanlegu efni er brýn- asta verkefni þjóðarinnar, sem hún þarf að hefjast handa um nú þegar. Leita þarf að erlendu lánsfé til þessara framkvæmda og sé það fáanlegt þarf að hefj ast handa. Fram undan virðist vera talsvert atvinnuleysi á næstu misserum, því þarf að útrýma. Vegagerð getur veitt mörgu fólki atvinnu. Fólkið er til. f landinu eru líka til stór- virkar vinnuvélar, sem nú Iiggja ónotaðar. Þær þiu-fa verk efni, annars eru þær ómagar, þvi að í þeim liggur bundið stór fé. íslendingar eru fjármagns- lítil þjóð og því hafa þeir orðið að gera allar meiriháttar fram kvæmdir í landi sínu fyrir út- lent lánsfé. Þetta hefur yfiríeitt vel heppmzt og tekizt hefur að standa í skilum við lánar- drottna. Þegar lagt var hér í hina fyrstu stórframkvæmd, virkjun Sogsins á samstjórnar- tíma Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins árin 1934— 1938, þá var fengið útlent fé að láni. Þetta var fjárupphæð sem nam jafnmiklu og hálf út- gjaldaupphæð fjárlaga. Þetta virtist fáum vaxa í augum þá. Fátt mun líka betur hafa borg- að sig. Nú eru fjárlagaútgjöld áætl- uð 6 þús. milliónir króna. Það myndi sjálfsagt mörgum þykja í mikið ráðizt, ef fengið yrði að láni erlendis sem svaraði þeirri upphæð, til þess að leggja fyrir hana varanlega vegi. En þetta væri engin goð- gá og myndi fljótt svara rent- um og efla búskap þjóðarinn- ar í landinu. Halldór E. Sigurðsson ,alþm., sem hefur mikla yfirsýn um fjármál og framkvæmdir ríkls- ins, hefur látið svo ummælt, að það muni taka þjóðina 800 ár að leggja þær hraðbrautir, um 400 km., sem nú eru ráðgerð- ar, með sömu árlegum fjár- framlögum og nú eru veitt til þessara mála. Slíkar hokur- framkvæmdir er ekki hægt að una við. Hér þarf rösklegra úr- ræða við, annars fer lajdið í auðn. í engu eru íslendingar jafnmiklir eftirbátar annarn þjóða eins og i vegamátum. Þette er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt þegar tillit er tekið til smæðar þjóðarinnar annars vegar og hins vegar stærðar FYamhald á bls. 10 ÞRIÐJUDAGSGREININ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.