Tíminn - 02.04.1968, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.04.1968, Blaðsíða 2
2 ------------------------- TIMINN ÞRIÐJUDAGUR 2. apríl 1968. Tugir ungmenna koma fram á fjölbreyttri skemmtun Unga kyn- slóðín '68 Á miðvikudags og föstu- dagskvöld efua Karnabær og Vikan til skemmtunar fyrir ungt fólk í Austurbæjarbíói. Meginaðriðið á ^agskránni er fegurðarsamkeppni, nokkuð sérstæð í sniðum, því að dóm- endur, sem eru 6 valinkunm- ar persónar leggja ýmislegt fleira á metaskálarnar heldur en snoppufegurð, og góðan vöxt, þeir leggja einnig til grundvallar andlegt atgervi stúlknanna, persónuleika þeirra, hæfileika, menntun og hváð eina, sem kemur að mestu haldi, þegar út í lífs- ins ólgusjó er komið, en þátt- takendur eru á aldrinum 15 —17 ára. < Fyrsta keppnin þessarar teg undar var haldin hér á landi s.l. ár og þóttist takast með afbrigðum vel, en víða erlend- is hefur svona táningafegurð- arsamkeppni verið haldin um nokkurt árabil. Emmig hefur verið stofnað til alheims- keppni táninga, og svo kann að fara, að su stúlka, sem hlut- skörpust verður í þessari keppni okkar, öðlist iþátttöku í slíkri alheimskeppni nœsta sumar. Að öðru leyti hlýtur hún að lauinum skólavist í Englandi í sumar. Sú, sem verður númer 2 1 röðinni hlýt- ur piötuspilara að launum, og ®ú þriðja fær guiliúr, en allar stúlkurnar, sem eru 6 talsins fá tízkufatnað frá Karnabæ. Forráðamenn fegurðar samkeppninnar seg.ja, að til- gangurinn með henni sé fyrst og fremst sá að velja verðug- an fulltrúa hinnar' ungu kyn- slóðar, sem við vitum öll að hefur orðið fyrir talsverðu hnútukasti. Þessi fulltrúi á að vera búinn flestum þeim dyggðum sem æskuna mega prýða, sannkölluð fyrinmyndar stúlka í flestu tilliti. Svo sem fyrr segir, er það dómnefnd, sem hefur algert úx skurðarvald þessari keppni, en áhorfemdur fá að sjá og sannfærast, þvi að stúlkurnar 6 verða látnar leika ýmsar list- ir á svið nu. Hver þeiira fær verkefni við sitt hæfi, söng, dans, upplestur, og ýmislegt fleira, og þessi verkefni verða þær að geta inmt skammlaust af hendi. Einnig verða stúlkurnar látnar svara ýmsum fyrirspurn um dómnefndarinnar þarna á sviðinu, algjörlega óundirbúið, og þá er um að gera að kunna að koma fyrir sig orði. Ekki er að efa, að keppnin verður bráðskemmtileg í þessu formi, en ýmislegt fleira verður á döf iinni heldur en þetta eitt. Skemmtiatriðin verða mjög fjöltoreytt og er það ungt fólk einvörðungu, sem um þau sér. Óðmenn, þeir koma fram á skemmtuninni. Þrjár pop-hljómsveitir ’ leika nýjustu dæguriögin, og hér haf’a áhorfendur úrskurðarvald þvi að þeim er gert að gera upp á milli hljómsveitanna og velja Hljómsveit ungu kynsióð arinnar 19@8. Þær hljómsveitir sem hér er um að ræða, eru Hljómar — Óðmenn og Fliow ers,«em allar njóta piikiUa vin- sælda fyrir lagaflutning sinn. Þá heyrum við í tveimur uipp rennandi umgum söngkonum, þeim Maríu Baldursdóttir og Sigrúnu Harðardóttur, og ungt fólk úr Réttai'holtsskóla syng- ur þjóðlög. Og segja má, að hér verðir leiknar allar tegund ir hljómlistar, því eitthvað fá- um við að heyra af klassískri músik líka. Þá verður tízkusýning, og einnig sér ungur hárgreiðslu- nemi um hárgreiðslusýningu, og telst það nýlunda á svona skemmtunum. Fullyrða má, að allt þetta unga fólk, sem fram kemur, sé vandlega valið úr glæsilegum hóp æskufólks hér á landi, og verður þvi vonandi þess vegna engin skotaskuld úr, að gera skemmtunina sem bezt úr garði og leitast jafn- framt við að reka hið leiðin- lega slyðruorð af æsku lands- ins. Skemmtanirnar verða 3. og 5. apríl kl. 11,.16 e.h., sjá nán- ar í auglýsingum. Ragnheiður Pétursdóttir Rvík, 16 ára Guðrún Birgisdóttir Rvík, 16 ára Edna Njálsdóttir Rvík 15 ára Soffía Wedholm Eskifirði 17 ára Henný Hermannsdóttir Rvík, 16 ára

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.