Alþýðublaðið - 22.12.1989, Page 1
Viðbrögð
yið
innrás í
Panama
Alþýöublaöið kannaöi hui>
talsmanna þingflokkanna viö
innrás Bandaríkjanna í Pan-
ama. Fram kemur aö enginn
flokkur hérlendur er tilbúinn
aö verja árásina, en menn eru ■
misviljugir til aö fordæma
hana án tafar.
Sjá bls. 3
Reykjavíkurborg:
Fyrstu kaup-
leiguíbúðirn-
ar keyptar
Á fundi borgarráðs
Reykjavíkur í vikunni var
tekin ákvörðun um kaup á
fyrstu kaupleiguíbúðum
sem borgin festir kaup á.
Borgin kaupir 10 kaup-
leiguíbúðir í húsinu við
Klapparstíg 1 A sem bygg-
ingarfyrirtækið Steintak
reisir um þessar mundir.
í samtali við Alþýðublaöið í
gær lýsti Bjarni P. Magnús-
son, borgarstjórnarfulltrúi
Alþýðuflokksins, yfir mikilli
ánægju með þessa ákvörðun
borgarráðs. „Þetta er von-
andi þaö sem koma skal,"
segir Bjarni, en það var
minnihluti borgarstjórnar
sem kom fyrst fram með til-
lögur um að borgin keypti
kaupleiguíbúðir fyrir þremur
Deilt um ummœli bandaríska sendiherrans:
Forsætisráðherra vill
veita honum tiltal
Ekki ástœöa til aögeröa, segir Jón Sigurösson starfandi
utanríkisráöherra
„Ég mun ræða þetta
við utanríkisráðherra
strax og hann kemur
heim og ég tel sjálfsagt
að kalla á sendiherrann
og benda honum á að
þarna hafi hann gengið
of langt," sagði Stein-
grímur Hermannsson
forsætisráðherra á Al-
þingi í gær. Hjörleifur
Guttormsson hafði beðið
um utandagskrárum-
ræðu um afskipti banda-
ríska sendiráðsins af ís-
lenskum innanríkismál-
um.
Tilefnið var viðtal við
Charles Cobb sendiherra
Bandaríkjanna á islandi i
Morgunblaðinu sl. sunnu-
dag þar sem hann segir
m.a. að hann telji mikil-
vægt að hér verði ■ tekin
ákvörðun um byggingu nýs
alþjóðlegs flugvallar. Kins
kemur fram í viðtalinu við
sendiherrann áhugi hans á
því að greiöa fyrir þvi aö
hér rísi álver.
Þaö kom fram í máli Jóns
Sigurðssonar iðnaðar- og
viöskiptaráðherra og starf-
andi utanrikisráðherra að
hann sæi ekki ástæðu til
grípa til neinna aðgerða
vegna viðtalsins viö sendi-
herrann. Ekki voru ráð-
herrarnir Ólafur Ragnar
Grímsson og Steingrímur
sammála Jóni Sigurðssyni
og átöldu sendiherrann fyr-
ir afskipti af íslenskum inn-
anríkismálum.
Þorsteinn Pálsson sagðist
taka undir sjónarmið Jóns
Sigurðssonar en kvað yfir-
lýsingu forsætisráðherra
marklausa eða marklitla ef
henni fylgja ekki einhver
frekari viðbrögð. Júlíus Sól-
nes hagstofuráðherra sagði
óþarflega mikið veður gert
út af umræddu viðtali og
sagðist ekki telja að sendi-
herrann hefði verið að
blanda sér í íslensk innan-
ríkismál.
Fjárlög nœsta árs:
Tekjur ríkisins auknnar
um rúmlega 1,1 milljarð
Hœkkun á útgjöldum viö aöra umrœöu fjárlaga mœtt meö auknum tekjum íþeirri
í tillögum fjárveitinga-
nefndar fyrir 3. umræðu
um fjárlög næsta árs er
gert ráð fyrir því að tekju-
áætlun ríkissjóðs hækki
um rúmlega 1,1 milljarð
króna frá því sem áður
hafði verið áætlað. Ráð-
gert er að beinir skattar
hækki um tæplega 1,2
milljarða en tekjur vegna
óbeinna skatta lækki um
tæplega 700 milljónir kr.
Við aðra umræðu fjárlaga-
frumvarpsins hækkuðu
gjaldaliðir frumvarpsins um
1.180 milljónir kr. Til að
mæta þeirri útgjaldahækkun
Jón Baldvin Hannibalsson heimsótti A-Berlín:
Mikil bjartsýni er ríkjandi
hjó A-þýskum jafnaðarmönnum
Jafnaöarmannaflokkar V- og A-Pýska-
lands stofna meö sér landssamband.
hafa tekjuliðir frumvarpsins
verið hækkaðir nokkurn veg-
inn um sambærilega upp-
hæð. Hallinn á fjárlögunum
fyrir næsta ár er ráðgerður
um það bil 3,7 milljarða eða
svipaður og lagt var upp með
við upphaf þings.
Sighvatur Björgvinsson,
formaður fjárveitinganefnd-
ar, sagði hækkun annarra
tekna skýrast fyrst og fremst
af eftirfarandi: Reiknað væri
með hækkun tekna vegna af-
gjalda ríkisjarða um 90 millj-
ónir kr., vegna starfsemi Frí-
hafnarinnar á Keflavíkurflug-
velli um 80 milljónir kr.,
vegna skila Pósts og síma um
150 milljónir kr. og vegna
skila á arði af sameignum rík-
isins um 350 milljónir kr. en
þar er t.d. að nefna fyrirtæki
eins og Járnblendiverksmiðj-
una á Grundartanga og
Landsvirkjun ásamt fleiri fyr-
irtækjum sem ríkið á í sam-
eign með öðrum. Þá er reikn-
að með að hluti af hagnaði
Seðlabanka íslands hækki
um 50 milljónir kr. og síðar
hækki ýmsar tekjur um 40
milljónir kr.
Pálmi Jónsson gagnrýndi
margt í tillögum meirihluta
fjárveitinganefndar. Hann
sagði fjárlögin með alvarleg-
um halla upp á 3,7 milljarða
þriöju
og auk þess mætti ætla að fal-
in halli sé til viðbótar allt að 3
milljarðar kr. Þá gagnrýndi
hann þenslu í ríkiskerfinu og
ýmsa tekjuöflunarliði svo
sem hækkun afgjalds af ríkis-
jörðum.
Málmfríður Sigurðardóttir
gagnrýndi niðurskurð til ým-
issa mála og hækkun á ýms-
um tekjuliðum eins og aukn-
um framlögum Pósts og síma
til ríkissjóðs.
Þegar þetta er ritað standa
umræður um fjárlögin enn
yfir í sölum Alþingis en búist
var við að fjárlög yrðu af-
greidd seint í gærkveldi eða
nótt.
Jón Baldvin Hannibals-
son utanríkisráðherra
heimsótti vestur og austur
Berlín og átti vidræður við
leiðtoga þýskra lýðræðis-
jafnaðarmanna beggja
vegna landamæranna.
Fram kom í viðræðum
þessum að Jafnaðar-
mannaflokkar þessara
ríkja ætla að stofna lands-
samband sem nær yfir
bæði ríkin og hafa með sér
náið samstarf.
Að sögn Ásgeirs Þórs Árna-
sonar námsmanns og frétta-
ritara, sem var í för með Jóni,
var ráðherranum sérlega vel
tekið á þingi V-þýskra jafnað-
armanna og ræddi hann við
helstu leiðtoga þeirra,
Brandt, Vogel og Lafontaine.
Síðdegis heimsótti Jón
A-Berlín og átti fund með
leiðtogum lýðræðisjafnaðar-
manna þar, þeim Martin Gut-
zeit og Thomas Kriiger í
Frönsku kirkjunni svo köll-
uðu. Ræddu þeir um þróun
mála í A-Þýskalandi og Á-Evr-
ópu almennt og hvaða hlut-
verki lýðræðisjafnaðarmenn
myndu gegna í stjórnmálum
landsins. Þeir Gutzeit og
Krúger voru mjög bjartsýnir
á framhaldið. 1 skoðanakönn-
un sem Spiegel hefur látið
gera nýlega kom í Ijós að lýð-
ræðisjafnaðarmannaflokkur-
inn er nú næst stærstur
flokka í landinu með 8%, en
aðeins um helmingur að-
spurðra tók afstöðu. Reikna
þeir með þvi að hljóta um
20% fylgi i kosningunum sem
halda á i maí.
Kommúnistaflokkurinn
mældist með 12% í könnun-
inni, Nýr vettvangur með
5%, Frjálsir demókratar með
5%, Kristilegir demórkratar
með 4%, Bændaflokkurinn
með 3% og Græningjar með
2% en aðrir minna.
Flokkur lýðræðisjafnaðar-
manna í A-Þýskalandi heldur
flokksþing um mánaðamót
janúar og febrúar og var
greinilegt á leiðtogunum að
það gætir mikillar bjartsýni
um þróun mála hjá flokknum
og þjóðinni.
Snemmborín áramótabrenna i Garðabæ
í gær var kveikt í bálkesti miklum í Garðabæ og varð af töluvert eldhaf. Sömuleiðis var kveikt
i sinu á sama staö og stafaði nærliggjandi húsi nokkur hætta af. Samkvæmt upplýsingum
Slökkviliös Hafnarfjarðar gekk greiðlega að ráða niðurlögum eldsins en hann breiddist út
meö ógnarhraða enda jörð þurr og talsverður vindur. Engar skemmdir urðu af völdum elds-
ins en hins vegar var bálkösturinn látinn loga þartil yfir lauk. Það verður þvi engin áramóta-
brenna eins og til stóð á þessum stað.