Alþýðublaðið - 28.12.1989, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.12.1989, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 28. des. 1989 AMUBMBIB Ármúli 36 Sími 681866 Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson Setning og umbrot: Leturval, Ármúla 36 Prentun: Blaðaprent hf. Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 75 kr. eintakið. RÚMENÍA Á KROSSGÖTUM Fréttir af blóðugri borgarastyrjöld í Rúmeníu hafa borist okkur á jólum. Ljóst er nú aö þjóðfrelsishreyfingin og herinn hafa stjórn landsins undír höndum. Nýr forseti hefur veriö settur í embætti, lon lliescu, fyrrum ritari miöstjórnar kommúnistaflokksins. Ekki er þar meö sagt aö ró og friður hafi færst yfir landsstjórnina. Hörö valdabarátta er í uppsiglingu og mikil óánægja kraumar undir niöri meö þaö aö kommúnistar hafi náö undirtökunum í bráöa- birgðarstjórn þjóöfrelsishreyfingarinnar, þrátt fyrir yfirlýsingu nýs varaforseta aö kommúnisminn sé endanlega liöinn undir lok í Rúmeníu. Frjálsum kosningum hefur verið lofað í aprílmánuöi á næsta ári og hin nýja bráðabirgðarstjórn hefur lagt megin- áherslu á aö efnahagur landsins veröi réttur viö áöur en kosning- arnar fara fram. Ljóst er að margir lýöræöislegir stjórnmálaflokk- ar munu bjóöa fram í kosningunum og ef lýðræðisþróunin fær aö halda óheft áfram, viröist útlit fyrir aö orð varaforsetans rætist og aö valdasaga kommúnista í Rúmeníu sé öll. Haröstjórinn og einvaldurinn Nicholae Ceausescu og eiginkona hans Elena hafa veriö tekin af lífi. Rau voru líflátin eftir lokuð skyndiréttarhöld. Þjóöfrelsishreyfingin hefur gefið þær ástæöur fyrir aftökunni, aö öryggislögreglan hafi haft í huga aö ráöast á bækistöðvar þær sem Ceausescu-hjónin voru geymd í því skyni aö leysa einvaldinn fyrrverandi úr haldi. Þess vegna heföi verið nauösynlegt aö taka hjónin af lífi. Einnig er sú ástæöa gefin upp aö aftakan hafi dregiö úr baráttuþreki öryggislögreglunnar sem hefur veriö Ceausescu trú og öarist af mikilli heift gegn hernum og þjóðfrelsishreyfingunni enda vel vopnum og vistum búin. IM icholae Ceausescu stjórnaöi landi og þjóö af mikilli hörku og í blindri sjálfsdýrkun á þriðja áratug. Einræöiskerfiö sem kom honum til valda, geröi honum einnig kleift aö stunda takmarka- laust arörán á þjóö sinni, hefja sjálfan sig til skýjanna sem guðlegt vald og færa ættingjum sínum æöstu valdastöður þjóðarinnar. Allt var þetta gert í nafni sósíalisma. Meðan þjóöin svalt og dó úr vosbúö og skorti á lyfjum og læknishjálp, velti Ceausescu og fjölskylda hans sér upp úr vellystingum. Ceausescu er hryggilegt dæmi um valdamann sem missir stjórn á valdafíkn sinni og sjónir af siðferði sínu sem umboösmanns þjóöar sinnar. Kerfiö; hinn stalíníski kommúnismi geröi honum kleift aö krýna sjálfan sig sem einvald í einu af lénsríkjum Kremlar. Með falli stalínismans og fæöingu umbótarstefnu Gorbatsjovs, var hins vegarfótunum kippt undan Ceausescu. Þaö var aöeins spurning um tíma hve- nær hinum einangraða og firrta einvaldi yröi steypt úr valdastóli. Tvennt geröi þaö aö verkum aö lýðræðisþróunin fór ekki jafn friö- samlega fram í Rúmeníu eins og öörum ríkjum Austur-Evrópu. í fyrsta lagi var kúgunin, neyö almennings og ógnarstjórnin slík, aö hatrið logaöi heitar í hugum Rúmena en víöa annars staöar í kommúnistalöndunum. í ööru lagi beittu valdhafarnir í Rúmeníu vopnum á óvarinn fólksfjöldann og efndu til blóðbaðs sem aö- eins var svarað á einn hátt. Eftir aö herinn gekk í lið meö þjóö- frelsishreyfingunni höföu uppþotin tekiö á sig nýja mynd; nú ríkti borgarastyrjöld í landinu. Borgarastyrjöldinni hlaut aö Ijúka á einn veg. Öryggislögreglan haföi ekki, frekar en Ceausescu, tryggingu hjá Sovétmönnum um hernaöaraöstoö. Þess vegna unnu lýðræðisöflin sigur. Á sama tíma og lýðræðisþjóðir fagna sigri þjóðfrelsishreyfingarinnar og falli Ceausescus, hljóta menn aö spyrja sig þeirrar siöferöilegu spurningar, hvort rétt hafi verið aö lífláta Ceausescu-hjónin eftir yfirborösleg skyndiréttarhöld. Erfitt er aö finna pólitískt svar viö þessari spurningu annaö en aö hér hafi farið fram aftaka sem byggðist á herkænsku og tímaþrýstingi. Hiö siöfræöilega og heimspekilega svar hlýtur hins vegar að vera neikvætt. Hversu skelfilegir ógnvaldar sem Ceausescu-hjónin hafa veriö, áttu þau rétt á löglegum réttarhöldum. Aftaka hjónanna hlýtur aö vera túlkuð sem lokaþáttur kommúnískrar haröstjórnar; ólýð- ræðislegur gjörningur og mistök í firringu, tilfiViningahita og upp- lausn borgarastyrjaldar. ÖNNIIR SJÓNARMIÐ hækkaö mjög. Þessar tillögur hafa fengiö mjög góöar undirtektir leik- ara og annarra sem við Þjóðleikhús- iö starfa. Einn leikari og leikstjóri sem lengi hefur starfað í Þjóðleikhúsinu, er þó á öndveröri skoðun. Þaö er Kle- menz Jónsson. Hann birtir grein í DV í gær, þar sem hann talar um fyr- irhugaðar breytingar sem ..skemmdarverk” og að menn eigi aö láta Þjóðleikhúsið í friði. Klemenz segir meðal annars í grein sinni: „Sannleikurinn er sá að áhorf- endasalur Þjóðleikhússins stendur vel fyrir sínu og mun gera það um ókomin ár. Það er algjör óþarfi að fara að hrófla svo við honum að úr verði ein- hver óskapnaður. Salurinn er stílhreinn og glæsilegur og ber vitni um listrænt handbragð meistara síns. En hann þarfnast þess að honum sé haldið við, eins og reyndar öllu húsinu, bæði að utan og innan. Þær breytingar, sem ég hef áður greint frá, væru efalaust til bóta. Að lokum þetta: Þjóðleikhúsið er eign allrar þjóðarinnar og á því má ekki vinna nein skemmd- arverk. Það eru skattgreiðendur þessa lands sem greiða allan kostnaðinn. Ég vænti þess því fastlega að Húsfriðunarnefnd og húsameistari ríkisins íhugi mál sitt gaumgæfilega áður en fram- kvæmdir hefjast um endurbæt- ur og viðhald á Þjóðleikhúsinu.“ Það skyldi þó aldrei vera að lista- menn Þjóðleikhússins séu ekki á eitt sáttir við að hrófla við sal hússins? Víst er alla vega að ráðamenn þjóð- arinnar klóra sér i hausnum yfir hin- um kostnaðarsömu breytingum og velta fyrir sér hvar eigi að fá fjárveit- ingu til þeirra. DAGATAL Jólasögur Jæja, þá eru jólin hálfnuð. Eða þannig. Ég hef legiö á ýstrunni eins og flestir landsmenn, troðiö í mig steik, hangikjöti og konfekti og horft á biskupinn, Oliver Twist, Hamlet, síðasta keisarann í Kína og aðra heiöursmenn á skjánum. Þetta hafa verið vellukkuð jól. Þangaö til að fjölmiðlarnir fóru að segja jólasögur. Jólasögur fréttanna hafa veriö nokkuö óvenjulegar. Meöan viö saklausir Islendingar vorum aö plokka kjöttæjurnar úr tönnunum og ropa appelsínmaltinu hæversk- lega, barst okkursá jólaboðskapur að Ameríkanar hefðu ráðist inn í Panama. Þar voru þeir í einhverj- um villta vestra leik að eltast viö bófann og bandítann Noriega, sem þeir eitt sinn komu trl valda en vildu nú draga organdi fyrir bandarískan dómstól fyrir dóp- sölu og annað svínarí. Eg er nú satt að segja svo mikill bjálfi aö ég fatta ekki alveg svona alþjóðapólitík. Ég hélt að það væri bara jólasveinninn sem hefði leyfi til að fljúga óáreittur inn í önnur þjóðríki og gefa gjafir. En Amerík- anar mega þetta greinilega líka. Og þeir geta greinilega dæmt menn í öðrum þjóðríkjum og fariö síðan og náð í þá með hervaldi, þótt það kosti eina litla jólainnrás. Noriega sem er þjálfaður af CIA og alinn upp af Ameríkönum, kann hins vegar öll þeirra trikk, og stakk alla bandaríska dáta af. Am- úr vestri og austri erísku jólasveinarnir höfðu aldrei hendur á hári hans. Og svo fréttist að hinn siðspillti og dópaði hers- höfðingi hefði flúið á náðir sendi- ráðs Páfagarðs og eyddi þar jólun- um í litlu herbergi við bænagjörð- ir og kertalog eins og sannkaþ- ólskur maöur. Þannig fékk þessi jólasaga farsælan og kristinn endi. Eftir jól fer hins vegar Noriega aö öllu óbreyttu til Kúbu og þá hefst eflaust önnur saga og varla í anda jólanna eins og Hátíðarkant- ata Kananna í Panama. Onnur jólasaga barst okkur gegnum fréttasendingarnar. Að þessu sinni kom jólasagan úr austri og alla leið frá Rúmeníu. Þar hefur ráðið ríkjum ógnvaldur hinn mesti, Ceausescu að nafni. Þegar hann ætlaði að flytja þjóð sinni jólaboðskap sinn, fór eitthvað úr- skeiðis. Einvaldurinn var varla byrjaðaur að segja fólkinu í land- inu að nú yrði enn minna að borða og húshitunartiminn styttur um helming eða svo á dag, fyrr en mikill kurr kom í mannskapinn og klappliðið í fremstu röðum var yf- irbugað með kröftugum andmæl- um. Þá var sjónvarpssendingin rofin. Rofnar fréttasendingar er mjög hefðbundinn endir á austur-evr- ópskum jólasögum. En þetta var nú ekki aldeilis endirinn. Eftir að Rússar fóru að stunda ríkisfyrir- skipaða glasnost-stefnu, er ekkert eins og áður var fyrir austan. Sov- éska sjónvarpiö hélt nefnilega áfram að senda út atburöina í Rúmeníu. Og þær sögur voru nú alls ekki jólalegar. Borgarastyrjöld í landinu, her- inn genginn í lið með uppreisnar- mönnum og öryggislögregla ríkis- ins í blóðugum átökum viö þá fyrr- nefndu. Einvaldurinn hins vegar stunginn af, en fundinn á nýjan leik. Svo kom lokapunkturinn í hina dramatísku jólasögu frá Rúmeníu; Ceausescu og frú tekin af lífi eftir stutt réttarhöld hersins. Þegar hér var komið sögu voru fréttirnar hættar að vera jólasögur en minntu meira á Drakúla-frásagnir sem einnig eru ættaðar frá Rúm- eníu. Eg er nú eiginlega feginn að jólin eru komin í eins konar hálfleik og jólasögum fjölmiðla farið að fækka. Við eigum bara eftir að skjóta á loft nokkrum milljörðum króna í rakettum á gamlárskvöld og síðan tekur íslenskur veruleiki við; efnahagskreppa, kvótaþras, loðnuleit og vaxtablús. En má ég heldur biðja um farsælt öngþveiti á Fróni en jólasögur utan úr heimi. Einn með kaffinu Spurning: Hvernig þekkir mað- ur gáfumann frá Hafnarfirði? Svar: Hann les í hljóði án þess að hreyfa varirnar. STOFNAÐ 1913 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1 ýmdarikiamenn beita 22.000 hermönnum: k*:.*»* Íjórnarbyltmg í Panamaj Á Noriega kemst í felurr ÞAÐ eru einkum tveir atburðir út í hinum stóra heimi sem vakið hafa athygli yfir hátíðirnar. Annars vegar fall ko.mmúnista í Rúmeníu og hin blóöuga borgarastyrjöld sem þar hefur geisað og aftaka Ceaus- escu-hjónanna. Hins vegar hefur innrás Bandaríkjamanna í Panama verið mjög i fréttum. Það sem hefur ennfremur vakið athygli íslenskra blaðalesenda er túlkun Morgunblaðsins á innrás Bandaríkjamanna. Blaðiö birti frétt um innrásina fimmtudaginn 21. des- ember sl. — daginn eftir hernaöarí- hlutunina — meö eftirfarandi fyrir- sögn,« þvert yfir forsiðuna: „ST.IÚRNARBYLTING í PANAMA." Það hlýtur að vekja mikla furðu, aö stærsta dagblað þjóöarinnar sem stærir sig af um 50 þúsund eintaka sölu daglega, skuli gera sig uppvíst að jafn grófri fréttafölsun. Aö sjálf- sögðu var hér um aö ræða hernað- aríhlutun Bnadaríkjamanna, innrás með vopnuöu herliði, gerð i því skyni að steypa Noriega hershöfð- ingja af valdastóli (og reyndar aö draga hann fyrir dómstól í Banda- ríkjunum!). Hugtakiö „stjórnarbylting" þýöir aö ríkjandi æöstu stjórn landsins er bylt af innlendum öflum, oftast meö vopnaöri byltingu. Þegar erlent riki ræöst til innrásar i annað. fullvalda riki og byltir stjórninni er hins vegar talað um „vopnaða innrás," „hern- aöaríhlutun," eöa „hernám; Þaö skal tekiö fram að frétt Morg- unblaðsins er að öllu öðru leyti rétt og hlutlaust skrifuð. Eyrirsagnir inni i blaðinu þar sem nánar er fjallaö um innrásina eru einnig réttar. Þar er reyndar talað um „hernaðaríhlut- un Bandaríkjamanna" í fyrirsögn. Það viröist því sem þaö hafi veriö pólitísk ákvöröun að falsa aðalfyrir- sögn biaðsins á forsiðu. Nema aö til hafi komið hreinn aulaháttur blaða- manna og fréttastjóra á vaktinni. Það verður hins vegar aö teljast ósennileg skýring. Var fyrirsögninni þá „hagrætt" til aö lesendur að stærsta blaði þjóðarinnar fengju á tilfinninguna aö Panamabúar hefðu gert uppreisn? Var Morgunblaðiö í einhverri misheppnaðri og sjálfskip- aðri vörn fyrir Bandaríkjamenn? Vera má að slík fréttafölsun hefði gengið fyrir nokkrum áratugum, en á tímum mikillar fjölmiðlunar þar sem sjónvarpsfréttir vega þyngst, sérstaklega í erlendum fréttum, er það mjög misráðið að beita slíkum brögðum og hlýtur einungis að vekja furðu upplýstra lesenda. Menn vita einfaldlega betur. EKKI eru allir sammála um að breyta beri áhorfendasal Þjóðleik- hússins. Byggingarnefnd Þjóðleik- hússins sem sérstaklega var skipuö til að annast endurbætur á Þjóðleik- húsinu, hefur nýverið lagt fram rót- tækar breytingar á áhorfendasaln- um, þar sem m.a. er gert ráð fyrir að svölunum tveimur verði fækkað í einar svalir og að gólf salarins verði

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.