Alþýðublaðið - 28.12.1989, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 28.12.1989, Blaðsíða 1
Norrœni menn- ingarsjóöurinn: Þrír styrkir til íslands Meðal þeirra sem fengu úthlutad úr Norræna menningarsjóðnum, en út- hlutunin var kunngerð nú skömmu fyrir jól, eru Sin- fóníuhljómsveit Islands, sem fær 150.000 danskar krónur, eða tæpar 1.4 milljónir íslenskra króna, til tónleikaferðar um Norðurlönd. Jazzvakning fær rúmar 800.000 ís- lenskar krónur krónur til að standa fyrir norrænum útvarpsjassdögum og íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur fær um 460.000 krónur til að halda ráðstefnu fyrir fólk á Norðurlöndum sem starfar með unglingum. Norræni menningarsjóður- inn hefur til úthlutunar rúm- ar 4 milljónir danskra króna eða sem samsvarar tæplega 37 milljónum íslenskra króna. Hæsti styrkurinn að þessu sinni var að upphæð 400.000 danskar krónur, eða um 3.7 milljónir íslenskra króna, og fór hann til Pomp- idou safnsins í París en safnið ráðgerir að nota féð til að kynna norræna kvikmynda- sögu, halda sýningu og gefa út bók í tengslum við efnið. Rúmenía: Ceausescu- hjónin tekin af liii Ingólfur Margeirsson ritstjóri fjallar um fall Ceausescus í fréttaskýringu í Alþýðublaö- inu í dag. Ennfremur eru at- burðirnir í Rúmeníu um há- tíðarnar til umfjöllunar í ieið- ara Alþýöblaðsins í dag. Sjá bls. 2 og 5 Virðisaukinn hækk- ar suntar tryggingar Kostnaöur tryggingafélaganna eykst í allmörgum tiluik- um. Tjónakostnadur vegna húseigendatryggingar hœkk- ar um 11%. Sum tryggingaiðgjöld munu hækka vegna til- komu virðisaukaskatts- ins um áramót. Skattur- inn leggst á ýmsan kostnað tryggingafélag- anna sem áður var und- anþeginn söluskatti og hefur þannig óbein áhrif til hækkunar. Þyngst koma þessar breytingar niður á húseigenda- tryggingum, en talið er að tjónakostnaður félag- anna vegna þeirra muni hækka um allt að 11%. Fram aö þessu hefur kast- Ijósi fjölmiöla einkum verið beint að niðurfell- ingu skatts af bílatrygg- ingaiðgjöldum. Þessi iö- gjöld ásamt iðgjöldum ým- issa annarra trygginga munu vissulega lækka sem núgildandi söluskatti nem- ur, að frádregnum árviss- um verðbólguhækkunum. 'I'ryggingafélögin eru í sjálfu sér ekki undanþegin virðisaukaskatti og hann hefur því áhrif á ýmsa kostnaðarliöi í starfsemi þeirra. Viðgerðarkostnaöur vegna tjóna, mun t.d. bera virðisaukaskatt. Petta gild- ir m.a. um ýmsan kostnaö sem fram aö þessu hefur verið undanþeginn sölu- skatti, svo sem vinna viö hús og húsbyggingar á byggingarstað. Á slíka vinnu leggst nú virðisauka- skattur, nema í þeim tilvik- um sem viðgeröin eða end- urbæturnar fara yfir 7% af heildarverðmæti eignar- innar. Aö sögn Sigmars Ár- mannssonar hjá Sambandi íslenskra tryggingafélaga eru tryggingafélögin þessa dagana að reikna þessi áhrif, en útkoman getur verið talsvert misjöfn eftir félögum. Sigmar sagði enn- fremur að reikna mætti með aö viröisaukaskattur- inn hækkaði almennan rekstrarkostnað félaganna um 1%. Svo dæmi væru tekin um hækkun tjóna- kostnaðar, nefndi Sigmar að tjónakostnaður trygg- ingafélaganna vegna heim- ilistrygginga gæti hækkað um 4% og vegna húseig- endatrygginga um allt aö 11%. Af hálfu tryggingafélag- anna hefur enn ekkert ver- ið ákveöiö um það á hvern hátt þessi kostnaöarauki birtist í hækkuðum iðgjöld- um en Sigmar Ármannsson kvaðst þó telja nokkuö Ijóst að þar hlyti hann að sjást að lokum. Snjódekkin loksins undir! Fyrsti almennilegi snjórinn i Reykjavik sá dagsins Ijós i gær og eins og viö var aö búast yfir- fylltist allt á dekkjaverkstæöum höfuöborgarsvæöisins. Eins og oft áöur er skýringin ein- föld: Æðimargir biöa fram á siöustu stund og fram yfir hana —■ kannski i von um að snjórinn láti ekki sjá sig þennan veturinn— A-mynd/E.ÓI. Umfangsmikill samningur um orlofsferöir í buröarliönum: Til Hafnar fyrir rúmar 16.000 kr. Allar líkur virðast á því að umfangsmiklir samn- ingar takist milli laun- þegahreyfingarinnar, Samvinnuferða/ Lands- sýnar og Flugleiða um or- Iofsferðir á næstkomandi sumri. Samkvæmt heim- ildum Alþýðublaðsins hljóðar tilboðið til laun- þegahreyfingarinnar uppá 4.500 sæti til ýmissa áfangastaða í Evrópu. Samkvæmt heimildum AI- þýðublaðsins er verka- lýðshreyfingin mjög sátt við þau verð sem í boði eru, sem dæmi má nefna að í boði er fargjald til Kaupmannahafnar fyrir rúmar 16.000 krónurog til Lúxemborgar fyrir rúmar 17.000 krónur. Að auki er boðið upp á barnaafslátt, um 5.000 krónur af fullu verði. Engir samningar liggja enn fyrir eftir því sem næst verð- ur komist en talið er að ekki verði langt að bíða þess að þeir takist. Heimildamenn Alþýðublaðsins fullyrða að þau verð sem í boði eru séu afar hagstæð og að auki er hægt að komast víða um álf- una í þessum orlofsferðum. Þar hafa verið nefndir til stað- ir, auk þeirra sem þegar er getið, t.d. London og Salz- burg. Utanríkisráöherra um aftöku Ceausescu-hjóna: Öfullnægjandi réttarhald Island tekur ekki afstööu til bráöabirgöaríkisstjórnarinnar uegna grunduallarreglunnar um aö uiöurkenna ríki en ekki stjórnir. „Eg hef gert ráðstafanir til þess að afla upplýsinga um myndun þessarar stjórnar, samsetningu og fleira. Niðurstaða okkar á þessu stigi er að við höfum þá grundvallarreglu að við viðurkennum ríki en ekki ríkisstjórnir og teljum því ékki ástæðu til að lýsa yfir sérstakri viðurkenningu á ríkisstjórn sem reyndar er í eðli sínu bráðabirgðarík- isstjórn. Málið verður reif- að og rætt í ríkisstjórn- inni, en ég geri ekki ráð fyrir að við víkjum frá grundvallarregiunni,“ sagði Jón Baldvin Hanni- balsson utanríkisráð- herra í samtali við Alþýðu- blaðið í gær um afstöðu Is- lands til nýrra valdhafa í Rúmeníu. ,,Við sem búum við réttar- ríki hefðum kosið að efnt hefði verið til opinberra rétt- arhalda þar sem að sakborn- ingur hefði ailan rétt á að bera hönd fyrir höfuð sér og standa fyrir máli sínu. í þessu tilviki var það ekki. Jafnvel stríðsglæpamönnum nasista gafst kostur á réttarhöldum. í landinu hefur ríkt borgar- styrjöld og bráðabirgða- stjórnin segir að hjónin hafi verið leidd fyrir herrétt, en auðvitað er þetta ófullnægj- andi réttarhald. Á hinn bóg- inn er á þaö að líta að þeir ótt- uðust að górillur leyniþjón- ustunnar reyndu að frelsa þau og við getum ekki lagt mat á það, en ef það hefði tek- ist er líklegt að blóðbaðið hefði haldið áfram. Þetta verður -að vega og meta" sagði Jón um réttarhöldin yf- ir og aftöku Ceausescu-hjón- anna. Það er ýmislegt á huldu með þessa bráðabirgðaríkis- stjórn, hversu mikils stuðn- ings hún nýtur og ef hún stenst sem bráðabirgðaríkis- stjórn er hlutverk hennar fyrst og fremst að standa fyrir kosningum sem eiga að verða í apríl og jafnvel þótt þær væru afstaðnar myndum við samkvæmt þessari reglu ekki lýsa yfir sérstakri viður- kenningu, en erum reiðubún- ir til samstarfs við stjórnvöld í Rúmeníu, segir Jón. „Það væri hræsni af minni hálfu ef ég ekki viðurkenndi ánægju með fall harðstjórans. Hins vegar harma ég að þessi breyting hafi ekki gerst eins og annars staðar í A-Evrópu. Blóðbaðið er búið að vera of- boðslegt og frelsi Rúmeníu því dýru verði keypt."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.