Alþýðublaðið - 28.12.1989, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 28.12.1989, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 28. des. 1989 5 FRÉTTASKÝRING Ceausescu var hatadur af öllum þjódarbrotum Rúmeníu. Hann liföi líkt og konungur í lénsveldi fornra tíma; byggöi hallir og þjóöarsöfn sér til dýröar, kom fjölskyldu sinni og œttingjum í œöstu valdastööur. Og á sama tíma og ,,konungsfjöl- skyldan“ Ceausescu velti sér um í vellystingum, svalt rúmenska þjóö- in og bjó viö sára fátœkt, vöru- skort og sjúkdóma. ÓgnvaldursemGuöalmáttugurÞanniglétuNicholaeCeausescuogeiginkona hans Elena mála sig sem guðlega yfirdrottnara yfir land og þjóð. OGNVALDUR DEYR Ógnvaldur Rúmeníu, Nicholae Ceausescu er allur. Einvald- urinn og eiginkona hans, Elena, voru tekin af lífi í Búkarest á jóladag eftir skyndiréttarhöld hersins og þjóðfrelsishreyf- ingarinnar. Nú er talið að um 60 þúsund manns hafi látið líf- ið í hinni grimmu og blóöugu borgarastyrjöld sem geisað hefur síðustu tvær vikurnar. En hverjar eru ástæðurnar fyrir hinni grimmilegu borg- arastyrjöld í Rúmeníu? Hvers vegna hélt ekki lýðræðið frið- samlega innreið þar eins og í öðrum þjóðríkjum Austur-Evr- ópu? Nicolae Ceausescu ríkti sem ein- valdur í Rúmeníu i 24 ár. Hann var vinsæll á tímabili, ekki síst á Vest- urlöndum, er hann neitaöi aö senda rúmenska herinn á vett- vang i innrás Varsjárbandalatjsins undir forystu Rauöa hersins i Tékkóslóvakiu 196H. Ceausescu sýndi yfirboöurum í Kreml meiri stífni og sjálfstæöi en aörar strengjabrúður kommúnistaflokk- anna í Austur-Evrópu og hlaut vel- vild Vesturlanda aö launum í nokkur ár. En fljótlega lauk þessum skyndi- vinsældum Ceausescus. Æ betur kom í ljós haröstjórn hans og gengdarlaus sjálfsánægja og valdahroki sem birtist í opinberri persónudýrkun sem er einstæð á 20. öldinni. Konungar í kommúnistaríki Ceausescu og eiginkona hans Elena, voru forystumenn þjóðar- innar, forseti og varaforseti rúm- ensku þjóöarinnar og leiötogar kommúnistaflokksins í Rúmeníu, eina leyfða stjórnmálaflokksins. Hér var i raun um að ræða ein- vald, eins konar konungsfjöl- skyldu í ríki kommúnismans. Og varla er heldur hægt að nefna ríki Ceausescus ríki kommúnisma, öllu heldur var ríki hans gamal- dags lénsveldi, þar sem hann var sjálfur konungurinn, Elena drottn- ingin, börnin prins og prinsessa og helstu ættingjar og venslafólk ráð- andi yfirstétt og valdafólk. Og líkt og i öllum konungsríkj- um fyrri tíma var stéttaskiptingin mikil. Meðan alþýðan svalt og lifði hörmungarlífi við kúgun og vöru- skort, velti konungsfjölskyldan sér um í vellystingum. Frægt er pelsa- og skartgripasafn Elenu Ce- ausescus og frúin sem var efna- fræðingur að mennt, hafði komið sér upp dýrindis efnafræðistofu í höllinni þar sem flest áhöldin voru úr skíragulli. Pjóðminjasafniö var eitt lof- gjöröarsafn til Ceausescu-fjöl- skyldunnar. Salur eftir sal var hlaðinn gjöfum frá erlendum rikj- um og ennfremur voru glæsileg salarkynni undirlögð af gjöfum ,,frá rúmensku þjóðinni" til Ceaus- escus. Byggði eigin hallir___________ meðan alþýðan svalt___________ Það sem vakti hve mesta reiði rúmönsku þjóðarinnar varðandi persónudýrkunina á Ceausescu, var að hún kostaöi alþýðuna geysi- legar fórnir. Efnahagurinn, likt og í öörum rikjum Austur-Evrópu var að mestu leyti í rjúkandi rústum og bruðl Ceausescu-fjölskyldunn- ar gerði aðeins vont verra. Ein- valdurinn lét rífa niður stóran hluta miðborgar Búkarest til að byggja tröllaukinn minnisvaröa um sjálfan sig: Ægistór höll i stal- ínískum embættisbyggingarstíl, oft nefndur ,,tertustíllinn,“ rís nú í miðborginni sem tákn yfir valda- vitfirringu og stórmennskubrjál- semi Ceausescu-ættarinnar. Á sama tíma svalt þjóðin og þjáðist af alls kyns sjúkdómum þar eð lyfjaskortur og læknisaöstoð var orðin geysilega tilfinnanleg. Matur var skammtaður. Mánaðar- skammtur matvöru er sem hér segir: 500 grömm af kjöti, 350 grömm af sykri og peli af matarol- íu. dagskammturinn af brauði hef- ur verið 160 grömm. Þetta er hið opinbera skömmtunarkerfi en mörgum hefur reynst erfitt að ná í þennan skammt. Biðraðirnar í matarbúðirnar eru óendanlegar og lunginn úr deginum fer í að standa í kyrrstæðum röðum. Efst í huga hvers Rúmena er leitin að mat. Heilbrigðismál í rústum Heilbrigðiskerfið er löngu hrun- iö. Skorturinn er algjör. Innflutt lyf eru vart fyrir hendi. 011 helstu nauðsynjalyf eru löngu uppurin. Eregnir berast af skuröaögeröum þar sem læknarnir veröa að skera upp án gúmmíhanska; þeir eru einfaldlega ekki til. Aörar sótt- varnir eru í lágmarki. Afleiöingin: Stórauknar sýkingar og uggvæn- leg útbreiðsla smitsjúkdóma. Berklar og sýflis eru algengir og útbreiddir sjúkdómar í Rúmeníu. Ungbarnadauðinn er óhugnan- lega algengur. Ellilífeyrisþegar hafa alls enga aöhlynningu eöa læknishjálp fengiö. Þeir eru algjör afgangsstærð; það er ekkert vit í að eyða dýrmætum og sjaldséðum lyfjum og læknishjálp i gamalt fólk sem ekki gat lengur þrælaö í léns- veldi Ceausescus. Stjórnað með kúgun og ótta Það má því vera öllum Ijóst aö þjóðfélag sem býr við jafn ómann- eskjulegar aðstæður, er á mörkun- um að gera uppreisn. Fólkiö haföi einfaldlega engu aö tapa. Þaö er reyndar furðulegt aö Ceausescu hafi tekist að halda þjóðinni kúg- aðri jafn lengi og raun ber vitni. Hver skyldi skýringin vera? Svar: Óttinn. Sterkasta vopn Ceauesescus hefur veriö óttinn. Hin öfluga leyni- og öryggislögregla, Securit- ate, hefur staðið þétt við hlið ógn- valdsins. Lögreglusveitirnar eru miklu fremur hersveitir en lög- regla, eru vel vopnum búnar, hafa yfir að ráða herþyrlum, skriðdrek- um og sjálfvirkum vopnum. Rúm- enía í tíð Ceausescus var undir stööugri smásjá öryggislögregl- unnar; net hennar var þéttriöiö og náði yfir allt landið. Það komst enginn upp með að setja sig á há- an hest gegn ógnvaldinum. Sem dæmi um hið mikla veldi öryggislögreglunnar má nefna gíf- urlegar neðanjarðarbyggingar sem franskir verkfræðingar hönn- uðu fyrir Ceausescu. Neöanjarðar- byggingarnar voru aðsetur og vopnabúr öryggislögreglunnar og ná sums staöar niður á 500 metra dýpi. Gangar ná viða upp i ýmis hús, meðal annars til einkahíbýla Ceausecus. Það eru einmitt neð- anjarðarbyrgin sem herinn og þjóðfrelsishreyfingin hafa reynt að kortleggja i því skyni að freista innrásar i þau og leggja helsta varnarsvæði öryggislögreglunnar undir sig. Sögusagnir hafa verið á kreiki aö rúmenskir andófsmenn í útlegð í Frakklandi hafi komist yfir teikningar af neðanjarðarbygg- ingunum sem hafa veriö i fórum franskra verkfræöinga og sent fé- lögum sínum í Rúmeníu. • Þjáðist af ofsóknarbrjálæði ,,Viö erum ekki hræddir við lenda í fangelsi í sjálfu sér, en við vitum að fangelsisvist þýðir oft það sama og dauði,” sagði ungverskur versl- unarmaöur sem flúði landið fyrir nokkrum árum í viðtali við banda- ríska blaðið Financial Times. Það er full ástæða til aö taka þessi orð alvarlega. Fyrrum yfirmaöur leyniþjónustu Ceausescus, lon Racepa að nafni, flúði til Vestur- landa fyrir nokkrum árum. Hann hefur skrifað bók um Rúmeníu Ceausescus. Þar segir hann m.a. frá því að sérstaklega erfiöir and- ófsmenn hafi verið geislaöir með sterkri geislavirkni og verða síöar veikir og deyja. Öryggissveitirnar gefa hins vegar þá skýringu að fangarnir hafi látist úr „eölegum veikindum." Þaö er ekki nema von aö Ceaus- escu hafi ekki alltaf verið svefn- samt um nætur. Hann haföi of mikiö á samviskunni til að geta hvilst eðlilega. Alla vega er það staðhæft i erlendum fjölmiðlum að Ceausescu hafi þjáðst af of- sóknarbrjálæöi. Hann á að hafa skipt um föt daglega og lét ávallt brenna fötin sem hann hafði veriö i þann daginn. Þetta byrjaði ein- valdurinn að gera eftir að Fidel Castro, byltingarforingi á Kúbu sagði Ceausescu eitt sinn aö CIA hefði reynt að drepa sig meö Jdví að strá eiturefni í skó sína. Ceaus escu á að hafa fyllst brjálaðri ofsa- hræðslu viö slíkar aftökutilraunir eftir fund þeirra Castros. Presturinn sem hóf byltinguna Aö lokum lét rúmönsk alþýöa ekki kúga sig lengur. í raun og veru var það aðeins spurning um tíma hve- nær borgarastyrjöldin brytist út. Eftir að Ijóst var að Sovétríkin höfðu sleppt höndinni af Aust- ur-Evrópu, fóru kommúnistaein- valdar að skjálfa á beinunum. Og þeir féllu hver um annan þveran um leið og almenningur reis upp og tók að ganga í fjöldagöngum á götunum. En vegna hinnar öflugu öryggis- og leynilögreglu Ceaus- escus og hve óútreiknanlegur og firrtur einvaldur Rúmeniu var orð- inn, var erfitt að hefja hefðbundn- ar fjöldagöngur i landinu gegn ógnvaldinum. Slíkt hefði kostað blóðbað. F.n nákvæmlega það gerðist. Kveikjan var presturinn Las/lo Tökes sem býr í bænum Timiso- ara. Hann kallaöi yfir sig reiði ör- yggislögreglunnar í sumar þegar ungverska sjónvarpið tók við hann viötal þar sem hann gagn- rýndi ógnarstjórn Ceausescus harölega og sagði hreinskilnislega frá lífinu í Rúmeníu. Tökes var settur í stofufangelsi og vörður settur yfir honum allan sólar- hringinn. Engu aö síöur tókst nokkrum „innbrotsþjófum" að brjótasta inn til hans og hefðu ef- laust drepið prestinn, ef hann hefði ekki veriö svo heppinn að einmitt þá stundina voru gestir i heimsókn og gátu flæmt „inn- brotsþjófana" á brott. Tökes særð- ist litillega i árásinni. Atburðinn varð til þes$ að öryggislögreglan vildi flytja Tökes á brott til „að vernda iiann," en almenningur vissi hvernig sú „vernd" myndi enda. Fólk sló því mannvegg um hús prestins til að verja öryggis- lögreglunni inngöngu. Skarinn stækkaði á skömmum tíma og til átaka og blóðútshellinga kom milli andófsmanna og öryggislög- reglunnar. Uppreisnin var hafin, blóöug og grimm og átti eftir að kosta um 61) þúsund manns lífið. En nú er vonandi að blóðsúthell- ingunum liafi linnt. Ceaus- escu-hjónin hafa verið líflátin eftir skyndiréttarhöld og þjóðfrelsis- stjórnin sem hlaut stuðning hers- ins, hefur lofað frjálsum kosning- um næsta vor. Enn er óljóst hvern- ig stríðinu við öryggislögregluna lyktar endanalega en allt útlit er fyrir aö átökunum sé nú að Ijúka með sigri alþýöunnar og hersins. INGÓLFUR

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.