Alþýðublaðið - 28.12.1989, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 28.12.1989, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 28. des. 1989 3 viðuncmdi lausn FRETTASKÝRING Skipan bankaráds Landsbankans: Valur vill Kosning Kristínar Siguröardóttur í bankaráð Landsbank- ans hefur sætt haröi gagnrýni. Hún er fulltrúi Kvennalistans í bankaraöinu, kosin á vegum stjórnarandstöðunnar á Al- þingi en hún starfar sem innheimtustjóri hjá Kaupþingi. Ymsir telja aö stórf hennar hjá Kaupþingi og seta í banka- ráöi Landsbankans geti leitt til hagsmunaárekstra. Valur Arnþórsson, einn af bankastjórum Landsbankans sagði, í samtali við Alþýðublaðið að hann teldi að störf hennar hjá Kaupþingi og seta í bankaráöi Landsbankans samræmdust illa og ,,að þessi fulltrúi í bankaráði sé settur i mjög óþægilega aðstöðu með því að vera kjörin í þetta bankaráð á sama tíma og hún gegnir ábyrgðarstöðu hjá fyrir- tæki sem er í beinni og óbeinni samkeppni við bankann og dótt- urfyrirtæki hans. Mér finnst þess vegna nauðsynlegt að fundin verði lausn á þessu máli sem við verði unað, þannig að ekki þurfi að koma til hagsmunaárekstra, þannig að ekki þurfi að ríkja sífelld tortryggni." Siöferðileg en ekki lagaleg spurning? I lögum er ekkert sem kveður sérstaklega á um haefi þeirra sem veljast til setu í bankaráðum ríkis- bankanna. Alþingi er sá aðili sem ber hina siðferðileg ábyrgð á þeim fulltrúum sem það velur til slíkra starfa. Hins vegar voru í vor sett í lög skýr ákvæði sem kveða á um að bankaráðsmenn víki sæti þeg- ar fjallað er um mál er varði þá eða einhverja sem þeir eru í hags- munatengslum við. í þessum nýju lögum, sem sett voru fyrir frum- kvæði Jóns Sigurðssonar við- skiptaráðherra, er hins vegar ekki að finna varanlegt ákvæði um hæfi bankaráðsmanna eins og t.d. bankastjóra. Jón Sigurðsson sagöi við Al- þýðublaðið vegna þessa máls að „auövitað gefur það auga leið að ef einhver er valinn í bankaráð sem er svo tengdur bankarekstri hjá öðrum eða á einhvern hátt stundar slík viðskipti eða atvinnu að það hamli honum í starfi, þá er það vægast sagt ekki heppilegt." Þá sagði Jón að hann hefði tekiö eftir því í blaöaviðtali við formann þingflokks Kvennalistans að hún hygðist láta kanna hvort þetta fæli í sér hagsmunaárekstur sem at- hugaverður væri. ,,Ég bíð að sjálf- sögðu eftir að slík athugun fari fram." Valur vill lög Valur Arnþórsson telur brýnt að sett verði lög sem kveði á um hæfi bankaráðsmanna. Hann segir: „Þótt ótrúlegt megi virðast þá mun ekkert vera í lögum eða regl- um sem kemur í veg fyrir það að svona kjör geti átt sér stað og það má reyndar merkilegt teljast þar Telur setu fulltrúa Kuennalista í banka-. ráöi Landsbankans illa samrœmast starfi hans hjá Kaupþingi. Kemur máliö til kasta Alþingis? sem mjög strangar reglur gilda t.d. um þá sem sitja í bankastjórn sam- anber bankastjórana. Þar eru ítar- leg ákvæði sem koma í veg fyrir aö þar geti verið um hagsmuna- árekstra að ræða en hins vegar þegar kemur að bankaráðunum sem hafa mjög mikil völd lögum samkvæmt þá eru engar slíkar reglur fyrir hendi. Þannig að mat- ið verður fyrst og fremst að vera siðferðilegt meðan reglur eru ekki settar." Jón Sigurðsson sér ekki ástæðu til að setja frekari lög en þau sem kveða á um hæfi bankaráðs- manna til að sitja einstaka fundi og bendir á að nýju ákvæðin um þetta í lögum hljóti að vera leið- beinandi og þingið taki mið af þeim þegar það velur fólk til um- ræddra starfa. „Ég tel ekki þörf á sérstökum lagafyrirmælum enda hlíti þingið þessum eðlilegu og al- mennu starfsreglum sem þessi ákvæði og heilbrigð skynsemi hljóta að bjóða. Ég vona að þing- flokkarnir líti til þessara þátta þeg- ar þeir velja fólk í þessi störf." Augljósir hagsmunaárekstrar? Það er engin nýbóla að rætt sé um hagsmunaárekstra í okkar litla samfélagi. Ymsir aðilar hafa gegnt störfum tveimur eöa fleiri átölu- laust þó að færa mætti rök að bein- um og ótvíræðum hagsmuna- árekstrum milli viðkomandi starfa. Það er og hefur verið erfitt að þjóna tveimur herrum í einu og vera báðum trúr. Hvað varðar hagsmunaárekstra varöandi setu umrædds starfsmanns Kaupþings i bankaráði Landsbankans hafði Valur Arnþórsson eftirfarandi um málið að segja: „Bankaráð fjallar um allar vaxtaákvarðanir og um gjaldtöku bankans og fjallar einn- ig um meginstefnu dótturfyrirtæk- is sem Landsbréfa og hlýðir á og ræðir skýrslur um starfsemi þess." Þó svo að ekkert væri við setu fulltrúa Kvennalistans i bankaráð- inu í sjálfu sér að athuga, hlýtur það að verða nokkuö erfitt hlut- skipti fyrir bankaráöið að meta það í hverju og einu tilviki hvort og hvenær umræddum fulltrúa beri að víkja af fundi og hvenær ekki. Þá hlýtur það að vera vafa- samt að fullur trúnaður geti mynd- ast innan ráðsins og milli ráðsins og starfsmanna bankans þegar þar situr aðili sem vinnur íyrir samkeppnisaðila úti í bæ. Alþingi kanni málið Það hlýtur að teljast seinheppni hjá Kvennalistanum að þegar hann loksins féllst á að skipa full- trúa í bankaráð ríkisbankanna þá skuli sá fulltrúi sem þær tilnefna og síðan Alþingi kýs til setu í bankaráði, lenda í slíku stappi. Hér er ekki deilt á persónu við- komandi fulltrúa né í neinu vegiö að hæfni hans eða heiðarleika. Hér er um siðferðilegt mat að ræða, um hvort og hvernig það samræmist aö starfsmaður eins fyrirtækis sem á í samkeppni við annað sitji í stjórn þess og öfugt. Það er Ijóst að stjórnendur Landsbankans sætta sig ekki við málið eins og það liggur fyrir, þ.e.a.s. að umræddur fulltrúi Kvennalistans sitji í stjórn bank- ans. Það er því ekki óeðlileg krafa að Alþingi athugi sérstaklega i framhaldi af því sem undan er gengið hvort um hugsanlega hags- munaárekstra geti orðið að ræða og þá hvernig skuli við bregðast komi slíkt í Ijós. Alþýduflokksfélag Kópavogs 40 ára Baejarstjórarnir Kristján Guö- mundsson Kópavogi og Guð- mundur Árni Stefánsson Hafnar- firöi glaöværir á góöri stund. Kristinn Ó. Magnússon verkfræö- ingur, Ásgeir Jóhannesson for- stöðumaöur og Bjarni Pálsson kennari rifja upp minningar úr baráttunni. Því miöur berum viö ekki kennsl á konuna i forgrunnin um. Alþýöuflokksfélag Kópavogs hélt í gær upp á 40 ára afmæli sitt í Félagsheimili Kópavogs. í hófiö mætti fjöldi manna og var glatt á hjalla er Alþýöublaöiö leit inn. 40 ár eru ekki ýkja langur tími í pólitík, en Kópavogskratar hafa sýnt svo ekki verður um villst aö þeir eru forystuafl í bænum Alþýöublaöiö óskar Kópavogskrötum inni lega til hamingju meö áfangann. Guömundur Oddsson forseti bæj- arstjórnar, aöalkratinn i Kópavogi, ræðir hér viö hjónin Þórdisi Þor- móösdóttur og Karl Steinar Guönason alþingismann. Jón H. Guömundsson, til hægri, var sérstaklega heiöraður i hófinu í gær. A-myndir/E.ÓI.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.