Alþýðublaðið - 28.12.1989, Side 8

Alþýðublaðið - 28.12.1989, Side 8
jiffinuiD Fimmtudagur 28. des. 1989 Nemendur í 7. bekk Foldaskóla: Sviknir um hluta af lögboðinni kennslu Unglingar í 7. bekk Foldaskóla njóta ekki lögboðinnar kennslu. Samkvæmt grunnskóla- lögum er kennsluskylda hins opinbera 36—37 stundir á viku en í Folda- skóla mun kennslu- stundafjöldinn einungis vera um 32 stundir. Þetta kemur fram í nýút- komnu hefti tímaritsins Nýrra menntamála. Grunnskólalögin mæla svo fyrir aö kennslustundir í 7. bekk grunnskóla skuli vera sem næst 36—37 stundir á viku. Kftir sparn- aöarráðstafanir ríkisstjórn- arinnar á þessu ári gaf þó menntanálaráðuneytið út auglýsingu þar sem kennsluskyldan er lækkuö niður í 35 stundir. I Nýjum menntamálum er birt stundaskrá einnar bekkjardeildar í 7. bekk Foldaskóla. ístundaskránni má samtals telja 35 kennslustundir, en í hand- mennt, myndmennt og heimilisfræði er bekknum skipta þannig aö hver nem- andi nýtur ekki kennslu í þessum greinum nema hluta úr vetri. Þegar tekið hefur veriö tillit til þessa, lætur nærri aö hver nemandi njóti 32 kennslustunda á viku. Aljódarádstefna um umhverfisuernd: Réttindi og skyldur ríkja til umræðu Kettindi og skyldur sem rikja á svidi umhverfis- mála verða til umfjöllunar á alþjóðaráðstefnu í Bras- ilíu árið 1992. Akvörðun um ráðstefnuna var tekin á allsherjarþingi Samein- uðu þjóðanna nú fyrir jól- in. I umfjöllun þingsins um undirbúning þessarar ráð- stefnu var sú tillaga lögð fram af Islands hálfu að eitt af markmiðum ráöstefnunnar yrði aö ganga frá alþjóöleg- um sáttmála um réttindi og skyldur rikja á sviði umhverf- ismála. Mikill ágreiningur kom hins vegar í Ijós milli iðnríkj- anna og þróunarríkjanna um Launauísitalan: ráöstefnuna í heild og í frétt frá utanríkisráðuneytinu seg- ir að í Ijósi þess verði þaö að teljast viöunandi árangur að fulltrúar Islands skyldu ná því fram að á ráöstefnunni verði athugað hvort mögulegt sé að setja reglur um réttindi og skyldur ríkja á sviöi umhverf- ismála. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra geröi það aö tillögu sinni í ræðu sem hann hélt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í haust, að gerður yröi sérstakur alls- herjarsáttmáli um umhverfis- mál, þar sem sérstaklega yröi kveðið á um réttindi og skyld- ur ríkja á þessu sviði. Hækkar um 2,2% í desember Samkvæmt útreikning- um Hagstofu Islands hækkar launavísitala í desember miðað við með- allaun í nóvember um 2.2%. Um leið hækkar launavísitalan fasteigna- veðlán sem taka sömu hækkun. Launavísitalan er sem kunnugt er einn þriðji hluti lánskjaravísitölu og því hækka allar skuldir manna. sem tengdar eru lánskjara- vísitölu, sjálfkrafa um rúm- lega 0.7% við það að launa- vísitalan hækkar um 2.2% milli mánaðanna nóvember og desember. Sem dæmi má nefna að milljón króna skuld hækkaði um 7.300 krónur um síðustu mánaðamót. Húsaleiga, sem fylgir láns- kjaravísitölu, hækkar sömu- leiðis frá og með 1. janúar 1990 um 2.5%, miðað við þá leigu sem gildir í desember. Horfur á sæmilegri færð næstu dagana Helstu þjóövegir ruddir fyrir helgi eftir því sem þörf krefur. Veðurstofan spáir hlýnandi veöri a.m.k. fram að áramótum Helstu þjóðvegir lands- manna ættu að geta orðið sæmiliega færir flestum bilum næstu daga og jafn- vel fram yfir áramót. Færð var víða annmörkum háð í gær, einkum af völdum skafrennings, en nú spáir Veðurstofan hlýnandi veðri næstu daga og ekki eru taldar horfur á að færð spillist aftur að marki fyrr en í fyrsta lagi eftir nýár. Heiðavegir voru viða erfiö- ir yfirferöar i gær. Þannig var t.d. skafrenningur á öllum heiðavegum milli Akureyrar og Keykjavíkur og þeir sein- farnir af þeim sökum. Fann- fergi mun hins vegar ekki hafa veriö neitt aö ráði. Sunn- anlands var sæmileg færö og allt austur á land og á Héraöi var allþokkalega fært um flesta vegi. Samkvæmt upplýsingum Vegagerðar ríkisins veröa helstu leiðir mokaðar á morg- un og laugardag eftir því sem þörf verður á. Þetta gildir t.d. um leiðina frá Akureyri til Reykjavíkur og helstu vegi út frá Akureyri, svo sem leiðina þaðan til Húsavíkur. Á Reykjavíkursvæðinu og þar í kring eru vegir hins vegar ruddir daglega. Að því er hringveginum viðvíkur er þannig leiðinni frá Borgar- nesi og austur í Vík haldið op- inni. Undantekning er þó nýársdagur þegar vegagerð- armenn hyggjast taka sér frí. Á föstudag og laugardag stendur til aö moka Stein- grimsfjarðarheiði þannig aö fært verði til ísafjarðar. Varðandi snjómokstur að vetrariagi fer því annnars fjarri að landsmenn allir sitji að sömu kjörum. Fjölmargir fáfarnir vegir eru alls ekki opnaðir frá því að snjóa festir þar á haustin og fram á vorið. Þetta gildir m.a. um hluta af hringveginum, nefnilega Möðrudalsöræfin. Breiðdals- heiðin fyrir austan er heldur ekki rudd að vetrarlagi og á Vestfjörðum má nefna Hrafnseyrarheiði, sem nokk- uð var í fréttum sl. vor þegar íbúar sveitarinnar greiddu mokstur úr eiginn vasa, vegna þess hve þeim þótti Vegagerðin sein til. Þær veðurspár sem Veður- stofan hefur sent frá sér um næstu daga, ná fram til laug- ardagsins 30. des. Þegar Al- þýðublaðið hafði samband viö Veðurstofuna í gær, var gert ráð fyrir að veður gengi niður í nótt og í dag snerist vindur til suðlægrar áttar og veður færi hlýndandi. Á morgun, föstudag er gert ráð fyrir sunnan eða suðvestan átt víðast á landinu og skúr- um eða slydduéljum suðvest- anlands. Á laugardaginn er gert ráð fyrir að veður verði áfram eitthvað svipað þessu. Þegar spurt var um horfur yf- ir áramótin voru svör heldur tregari, enda orðið erfitt að spá svo langt fram í tímann. Þó var ekki taliö aö nein merki um norðanátt eða versnandi veður á gamlárs- dag eða nýársdag væru enn sjáanleg. Ef þetta reynist rétt virðast sæmilegar horfur á að færð geti orðið með þokkalegasta móti víða um land næstu daga og jafnvel fram yfir ár- mót. Þeim sem kunna að hyggja á feröalög um áramót- in er þó trúlega ráðlegt að fylgjast vel með veðurfrétt- um þegar nær dregur ára- mótunum. VE0RI0 I DAG Þykknar upp með vax- andi sunnan- og suðaust- anátt, fyrst suðvestan- lands. Sunnan- og suð- austanhvassviðri og slydda eða rigning siðdeg- is. Hlýnar aðeins i veðri. Hitastig í nokkrum landshlutum kl. 12 í dag ÍSLAND Hitastig i borgum Evrópu kl. 12 i gær aö íslenskum tima. Fólk Þá er snjórinn kominn á Akureyri og leggur skaparinn á þann hátt sitt af mörkum til undirbún- ings Vetraríþróttahátíöar- innar sem senn mun verða haldin á Akureyri. Undirbúningur hátíðar- innar er í fullum gangi og hefur Þröstur (íudjóns- sun formaöur undirbún- ingsnefndar veg og vanda af þeim undirbún- ingi. ★ Stjórn Upplýsingaþjón- ustu landbúnaðarins hef- ur samþykkt að ráða Helgu Gudrúnu Jónas- dóttur í starf forstöðu- manns Upplýsingaþjón- ustunnar. Umsækjendur um starfið voru 15. Helga Guðrún tekur við starfi Ólafs H. Torfasonar sem lét af störfum l. október si., eftir þriggja ára starf sem forstöðumaður Upp- lýsingaþjónustunnar. Helga Guðrún Jónasdótt- ir er fædd árið 1963. For- eldrar hennar eru Jónas Elíasson prófessor við Háskóla Islands og Ást- hildur Erlingsdóttir lekt- or við Kennara- háskóla íslands. Helga Guðrún hefur starfað við tímaritið Heimsmynd og hjá Ríkis- útvarpinu við dagskrár- gerð og á fréttastofu þess. Hún veitir nú forstöðu upplýsingaþjónustulínu sem starfrækt er á vegum Miðlunar og Pósts og síma. Auk þess kennir hún fjölmiðlafræði við Menntaskólann við Sund. Jón Baldvin Hannibals- SQn, utanríkisráðherra, og Bryndís Schram fara í ppinbera heimsókn til ísrael dagana 3.H=Tö7gán- úar nk. í boði Moshe Arens, utanríkisráðherra ísraels og eiginkonu hans.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.