Alþýðublaðið - 28.12.1989, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 28.12.1989, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 28. des. 1989 Vinningstölur laugardaginn 23. des. ’89 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 1 5.496.162 2. 4Slcffi 9 61.231 3. 4af 5 183 5.194 4. 3af 5 6.061 365 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 9.210.008 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 Hringáu! Upplýsingasíminn er (91) 6/8 678 í þessu númeri getur þú fengið upplýsingar og svðr við spurningum þínum um íslandsbanka. Upplýsingasíminn er opinn virka daga kl. 9.00-16.00. Ef þú ert með spurningu, hringdu! m ISLAN DSBANKI - í takt viö nýja tírna! L i i i i < i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i UMRÆÐA „Rikisvald, verkalyóshreyfing og atvinnurekendasamtok veróa nú þegar að koma sér saman um þjoðarsatt sin á milli um að tryggja rekstrargrundvöll atvinnulífsins alls, fulla atvinnu og réttlátari skiptingu teknanna," segir Magnús Marísson i umræðugrein sinni um nýja þjóðarsátt. Þjóðarsátt Nær daglega berast fréttir utan úr heimi af gjaldþrotum „hinna nýju stétta" Austantjaldsríkjanna. Svo ótrúlega sem það nú hljómar þá virðast þær allar ætla að falla sem ein allsherjar spilaborg. Ástæðan fyrir hruninu er ekki bara ein, en helsta má telja þá staðreynd að hið steinrunna efna- hagskerfi „hinnar nýju stéttar" hefur ekki megnað að brauðfæða alþýðuna í viðkomandi löndum. Til viðbótar hafa allar vitrænar til- lögur til endurbóta verið kæfðar í fæðingu. Það ríki eða fyrirtæki eða samtök sem ailtaf leitast við að bæla niður allar raddir sem þeim eru ekki þóknanlegar af einni eða annarri ástæðu er dæmt til að veslast upp innan frá og verða aðeins skugginn af sjálfu sér. Það hlýtur að flokkast undir kaldhæðni örlaganna að senni- lega á kenning Karls Marx um samþjöppun fjármagnsins hvergi betur við heldur en þar sem „hin nýja stétt" hefur ríkt. Verður það að teljast furðuleg framsýni af honum að hafa séð þetta fyrir á sínum tíma. Óviðunandi efnahagsástand Ff við lítum nú okkur nær og reynum að skoða hvernig umhorfs er í okkar eigin garði meðan á öllu þessu gengur á meginlandi Evr- ópu þá kemur ýmislegt i ljós. Ennþá erum við að sullast i verðbólgu sem nálgast það að vera 30% á .svokölluðum árs- grundvelli og ennþá erum við með efnahagsmál þjóðarinnar í slíkum ólestri að jafnvel hinir bjartsýnustu menn fyllast óhug aðeins af tilhugsuninni um þau. Baráttan gegn verðbólgu og efna- hagslegri óstjórn er búin að vera mál málanna hjá hverri einustu ríkisstjórn svo lengi sem elstu menn muna en allt kemur fyrir ekki. Til viðbótar fyrrgreindri óár- an hefur þaö bættst við að hér er að myndast viðvarandi atvinnu- leysi hjá þúsundum launþega. Þegar svo er komið hjá einni þjóð að eina leiðin til að fá vinnu fyrir fjölda af þegnum hennar er að kaupa sér miða aðra leiðina til út- landa, þá hlýtur mælirinn að vera orðinn fullur. Núverandi ástand i efnahags- málum þjóðarinnar gengur alls ekki lengur, það verður að taka á þessum málum strax og það af fullri einurð. Þjóðarsátt af krafti og einurð Ríkisvald, verkalýðshreyfing og atvinnurekendasamtök verða nú þegar að koma sér saman um þjóðarsátt sín í milli um að tryggja rekstrargrundvöli atvinnulífsins alls, fulla atvinnu og réttlátari skiptingu teknanna. Hversu oft er- um við ekki búin að reyna þetta hljóta menn þá að spyrja? Jú, satt er það, við erum margbúin að reyna þetta áður, en það virðist alltaf eitthvað fara úrskeiðis, ein- hver skerst úr leik eða stendur ekki við sitt. En þrátt fyrir öll vonbrigðin og sárindin sem fyrri tilraunir til þjóð- arsáttar um viðreisn efnahagslífs- ins hafa valdið megum við ekki láta það aftra okkur frá því að reyna aftur og það af meiri alvöru en nokkru sinni áður. Trúlega eru öll gjaldþrotin og allir þeir harm- leikir sem þeim fylgja, ásamt þeirri staðreynd að við erum að festast í viðvarandi atvinnuleysi að opna augu íslendinga fyrir þeirri staðreynd að svona er alls ekki hægt að halda áfram lengur. Að lokum þetta: Þjóðarsátt um viðreisn atvinnu- og efnahagslifs verður ekki komið á með hang- andi hendi, henni þarf að fylgja eftir af krafti og einurð. Þjóðarsátt geturt aldrei orðið nema hér sé tryggð full atvinna og sanngjörn launaskipting, það verða menn að láta sér skiljast hvort sem þeim lík- ar það betur eða verr. Sá frestur sem mönnum er gefinn til að koma málum sínum í lag eftir að í óefni er komið er yfirleitt ekki langur og þegar hann er liðinn er viðkomandi ekki lengur hafður með í ráðum. Magnús Marísson skrifar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.