Alþýðublaðið - 28.12.1989, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 28.12.1989, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 28. des. 1989 • Krossgátan □ 1 3 n 7““ 5 □ 6 □ 7 r 9 10 □ 11 □ 12 13 □ H Lárétt: 1 megnar, 5 eyðing, 6 ílát, 7 umdæmisstafir, 8 hópur, 10 til, 11 komist, 12 haf, 13 lágfótan. Lóðrétt: 1 glennt, 2 friður, 3 eins, 4 sönglir, 5 skart, 7 stöngin, 9 kvenmannsnafn, 12 heiftúöug. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 sveik, 5 skör, 6 kal, 7 há, 8 jullan, 10 óp, 11 áma, 12 ónar, 13 iðkar. Lóðrétt: 1 skaup, 2 völl, 3 er, 4 kánar, 5 Skjóni, 7 hamar, 9 lána, 12 ók. _Til vióskiptamanna_________ banka og sparisjóóa Lokun 2. janúar og eindagar vócla. Vegna áramótavinnu veröa afgreiðslur banka og sparisjóða lokaðar þriðjudaginn 2. janúar 1990. Leiðbeiningar um eindaga víxla um jól og áramót liggja frammi í afgreiðslum. Reykjavík, 12. desember 1989. Samvinnunefndbankaog sparisjóóa —- SMÁFRÉTTIR Hringur sýnir á Egilsstöðum Á sunnudag, gamlársdag, þann 31. desember kl. 14.00, verður opnuð sýning á málverk- um Hrings Jóhannessonar í húsi Rafmagnsveitna ríkisins á Egils- stöðum. Nýlega kom út bók Aöalsteins Ingólfssonar um listamanninn á vegum Listasafns ASÍ og Lög- bergs. Málverkasýningarnar á verkum Hrings í Reykjavík og á Akureyri hafa verið fjölsóttar. I umfjöllun um sýningu Hrings í Reykjavík segir Bragi Asgeirs- son í Morgunblaðinu m.a.: „Sýn- ingin í heild er annars mjög ein- kennandi fyrir Hring sem lista- mann og þann gróðurreit í list- inni, sem hann hefur ræktað mest og best. Hringur er einmitt málari hinna einföldu aðstæðna, og þegar sá hæfileiki hans fær að njóta sín til fulls og án nokkurra háleitra vangaveltna, nær hann langsamlega svipmestum ár- angri." I formála eftir Björn Th. Björnsson í bókinni um Hring segir m.a.: „Rétt eins og himinninn getur speglazt í tærum vatnsdropa, þannig getur og smáveröldin í myndum Hrings vísað langt út fyrir sjálfa sig. Örlítið mýrarauga, grónar götur eftir hófatraðk ald- anna, reipi og hagldir í hlöðudyr- um, biðukolla á móti bláum himni, allt er það í senn sjónræn lifun, uppgötvun augans, sem og hluti lands, náttúru og þjóðar í víðum skilningi." Hringur Jóhannesson er fædd- ur í Haga í Aðaldal 1932. Hann nam við Handíða- og myndlista- skólann í Reykjavík 1949—52. Hringur hefur haldið tugi einkasýninga og tekið þátt í fjöl- mörgum samsýningum heima og erlendis. Með List um landið gefst fólkinu vítt um land gott tækifæri til að njóta hinna litríku og einstöku málverka Hrings Jó- hannessonar. Að sýningunni á Egilsstöðum standa verkalýðsfé- lag Fljótdalshéraðs og bæjar- stjórn Egilsstaðabæjar. Á sýning- unni á Egilsstöðum verða til sölu árituð eintök bókarinnar um Hring og er bókin seld á lista- safnsverði. Aðgangur að sýningunni er ókeypis. RAÐAUGLYSINGAR Lausar stöður Nokkrar stöður lögregluþjóna við embættið eru lausar til umsóknar. Umsóknum sé skilað til starfs- mannastjóra á þar til gerðum eyðublöðum fyrir 1. feþrúar 1990. Lögreglustjórinn í Reykjavík Það er þetta með bilið milli bíla... yUMFERÐAR I ' RÁÐ Forval verktaka vegna dypkunar innsiglingarrennu í Sandgeröishöfn Hafnarstjórn Sandgerðishafnar mun á næstunni þjóða út meðal valinna verktaka verkefni við dýpk- un innsiglingarrennunnar í Sandgerðishöfn. Verkefnið er að dýpka um 800 m langa rennu frá hafnarmynninu í Sandgerði og út á -5.5 m dýpi. Það felst í að þora og sprengja klöpp og fjarlægja sprengt grjótið ásamt þeim lausu jarðefnum sem ofan á kunna að liggja. Magntölur í verkinu verða um það bil eftirfarandi: Sprengingar 36,000 m2 Gröftur 60,000 m3 Verktími er áætlaður fram til hausts 1992. Verktökum sem hafa áhuga á að gera tilboð í verk þetta, er hér með boðið að senda inn skriflega ósk þar um. Gögn þar að lútandi fást á skrifstofu Hafna- málastofnunar ríkisins, Seljavegi 32, Reykjavík. Upplýsingar um verktaka þurfa að hafa borist eigi síðar en þriðjudaginn 30. janúar, 1990 til Hafnamálastofnunar ríkisins Seljavegi 32, 101 Reykjavík, Sími 27733 Telefax 27767 Hafnarstjórn Sandgerðishafnar og Hafnamála- stofnun ríkisins áskilja sér rétt til að velja þá aðila sem verður gefinn kostur á að bjóða í verkið án þess að þurfa að rökstyðja val sitt. Hafnamálastofnun ríkisins Hafnarstjórn Sandgeróishafnar Viö mætingar og framúrakstur á mjóu (einbreiðu) slitlagi þarf önnur hliö bílanna að vera utan slitlagsins. ALLTAF ÞARF AÐ DRAGA ÚR FERÐ! ll UMFERÐAR RÁÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.