Tíminn - 04.04.1968, Qupperneq 6

Tíminn - 04.04.1968, Qupperneq 6
TÍMINN FIMMTUDAGUR 4. apríl 1968 Björn Vilhjálmsson verksmiðjustjóri Um riitt skeið berinsku minnar átti ég mörg spor á milli bæjanna Klifshaiga og Sandfellshaga í Öxarfirði. Mér þótti alltaf sem mér opnaðist dýrðarheimur, þegar ég kom upp á Efra-Leiti og Sand- fellshagi blasti við sjónum. Stað- arleg burstahygging, hreinar, rammíslenzkar línur, matjurtagarð- ur í hlaðbrekku. Ræktarlegt túnið í líðandi halla ofan að á, sem rann lygn við túnfótmn, þar sem áin breiðir mest úr sér, er gróð- ursæll, hólmi. Þangað var sóttur ilmreyr, þurrkaður og lagður með líni og sparifatnaði í skúffur og kistur.' Nokkru ofar en hólminn var brú yfir ána, leiðin lá yfir brúna, er mjalta skyldi geitur, er runnu til náttbóls framan úr „Brekkum", skjólsælum skógarbrekkum, þar sem þær höfðu „iborið snoppu að blómsturtopp og blöðin kropp- að af greinum." Ofanvert við Sandfellshaga er Öxarfjarðariheiði og gnæfir Sand- fell yfir með grónum brekkum og rindum hátt upp eftir fjalli. Sandfell er fallegt fjall og freist- ar til uppgöngu, því að frá hldð- um þess blasir við vítt sjónar- svið. Þaðan sér út yfir hið breiða Öxarfjarðarihérað, út á sandana miklu, þar sem- Starengi blakta við blakkan sand, bæima hyllir í óskanna land“. Og „iGráblikur yzt fyrir landi lýsa, likast sem bjarmi á ísa“. Oft liggja hin yztu sjónarmörk í mókandi kyrrð, hjúpuð blárri móðu á sólskinsmettuðum sumar- dögum, en nær 02 fjær er gróð- ur og grjót gætt töfrandi litbrigð- um í leik ljóss og skugga. Unaðslegt var að alast upp í þessum gróðursæla reit með fjölda skemmtilegra leikfélaga. í Sandfellshaga hefur verið tví- býli siðan stórbóndinn Björn Jóns- son, dannebrogsmaður, skipti jörðinni milli tveggja bróður- b'arna sinna, Jóns Sigurðssonar, kvæntum Kristínu Friðriksdóttur og Júlíönu Sigurðardóttur, giftri Vilhj'álmi Benediktssyni. Börn þessara hjóna urðu jafnmörg og fvlgdust nokkurn veginn að með aldur, þanoig að oftast voru börr sitt frá hvoru búi á sama ári Börn Júlíönu og Vilhjálms voru í þessari aldursröð: Þóra Sigur- veig, Jóhanna, Aðalbjörg, Bjöm. Þorbjörg, Margrét Helga og Hulda Júlíana. Fögnuðurinn var mikill yfir edna syininum og bróð urnum, hann var sannkallað óska- barn. Það var glatt og létt yfir lífinu í Sandfellsihaga. Börnin fóru frjáls á milli heimilanna og léku sér i góðri éiningu, enda börnin öll prúð og væn. Og sá grundvöllur, sem þau lögðu með bernskuleikj- um sínum og barnalærdómi að Veruleg verðlækkun HVEITIKORN höfum við lækkað í krónur 5733,00 tonnið 45 kg. sekkur kr. 258.00 (Verðið var áður kr. 6840.— tonnið) BLANDAÐ HÆNSNAKORN er lækkað í kró.nur 6155.00 tonnið 45 kg. sekkur kr. 277.00 MAÍSKURL var áður lækkað í krónur 5778,00 tonnið 45 kg. sekkur kr. 260.00 MJÓLKURFÉLAG REYKJAVIKUR Kornmylla - Fóðurblöndun - Kögglunarverksmiðja athafinasamri ævi, reyndist hinn traustasti og íslenzku þjóðinn; bættist góður liðsauki, þegar börnin fná Sandfellshaga hösluðv sér völl í þjióðlífinu. Bjöm var ungur að árum, er bliku dró fyrir sól í bernsku- paradís hans. Móðir hans veiktis* af berklum, var nokkur misserí til lækninga á Vífilsstöðum, en dó heima í Sandfeilshaga 1928 Björn var þá níu ára, hann fædd- ist 26. febrúar 1019. Hanm naut mikils. ástríkis föður síns og systra. Tvær þeirra önnuðust hann, Þóra og Jóhanna. Þóra léz* í Re y kjavdk 1943. Bjiörn eignaðist góð’a stjúpu, Guðnúnu Jónsdóttur frá Klifhaga, og tvö hálfsystkini, Marenu 0? iSi'gurpál. Það hefur einkennt þennan stóra systkinahóp fná Sandfells- haga, að þau hafa haldið samam í blíðu og stríðu og ætíð stutt hvert annað. Móðurbróður sínum Einari Sigurðssyni frá Sandfells haga, fósturföður mínum, sýndu þau mikla ræktarsemi og veitti’ honum margar ánægjustum'dir Fyrir það vil ég þakka og sömu leiðis tryggð og vináttu við mig allt frá bernskuárunum í Öxar- firði. Það var pabba mikið gleði- efni að vera með systurbörnum sínum og völdum vinum í ágætri veizlu, er þau hjónin Björn og Þórstína buðu til. Þetta var í apríl 1066, síðasta vorið, sem pabbi lifði. í febrúar árið eftir hittust þeir frændur í Borgar- spítalanum, þá báðir lagðir upp í hinztu förina. Þegar Vilhjálmur Benedi'ktsson azt Ii9'3'8, fói’u börn hans alfariin :'á Sandfellshaga. Björn hóf þá iim haustið nám við Héraðsskól- jnn á Laugarvatni. Næsti stór- áfanginm í lífi hans var þegar hann réðist til vélsmiðjunnar H'éð ins Þar lærði hann járnsmiði og lauk bæði bóklegu og verklegu námi með ágætum vitnisburði. Bann vann í Héðni um tuttugu ára skeið og v’arð þar vel til vina. En heilsa hans var ekki sterk og því skipti hann um starf. Síðustu árin var hann verkstjóri í Fisk- og síldarmjölsverksmiðju Guðmundar Jónssonar í Sand- gerði og féll starfið og starfslið hið bezta. Björn kvæntist 24. janúar 1048 eftirlifandi konu sinind, Þórstinu Jóhannsdóttur frá Aíkureyri. Þaa eignuðust tvö börn, Hilrpar Tómas íþróttakennara, er kvæntur Unni Sigtryggsdóttur Klemenssonar, hjúkrunarkonu, Berta Júlía, dvel- ur heima hjá móður sinni. Björn og Þórstína áttu fallegt heimili að Hlíð’arvegi 30, Kópa- vogi. Þau nutu mikillar hamingjn saman, voru samhent og sístarf- ar.di að hag heimilisins. Þórstína hefur um árabil unnið hjá Mjólk- ursamsöluinni, og á sín hvorum megin götu heimili sitt og vinnu- stað. • Allir, sem til Björns þekktu, vissu, að hann var hið mesta prúð menni, ágætlega gefinn og hafði sérstæða, mjög hlýja og hófsama kímin’igiáfu. Það var sem hljóðlát gleði fylgdi honum jafnan, bros hans er eftirminnilegt. Hann var góður heimilisfaðir, umhyggjusam ur og ástúðlegur, fagrar minning- ar létta konu hans og bömum missínn. Tengdadóttirin, sem reyndist Birni eins og góð dóU'r, ihefur einnig mikið misst. Björn Vilhjálmsson innritaðist í Borgarspítalann til rannsóknar í ársbyrjun 1067. Um vorið gekk hann undir mikinn holskur'ð, sem mun hafa verð vonlítið viðnám í leik, sem þegar var tapaður. Björn var heima að 'Hlíðarvegi síðsumars og fram eftir vetri. 9. desemiber fór hann í síðasta sinni í sjúkrahús, þá í Landakotsspát- alann. Hann rakti þessa sögu alla í dagbók sinnd. Hann fékk leyfi til að dvelja á heimili sínu um jól og nýár. Að morgni þess 26. marz lézt hann í Landakotsspitala. Genginn er góður drengur. Horfinn er heiður dagur. 1. apríl 1068. Þórunn Elfa. BÓTAGIEIÐSLUR ALMANNATRYGGINGANNA í REYKJAVÍK Vegna páskahátíðarinnar hefjast greiðslur bóta almanna- trygginganna í aprílmánuði sem hér segir: Föstudaginn 5. og laugardaginn 6. apríl verður eingöngu greidd ur ellilífeyrir. GreiSslur annarra bóta, þó ekki fjölskyldubóta, hefjast mánu- daginn 8. apríl. Greiðslur fjölskyldubóta hefjast þriðjudaginn 16. apríl. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS t

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.