Tíminn - 04.04.1968, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.04.1968, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 4. april 1968 Útgefandi: FRAMSÖKNARFLOKKURINN Framkvœmdastjóri: Krtstján Benediktsson Rltstjórar: Þórarlnn Þórarlníison (áb) Andrés Krtstjánsson. Jón Helgason og Indrlð) G. Þorstelnsson PulttrúJ ritstjómar: Tómas Karlsson Ang- lýsingastjóri: Steingrímui Gíslason Ritstj.skrifstofur 1 Eddu- húsinu, símar 18300—18305 Skrlfsofur: Bankastræti 7 Af- greiðsiusimi: 12323 Auglýsingasimi: 19523 ABrar skrifstofur, sími 18300 Aekriftargjald kr 120.00 á mán. Innanlands — í lausasölu kr 7 00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. t. Tíðir sjónvarpsgestir Það hefur vakið athygli, að mikið hefur borið á ráð- herrunum í sjónvarpsfréttum að undanförnu. Fyrstur reið þar á vaðið sjálfur forsætisráðherrann, sem lét til sín heyra fáum klukkustundum eftir að stjórnarandstæðing ar höfðu flutt tillögu á Alþingi um lausn verkfallsins. Næst kom fjármálaráðherra og reyndi að auglýsa frum- varp sitt um lækkun ríkisútgjalda. Þá kom samgöngu- málaráðherrann og boðaði frumvarp sitt um hækkun um- ferðarskatta. Viðskiptamáiaráðherra rak svo lestina í fyrrakvöld með því að reyna að réttlæta hömlulausan innflutning, sem hann taldi sjálfsagðan, þótt illa gengi með gjaldeyrisöflunina. Það er rétt að geta þess strax, að það viðgengst í öll- um löndum að ráðherrum sé þannig gefinn kostur á að skýra hin ýmsu sjónarmið sín í fréttum hljóðvarps og sjónvarps. Hinsvegar er skarpur greinarmunur á því hversu þessu er háttað í lýðræðisríkjum og einræðis- ríkjum. í einræðisrikjum eru það ráðherrarnir einir, sem fá að skýra sjónarmið sín. í lýðræðislöndum fá stjórnar- andstæðingar sambærilega aðstöðu til að koma sjónar- miðum sínum á framfæri. Þar eru það ekki aðeins taldar fréttir, sem ráðherrar hafa til mála að leggja, heldur engu síður það, sem stjórnarandstæðingar hafa fram að færa varðandi hin ýmsu þjóðmál, eins og sparnað hjá ríkinu, afstöðu til stórverkfalla og vegaskatta. í brezíka sjónvarpinu er Wilson og Heath gert jafnhátt undir höfði í fréttaflutningi. í danská sjónvarpinu Bauns gaard og Krag. Og McCarthy hefði aldrei náð að vekja þá athygli og afla sér þess fylgis, sem raun er á orðin, ef hann hefði ekki haft greiðan aðgang að sjónvarps- fréttum með skoðanir sínar, engu síður en Johnson. Slíkt hið sama þarf að verða hér. Vissulega hefur margt gerzt til bóta í þessum efnum hin síðari ár, sbr. útdráttinn á forustugreinum dagblaða, ýmsa viðtalsþætti o. s. frv. En þetta aukna jafnræði þarf einnig að ná til fréttanna. Fréttirnar eru það hljóðvarps- og sjónvarpsefni, sem mest er hlustað á og horft á. Það skapar gifurlegan aðstöðumun, ef ríkisstjórnin hefur greiðan aðgang að þeim, en stjórnarandstæðingar ekki. Úr þessu þarf að bæta. Það skal ekki dregið í efa, að stjórnendur fréttanna í hljóðvarpi og sjónvarpi vilja vinna starf sitt samvizkusamlega 1 þessum efnum sem öðrum. En hér veltur ekki eingöngu á þeim. Bezt væri ef stjórnmálaflokkarnir gætu sameinazt um að skapa hér venjur, sem allir gætu unað við. Og þá eigum við að sjálf- sögðu að sækja fyrirmyndirnar til þeirra lýðræðisríkja, sem bezt tryggja jafnræði í þessum efnum. Vonbrigði Um alllangt skeið hefur U Thant, framkvæmdastjóri S.Þ., haldið því fram, að hægt yrði að koma á umræðum um vopnahlé í Vietnam, ef Bandaríkin hættu loftárás- um á Norður-Vietnam. Þess vegna var því mjög fagnað, þegar Johnson gaf til kynna í ræðu sinni á sunnudags- kvöldið, að farið yrði að þessu ráði U Thants. Nú er hins vegar komið í ljós, að forsetinn fer ekki nema að takmörkuðu leyti að ráðum U Thants. Loftárás- um á stóran hluta Norður-Vietnam verður haldið áfram. Það er ástæða til að taka undir með „The York Times“ og láta í ljós vonbrigði yfir því, að forsetinn skyldi ekki fylgja ráðum U Thants til fulls. Þá hefði ekki þurft að draga samningavilja Bandaríkjastjórnar í efa. TÍMINN Eugene J. McCarthy: Hlutverk forsetans er að sam- eina þjððina með vakningu Forsetinn verður að þekkja takmarkanir valdsins Eftiriarandi grein eftir Eugene J. McCarthy birtist fyrir nokkrum dögum í „The New York Times“. f grefn þessari ræðir McCarthy ni. a. um hlutverk og valdsvið forseta Bandai-íkjanna. Eft- ir hinn mikla sigur, sem hann vann við prófkosning- una í Wisconsin, mun Mc- Carthy vafalaust herða bar- áttuna fyrir því að verða forsetaefni demokrata. í þeim prófkjörum, sem eru framundan, verður Robert Kennedy aðalkeppinautur hans og getur viðureign þeirra orðið hin sögulegasta. ÞEGAR ég í haust sem leið lýsti yfir fyrirætlun minni um framboð við væntanlegt for- setakjör, var þess getið til, að höfuðt;lgangurinn kynni að vera að fylgja fram upplýsinga- áætlun meðal almennings og leggja Vietn’am-málið fyrir bandarísku þjóðina. En við- brÖgðin við forkjörið í New Hamipshire og síðar í kosninga- baráttunni í Wisconsin hafa leitt ótvírætt í ljós, að fram- boð mitt er orðið an-nað og meíra en ofannefnd tilgáta gef ur til kynna. Framboðið er orð- ið að alvarlegri baráttu fyrir kosningu sem forseti Bandaríkj anna. Hvarvetna þar sem ég hefi tekið þátt í kosningabaráttu, hefi ég orðið var mikillar óvissu og alvarlegs uggs við styrjöMina og áleitinna efa- semda um forustu okkar al- mennt. Undirrótin er djúp- stæð og vaxandi sannfæring um, að eitthvað alvarlegt sé bogið við stefnu hins banda- ríska þjóðfélags, og við höfum smátt og smátt síðan 1963 ver- ið að glata þeim háleitu mark- miðum, sem John F. Kennedy forseti gæddi þjóðina. En þjóð- in hefur ekki þótzt þess megn- ug að fá stefnunni breytt á ný. MÉR er nú orðið Ijóst, að óánægja æskufólksins er að- ■ eins tilþrifamesta merkið um vanmátt þann, sem Bandaríkja- menn á öllum aldri finna^al- mennt til i þessu sambandi. Enda þótt að milljónir manns hafi þungar áhyggjur af ástaind inu, þar sem tveir aðal stjórn- málaflokkarnir hafa ekki reynzt færir um að gefa kost ,á öðrum frambjóðendum en þeim, er lofa framhaldi óbreyttrar stefnu, sem leitt hef ' ur til óheilla einna, þá finnst þeim sem stjórnmálavélin sé tekin að ganga af sjálfsdáðum og sloppin út fyrir áhrifasvið þeirra. Ef til vill eru það gagnleg- ustu áhrifin af framboði mínu til þessa, aþ það hefur áþreif- anlega minnt fólkið á að alla stjórnmálauppbyggingu er unnt að sveigja til samræmis við vilja almennings í lýðræð- isríki. FÓEKIÐ vill stöðva styri.öld- ina. Það vill bilda enda á of- Eugene J. McCarthy beldið í borgum okkar, en ekki með valdbeitiimgu, heMur með því að veita borgurum af negra- ættum grundvallarmannrétt- indi. Það vill að börn þeirra njóti góðra skóla. Það vill að verðl’ag hætti að hækka. Það viil að bandaríska þjóðin nái á ný he:ðurssæti sínu meðal þjóðanna. * Bandaríkjamenn eru ekki í eðli sínu þess sinnis að þeir óski að undiroka meðbræður sína eða aðrar þjóðir og þeir óska heldur ekki eftir að ótt- iinn sé hafður að leiðarljósi við forustu þeirra. Nú verðum við víða varir meðal þjóðarinnar ótta við fjarlæga óvini og ótta við meðborgara okkar sjálfra. Ég hefi orðið var þessa uggs meðal alls konar fólks í Banda ríkjunum og ég skírskota ekki sérstaklega til neinna fyrir- fram gerðra stjórnmálasamtaka eða kjördæma í landimu. Ég skírskota aðeins til samvizku manna, vona þeirra og trúar- innar á framtíðina, Þeir, sem gengið hafa til liðs við minn málstað, hafa sagt skilið við óttann, vonbrigðin, ósigurinn og örvæntinguna hér í Banda- ríkjunum. VERÐI ég kjörinn, mun ég aldrei líta á stöðu forsetans sem mína einkastöðu. Forseti á ekki að segja „þjóð mín“ heldur „þjóð okkar“ ekki „rik- isstjórn mín“ heldur „ríkis- stjórnin“. Þegar búið er að skipa ríkisstjórn verður hún að stofnun, sem á sína eigin tilveru, en lýtur ekki lögum og lofum mannsins, sem til- nefndi einstaklingana. og hún lýtur jafnvel 'ekk; lögum og lofum öldungadeildarinnar. sem staðfestir skipun mann- anna í hin einstöku ráðherra- embætti. Forsetaembættið tilheyrir ekki í bessum skilningi þeim manni, sem með bað fer, held ur fólkinu í landinu. Þetta er starf, sem rækja /erðui í sam ræm; við vilja meirihlutans, en ekki einvörðungu í samræmi við hagsmuni meirihlutans. Það verður að vera hlutverk forsetans að sameina þjóðina. En hann verður að sameina hana með vakningu, en ekki einungis með þvi að telja hana saman eða raða hinum einstöku hlutum saman eims ’ og mola- mynd. Hann á ekki fyrst og fremst að reyna að beina þjóð- inni hingað eða þangað, held- ur að reyna, að örva og glæða hinn sameiginlega tilgang, treysta röð og reglu og rétt- læti í Bandaríkjunum. ÉG er þeirrar skoðunar, að maðurinn, sem er kjörinn til forseta, verði að þekkja tak- markanir valdsins og þær kröf- ur, sem gera verður um tak- markanir á beitingu forseta- embættisiins, en því fylgir meira vald en nokkru öðru embætti í heimi samtímans. Forsetinn á að skilja, að þjóð- inni- verður ekki stjórnað með þvingun, en hún þarfnast sér- stakrar forustu, sem er sér þess meðvitandi, að neisti for- ustunnar leynist með sérhverj- um einstaklingi, jafnt karli sem konu. Bandaríska þjóðin býr yfir mikilli orku og er gædd ná- leitum tilgangi, en eins og nú háttar er orku okkai sundrað og hugsjónum okkar tórnað á altari styrjaldarinnar. sem virð ist hafa kollvarpað beirri gætni og því velsæmi, sem okkui er og hefur verið i blóð bonð. Afli okkar hefui að verulegu leyti verið beitt til eyðingar og hinum veglegri og göfugri eiginleikum þjóðarinnar hafa verið gefin fá r.ækifæri . og smá. Næsti forseti verður að leysa góðvilja þjóðarinnar og göfgi úr læðingi með bvi að koma nýrri skipan á það. sem hún kýs að láta sitja - fvrir rúmi. Hann verður að gæða þjóðarnreyfinguna nýrri stefnu með því að frelsa fólkið sjálft.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.