Tíminn - 10.05.1968, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.05.1968, Blaðsíða 8
8 TÍMINN FÖSTUDAGUR 10. maí 1968. Viðræður í París Viðræður fulltrúa ríkisstjórn ar Eandaríkjanna og ríkistjórn ar Norður-Vietnam, uim stöðv un allra hernaðaraðgerða gegn Norður-Vietnam og önnur skyld mál — viðræður, sem eiga að leiða til formlegra við- ræðna allra deiluaðila um frið samlega lausn Vietnammálsins — eiga að hefjast í dag í fund- arsal franska utanríkisráðu- neytisins í París, höfuðborg Frakklands. Með ákvö-rðuninni um fundarstað er einum áfanga í átt til friðar í Vietnam lokið, og það, hversu erfitt var að ná þeim áfanga, gefur nokkra hugmynd um hversu erfitt mun að komast að sam- komulagi um friðsamlega lausn deilunnar. Það var 31. marz s.l., að Lyndon B. Johnson ,forseti Bandaríkjanna, tilkynnti tak- mö-rkun loftárása á Norður- Vietnam, og jafnframt að Bandarí'kjastjórn vildi með þessu sýna friðarvilja sinn og væri reiðubúin til samnin-gaivið ræðna. Nokkrum dögum síðar kom jákvætt svar frá ríkisstjórninnj í Hanoi. Síðan hófst mánaðar- deila um fundarstaðinn, og gættu menn þar frekar áróð- ursaðgerða en nokkurs annars. Hanoi-stjórnin Lagði í upp- hafi fram tillögu um, að við- ræðumar yrðu haldnar í Vars-já, höf-uðborg Póllands, eða Phom Phen, höfuðborg hins hlutlausa Kambodsj a. Bandaríkin svöruðu með til- lög-u um 15 borgir. Þó var nokkurn veginn Ijóst, V * .- Aftu-r á móti taldi Banda- ríkjastjórn sig ekki geta fall- izt á fundarhöld í Varsjá — sennil-ega af því fulltrúar Sai-gon-stjórnar í Suður-Viet- nam hafa þar ekki aðgaug. í áróðrinum liðu Bandaríkja- menn nokkuð fyrir fyrri áróð- ursbrögð sín, sérstaklega þó hina margteknu yfirlýsingu Johnsons að hann myndi fara „bvert sem er og hvernær sem er“ til að ræða um frið í Viet- nam við Hanoi-stjórnina. Fréttamenn höfðu þegar í upp-hafi bent á, að París væri bezt til þess fallin að vera fund arstaður deiluaðila. Þar hafa báðir se-ndiráð, og einnig önn- ur ríki, svo sem Kína, Suður- Vietnam-stjórn og aðrir, sem hljóta að taka þátt í endan-leg- um friðarviðræðum og samn- ingum u-m Vietn-am. Þegar Bandaríkjamenn og Norður-Vietnamar höfðu feng- ið n-óg af áróðurs-brögðunum, nánar tiltekið fimmtudaginn 3. ma-í, sendi stjórnin i Hanoi út yfirlýsingu. Þar er bent á. að ríkisstjórn Frakklands hafi þann 18. apríl boðið deiluaðilum að halda fun-di sína í París. Kvaðst Han-oi-stjórnin geta fallizt á París, eins og Varsjá eða Phom Phen. Nokkrum klukkustundum síð ar tilkynnti Johnson forseti, að Ba-nda-rikjamenn gætu einnig fal-lizf á París.' f yfirlýsingu Hanoi-stjórn-ar sagði einnig, að friðarviðræður gætu bafizt 10. mai — þ.e. í dag — eða nokkrum dögum síðar. AndsfæSingarnir Fjölmargir sendimenn, bæði frá Norður-Vietnam og Banda- ríkjunum, verða í París meðan á viðræðunum stendur. En ein ungi-s tveir menn geta talizt hinir raun-verulegu samninga- menn. Það e-r Averell Harri- m-ann af hálfu Bandaríkjanna og Xuan Thuy af hálfu Norður- Vietnam. Um Harrim-an þarf vart að fara mörgum orðum. Hann hef ur um Langt skeið verið einn helzti diplómat Bantiaríkjanna og samnin-gamaður þeirra við kommúnistaríkin, einkum Sovét ríkin. Harriman til aðstoðar verður Cyrus aR. Vance, sem er talinn efnifegastur hin-na nýrri dipiómata Bandaríkja stjórnar Hefur Vance veríð sé? legur sendimaður Johnsons for esta í ýmsum erfiðum málum. svo sem varðandi Kýpur og nú síðast Suður-Kóreu. Xuan TLiuy er aft-ur á mótj óþekktari á Vesturlön-d-um, þótt hanh sé sennil-ega lang- færasti diplómat Norður-Viet- n-am. Thuy er aðeins 55 ára gamall, og hefur verið f-ulltrúi lands síns í viðskiptum við aðrar þjóðir. og utanrikisráð herra frá apríl 1963 til sama mánaðar 1965, er hann varð ráðberra án ráðuneytis og hafð ur til taks, ef til viðræðna skyldi ko-ma. Thuy gekk í lið með Ho Chi Minh aðeins 14 ára gamall og sat oft í fangels um frönsku nýlendustjórnarinn ar í Vietnam. Hans upphaflega s.tarf var blaðamennska en han-n hefur un-danfarin ár skipt sér aðallega af sams-kiptum við aðrar þjóðir og m.a. verið for- maður utanríkismálanefndar miðstjórnar kommúnistaflokks Norður-Vietnam. Honum til aðstoðar verður m.a. Mai Van Bo, færasti diplo mat Norður-Vietnams á Vestur löndum, og Ha Van Lau, sem tók þátt í náðstefnunn-i í Genf 1954 um frið í Indúkíma. Lau er nú fulltrúi Hanoi-stjórnar gagnvart eftirlitsnefndinni, e-r skipuð var til þess að sjá um að samningurinn frá 1954 yrði virtur. Erfiðir samningar Ljóst er, að samningar verða erfiðir og geta dregizt lang- inn. Eins vírðis-t augljóst., að bardagar í Suður-Vietnam munu halda áfram. Allt frá þ-vi 31. marz haf-a bæði Bandaríkja menn og andstæðingar þeirra í Vietnam-stríðinu staðið að víðtækum hernaðaraðgerðum. Bandaríkjamenn hóf-u fyrst nokkrar sóknarlotur, vel aug- 'ýstar, og fyrir n-okkrum dög- um hófu andstæðingar þeirra árásir á 119 borgir, bæi og her stöðvar í Suður-Vietnam. Þá liafa l-oftárásirnar á Norður- Vietnam — þ.e. svæðið milli 17. og 20. breiddarbaugs — verið að magni til meiri en oftast áður þegar loftárásir voru gerðaj- á mes-tailt Norður- Vietnam. En þótt búast megi við erfið- um samningaviðræðum, þá telja sumir að Norður-Vietnam telji sig ei-ga ha'gsmuna að gæta að ná einhverjum samn- ingum fyrir forsetakosningarn ar í Bandaríkjunum í nóvem- ber n.k. Jöhnson forseti he-fur lagt það mikið í sölurnar til þess að ná friðarsamningum, að sá forseti, sem tekur við af honum, verður sennilega ekki eins ákafur í friðarsamninga, dragist þeir fram á næsta ár — eða við því getur Hanoi- stjór-nin að minnsta kos-ti búizt. Það kæmi því ekki á óvart, þótt samkomulag næðist með haustinu — en um það er auðvitað of snemmt að spá nú með nokkurri vissu. Fyrsta málið á dagskrá samn ingamann-a í París verður stöðv un allra loftárása og annarra hernaðaraðgerða gegn Norður- Vietnam, þar rtieð ta-lið stöðv,- un könnunarflugs. Bandaríkja- menn munu aftur á móti eiga erfi-tt með að fall-ast á slíkt nema á móti komi siá skilning- ur, að Norður-Vietnamar dragi úr birgða- og liðsflutnin^um suður yfir hlutlausa beltið. Ban-daríkjámenn munu vænt anlega leggja höfuðáherzlu á slíkan „samdrátt" hernaðarað- gerða. Aftur á móti má ætla. að Hanoi-stjórnin fallist ekki á verulega minnkun hernaðarað gerða. nema nokkuð öruggar 'líkur séu á pólitískri lausn deil unnar í heild. Norður-Vietnam ar, og NLF-hreyfin-gi-n, munu vissulega hafa fullan hug á að sýna landsmönnum sínum beggja vegna hlutl-ausa svæðis ins vald sitt og mátt. Leiði til víðtækari viðræðna Tel-ja verður sennilegt, að þessar undirbúningsviðræður leiði fijótlega til viðræðna um lausn deilunn-ar í heild — og í raun hafa talsmenn franska utanríkisráð-uneytisins sagt, að erfitt sé að gera skýran grein armun á þessum tveimur við- ræðuformum. Þá hlýtur í þvi samibandi að rísa upp vandamálið um, hiverj um á að bæta við í slíkum við- r;æðum; Norður-Vietnam telur t.d. Saiogn-stjómina lepp Bandaríkjamanna, og því nétt lausa. Því verður að leysa þá deilu, og erfitt er að sjá fram á aðr-a lausn, en þá er leyfir þátttöku Saigon-stjórnar, NLF- hreyfingarinnar og kínverska ALþýðuLýð-veldisins. Þeim til viðbótar munu svo væntanlega koma a.m.k. Sovétríkin og ef / til viii Bretland, en tvö síðast- n-efndu ríkin skiptu með sér forman-nssæti á ráðstefnunni um Indókína 1954, en á niður- stöðum þeirrar ráðstefnu segj- ast báðir aðilar vilja byggja nýja friðarsamninga. Ef það mál leysist, þá er komið að kjarna málsins; hver á að stjórn-a í Suður-Vietnam eftir friðarsamni-nga? Senni- legast er talið, að samkomulag náist — ef samningar verði gerðir á annað b-orð um sam- steypustjórn, sem kommúnist- ar munu eiga sæti í, og jafn- vel valdamesta stöðu í. Þá kem ur fram spurningin um það, hvernig . hægt sé að try-ggja hina hörð-u andkommúnista gegn hugsanlegri útrýmingu s-íðar meir. Annað atriði í tengslum við þe-tta er, hvernig hægt er að tryggja að Vietnam verði hlut- Lau-st á aLþjóðavettvangi og í aLþjóð-amálum, og hvernig hægt er að samein-a her Sai- gon-stjórnarinnar og her NLF. Enn kemur fram vandamál- ið um uppbyggingu Vietnam. eftir hina ofboðslegu eyðil-egg- ingu styrjaldari-n.nar. Eins um alþjóðlegt eftirlit, stjórnmála- Legt og hernaðarlegt, meðan Vietnam er að ná sér á réttan kjöl að nýju, bæði pólitískt, efnahagslega og hernaðarlega. Og svo er spurningin um sameiningu norður og suður- hluta Landsins í eitt ríki; á slík sa-meining að f-ara fram, og ef svo, þá hvenær, hvernig og undir eftirliti hverra? Eins og sjá má af þessari upptalningu, er margt vanda- málið til 4taðar. En sé raun- verulegur friðarvilji fyrir hendi, þá ætti að vera mögu- legt að ná samningum. En skil- yrði fyrir því er auðvitað, að deiluaðilar sýni sveigjanleik — og að þjóðir viðkomandi ríkis- stjórna geti sætt sig við út- komuna. Og að endingu verður að gan-ga svo frá málunum, að eftirlit með því að það, se-m um kan-n að verða s-amið, kom- ist í framkvæmd. Annars yrði þriðja Indókína-styrjöldin væntanlega á næsta leiti. Elías Jónsson. Lyndon B. Johnson að af þessurn mörgu borgum, sem n-efndar voru, kom í raun- inni aðei-ns ein til greina: Varsjá. Þar höfðu báðir aðilar sendiráð, en því var ekki að heilsa í hinum borgunum. París var loks ákveðinn fundarstaður og á myndinni sjást aðal- samningamenn deiluaðila; Avereli -Harriman og Cyrus Vance fyrir hönd Bandaríkjanna og Xuan Thuy og Mai Van Bo fyrir hönd N- Víetnam.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.