Tíminn - 11.05.1968, Side 12

Tíminn - 11.05.1968, Side 12
X f Guðmundur Gíslason, deildarstjóri í Útvegsbankanum, áritar einn hinna nýja ferSatékka. (Tímamynd Gunnar) Nýjung í íslenzkri bankastarfsemi: Útvegsbanki gefur útinnl. ferðatékka Hsím. — föstudag. ■— Út- vegsbanki íslands hefur tekið upp nýjung í íslenzkri banka- starfsemi, og látið gera ísienzka ferðatékka, sem munu gilda sem öruggur gjaldmiðill í land inu. Gilda sömu reglur um þá og erlenda ferðatékka, nema hvað ekki má selja þá erlendis og ekki þarf kaupandi að ótt ast, að þeir séu innstæðulausir og einskisverðir pappírar, eins og því miður á sér oft stað um venjulega tékka. Sala á þessum nýju ferða- tékkum hefst í aðatbankanum í Reykjavík á mánudag, en í útibúum síðar í vikunni. Kostn aður við tékkana er 1% eða sama og á erlendum ferðatékk um, en °r þó ekkert gróða larmið bak við þetta hjá bankanum, aðeins betri þjón usta. Frágangur þeirra er þannig — eftir beztu erlendum fyrir- myndum — að nær því útilokað er að falsa þá. Hver maður skrifar nafn sitt eigin hendi á ferðatékkann, að bankastarfs- manni áhorfandi þegar hann tekur við honum í bankanum — gegn staðgreiðslu, eins og áð- ur segir. Hann skrifar í annað sinn nafn sitt á tékkann í við- urvist viðtakanda, þegar hann framselur hann. Viðtakandi gengur úr skugga um, að þar sé um sömu undirskrift að ræða. Ferðatékkarnir eru síðan innleystir viðstöðulaust í Út- vegsbankanum og útibúum hans um land allt. Ef ferðatékkaihefti glatast sannanlega, gilda sérstakar reglur — einnig eftir erlend um venjum og fyrirmyndum — Framhald á bls. 23. M _■ . ÞAR VORU NÆGIR PENINGAR: Teppi seld á uppbo&i tyrír 1.245.000 krónur EJ-Reykjavík, föstudag. Það var ekki að siá, að efna- hagsörðugleikar væru ríkjandi hér á landi á uppboði á vegum Sigurðar Benediktssonar í morgun. Voru þar persnesk teppi til uppboðs, og fóru sam tals á 1.245.000 krónur. Er , haft eftir góðum heimildum, að meta mætti teppin á um 300 þúsund krónur. Gefur það nokkra liugmynd um peninga flóðið á Þessu uppboði. Dýrasta teppið á uppboðinu, sem hófst kl. 11 í morgun, fór á 95 þúsund krónur! Var það 3,17 sinnum 2.43 metrar að stærð. Næst dýrasta teppið — 3,75 sinnum 2,60 metrar — fór á 70 þúsund krónur, en þriðja dýrasta teppið — aðeins 2,15 sinnum 1,42 metrar — fór á 60 þúsund krónur. Flest hin teppanna fóru á 10—20 þúsund, en nokkur þó á 20—60 þúsund, og samtals var uppboðsverð þeirra allra eins og áður segir 1.245.00. Það voru einkum konur, er teppin keyptu, en þó mun einn kaupsýslumaður hér hafa keypt teppi fyrir hátt í 300 þúsund krónur! Sem sagt; viss hluti íslend inga hefur enn næga peninga í ævintýri sem þessi. TIL AÐ FORÐAST MARKAÐSHRUN: SÖLTUN Á SJÓ EJ-Reykjavík, föstudag. í dag voru gefin út bráðabirgða lög um ráðstafanir vegna flutnings sjósaltaðrar síldar af fjarlægum miðum nú í sumar. Samkvæmt þeim er ríkisstjórninni hcimilað að taka lán, eða takast á hcndur sjálfsskuldarábyrgð á láni, sem Sfldarútvegsnefnd tæki, að fjár- hæð allt að 15 milljónir króna, eða jafnvirði þess í erlendri mynt, til greiðslu kostnaðar við flutn- inga sjósaltaðrar sfldar til ís- lcnzkra hafna af miðunum norð austur og austur af íslandi á þessu ári. Síldarútvegsnefnd skal hafa for göngu um að hafa á hendi fram kvæmd flutninga þessa, og er henni heimilt að taika á leigu allt að fimm flutningaskip í því skyni, og gera aðrar ráðstafanr, er rauð synlegar reynast til tryggingar framgangs flutninganna. Ennfrem- ur er henni heimilt að veita öðr um aðilum fjárhagslegan stuðn- ing eða aðra fyrirgreiðslu í þessu skyni samkvæmt reglum, sem sjáv arútvegsmiálaráðherra setur. Þá segir í lögunum, að 9fldar útvegsnefnd skuli fyrir 10. júní n. k. gera áætlun um heildarkostn Erlendur ferðamaður settur í varðhald vegna þess að lögreglan skildi hann ekki OÓ-Reykiavík, föstudag. ríkjamaðurinn hafði keypt ís- Lögreglan í Reykjavík hand lenzku myntina í banka og tók í gærkvöldi bandarískan greitt fyrir í gallhörðum doll ferðamann, sem var með fuila urum. Ætlaði hann að selja tösku af íslenzkri mynt. Gekk myntina í Bandaríkjunum, en lögreglumönnunum illa að þar er greitt hátt verð fyrir skilja manninn, sem auk þess íslenzka peninga. að tala útlenzku, stamaði og Gengið hefur á ýmsu fyrir bunaði út úr sér orðaflaumi þessum erlenda ferðamanni síð þess á mflli. Var manninum an hann kom til landsins 2. stungið inn og hafður í varð maí s. 1. Fyrstu dagana skoðaði haldi í nótt. Við yfirheyrslur í hann borgina í ró og næði. eins morgun kom í ljós að Banda Framhald á bls. 23. aðinn við flutninga samkvæmt lögum þessum, og skuli sú áætlun arfjárhæð dregin frá úitflutnings andvirði saltsfldarframleiðslunnar á Norður- og Austurlandi á árinu 1968 hjá Sfldarútvegsnefnd áður en kemur til greiðslu andvirðisins til sfldarsaltenda. Áætlunarfjár- hæð þessi skal ganga til greiðslu kostnaðar við fiutningana og end urgreiðslu lánanna ásamt vöxtum. Verðiagsráð Sjávarútvegsins slkal leggja áætlun Sfldarútvegsnefndar sem áður er nefnd, til grund- vallar verðlagningu sumarsfldar til söltunar á þessu ári. Skal hinn áætlaði hei'ldarkctstnaður við fltrtn ingana við verðákvörðun skiptast til helminga milli útgerðarmanna og sjómanna annars vegar og sfldarsaiitenida hins vegar. Ef kostnaður við þessa flutninga reyníst mimei en áætlun Sfldar- útvegsnefndar gerir ráð fyrir, skal sú inneign geymd á sérstök um reikningi til næsta árs til ráðstöfunar sambvæmt ákvörðun Verðlagsráðsins. Reynist kostnað- ur aftur á móti meiri en áætlunin gerir ráð fyrir, skal sá viðbótar kostnaður greiddur af útflutnings andvirði saltsildarframleiðslunnar á N- og Austurlandi á árinu 1969, skal Verðlagsráðið leggja þann viðbótarkostnað til grundvallar við verðákvörðun sumarsíldar til sölt unar vorið 1969, skiptast til helm inga milli útgerðarmanna og sjó manna annars vegar og síldarsalt enda hins vegar. Þá er einnig tekið fram, að sjáv arútvegsmálaráðherra geti sett reglugerð um nánari framkvæmd laganna. AÐSTOÐ FLUGVELA VIÐ SKIP í ÍSSIGLINGUM NAUÐSYNLEG PB-Reykjavík, föstudag. Allmörg skip hafa að undan- förnu átt í miklum erfiðleikum vegna siglinga í isnum fyrir aust- an og norðan land. Hafa skipin jafnvel festst í ísnum og orðið fyrir mildum töfum. Nú síðast festist Stapafell í ís út af Sléttu, en skipinn var hjálpað áleiðis til Akureyrar úr lofti. Voru það flug vélar frá Tryggva Helgasyni og Lamdhelgisgæzlunni, scm veittu skipinu aðstoð. Blaðið sneri sér til Hjartar Hjartar framfcvæmdastjóra Skipa- deildar SÍS og spurði hann nánar um þessa óvenjulegu aðstoð við skipið. irjörtur sagði, að ekki væri mikið um slíka aðstoð, og í rauninmi allt of lítið. og ætti i framtíðinni að reyma að bjarga þeim la'ndsh'luitum, sem verða ininflokaðir vegnia hafíss, þá yrði að gera meira af því, að flugvél ar aðstoðuðu skip á sigilingaleið- unum í íisnuim. — í fyrrinótt, þegar Stapafellið var orðið fast í ísnum, eftir að það hafði haldið frá Raufarhöfn áleiðis til Akureyrar, og skipstjór- inn talaði við mig, fór ég að at- huga um möguleika á að fá flog- ið yfir þetta svæði til að veita skipstjóranum nánari upplýsimgar um, hvernig ísinn væri alls staðar í kringum hann, Óvíst var um nœsta fl,ug h,já Landhelgisgæzl- unni, svo að ég fékk Tryggva Helgason tfl þesis að líta á þetta svæði. Hann var á leið tii Egfls- staða og Vopnafjarðar kl. 10 í gærmorguin, og við fengum hann til þess að fara á leiðinni frá Vopnafirði út fyrir Sléttu, þar sem skipið var þá. Hann gaf skip- stjóranum upplýsingar um, hvenn- Framhald á bls. 23. Alit nefndar um tíldveiðina bls. 2 Fél. Framsóknarkv. Rvk heldur fund miðvikudaginn 15. mai kl. 8,30 e. h. í fundarsal Hal! veigarstaða. Fundarefni: 1. Ólaf- ur Jóhannesson, prófessor. for- maður Framsóknarflokksins. flvt ur ávarp. 2. Kári Jónasson sýnir kvikmynd og spjallar um umferð armál. 3. Félagsmál. — St.jómin.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.