Tíminn - 30.05.1968, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 30. maí 1968
5
TÍMINN
Norðlenzkir
söngvasvanir
Hannes J. Magnússon skrifar:
Laugardaginn 18. apríl söng
karlakórinn Geysir frá Akur-
eyri í Gamla Bíói fyrir fullu
húsi áheyrenda og við ágætar
viðtökur. Geysir hefur jafnan
verið með fremstu karlakórum
landsins og heldur ‘því sæti enn.
Þetta á ekki að vera neinn
söngdómur, til þess skortir mig
faglega þekkingu, en ég met
söng eftir því, hvaða áhrif hann
hefur á mig persónulega, og
Geysir hefur alia tíð skilið eftir
eitthváð í hiér, sem ég hef get-
að tekíð með mér heim og bú
ið lengi að. Geysir er í ágætri
þjálfun nú og ég hef aldrei
heyrt hann syngja betur.
Kannski jafnvel á hinum góðu
og gömlu dögum, þegar Ingi-
mundur Árnason var upp á sitt
þezta og stjórnaði kórnum af
sinni alkunnu listrænu smekk-
visi og skaphita. Þama komu
fram margir einsöngvarar, en
mesta athygli held ég að hafi
vakið bassasönigvarinn Sigurður
Svanbergsson. Stjórnandi kórs-
io'S, Jan Kisa, og undirleikar-
inn eru listamenn hvor á sinu
sviði. Þó að Geysir kæcni norð-
an úr kuldanum og hafísnum
báru raddir söngmannanna
sannarlega engin merki þess.
Þar var aðeins að finna birtu
og hlýju, sem gædd var list-
ræn-um þokka.
Hafi Geysir hugljúfar þakkir
fyrir komuna og sönginn. Mér
þótti, sem ég væri kominn norð
ur á gamlar slóðir meðan Geys-
ismenn fylitu salinn í Gamla
Bíói af tónum, elskulegum, hrif
andi tórium.
Ég þakka fyrir ógleymanlega
skemmtun“.
Prestar bera sig
illa
Sveitakennari skrifar:
„f febrúarhefti Kirkjuritsins
þ. á. birtist grein eftir sr.
Bjarna Sigurðsson á Mosfelli
með yfirskriftinni: Lái hver
sem vill. Greinin er allvel rit-
jafnhámenntuðum manni og
Bjarni er, en hann hefur emb-
ættispróf í lögfræði og guð-
fræði. Einkum var þgð ein setn
ing gireinarinnar, sem ég stað
næmdist við: „Prestum er gjör
samlega tjm megn að kosta
börn sín til skólanáms í fjar-
lægum stað." Já, hvað mættu
þá aðrir segja, tekjul'ægri, s. s.
bændur (tekjulægsta stétt
landsins) og kennarar, sem úti
á landsbvggðinni búa. Þeir
verða að kosta börn sín til
framhaldsnáms £ fjarlægum
stað af sínum lágu tekjum.
Presturinn barmar sér fyrir
hönd stéttar sinnar um lág
laun. Hver eru þau? Samkvæmt
kjaradómi eru almennir sókn-
arprestar í 21. launaflokki.
Kennarar eru í 16. launaflokki.
Að vísu er munur á menntun
þessara stétta mikill, en báðar
þurfa að lifa og ala upp börn
í flestum tilfellum. Við föst
laun sóknarpresta bætast tekj
ur vegna aukaverka. Þær murui
að vfsu litlar víða úti á landi,
en minnast má á þær. Hlunn
indi stór mega það teíjast, og
ekki óveruleg launabót hjá
prestum, að vera svo til í leigu
lausu húsnæði. Og tæplega eiga
prestar börn eða unglinga, sem
þurfa að kosta til náms fjanri
heimili, fyrr en þeir eru komn
ir nokkuð til ára og þá búnir
að hljóta verulegar aldurshækk
anir í launum, en munur á
byrjunarlaunum og fullum laun
um er talsverður.
Staðaruppbót
1 lok greinar sinnar minnist
presturinn á staðaruppbót til
presta, sem í dreifbýli búa, og
telur harfa enga allsherjarlausn
en spor í rétta átt. Hverjir
þurfa að fá staðaruppbót, ef
prestar þurfa á henni að
halda? Ég get svarað þvi: allir
læknar, kennarar, dýralæknar,
sýslumenn (er búa í sveita-
þorpi, þar sem enginn er
framhaldsskólinn), ljósmæður
að sjálfsögðu. Það er ljóta grey-
ið að vera embættismaður úti á
landi, eins og ofangreindar stétt
ir verða að bera enn bótalaust.
En fái prestar almennt staðar
uppbót, þeir, sem eru svo
ólánssamir að búa í sveit, er
bætt við að fleiri stéttir þar,
kostaðar til starfa af rrkisfé,
fari í kjölfarið. í landi, sem er
að fara á hausinn fjáiihagslega
af ýmsum ástæðum, hentar illa
kröfubörð launapólitík. Og
prestum sæmir illa að ganga
þar á undan. Helzt þyrftu þeir
að snrá blaðinu við, en bætast
ekki í þann sultarkór, sem nú
er kyrjaður af mörgum vel
launuðum stéttum, og á rætur
að rekja til þeirrar lífsþæg-
indagræðgi, sem þjáir landslýð
inn."
Sveitakennari.
uð eins og við er að búast af
MISHVERF H FRAMLJÓS
Ráðlögð af Bifreiðaeftirlitinu.
VÖNDUÐ V.-ÞÝZK TEGUND
7" og S%"
fyrirliggiandi
SMYRILL, Laugavegi 170 — Sími 12260
Lumberpanel
alcote veggklæðning
PÁLL ÞORGEIRSSON
Sími 16412.
Royalcote er tilbúin til
uppsetningar, fullfrá-
gengin í plötum 244x
122 cm í hnotu, eik,
marmara og pekan.
Royalcotc er falleg og
endingargóð veggklæðn
ing.
Stærðir 270 og 250 cm.
lengd og 30 og 20 cm.
á breidd. Margar viðar-
tegundir.
Lumperpanel viðarþilj-
ur eru löngu kunnar
um land allt fyrir hag-
stætt verð og frábær
gæði.
Ab gefriu. tilefni
er vakin athygh á því, að skipting lands t. d. í
sumarbústaðaland er háð sérstöku samþykki
hlutaðeigandi byggingarnefndar. Bygging sumar
bústaða er eins og bygging annarra húsa óheimil
án sérstaks leyfis byggingarnefndar, ef bygging
er hafin án leyfís, verður hún fjarlægð bótalaust
og á kostnað eiganda.
Byggingarfufftrúinn í Reykjavik,
Byggingarfwfftrúinn í Kópavogi,
ByggingarfuHtrúinn á Seltjarnarnesi,
Byggingarfulltrúinn í Garðahreppi,
Byggingarfuiltrúinn í Hafnarfirði,
Byggingarfulltrúinn í Mosfellshreppi,
Oddvitinn í Bessastaðahreppi,
Oddvitinn í Kjalarneshreppi.
Frá Samvinnuskólanum,
Bifröst ^
I
Umsóknir um Samvinnuskólann skulu hafa bor-
izt fyrir 1. júli 1968. Inntökuskilyrði eru gagn-
fræðapróf eða landspróf og fylgi afrit
af prófskírteíni umsókninni. Umsóknir berizt
skrifstofu skólans, Sambandshúsinu við Sölvhóls
götu, Reykjavík, merktar: Samvinnuskólinn,
Bifröst — Fræðsludeild.
Samvinnuskólinn Bifröst.
Á VÍÐAVANGl
Perla borgarlandsins
f fróðlegri grein, sem
Kristján Benediktsson, borgar
fulltrúi skrifaði í blaðið um
framtíS Elliðaánna í Reykja-
vík, upplýsti hann m.a., að
framtfð Ellíðaánna væri í
stórhættu vegna mengunar ár-
vatnsins. Að því máli hefur
síðan verið vikið nánar í blað
inu. Kristján hóf grein sína
nreð þessum orðum:
„Elliðaárnar eru að ýmsu
Ieyti einstæðar í sinni röð.
Þær hafa í áratugi séð Reyk
vikingum og öðrum nágrönn-
um fyrir ljósi og hita og veitt
fjölmörgum þeirra ógleyman-
legar ánægjustundir með feg-
urð sinni og óvenjulegri laxa-
gegnd. - Þeir hljóta að vera
margir Iaxarnir, sem komið
hafa úr Elliðaánum, frá tíð
Ingólfs til okkar daga. Siðari
ár hefur laxagcgnd í árnar
ý verið slík, að þar hefur að
meðaltali verið einn lax á
hvern lengdarmetra allt frá
árósum til Elliðavatns og stund
Ium meira, þegar mest hefur
verið, siðari hluta sumars.
Engin höfúðborg í viðri ver-
öld getur státað af slíku djásni,
sem Elliðaárnar eru í raun og
veru. Þær eru sannkölluð perla
í borgarlandinu'1.
Höldum vatninu
ómenguðu
I niðurlagi greinar sinnar
nefnir Kristján m.a. þetta, sem
gera þurfi, fyrir Elliðaámar
og nágrenni þeirra:'
1. Elliðaárnar ber að vernda
í núverandi mynd og umfram
allt varðveita þær áfram sem
laxveiðiár. f þeim efnum er
þýðingarmest að halda vatninu
hreinu og ómenguðu.
2. Við mannvirkjagerð i ná-
grenni ánna og við þær, þarf
að gæta ýtrustu varkárni, svo
að umhverfinu verði ekki
spillt.
3. Draga þarf úr flóðahættu
í ánum og spjöllum, sem þau
valda. Þeir aðilar, sem mestra
hagsmuna hafa að gæta í sam-
bandi við árnar, eiga að bind-
ast samtökum um nauðsynleg
ar framkvæmdir til að minnka
flóðahættuna.
4. Engar byggingar á að
lcyfa nær Elliðaánum eða Ell-
iðavatni en a.m.k. 50 metra og
fjarlægja strax öll þau óleyfis-
hús, sem reist hafa verið inn-
an þessara marka á árbökkun-
um eða við vatnið.
5. f Elliðavatni á eingöngu
að rækta silung. Æskulýðsráð
á að fá umráð yfir vatninu og
starfrækja sérstaka veiði-
klúbba fyrir unglinga borgar-
innar og gefa þcim kost á að
veiða í vatninu undir tilsögn
kunnáttumanna.
6. Gera þarf hið fyrsta full-
nægjandi ráðstafanir til að
fyrirbyggja að yfirborðsvatn
komist í vatnsból borgarinnar
í Gveudarbrunnum.
7. Koma þarf upp fullkom-
inni aðstöðu til skíðaiðkunar
fyrir börn og unglinga í Ártúns
brekkunni.
8. Þá þarf að liggja ljóst fyr-
ir, hvaða aðili hefur yfirstjórn
á Elliðaánnm og ber ábyrgð
Í| á þeim og mannvirkjum, sem
íj í þeim ern.“