Tíminn - 30.05.1968, Blaðsíða 13

Tíminn - 30.05.1968, Blaðsíða 13
FEHMTUBAGUR 30. maí 1968 TIMINN ÍÞRÓTTIR Manciiester tltd. Evrópubikarmeistari BG-Reykjavík, miðvikudag. í gærkvöldi léku Manchest er Utiited ©g Benefica til úr- slita f Evrópubikarkeppninni á Wembley, og sigraði Manch Utd. með 4:1, eftir framlengd an leik. Eftir venjulegan leik- tíma var jafntefli 1:1, og var þá framlengt. Fyrstu 30 míuútur leiksins var mikið barizt og bnitu leikmenn af sér á báða bóga. í hálfleik var staðan 0:0. Á 8. mín. síðari hálfleiks skor- aði Bobby Charlton eftir mjög góðan einleik hjá Best. Charlton EOP-mótiö 31. maí Föistudaginn 31. þ. m. fer fram hið árlega EÓP-mót KR á Melavellinum í Reykjavík. Keppt verður í eftttöldum grein um: Karlar: 100 m. hl„ hl„ 4x100 (0 m. hl„ 1500 m. boðhl., kúluvarp, kringluk’ast,. sleggjukast, Nxstangar stöbk, hástökb, langstökk. Drengir 17- 100 m. hl. -18 ára: Sveinar 16 ára og yngri: 60 m. hl. Stúlkur: 100 m hl. og hástökk. Þátttökutilkyinningar þurfa að berast í síðasta lagd fyrir fimtntu dagskvöld 30. þ. m. á Melavöllinn. Mótið hefst á sleggjukasti kl. 19.30, en aðrar greipar kl. 20.00 Stjórn Frjálsíþróttadeildar KR. - Síðasti leikur Middlesex Wanderers í kvöld gegn tilraunaliði landsliðsnefndar Hsím, miðvíkudag. — Brezka áhugamannaliðið Middlesex Wandercrs leikur þriðja og síðasta leik í kvöld i bessari þriðju heimsókn þeirra til íslands og mæ,tir þá liði, sem Landsliðsnefnd Knattspyrnusam- bands fslands hefur valið. í íslenzk'a liðinu eru margir margreyndir landsliðsmenn, en svo afhir nokkrir, sem aldrei hafa komið við sögu í sambandi við landsleiki. Má þar til dæmis nefna Viktor Helgason frá Vestmannaeyjum og Guðmund Þórðarson frá Breiðabliki í Kópa- vogi. Samkvæmt upplýsingum Haralds Gislasonar, en hann er í landsliðs nefnd ásamt þeim Hafsteini Guð mundssyni, Keflavík og Helga Eysteinssyni úr Víking, verður lið ið þannig skipað. talið frá mark- manni að vinstri útherja. Sigurður Dagsson, Val, Guðni Kjartansson, Keflavík, Þor steinn Friðþjnfsson. Val, Ársæll Kjartansson. KR, Viktor Helgason Vestmannaeyjum, Magnús Torfa son, Keflavík, Matthías Hallgríms , son, Akranesi, Eyleifur Hafsteins !son. KR, Hermann Gunna,'sson, Val, Þórólfur B-’ck, KR og Guð mundur Þórðarson. Breiðabliki. Varamenn i leiknum verða i Samúel Gústafsson, Akureyri, Anton Bjarnason, Fram, Gunnar Gunnarsson, Víking, Helgi Núma- son, Fram og Kári Árt|ason, Akur eyri. Eins og áður segir er þetta þriðja heimsókn Middlésex Wand- erers til íslands og hefur liðið, sem nær eingöngu er skipað brezk um landsliðstpönhum, aldrei tapað leik hér, hins vegar einu sinni gert jáfntefli við KR 3:3, eftir að hafa- unnið íslenzkt tilraunalands- lið í leiknum á undan með 6:1 I Ef til vill tekst hinu mjög svo til- raunakennda landsliði íslenzku landsliðsnefndarinnar. að koma í veg fyrir. að brezka liðið fari ósigrað héðan. Leikurinn hefst á Laugardalsvelli kl. 8,30. skoraði með skalla, sem er mjög sjaldgæft hjá honum. Manchester United sótti mikið naestu 20 mín. en tókst ekki að skora. Benefica komst í gang siðnstu 12 mínút- urnar, og tókst að skora er 11 mín. voru eftir til leiksloka. Var Graza þar að verki. Stepney bjarg aði tvisvar með glæsilegum út- hlaupum. í framlengingúnni: ‘voru Heik-. menn beggja liða orðnir þreyttir. Strax á 2. mín.. framlengingar skorar Best glæsilegt mark eftir sólóspil, og stuttu síðar eða á 4. mín. bætti hinn 19 ára Kidd þriðja markinu við og var staðan þá orðin 3:1 Englendingum í vil. Á 9. mín. skoraði Bobby CJharlton fjórða og síðasta m-ark leiksins. Manchesterliðið var betra liðið í framlengingunni eins og mörkin sýna. Lítið bar á hinum þekkta Eusibíó frá Portúgal í leiknum. Eftir leikinn urðu gífurleg fagn- aðarlæti á Wembley og jafn-framt á Old Traford í ManOhester, heimavelli liðsins. Framhald á bls. 16. Einar Guðnason sigraði í fyrstu golfkeppni GR Efns og skýrt var frá á síðunni i gær slgraði Middlessex Wanderers (slandsmeistara Vals á Laugardalsvelll fyrrakvöld með 2:1. Leikurinn var heldur þéfkenndur og daufur og sigur hins brezka liðs i minnsta lagi. Fyrrl hálfletk lauk án þess mark væri skorað, en snemma f siðari hálfleik skeraði Campel! fyrir Middlesex. Val tófcst að jafna á 27. mín. og skorsði Hermann Gunnarsson markið. Sigurmarkið i leiknum skoraði Dead- man eg gaf þar með Valsmönnum „dauðahögglð“. Ljósmyndarl Tímans, Gunnar, tók myndina hér að ofan og á Reynir Jónsson þar i höggi við enskan varnarmann, og hafði Bretlnn betur í þeirri viðureign. Landsliðsnefnd reynir marga nýja leikmenn Nýlokið er á golfvellinum í Grafarholtslandi keppni G.R. um Hvítasunnubikarinn. Keppni þessi er ein af stærri keppnum félags ins. Bikar sá, er keppt var um, var gefinn Golfkiúbbi íslands en svo hét G.R. fyrstu ár golfíþróttar innar á íslandi. Einn af frumherj um þess klúbbs Ólafitr Gíslason stórkaupm. vann þennan veglega farandgrip fjystur manna árið 1937. Fjölmargir kylfingar hafa un-nið 'þessa hefð oftar en einu sinni sið ar. Sá, sem oftast héfur unnið eða fimm sinnum alls, er Ólafur Ág úst Ólafsson, sonur þess manns, er fyrstur bar sígpr úr býtum. iHvításunnukepþnin' 1968 hófst að Vanda'með- undirbúnmgskeppni með forgjöf, þar ’sem keppt var um þau 16 sæti, er rétt gefa til þáttt’oku í framhaldskeppninni. Ljiómiandi veður var þann dag, þ. e. laugardaginn 18. maí. Leikn ar voru 18 holur með forgjöf og voru þátttakendur um, 35 talsins. Augljóst var, að árangur var al- mennt mun betri nú en í fyrstu keppninni viku á undan. Hér kemur svo árangur 3j'a beztu manna þennán dag. Með fongjöf: 1.2. Arnkell B. Guðmundsson og Jón Thorlacius á 66 höggum 3. Gunnlaugur Ragnarsson 69 h. Án forg.iafar: ( 1. Einar Guðnason 81 högg 2. Annkeli B. Guðmundsson 83 h. 3. Tómas Ánnason 86 h. Framhaldskeppnin: Þeir 16 kylfingar, sem áfram komust, léku siðan tveir og tveir innbyrðis holukeppni í útsláttar formi næstu viku á eftir. Keppni var mjög hörð og urðu sumir að hefja aðra umferð á vellinum, áð ur en úrslit fengust. Þessi keppni var lika leikin með forgjöf. þ. e. á jaf'naðargrundvelli. Þeir tveir er eftir stóðu á laugardaginn 25. m-ai, voru Einar Guðnason (for- gj. 8) og Sveinn Snorrason (15). Til úrslita yoru leiknar 18 holur eins og í undanrásunum. Lengí' vel mátti ekki á milli sjá en á siðustu tveimur holunum tryggði Einar sér sigur og varð þar með sigurvegari í keppninni um HvítasunTiubikarinn 1968 Völlur félagsiris er nú að verða allsæmi lega leikhæfur enda fjöldi fólks, sem nýtur þar golfleiks og útiveru dag hvern. Nýlega er hafin veit ingaþjónusta í hinu glæsilega fé lagsheimili, þar sem veitingar eru fram reiddar frá kl. 2—10 dag lega. Kappleikianefnd G. R. býður öllum kylfingum innan G.S.Í. til opinnai' keppni í tvíliðaleik, sem fram fer á Grafarholtsvelli þriðju daginn 4 júní n. k. kl. 19.30 s. d. Laugardaginn 1. júní fer fram hin árlega Jason Clark keppni G.R., sem að þessu sinni verður 18 holu höggleikur í stað 36 áð- ur. Hsimsfrægir júdókappar væntanlegir í j'úlí n. k. er japaninn Icih- ■iro Abe, 7. dan, væntanlegur hingað ’til þess að kenna á námskeiði hjá Judofélagi Rej'kj'avíkur. En hann er einn af fulltrúum Japanska Judo- sambandsins i Evrópu. Um svipað leiti kemur hing að einnig Syd Hoare, nú aðal- þjálfari Budokwai í London, til þess að kenna hjá félaginu og mun hann dvelja hér nokk urn tíma. Syd Hoare er 4. dan Judo og einn af snjöllustu judomönnum í heimi, í milli- vi'gt, með mikla keppnisreynslu. Má vænta mikils árangurs af kennslu þessara reyndu þjálf ara og keppnismanna hjá fé- laginu. Judofélag Reykjavdkur er eitt af yngstu íþróttafélögum hér í borg, en það hefur starf að af miklum krafti að undan förnu. Félagar þess eru nú á annað hundrað að tölu, mest ungir og margir mjög efnileg- ir judomenn. Einnig hefur fé lagið á að skipa nokkrum judo mön’num, sem segja má að hafi orðið nok'kurra reynslu á al- þjóða mælikvarða, er skemmst að minnast þess að það átti tvo keppendur á Judomeistara- móti Norðurlanda, sem fram fór í Danmörku í aprí,l s. 1„ en slíkt mót verður haldið næst i Svíþjóð eftir tvö ár, og er þegar farið að hugsa fyrir und irbúningi undir að taka þátt í þvi og senda þá fleiri kepp- endur. Þátttaka í alþjóða Judo keppni krefst mikils undirbún ings og þjálfunar og því fyrr, sem þjálfun með slíka keppni fyrir augum er hafin, þeim mun meiri líkur fyrir góðum árangri. Það skal tekið fram, að hægt er að geras* félagi í Judofé lagi Reykjavíkur hvenær sem er, og fá byrjendur strax til- sögn hjá reyndum judomönn- um, þeir geta lika fengið æf- ingabúni'nga, mjög vandaða, á staðnum. Æfingar eru á mánu dögum, þriðjudögum, fimrntu- dögum kl. 8—10 s. d. og á laugardögum kl. 2—4 e. h. á 5. hæð í húsi Júpiter Sf Mars á Kirkjusandi. J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.