Tíminn - 30.05.1968, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.05.1968, Blaðsíða 2
 ,Ber ai vona ai brestí ei gjald' Líti ég yfit liðin svið laus úr gleymsku skorðum staldrar hugur stundum við styrjöldina forðum. Full'hugamh' fóru af stað, förnuðu háu gjaldi. Hitlers geymir benja blað bitra sögn á spjaldi. Lituðust blóði lönd og flöð lengi stóð sá fundur. Hverheit glóðin kólna óð kurlaði þjóðir sundur. Huggðu margir hættu þá heimi myndi farga, Ohurrhill varð þó ofaná , ' eftir herferð fnarga. Hræddist hvorki um haf né storð að hildarleikjum kenndur. Mun hans geymast máttarorð meðan heimur stendur. Svo varð hildarsóknin full svitaði dreiri lendur ásamt honum glitti í gull við gömlu íslandsstrendur. Trúin flytur fjöll. — Vi8 flytjum allt annað SENDIBÍLASTÖÐIN HF, BÍLSTJORARNIR AÐSTOÐA Lyftust bninir lýðum á leystir orkubandi fjármála varð þekking þá þúsundföid í landi. Margan fýsti í feitan hupp svo fæstir lítt við undu betri kýrnar allar upp átu á sömu stundu. Stjórn og ráði ei banka brá að bjarga þetta árið gleggst fannst leið að gera þá gengisfall í sárið. Ber að vona bresti ei gjald bjargir margt þó tefur annars meðal einkavald ísinn tekið hefur. Guðjón Jónsson frá Hcnnundarstööum Fjórðungsmót hesta- manna á Austuriandi Á vegum Búnaðarfélags íslands og Landssambands hestamanna verður haldið Fjórðungsmót á Austurlandi dagana 27. og 28. júlí í sumar. Eru það hestamannafélög in á Austurlandi er að mótinu standa, en Hestamannafélagið Freyfaxi á Héraði hefur tekið að sér að sjá um framkvæmd móts- ins. Hefur félagið kosið eftirtalda menn i undirbúningsnefnd or vinnur i samvinnu við stjórn fé lagsins, en formaður hennar er Pétur Jónsson Egilsstöðum. Jón- as Magnússon, Uppsölum, Gunnar Egilson Egilsstöðum, Jón Bergs- son Ketilsstöðum, Ástráður Magn ússon Egil’sstöðum og Sigfús Þor- steinsson Egilsstöðum sem er for maður nefndarinnar. Nefndin hóf undirbúning mótsins s.l. suinar með byggingu sýningarsvæðis og hlaupabrauta í námunda við Fé- lagsheimilið Iðavelli á Völlunu Sýningarsvæðið var þá einnig girt með 2.5 km. langri girðingu, en eftir er að koma upp girðing- um fyrir langferðahesta og hólf- um fyrir sýningar- og kappreiða- hross. Við sýningarsvæðið eru ágæt tjaldstæði á bökkum Grímsár. Ætlunin er að sýningarsvæði þetta verði framtíðar athafna svæði hestamanna á Héraði og á að geta orðið gott þcgar frá þvi hefur verið gengið til fulls. Til þess þarf mikið fjármagn og hef ur nú verið efnt til happdrættis til fjáröflunar. Vinningar eru 3 hross ’ og verður dregið í því að kvöldi' síðari mótsdagsins. Nokkr- ir miðar hafa verið sendir Hesta- mannafélögum víðsvegar um land Frámhald á bls. 15. TIMINN FIMMTUDAGUR 30. maí 1968 Þátttakendurnlr á húsmæðravikunnj að Bifröst. 42 konur á húsmæðraviku kaupfélaganna og SÍS Ilin árlega Húsmæðravika kaup félaganna og Sambands íslcnzkra samvinnufélaga var að þessu sinni haldin í Bifröst dagana 19. til 25. maí. Vikuna sóttu 42 konur frá 12 kaupfélögum. Margar húsmæður, sem sótt höfðu um vikuna gátu ekki komið vegna vorharðinda og erfiðra heimilisástæðn’a.. Á Húsmæðravikunni voru flutt 18 erindi um margvísleg efni auk sýnikennslu í matreiðslu. Farið var í heimsókn til Húsmæðraskól ans að Varmalandi, skólinn skoð- aður ásamt sýnishornum af handa vinnu nemenda og notið hinna ágætu veitinga I boði skólans. Á kvöldin vorn um hönd höfð ýmis skemmtiatriði og vikunni lauk með kvöldvöku, sem gestir vikunnar, húsmæður sjálfar, sáu uim. Heiðursgestur Húsmæðravik- unnar að þessu sinni var frú Guð ron Árnadóttir skáldkona frá Lundi. Dagskrársljórn hafði á hendi Páli H. Jönsson frá Laugum en heimilisstjórn í Bifröst frú Þóra Einar9dóttir, vegna fjarveru frú Guðlaugar Einarsd’óttur, sem jafn an_hefur staðið þar fyrir móttök- um á fyrri Húsmæðravikum. TIZKUSÝNING í kvöld, fimmtudagskvöld, gefst gestum á sýningunni íslendingar og hafið, kostur á að horfa á tízkusýningu. ^Sýningin hefst kl. 8,30 í veit- ingasaln’Um uppi í Laugardals- höllinni. Sýndur verður kven- og unglingafatnaður frá Verðlistan- um, skór frá verzluninni Sólveigu í Hafnarstræti og Kórónaföt og Marlshro-frakkar fná Herrahús- inu, Aðalstræti. SUMARSTARF- SEMI ÆSKU- LYÐSRÁÐS KÓPAVOGS ÆskulýSsráð Kópavogs er að hefja sumarstarfsemi sina þessa dagana, og munu cftirtaldir klúbb ar starfa: Stangavciðiklúbbur, en þar er meðlimum klúbbsins gef- in kostur á ódýrum veiðiferðum þrisvar í viku og veitt tilsögn í meðferð vciðistangaj Ferða- og skemmtikiúbbur, þar sem meðal annars er fyrirhugað að fara og skoða fuglalíf, og í skelja- og stcinasöfnun, cinnig f kvöld- og lielgarferðir og stuttar lijólreiða- ferðir um næsta nágrenni Kópa- vogs. Þá mun einnig starfa siglinga- klúbhur, en sá klúbbur var endur vakinn í fyrrasumar af1 æskulýðs- ráðunum í Kópavogi og Reykja- vík, en klúbburinn hafði verið stofn’aður af þessum aðilum í júni 1962 og hefur hann nú yfir að ráða allgóðum bátakosti, og unnið hefur verið að því nú í vor að lagfáera athafnasvæði, bæði R’eykjavík'urmegin og Kópavogs- megin í Fossvogi. Klútoburinn nwn starfa flest kvöld í viku frá kl. 18—22 og einnig á laugar- dögum kl. 14—19. Unglingum 12 ára og eldri er heimil þátttaka. 4. júní hefst svo íþrótta- og ieikjanámskeið fyrir börn 5—13 ára og verður þátttakendum í leikjanámskeiðinu gefinn kostur á stuttum ferðalögum bæði göngu ferðum og bílferðum. Þá verður einnig efnt til kvikmyndasýninga og ýmisskonar skemmtiatriða i æskulýðsheimilinu. Þar verður einni'g „opið hús“ fyrir . unglinga á þriðjudagskv. kl. 20—22,30. Æskulýðsráðið hefur nýverið eignast mikið af skemmtilegum leiktækjum. sem ekki hafa áður þekkzt í slí'kum heimilum hér á landi. Skrifstofa Æskulýðsráðs verður opin alla virka daga, nema laugar daga, kl. 14—15,30 og þar eru veittar allar upplýsingar um starf semi ráðsins, simi 41866. Æskulýðsfulltrúi Kópavogs er Sigurjón Ingi Hilaríusson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.