Tíminn - 30.05.1968, Blaðsíða 8
8
TIMINN
FIMMTUDAGUR 30. maí 1968
Sigurvin Einarsson alþm.
SKO
Ýmsum kann að vera ó-
kunnugt um það hvar Sko-r
er, þar sem Bggert Ólafsson
kivaddi landið í síðasta sinn,
þann 30. maí fyrir réttum 200
ánum. Þetta er ekki óeðlilegt,
því að Skor er fjarri því að
vera í alfararleið. Þó munu
sjófarendur hafa af henni
niokkur kynni, því að Skorar
boðar ná alllangt út £rá landi
og eru viðsjárverðir. Bót er
þó í máli að 1954 var Skorar-
arviti byggður.
Eins og sj'á má af jarðabók
Árna Magnússonar, er Skor
gömul bújörð á Rauðasandi í|
Vestur-Barðastrandarsýslu. Ár |
ið 1703 er hún í ábúð, en ekki
talin lögbýli. Heimilisfólk erg
þar þá 9 manns. Búsíofn erg
3 nautgripir og um 50 fjár. |
Á þessum tíma er verstöð íg;
Skor og sækja menn þangað
til róðra að vori til af næstu
bæjum, t. d. gengu þaðan 3g
skip 1703.
Ekki þætti Skor merkileg
bújörð nú á tímum og var það
reyndiar ekki heldur þá. Þesss
ber þó að geta að flest kotin
á Rauðasandi, sem í byggð
voru um aldamótin 1700, eru
enn lftilfj örlegri, ef miðað er
við bústofn. Er það sauðféð,
sem er fleira í Skor, en á
hinum kotunum, enda er vetr-
arbeit góð þar, en auk þess
nokkur fjörubeit.
Að sj'álfsögðu er það' útræð-
ið, sem gert hefir Skor byggi
lega, þótt fjarri sé þvi að
lending sé þar góð, er þarna
tiltölulega stilltur sjór í
norðan og norðaustan átt og
má því vel stunda róðra það-
an að sumri til. Nafnið Skor
er dregið af alldjúpu sundi,
er skerst suð-vestur frá sjáv
arbökkum út í gegnum sker
og hleinar á nokkurt dýpi.
Sundið nær inn í bakkana og
verður þar Sborarvogur og
er? þar lendingin.
Graslendi er mjög takmark-
að í Skor, hallandi valllendis-
bakkar og mýrarsund, svo og
grasteigar, er ná allhátt upp
snarbratta hlíðina. • Allt er
graslendið móti hiásuðri, nýt-
Sigurvin Einarsson
ur það sólar, sem bezt má
verða og skjól er þar frábært
í norðan næðingum. Vafalaust
hefir sauðfé ekki verið ætlað
þar neitt heyfóður, enda var
svo víðar, þar sem vetrarbeit
var góð.
Allt að klukkustundar
gangur hefur verið úr Skor
til næsta bæjar, sem þá var
Sjöundiá. En erfiðari og við-
sjárverðari var þessi bæjar-
leið en flestar aðrar þar um
slóðir. Fara varð svokallaðar
Skorarskriður, sem eru háar
og snarbrattar, allt nið/r á
sjávarkletta. Ekki var svo
mikið, sem um hestagötu að
ræða, því að Skoranskriður,
ytri og innri, eru hestum ó-
færar vegna brattlendis. Lá
leiðin þvert yfir skriður
þessar hátt frá sjó og því erf-
ið gangan upp frá Skor, en
nokkru lóttari ganga, þegar
farið var til baka frá Sjöundá.
Sauðkindin hefir markað ör-
mjóan troðning yfir þessa
geigvænlegu skriðu og er það
sá eini vegur, er menn urðu
að láta sér nægja og er svo
enn í dag. Að vetri til, þegar
klaka og harðfenni hefir lagt
í Skorarskriðu, er þessi leið
ófær með öllu, því að hver,
sem þar missir fótfestu í
slíku færi, myndi ekkert við-
nám hafa fyrr en í sjó niðri.
Árni Magnússon segir í
jarðabókinni 1703 m. a. „Skor
er ekki lögbýli heldur fyrir
60 árum ongefer fyrst byggð
á eyðiplátsi og tíundast
ennú ekki ei held-
ur er þar fyrirsvar11. Þótt bú-
ið væri í Skor 1703, er senni
legast að þar hafi búskapur
varað skamma hríð, a.rn.k. er
hún ekki talin með byggðum
býlum við manntöl eftir 1703,
Þótt Eggert Ólafsson hafi hitt
fyrir menn í Skor er hann
hafði þar örskamma viðdvöl
í síðustu ferð sinni, vorið
1768 er svo að sjá af frásögn
mágs hans síra Bjöms Hall-
dórssonar í Sauðlauksdal, að
þar hafi verið um fiskimenn
í verstöð að ræða.
Ekki hefir mikið þurft til
að Skor færi í eyði. Ef fisk-
afli brást var fátt þar til bjarg
ar. Ef eitthvað bar út af um
heilsufar manna þar, eða að
ófhöpp vildu til, var erfitt að
leita aðstoðar manna og úti-
Skor, séS frá Rauðasandi og yfir tiISnæfellsjökuls.
Teikning Ragnar Páil.
lokað að vetri til þegar Skor
arhlíðar voru ófærar. Víða
var öryggi manna hér á landi
lítið fyrir 200 árum, en óvíða
mun öryggisleysið hafa verið
svo úr hófi .fram, sem í Skor.
Fáir leggja nú leið sína í
Skor, þrátt fyrir bílveg, sem
nú er kominn á næsta byggða
bæ, Melanes. Þó er engum
fullfrískum manni, karli né
konu, ofvaxið að ganga Skor-
arskriðu að sumri til. Og svip
mikið og stórbrotið er landið
þama, hamrabelti, háar og
brattar hlíðar, sjávarklettar,
vogar og sund og svo er vit-
inn með minningartöflunni
um skáldið og náttúrufræðing
inn, sem átti sín síðustu spor
á bökkunum í Skor, til að ná
í nokkrar blómgaðar bumi-
rætur, Ingibjörgu konu sinni
til hressingar á sjóferðinni.
í dag, 30. maí, er 200 ára ártíð Eggerts Ólafs-
sonar, skálds og náttúrufræðings. 200 ár eru liðin
frá því hann lagði upp með brúði sína frá Skor,
en báturinn fórst eins og kunnugt er í þeirri sjó-
ferð og þar missti ísland einn sinn bezta son. í
tilefni þessarar ártíðar Eggerts Ólafssonar mun
Haraldur Sigurðsson, landsbókavörður, rita um
Eggert Ólafsson, líf hans og starf, í íslendinga-
þáttum, er út koma á morgun. Sigurvin Einarsson
hefur ritað þessa grein um Skor fyrir blaðið, því
að það eru æði margir, sem ekki vita, hvar, hvað
og hvernig Skor er. Kunnum við Sigurvin þakkir
fyrir skrifið. Hinn ágæti listamaður Ragnar Páll
hefur dregið hér upp pennateikningu af Skor eins
og hún er séð af Rauðasandi og sér suður til Snæ-
fellsjökuls.
Uppsögn Samvinnuskól
ans að Bifröst
Samvinnuiskólanum að Bifröst
var sagt upp 1. 'maí s.l. í fjar-
veru sr. Guðmundar Sveinssonar,
skólastjóra, sem er staddur er-
lendis, sleit Snorri Þorsteinsson
yfirkennari, skólanum og gaf yfir
lit um skólastarfið á liðnum
vetri. Engar breytingar urðu á
starfsliði skólans. Nokkrar breyt
ingar urðu á námsefni, helztar
þær, að upp var tekin kennsla í
hinni nýju stærfræði, mengja-
fræði, og einnig var nokkuð auk
inn kennslustundafjöldi í tungu
málum. Gat yfirkennari þess, að
sennilega myndi þurfa að lengja
nokkuð árl. starfstíma skólans til
að mæta kröfum tímans um aukna
fræðslu á sífellt fleiri sviðum.
í haust hófu nám í skólanum
74 nemendur, 38 í 1. bekk og
36 í 2. bekk. Ársprófi/ 1. bekkjar
luku 36 og hlutu 80 I. einkunn,
en 6 II. einkunn. Hæsta einkunn
í þeim bekk hlaut Rúnar B.
Jðhannsson frá Akranesi, 8.73.
Lokaprófi luku 33 nemendur, en
einn nemenda gat vegna veikinda
ekki lokið prófi sínu fyrir skóla
slit, en mun Ijúka því í þess
um mánuði. Af hinum braut-
skráðu hlutu 4 ágætiseinkunn.
26 I. einkunn og 3 II. einkunn.
Hæsta meðaleinkunn hlaut Helga
Karlsdóttir frá Narfastöðum, S.
Þin.g 9,22, og fékk hún bóka-
verðlauin frá skólanum fyrir
frábæran námsárangur, aðrir,
sem fengu ágætiseinkunn voru
Margrét Ólafsdóttir frá Nes-
kaupstað, 9,12, en hún hlaut
hæsta einkuhn á sjálfu vorpróf-
inu 9,32, Þórir Páll Guðjónsson
frá Hemru í Skaftórtungu, 9.09
og Vigdís Bjarnadóttir frá Ólafs
vík. 9.01. Eftir að gerð hafði ver
ifS grein fyrir skólastarfi og úr-
slitum prófa og skírteini afhent.
fór fram afhending verðlauna
Bókfærslubikarinn, sem veitist
fyrir beztan árangur í bókfærslu
■ /
fékk Guðmundur R. Óskarsson úr
Reykjavík, Samvinnustyttuna,
sem veitt er fyrir hæsta einkunn
í samvinnusögu, hlaut Kristleifur
Indriðason frá Stóra-Kambi í
Breiðuvík. Verðlaun Verzlunar-
mannafélags Reykjavíkur ‘fyrir
hæfni í vélritun fékk Gréta Sig
urðardóttir úr Keflavík. Þá
hlutu umsjónarmenn og bækur
sem viðurkenningu fyfir störf
sín.
Við skólasHtirí voru staddir all
margir . úr hópi 10 og 25 ára
nemenda. Frir 25 ára nemendur
talaði 'M'arías Þ. Guðmundsson,
framk vserndastjóri. ísafirði, og
færði skólanum peningagjöf frá
þeim félögum. Fyrir 10 ára hóp
inn talaði Einar S. Einarsson,
aðalbókari, Reykjavík, og af-
henti fjárupphæð, sem verða
skal stofnfé að sjóði, sem verja
skai til rannsóknar á verzlunar-
menntuninni í landinu og til að
auka möguleika á framhalds-
menntun fyrir þá, sem iokið hafa
námi við skólann. Við skólaslit
voru og staddir fulltrúar fram
kvæmdanefndar hægri umferðar
og afhentu fimm neme-ndum
skólans bækur, sem viðurkenn-
ingu í ritgerðarsamkeppni, er
nefndin efndi til. Hafði Stefán
Ólafur Jónsson, námsstjóri, orð
fyrir fulltrúum nefndarinnar.
Þá flutt ávörp fulltrúar heima
manna, Rúnar B. Jðhannsso,n fyr
ir 1. bekk, Guðmundur Páll Ás-
geirsson, formaður skólafélags
skólans fyrir 2. bekk og Höskuld
ur Goði Karlsson fyrir hönd
kennara. Að lokum flutti yfir-
kennari kveðjuræðu til braut-
skráðra nemenda og sagðd skól
anum slitið. Milli dagskrárliða
léku þeir Jósef Magnússion,
flautuleikará og Ólafur Vignir A1
bertsson, píanóleikari, samleik á
flautu og píanó. Að atihöfninni
I'Oknni bágu gestirnir, sem voru
fjölmargir, veitingar í boði Sam
vinnuiskólans.