Alþýðublaðið - 10.01.1990, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.01.1990, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 10. jan. 1990 ÍLHiHlKIÍIHIl Ármúli 36 Sími 681866 Útgefandi: Blaö hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Dreifingarstjóri: Siguröur Jónsson Setning og umbrot: Leturval, Ármúla 36 Prentun: Blaöaprent hf. Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 1000 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 75 kr. eintakið. AFVOPNUN í HÖFUNUM OG UMMÆLI FLOTAFORINGJANS William Crowe, flotaforingi og fyrrum formaður bandaríska herráðsins, segir í viðtali við bandaríska stórblaðið Washing- ton Post í fyrradag, að Bandaríkjastjórn eigi að breyta um stefnu og huga að samningaviðræðum við ráðamenn í Sovét- ríkjunum um útrýmingu kjarnorkuvopna í höfunum. Eins og kunnugt er hafa Sovétmenn sýnt þessu máli mikinn áhuga og viljað ganga beint til viðræðna um afvopnun á höfunum. Þessi ummæli flotaforingjans eru einkar athyglisverð. í fyrsta lagi gengur Crowe í berhögg við yfirlýsta stefnu Bandaríkjastjórn- ar sem hingað til hefur neitað að ræða við Sovétmenn um af- vopnun í höfunum. Þetta var síðast undirstrikað af hálfu Bandaríkjamanna á leiðtogafundinum á Möltu þar sem Bush Bandaríkjaforseti neitaði að ræða fækkun kjarnorkuvopna í höfunum. í öðru lagi er yfirlýsing flotaforingjans athyglisverð fyrir þær sakir að hún styður þá stefnu ýmissa landa í Norður- höfum, þar á meðal íslands, að stuðla beri að fækkun og út- rýmingu kjarnorkuvopna í höfunum. Þetta er stefna sem Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra íslands hefur barist hart fyrir og kynnt víða um heim. Fyrrum varnarmálaráðherra Noregs, Johan Jörgen Holst hefur einnig lýst því yfir að stuðla beri að tafarlausri útrýmingu kjarnorkuvopna í höfunum. Ummæli William Crowe í Washington Post bera það glögg- lega með sér að skoðanir Bandaríkjastjórnar eru að breytast á þessu máli. Crowe segir í blaðaviðtalinu, að Bandaríkjastjórn ætti að íhuga hvort tilboð um að fækka í flota sínum gæti leitt til umtalsverðrar eftirgjafar hjá Sovétmönnum í viðræðunum um fækkun langdrægra kjarnorkuvopna. Umræður um fækk- un hefðbundins herafla og fækkun kjarnorkuvopna hafa hing- að til mjög tengst þeim hugmyndum að ekki skuli haggað við vopnabúrinu á höfunum, og raddir hafa jafnvel verið uppi um, að fækkun vopna á landi gæti þýtt aukningu vopna í höfunum. Þetta hefur að sjálfsögðu valdið þjóðum sem eiga land að sjó og hafa afkomu af hafinu, miklum áhyggjum. Aukning vopna í höfunum þýddi stóraukna hættu á kjarnorkuslysi í höfunum sem aftur á móti gæti hæglega kippt tilvistargrunninum und- an smáþjóðum sem lifa af fiskveiðum, líkt og íslendingum. . Bandaríkjamenn hafa ekki verið tilleiðanlegir að ræða um af- vopnun á höfunum fyrr en niðurstöður hafa fengist í START-viðræðunum í Genf um fækkun kjarnorkuvopna og CFE-viðræðunum í Vínarborg um fækkun hefðbundinna vopna. Ummæli Williams Crowe eru því athyglisverð og verð- ur að skoða sem túlkun á væntanlegri tilhliðrun á hinni opin- beru stefnu Bandaríkjastjórnar, ekki síst ef tekið er tillit til hinn- ar háttsettu stöðu Crowes og þeirrar virðingar sem hann nýt- ur. Flotaforinginn lét af störfum fyrir aldurssakir í október síð- astliðnum en hafði þá verið herráðsformaður frá 1985 sem er æðsta staða hermanns í Bandaríkjunum. Orð Crowes vega því þungt. Hinar nýju hugmyndir sem flotaforinginn er talsmaður fyrir, sýna ennfremur hve hratt alþjóðlegir atburðir gerast á síðustu tímum. Fall Austur-Evrópu hefur gefið umbótastefnu Gorbatsjovs nýtt og trúverðugra gildi í augum ráðamanna vestrænna ríkja. í heimi minnkandi spennu og heillegrar al- heimsmyndar er afar eðlilegt að fækkun og útrýming vopna fari ekki aðeins fram á landi heldur einnig í höfunum, líkt og utanríkisráðherra íslands og talsmenn annarra ríkja hafa þegar lagt áherslu á. ONNUR SJONARMIÐ TIMINN veröur stundum undarlega þröngsýnn þegar Framsóknarflokk- urinn er gagnrýndur eða rætt um að opna einhverja glugga á hinu lok- aða Islandi. Jón Ormur Halldórsson ritaöi grein í síðustu Pressu þar sem hann fór nokkrum oröum um hinn lokaða íslenska heim og sveitamennsku ís- lenskra stjórnmála. Jón Ormur komst m.a. þar svo að orði að for- ystulið Sjálfstæðisflokksins væri illa mannað til aö takast á við ný verk- efni tengdum alþjóðamálum. Jón Ormur gaf til að mynda formanni Sjálfstæðisflokksins, Þorsteini Páls- syni þá vafasömu einkunn að hafa fellt heimskustu ummæli liöins árs, en formaðurinn sagði eftir aftöku Ceausescus að nú væru ekki aðrir eftir í valdastólum en Olafur Ragnar og Svavar. Aðstoðarritstjóri Tímans, Oddur Olafsson, skrifaði pistil í blað sitt í gær þar sem hann hneykslast mikið á þessum skrifum Jóns Orms. Reyndar er aðstoöarritstjórinn ekki aö gagnrýna mat Jóns Orms á Þor- steini heldur finnst honum erfitt að sitja undir því aö íslensdingar hefðu gott af því að ferðast erlendis og þó sérstaklega fór í taugar aðstoðarrit- stjórans þegar Jón Ormur segir að Tíminn minni á ,,héraðsblað í Al- baníu." Við skulum grípa niður í klausu Jóns Orms í Pressunni sem fór svo illilega í taugarnar á Oddi aðstoðar- ritstjóra: „Á það var bent, að um leið og almennt hefur orðið, að menn dvelji hluta ævinnar erlendis, sé leitun á mönnum í forystusveit Sjálfstæðisflokksins sem hafi nokkru sinni iitið upp úr ís- lenskri hreppapólitík. Eini for- ystumaður flokksins sem kemur í hugann þegar leitað er að manni með þekkingu á umheim- inum, umfram kunnáttu á göml- um klisjum og þröngri íslenskri kröfugerð á hendur nágrönnum, er fyrrverandi varaformaður flokksins, Friðrik Sophusson. Þetta verður ekki einungis áber- andi í Ijósi þeirrar óvenjumiklu reynslu af umheiminum sem fyrri forystumenn öfluðu sér, heldur einnig ef litið er til ann- arra flokka. Þar nægir að nefna menn eins og Olaf Ragnar, Jón Sigurðsson og Jón Baldvin Hannibalsson, en hann hefur rétt lokið einhverjum eftirtekt- arverðasta kafla í starfsævi nokkurs íslensks utanríkisráð- herra. Kvennalistinn er líka ágætlega settur að þessu leyti og meira að segja Framsóknar- flokkurinn hefur einstaklinga í sinni forystu sem hafa horft langt út af bæjarhlaðinu, þó Dag- blaðið Tíminn minni kannski helst á héraðsfréttablað í Alban- íu, hvað varðar vídd í heims- mynd.“ AÐSTOÐARRITSTJÓRINN svarar þessum dómi Jóns Orms fullum hálsi: „„Mitt í allri angistinni yfir því að forystulið Sjálfstæðisflokks- ins skuli ekki hafa átt heima meðal manna, það er að segja í útlöndum, telur heimskugrein- arhöfundur að Kvennalistinn hafi séð Ijósið ytra og meira að segja Framsókn hefur innan sinna vébanda menn sem horft hafa langt út af bæjarhlaðinu. ,,. . . þó dagblaðið l íminn minni kannski helst á héraðsfréttablað í Albaníu, hvað varðar vídd í heimsmynd.“ Þessi skarpgáfulega skoðun byggist væntanlega á víðsýni og þekkingu á málefninu sem um er fjallað og hæfir þeim sem farið hefur vítt of veröld og dvalið meðal þjóða. Fálræði og sleggjudómar eru sem sagt meðal þess sem teyga má að sér í þeim stóru, fínu út- löndum, þar sem þekkingin býr og þar sem menn mannast upp í að verða að mönnum eftir þeirri formúlu að heima sé verst. Annars er lesendum Tímans látið eftir að dæma um hvaða stoð er undir skoðunum heims- borgarans um víðsýni blaðsins og hversu gáfulega hann fer með skoðanir sínar. Ætla mætti að Jón Ormur Hall- dórsson lesi aldrei Tímann og viti þar af leiðandi ekkert um hvað hann er að þvæla og sé því að skrifa um tiifinningar sínar en ekki staðfastar og viti bornar skoðanir." Það er eins og kerlingin sagði forðum: „Manni getur nú sárnaö." En við se gjum nú eins og aðstoöar- ritstjórinn: Hvers eiga héraðsfrétta- blöð í Albaníu að gjalda að vera líkt við Tímann? EINNMEÐ KAFFINU Svo var mannæta sem kom á veitingastað í skipi. Þjórrninn spurði hvort hann vildi fá mat- seðil en mannætan sagöi, ,,nei takk, bara farþegalistann á skipinu!" DAGATAL Forkaupsréttur að fyrirheitna landinu Borgarráösmaöurinn var að skjótast skakkur fyrir horn í of- viörinu í gær, þegar hann fauk upp i fangið á mér. Við hrökkluöumst saman inn í næstu sjoppu og feng- um okkur kók og prins póló upp á gamlan kunningsskap. Borgar- ráðsmaöurinn er að sjálfsögðu í flokk Davíðs eins og flestir borgar- ráðsmenn. Ég fór náttúrlega strax að inna hann frétta af kaupum íhaldsins í Reykjavik á Vatnsenda- landinu. Borgarráðsmaðurinn gerði sem nllra minnst úr málinu. — Þetta er gott land, við fengum það ódýrt og þarna má byggja hús, sagði borgarráösmaðurinn og vildi fara aö tala um veðrið. Ég lét hann ekki sleppa svo auö- veldlega. — En hvers vegna að kaupa landið upp úr þurru? spurði ég. — Vegir Davíðs eru órannsakan- legir, svaraöi borgarráðsmaðurinn meö fjarrænu brosi. — En er ekki Davíð í mótsögn við sjálfan sig? hélt ég áfram. Hann vann jú borgarstjórnarkosn- ingar á því að sýna fram á að Rauöavatnslandið væri óbyggjan- legt af því aö það lægi á sprungu- svæöi og væri fyrir ofan snjólínu. Nú kaupir hann einhverjar fok- hæðir við Vatnsenda sem eru bæði fyrir ofan snjólínu og liggja á sprungusvæði. — Það sem var í gær, er ekki í dag, svaraði borgarráðsmaöurinn og stakk upp í sig prins póló bita. Eg var ekki af baki dottinn. — Þaö er altalaö að Davíö hafi keypt landið til að bjarga Stöð 2? sagði ég ísmeygilega. — Stöð 2? Hvernig þá ? spurði borgarráðsmaöurinn og setti upp stór augu. — Gömlu eigendur Stöðvarinn- ar eru í miklum fjárhagskröggum og þurfa 150 milljónir til að kaupa nýja hlutinn sinn, sagöi ég sigri hrósandi. — Hvað hefur það að gera með Vatnsendalandiö ? spurði borgar- ráösmaöurinn meö englaaugun. — Seljandi Vatnsendalandsins er mágur eins aðaleigandans, sagöi ég. — Og hvað með það? Erænka mín er gift aðalbílasala bæjarins, og ég ek um á nýlegri amerísku drossíu. Geturðu sannað sam- bandið? — Nei, þess vegna er ég að spyrja þig, svaraði ég. — Þegar stórt er spurt verður fátt um svör, svaraöi borgarráös- maðurinn. Viö drukkum kókið í smáþögn. — Sko, það sem ég skil ekki. sagði ég loks, er af hverju Davíö er að bjarga Stöð 2. Borgarráðsmaöurinn drakk í botn. — Það eru að koma borgar- stjórnarkosningar, svaraöi hann glottandi. — Og þá er betra að hafa öflug- an fjölmiöil með sér en á móti? botnaði ég. — Það voru þín orð en ekki mín, svaraði borgarráðsmaðurinn. -- En er ekki þetta mál allt í hnút? spurði ég. Kópavogur á for- kaupsréttinn, máliö verður að samþykkja á Alþingi og eigandinn bundinn af erfðaskrá? — Þetta er smámál fyrir Davíð, svaraöi borgarráösmaðurinn. — Heldur Davíö að hann sé Guö almáttugur? spurði ég hneykslaö- ur. — Ég veit það ekki, svaraði borgarráðsmaðurinn, en borgar- stjóri er reyndar farinn að tala um að borgin kaupi Fyrirheitná land- ið. Hann segist meira að segja treysta sér að ná beinum samning- um kaupin. Svo var borgarráðsmaöurinh rokinn. Ég stóð eftir í sjoppunni meö tóma kókflösku og velti því fyrir mér hver ætti eiginlega for- kaupsréttinn að Fyrirheitna land- inu. En það verður smámál fyrir Davíð.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.