Alþýðublaðið - 10.01.1990, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.01.1990, Blaðsíða 4
FRÉTTASKÝRING Miðvikudagur 10. jan. 1990 ^^^mmmmmm^^^mmm Ævintýralegur flótti Ceausescu-hjónanna: Rændu bíl og Nicholae Ceausescu, fyrrum einvaldur Rúmeníu, flúði ekki aðeins í þyrlu þegar honum var velt úr sessi i fyrra mánuði: Einvaldurinn rændi ennfremur bifreið og lenti í miklum ævintýrum áður en hann var endan- lega handtekinn ásamt eiginkonu sinni Elenu. Hjónin voru tekin af lífi nokkrum dögum síðar eftir stutt rétt- arhöld eins og kunnugt er. Það hefur hins vegar verið á huldu hingað til hvernig flótta ein- valdsins bar að og hvernig hann var handsamaður. Franska blaðið Liberation hefur nýverið birt við- tal við bílstjórann sem ók einvald- inum og konu hans um sveitarveg- ina í nágrenni Búkarest áður en þau voru tekin höndum. Bíl og bílstjóra rænt Hin ótrúlega flóttasaga Ceaus- eseu — hjónanna er eitthvað á þessa leið: Einvaldurinn og frú hans flúðu um borð í þyrlu frá þaki forsetahallarinnar. Þyrlan lenti fyrir utan höfuðborgina Búkarest og hjónin fóru úr vélinni. Hvað síðan gerðist er óljóst þangað til að við tekur hin merkilega frá- sögn Nicholae Petrisor. Petrisor segir við franska blaðið Liberation að hann hafi verið að þvo bílinn sinn þann 22. desember sl. fyrir framan húsið sitt í þorpinu Vacaresci sem liggur um 70 kiló- metra fyrir utan höfuðborgina. Petta var um tvöleytið eftir há- degi. Skyndilega hvín í dekkjum og bremsum bifreiðar sem snarstans- ar við hiiðina á Petrisor. Ur bílnum stekkur maður sem veifar með skammbyssu og skipar Petrisor aö setjast undir stýri á bíl sínum. Eftir nokkurra mínútna ökuferð er Pet- risor skipað aö stöðva bifreiðina við hliðina á kyrrstæöri bifreið. Dyrnar eru opnaðar á þeirri bif- reiö, út koma maöur og kona og setjast upp í bílinn hjá Petrisor. Yfirgefinn eínvaldur Þaö er enginn annar en Nicolae Ceausescu sem sest í framsætiö við hliðina á Petrisor, og frú Elena klifrar upp í baksætiö. „Ef þú vilt halda lífinu, þá skaltu aka," segir frú Elena við hinn skelkaöa Petris- or. Nicolae Petrisor ekur af staö. Hann finnur kalt hlaup í Imakk- ann og gerir ráð fyrir því að frúin Nicolae Ceausescu fyrir rétti: Taugaslitinn og örvæntingarfullur eftir margra daga varðhald í bryn- vörðum bfl. Þegar dagar hans voru taldir uppgötvaði einvaldurinn að vinir hans voru einnig horfnir. haldi skammbyssu að höfði hans. Hjónin ræða æst sín á milli hvert sé best að halda. Elena telur að best sé aö fela sig í skóginum, en eiginmaður hennar er á öðru máli og heldur að mesta öryggiö sé aö Skil á staðgreiðslufé 1990: EINDAGINN ER 15. HVERS MÁNAÐAR Launagreiðendum ber að skila afdreg- inni staðgreiðslu af launum og reikn- uðu endurgjaldi mánaðarlega. Skilin skulu gerð eigi síðar en 15. hvers mán- aðar. Með skilunum skal fylgja greinar- gerð á sérstökum eyðublöðum, „skila- greinum“, blátt eyðublað fyrir greidd laun og rautt fyrir reiknað endurgjald. Skilagrein ber ávallt að skila einnig þó svo að engin staðgreiðsla hafi verið dregin af í mánuðinum. Allar fjárhæðir skulu vera í heil- um krónum. Gerið skil tímanlega RSK RlKISSKATTSTJÓRI bílstjóra finna í verksmiðjunum. Vilji eigin- mannsins verður ofan á. Petrisor er skipað að aka aö næstu verksmiöju. Þegar þangaö kemur, hafa verk- anmennirnir nýhafiö verkfall til aö mótmæla aðstæðum, kjörum og öllu öðru milli himins og jarðar. Þegar verkamennirnir þekkja aft- ur Ceausescu — hjónin er þeim ekki fagnaö eins og gömlum vin- um í líkingu við væntingar hjón- anna. Þvert á móti dynja skammir og svíviri Tgar á einvaldinum og frú hans. „Drepum glæpahyskiö!" hrópa verkamennirnir og hjónin sjá ekki annað vænna en að skipa Petrisor að aka af stað í hasti. Ceausescu fer aö skæla viö þessa uppákonm: ,, í æsku minni var þessi staður bara auönin ein. Ég gaf þeim allt, ég gaf þeim allt," endurtekur einvaldurinn milli ekkasoganna. Flokksskrifstofan negld aftur Það er opið fyrir útvarpið í bíln- um. Skyndilega heyrast raddir hinna nýju valdhafa í útvarpinu þar sem þeir lesa upp ýmsar til- kynningar. „Skrúfaðu fyrir, skrúfaðu fyrir!" öskrar Ceausescu. Bifreiðin er nú komin í þorpið Tirgoviste, sjö kilómetra frá höfuð- borginni. Ungmenni á götunni bera kennsl á Ceausescu-hjónin í bílnum og gera hróp að bílnum. Ceausescu tekur þá ákvörðun að leita hælis á flokksskrifstofunni í þorpinu og skipar Petrisor að aka þangað. Þar tekur ekki betra við. Dyrnar eru negldar aftur og ein- hver embættismaður hrópar til þeirra að koma sér í burtu. Petris- or ekur aftur út úr þorpinu. Eftir þriggja tíma akstur á mis- góðum sveitarvegum, ákveöur Petrisor að aka að gróðrarstöð þar sem hann þekkir til staðarhátta og Ceausescu — hjónin samþykkja þá fyrirætlan. Þegar þangað kemur, fer Petris- or úr bílnum og gengur inn í skól- ann. Þar sitja um tugur manns og horfir á sjónvarp. Það er veriö aö sjónvarpa beint frá atburðunum í Búkarest. Petrisor stynur upp að hann sé með Ceausescu — hjónin í bílnum sínum fyrir utan. Handtekin i gróðrarstöð Fyrstu viðbrögð fólksins er al- mennur hlátur. Síðan segir einn í hópnum að sjónvarpið hafi verið aö tilkynna að búið sé aö hand- taka hjónin. Það sé óþarfi fyrir Pet- risor að vera að segja svona lyga- sögur. En menn hætta að hlæja þegar þeir sjá hið náföla andlit Petrisors, afmyndað af skelfingu. Loksins tekur fólkiö mark á honum. Petris- or er gert aö ná i hjónin og á með- an er hringt i nærstaddar herdeild- ir. Petrisor segir hjónunum að ganga inn i skólann. Nokkru síðar koma hermenn brunandi og handtaka hjónin í skyndingu og fara með þau á brott. Eftirminnilegustu ökuferö í lífi Nicolae Petrisor frá Vacaresci er lokið. Þrjá sólarhringa í brynvörðum bíl Kapteinn einn í rúmenska hern- um, Mihai Lupoi sagði umheimin- um niðurlagiö á þessari sögu um áramótin í viðtali við breska sjón- varpið BBC. Kapteinninn sagði, að eftir að Ceausescu-hjónin heföu verið handtekin i gróðrarstöðinni, hefðu þeim verið haldið í bryn- vörðum bíl í þrjá sólarhringa áöur en þau voru leidd fyrir rétt. Þar er kannski skýringin fundin hvers vegna hjónin voru svona rytjuleg þegar þau voru fyrir rétt- inum. Það er alla vega víst aö Ce- ausescu-hjónunum hefur ekki ver- ið svefnsamt þær nætur áöur en þau voru dregin fyrir rétt, dæmd og líflátin. INGÓLFUR MARGEIRSSON „Ég held ég gangi heim“ Eftir einn -ei aki neinn yUMFERÐAR RÁÐ Eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir og afi Guðjón B. Baldvinsson fv. deildarstjóri verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík, föstudaginn 12. janúar kl. 10.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á hjúkrunarheimilið Skjól. Anna Guðmundsdóttir Baldur F. Guðjónsson Hilmar G. Guðjónsson Baldvin L. Guöjónsson Valgerður J. Guðjónsdóttir Jóhannes Þ. Kristinsson Lolo M. Guðjónsson Þórunn Kristjansdottir Halla E. Stefánsdóttir Ingvar Bjarnason Anna Jóhannsdóttir og barnabörn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.