Alþýðublaðið - 10.01.1990, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 10.01.1990, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 10. jan. 1990 7 UTLOND Við fyrir- verðum okkur Knut Hamsun var aldrei meðlimur norska nasistaf lokksins en samt er hann enn í dag stimplaöur sem nasisti. Honum var ókunnugt um gyðingaofsóknirnar og sárnaði að enginn sagði honum frá þeim. Nafniö Knut Hamsun er nafn sem oft hefur komiö af stad kappræöum í Noregi og sýnist þar sitt hverjum og finnst mörgum Nordmönnum illa hafi verið farið með gamla manninn. Það verður að viðurkennast að örlög Knut Hamsun eru skammar- blettum á heilli þjóð, skrifar blaöa- maður Arbeiderbladet. Enginn getur og ekki allir vilja leiðrétta það óréttlæti sem Hamsun varð fyrir eftir heimsstyrjöldina síðari vegna blaðagreina sem voru vin- samlegar í garð Þjóðverja. Ham- sunfjölskyldan var rúin inn að skinni fjárhagslega og hlaut miklu verri örlög heldur en ýmsir sem voru ekki yfirlýstir nasistar en not- færðu sér stríðsárin til þess að græða á ýmsu sem ekki kom land- búnaði við en þeir voru margir bændur. Knut Hamsun var aftur á móti settur inn — ekki í fangelsi — það vildum við ekki hafa á sam- viskunni skrifar blaðamaðurinn. Við fórum gömlu Austur-Evrópu leiðina — sálgreining um geðræn vandamál . . . urskurður sérfræð- ings: Andlega ekki með á nótun- um og það vissu þeir sem lásu bók hans Grónar götur. Fljótlega eftir að heimsstyrjöldin siðari hófst fékk Hamsun tvisvar sinnum heilablæðingar og hann var orð- inn heyrnardaufur löngu áður og þetta lagðist á eitt um það að hann fékk ekki þær upplýsingar sem hann hefði þurft til þess að gera sér Ijóst um hverslags ódæðisverk af hálfu nasista var að ræða. Þetta kom fram í réttarskjölunum en enginn vildi sjá það, skrifar blaða- maðurinn. Það hefur komið í Ijós að hann gerði allt sem í hans valdi stóð til þess að fá lausa landsmenn sína sem áttu dauðadóm yfir höfði sér. Hann gaf peninga út og suður og hjálpaði mörgum í smáu og stóru. Hann var ekki þeirrar gerð- ar að auglýsa sjálfan sig vegna þessa, jafnvel ekki þegar hann að lokum stóð fyrir réttinum og var dæmdur 90 ára gamall maður- inn . . . Blaðamaður Arbeider- bladet lýkur greininni með því að vona og óska að allar góðar vættir komi í veg fyrir að 90 ára gamal- menni sé stillt upp fyrir rétti eða þurfi að gangast undir „sálrænar geðrænar rannsóknir". Knut Hamsun er níræður á þessari mynd. Komið hefur i Ijós að hann barðist fyrir frelsi dauðadæmdra Norðmanna á striðsárunum. SJÓNVARP Sjónvarpið kl. 20.35 A TALI HJÁ HEMMA GUNN Enn á ný er Hermann Gunnarsson mættur í sjónvarpssal þar sem hann tekur á móti gestum og gangandi og hlær við öðru hverju — eftir því sem fregnir herma. í þessum þætti verða gestir hans m.a. Barkabræður, söngvararnir Astrid Vilhelmsen og Kolbeinn Ketilsson. Söngvara- keppnin verður formlega sett af stað og að auki verða afhent verð- laun fyrir besta íslenska tónlistar- myndbandið sem gert var á síðasta ári að mati sérstakrar dómnefndar, verðlaunin hlaut myndband eftir Óskar Jónsson við lag Sykurmol- anna. Stöð 2 kl. 21.00 í SLAGT0GI Umsjón hefur að venju sjónvarps- stjórinn Jón Óttar Ragnarsson sem lent hefur í slagtogi við hvern ráð- herrann á fætur öðrum að undan- förnu, að þessu sinni verður það Halldór Ásgrímsson, kletturinn í sjávarútvegsráöuneytinu. Sjónvarpið kl. 21.40 ARFURINN (Dedichina) Júi>óslavnesk bíómynd, gerd 19S4, leiksljóri Pavlo Kogoj, Adalhlulverk Poldo Bibic, Milena Zupanicic. Dramatísk mynd um slóvenska fjöl- skyldu sem upplifir þrjú róstursöm en gjörólík tímabili, frá 1914 og framyfir síðari heimsstyrjöld, í sögu Júgóslaviu og Slóveníu. Stöð 2 kl. 21.40 ÓGNIR UM ÓTTUBIL (Midnight Caller) Vilji menn ekki horfa á hina júgó- siavnesku bíómynd í ríkissjónvarp- inu geta menn skipt á Stöð 2, hafi menn afruglara það er að segja, og horft á lokaþáttinn um útvarps- manninn .lack Killian sem er sér- kennilegur útvarpsmaöur en mikill töffari, blessaður maöurinn. Stöð 2 kl. 22.30 ÞETTA ER ÞITT LÍF (This is your Life) Michael Aspel tekur á móti gestum í sjónvarpssal. Ef til vill er saman- burðurinn við hinn íslenska þátt sömu tegundar, í slagtogi, nokkuð svo óhagstæður. Aspel þessi er þaul- reyndur í að taka á móti frægu fólki, einkanlega kvikmyndastjörnum og skapast oft mikiö fjör hjá honum. 0 ^jjjísröÐa 17.50 Töfraglugginn 15.35 Travis McGee 17.05 Santa Barbara 17.50 Fimm félagar 1800 18.50 Táknmálsfréttir 18.55 Poppkorn 18.15 Klementina 18.40 í sviðsljósinu 1900 19.20 Hver á að ráða? 19.50 Bleiki pardusinn 20.00 Fréttir og veður 20.35 Á tali hjá Hemma Gunn 21.40 Arfurinn Júgó- slavnesk biómynd frá árinu 1984. Myndin fjallar um slóvenska fjólskyldu, sem upplifir þrjú róstur- sóm en gjörólik tima- bil 19.1919.19 20.30 Af bæ i borg 21.00 1 slagtogi 21.40 Ognir um ottu- bil (Midnight Caller) 22.30 Þetta er þitt lif Breskir viólalsþættir 2300 23.00 Ellefufréttir 23.10 Arfurinn Framhald 23.45 Dagskrárlok 23.00 Oliubor- pallurinn (Oceans of Fire). Ævintýraleg spennumynd um nokkra fanga sem láta sér fátt fyrir brjósti brenna 00.35 Dagskrárlok

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.