Alþýðublaðið - 10.01.1990, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.01.1990, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 10. jan. 1990 3 Gísli Alfreðsson Þjóðleikhússtjóri: Málefni Þjóðleikhússins hafa veriö ofarlega á baugi allt síðasta ár oy ber einkum tvennt til, í fyrsta lagi hefur athygli verið beint aö ástandi hússins og nauðsyn þess að gagngerð viögerö fari fram á því eftir áratuga sinnuleysi í þeim efnum og síöan hefur sjónum ver- ið beint aö rekstri leikhússins og fjármálum þess. Núverandi menntamálaráð- herra hefur sett sig vel inn í mál- efni leikhússins og hefur sýnt mik- inn stórhug í því að vilja taka á þeim. Hann hefur látið til skarar skríða varðandi flesta þætti og sjá- um viö nú fram á að gagngerar endurbætur fari fram á bygging- unni og sömuleiðis mun það ætlun hans að rekstri leikhússins verði komiö í tryggt horf á næstu miss- erum. Það er vissulega þakkar vert. Allt frá þvi Þjóðleikhúsið fór á fjárlög fyrir rúmum þremur ára- tugum, hefur nær undantekninga- laust þurft að koma til aukafjár- veitinga á haustmánuðum, þar eð framlag til reksturs leikhússins hefur verið svo naumt skammtað, aö þaö hefur ekki nægt. A síðustu árum hefur þetta verið látið heita skuldasöfnun viö rikissjóð í staö aukafjárveitingar, þar sem menn hafa viljað draga úr þeim, sem auðvitað er rétt, en á móti þarf aö koma, að fjárframlag sé þá haft raunhæft miðaö við rekstur stofn- unar, en svo hefur ekki verið hvað varðar Þjóðleikhúsið, því oftast hefur vantað V:t og stundum meira upp á aö framlagið dygði fyrir rekstri leikhússins. Það er því ljóst aö hér er ekki um að ræða vanda- mál síöustu ára, heldur hefur þetta verið með þessum hætti í marga áratugi og mætti því halda að ráðamenn vildu bara hafa þetta svona! í greinargerð með fjárlagafrum- varpinu er þetta viðurkennt, en þar segir: „Framlag ríkissjóðs til reksturs leikhússins . verður 260.000 þús. kr. samanboriö við 171.000 kr. í fjárlögum 1989 og hækkar því um 52%. Þessi hækk- un á gjaldáætlun leikhússins og framlagi úr ríkissjóði er viður- kenning á að umfang starfseminn- ar á undanförnum árum hafi verið meira en fjárlög hafi heimilað og gert ráö fyrir. í frumvarpinu er komið til móts viö þessa þróun og ætlast er til að starfsemi stofnun- arinnar verði endurskipulögö þannig að starfsemin haldist inn- an marka fjárlaga í framtíðinni." Þetta voru fyrir okkur Þjóðleik- húsmenn gleðitiðindi, að við ætt- um framvegis að fá að horfa upp á raunhæfar tölur í fjárlögum og auðvitað ekki nema eðlileg krafa, að starfsemi leikhússins verði að- löguð að fjárlögum, enda liggja þegar fyrir áætlanir um það og verið er að vinna að því að hrinda þeim í framkvæmd. Það urðu okkur því mikil von- brigði, þegar fjárveitinganefnd lækkar framlagið til leikhússins við 2ju umræöu fjárlaga og krefst þess, ef marka má orö formanhs fjárveitinganefndar, aö starfsemi leikhússins verði hætt á meðan viðgerðir fara fram á leikhúsbygg- ingunni. Hér virðist mikill misskilningur á ferðinni eða skortur á þekkingu á eðli leiklistar. Lög um Þjóðleik- hús fjalla ekki um rekstur á leik- húsbyggingunni, heldur um rekst- ur á listastofnun. Leikhús er fyrst og fremst þeir listamenn, sem þar starfa og annað starfsfólk og sú list sem framin er á vegum þess og um það fjalla lög um Þjóðleikhús. Byggingin er umgjöröin, aðstað- an, og það er ekkert sem réttlætir að gera það fólk, sem starfar við listastofnunina Þjóðleikhús at- vinnulaust, vegna þess að gera þurfi við bygginguna Þjóöleikhús. Með sömu rökum ætti að hætta kennslu við Háskólann og segja háskólakennurum upp, ef gera þyrfti við Háskólabygginguna, eða senda alþingismenn heim í launalaust leyfi', þegar gera þarf við alþingishúsið, eða hvers vegna er frú Vigdís Finnbogadóttir, for- seti Islands, nú ekki í launalausu leyfi, þegar verið er að gera viö Bessastaöi? Það sjá allir, að þessi röksemdarfærsla Sighvats Björg- vinssonar fær ekki staðist. Því með þessu er í raun verið að láta starfsfólk Þjóðleikhússins borga viðgerðirnar á byggingunni. Kr hægt að réttlæta það? Fjölmörg leikhús á Norðurlönd- um, þar meö talin þjóðleikhús þriggja þeirra, hafa gengið í gegn- um gagngerar breytingar og end- urbætur á undanförnum árum, en hvergi hefur þaö leitt til þess, að starfsemi leikhúsanna hafi verið lögð niður, eins og hér virðist vera ætlunin, þvert á móti hefur tíminn verið notaður, til að reyna nýjar leiðir og vera með ööruvísi leik- hús með ýmsu sniði til tilbre> íing- ar, sem hefur svo skilaö sér í því, aö þegar aftur var tekið til starfa í endurbættu leikhúsi, hefur leik- listin blómstrað og aösókn aldrei verið meiri! Það sem hér er aftur á móti upp á teningnum, er aö vinna leiklist- inni óbætanlegt tjón, því samfella í leikhússtarfi er leiklistinni álíka nauðsynleg og mönnum aö nær- ast. Og þetta gerist á afmælisári Þjóðleikhússins, en leikhúsið (reksturinn) verður 40 ára á þessu ári, eða nánar tiltekið sumardag- inn fyrsta, og einnig þegar aðsókn að leikhúsinu hefur tekiö veruleg- an kipp upp á við og mörg aðsókn- armet slegin á sl. hausti. Við Þjóð- leikhúsfólk sjáum ekki neitt sem réttlætir þessa aðför að Þjóðleik- húsinu nú. Ég vil skora á ráðamenn að end- urskoða þessa afstöðu sína og taka málið upp aö nýju, þannig að reka megi Þjóðleikhús með þeirri reisn, sem listamenn þess og þjóðin öll á skilið. Taktu eftir Allt of oft tökum viö ekki eftir til að muna. Ég er ekkert betri en aðrir með það, kannski eilítiö verri þó að ég afsaki mig með því að ég taki ágætlega eftir en ég sé minnislaus. Fyrir nokkrum vikum hringdi til mín eldri kona sem ég þekki ekki mikið en þó sæmilega málkunn- ugur. Hún átti erfitt þá stundina, maður hennar var skorinn upp og í Ijós kom að hann mundi ekki eiga langt eftir. Hún var að leita huggunar, fá að tala áhyggjur sínar í heimi sem er upptekinn af eigin harmi án þess að vita það. Maðurinn dó og mér varð hugs- að til hennar og loks hringdi ég til hennar. Hún var ósköp lítil, sagð- ist ekki mikill bógur þegar hún sjálf ætti í hlut en gæti verið sterk fyrir aðra. Hvað nú, spurði hún mannlausa stofuna sína. Ég bað hana að byrja nú að muna. Muna allt það góða og fagra úr löngu og farsælu lífi þeirra. Hún hugsaði sig um litla stund, svo: ,,En það eru bara litlu hlutirnir sem koma mér í hug. Er það ekki undarlegt? Litlu hlutirnir, allt þaö smáa í dagfari okkar, augnaráö, brosið hans og síðan hlátur. Kenjar hans og þrjóska sem var barnsleg og skemmtileg. Umhyggja hans ef ég varð lasin, hlýtt handtak hans í þögn sem sagði mér svo oft langa ástarsögu. Allt verður þetta svo stórkostlegt og þýðingarmikið því í þessum litlu hlutum virðist ævi- saga okkar skráð." Ég svaraði að ég þættist vita að ævisaga þeirra væri vel rituð og hlý enda höfundarnir góðir. Henni leið betur þegar við kvöddumst. Ég sat nokkra stund hugsi við símann og allt í einu hljómaði setning úr mínu uppá- halds leikriti, Bænum okkar eftir Thornton Wilder: ,,Allt þetta var aö gerast og við tókum ekki eftir því!" essi setning er sögð í þriðja, þætti í kirkjugarðinum, hin- um megin, eftir að unga konan hefur fengið aö skreppa til jarðarinnar til aö lifa hluta af 12. afmælisdegi sínum. Hún er allt í einu stödd á æskuheimili sínu að morgni þessa löngu liðna dags. Hún stendur álengdar og gleypir í sig orð og athafnir móður sinnar, sem stendur viö eldavélina aö undirbúa morgunverð. Vinur hennar sem býr við hliðina og garður á milli, kom snemma meö afmælisgjöf handa henni og lagði hana við eldhúsdyrnar, faðir hennar kom heim með lestinni eft- ir tyrirlestrarferð. Osköp venjulegt samtal foreldr- anna, gamalkunnur nuddtónn í mömmu, sem víst átti ekki alltaf sjö dagana sæla, gamalkunnir kækir sem dóttirin þó tók ekki eft- ir meöan hún var á dögum. Unga konan kemur aftur úr end- urminningaför og sest viö gröf sína. Hún á varla orð til að lýsa þessum stórkostlega degi; hvert orð var eins og tónlist, hver hreyf- ing eins og fegursta málverk, og hún segir undrandi: ,,Allt þetta var að gerast og við tókum ekki eftir því!" Þessi setning hefur löngum fylgt mér. Við æöum áfram gegnum hvern daginn af öðrum sem deyr án þess að viö i raun séum við- stödd andlátið. Við höfum ekki tíma til að sjá þessi ótal yndislegu litlu augnablik, sem eru molarnir í mosaik daganna. Auðvitað get ég ekki rekið ykk- ur til að byrja nú að taka eftir öllu þessu smáa, njóta daganna á með- an þið lifiö þá, en sjálfur finn ég hjá mér aukna þörf fyrir að staldra við, sjá það sem ber fyrir augu hverju sinni og — taka eftir því. Jónas Jónasson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.