Alþýðublaðið - 10.01.1990, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 10.01.1990, Blaðsíða 8
MJiVÐUBLMIID Miövikudagur 10. jan. 1990 Stoö 2: Verslunarbankinn seldi í gær Kii>narhald.sfélai> Verslun- arhankans t>ekk í gær frá sölu á hlutabréfum í Stöö 2 fyrir 150 milljónir króna. Frá þessu var skýrt í fréttum Stöðvar 2 í i>ærkveldi. 100 milljón króna hlut hygi>st eignar- haldsfélagiö eiga sjálft. Kaup- endurnir voru fjórir aöilar sein keyptu hlutabréfin ..fyrir sína hönd oi> annarra". Þekkt- asta nafniö í þessum hópi er væntanlega Jón Ólafsson í Skífunni en hinir þrir eru Haraldur Haraldson, Jóhann Olafsson ogGuöjón Oddsson. Fyrrum aöaleigendur Stööv- ar 2 eiga enn eftir aö uppfylla lilutafjárloforö sín upp á 150 miiljónir króna, en frestur þeirra sem upphaflega átti aö renna út í fyrradag hefur ver- iö framlengdur til 5. febrúar. Sjávarafurdcideild Sambandsins: Ameríku- markaður í jafnvægi Sjávarafurðadeild Sam- bandsins seldi alíka mikið á Ameríkumarkaði á síð- asta ári og árinu 1988. I dollurum talið nam sam- dráttur um hálfu prósenti. Alls nam salan tæplega 133 milljónum dollara. Sala frystra fiskflaka jókst um 25% og flökin hækkuöu auk þess lítillega í verði en til- búnir fiskréttir sem fram- leiddir eru i verksmiöju sölu- fyrirtækis Sambandsins í Bandaríkjunum lækkuöu lít- ils háttar í verði og sala þeirra dróst nokkuö saman. Markaössvæöiö sem hér um ræðir nær yfir Bandarík- in og Kanada. Fryst fiskflök sem seld eru á þessum mark- aöi eru aö fullu unnin í frysti- húsum hér heima. Tilbúnu réttirnir eru hins vegar unnir í Bandaríkjunum. Fiskrétta- verksmiöjan þar, veitir aö staöaldri 350—400 manns at- vinnu. Fólk Á morgun á afmæli Benedikl Blöndal, hæsta- réttardómari um eins árs skeið, og verður hann 55 ára. Benedikt er af hinni margumtöluðu Engeyjar- rætt, hann er bróöir þeirra Hulldórs Blönduls alþingismanns og Har- uldar Blúndals, lög- manns og uppboðshald- ara. Þeir eru synir ÍMrus- ar H. Blöndals, bókavarö- ar og Kristjönu Bene- diktsdóttur, en hún var systir Bjarna Benedikts- sonar þingmanns og ráö- herra, Péturs Benedikts- sonar þingmanns og bankastjóra og Sveins Benediktssonar útgerðar- manns. Benedikt rak lengst af eigin lögmanns- stofu auk þess að láta málefni einstakra fyrir- tækja til sín taka, einkum þó málefni Sjóvár og dótt- urfyrirtækja. Fyrir áratug fylgdi Benedikt í fótspor Haraldar bróður síns inn í Mimisstúku leynireglu Frímúrara og eru þeir þar í góöum félagsskap t.d. Björgúlfs Gudm undsson- ar og Ragnars Kjartans- sonur Hafskipsmanna, Gísla V. Einarssonar, Höskuldar Ólafssonar og Vals Valssonur Verslunar- bankamanna, Gudmund- ar H. Gardarssonar þing- manns, Hallvards Ein- vardssonar ríkissaksókn- ara, Ingimundar og Sig- fúsur Sigfússona í Fieklu, Magnúsar L. Sveinssonar borgarfulltrúa og for- manns VR og Indrida Púlssonari Skeljungi, nú- verandi stórmeistara regl- unnar. ★ I Þá er baráttan fyrir endurheimt sextánda sætisins í söngvakeppni Evrópskra sjónvarps- stöðva hafin. 12 lög hafa veriö valin til þátttöku í forkeppni hér á landi. Þessi lög eru eftir Hörð G. Olafsson (tvö), Magnús Þór Sigrnundsson, Björn Björnsson, Jóhann G. Jó- hannsson, Gunnar Þórð- arson, Eyjólf Kristjúns- son, Gísla Helgason, Inga Gunnar Jóhannsson, Friörik Karlsson, Birgi Jó- hann Birgisson og Berg- þóru Árnadóttur. Ekki verða textahöfundar ti- undaðir hér sérstaklega, utan hvað þess má geta að Aðulsteinn Asberg Sig- urðsson á textann við 3 af lögunum, frá Herði G. Ól- afssyni, Gunnari Þórðar- syni og Eyjólfi Kristjáns- syni. VEÐRIÐ í DAG Suð-vestan gola eða kaldí suð-vestanlands en norð- vestangola eða kaldi í öðr- um landshlutum. El á við og dreif um mest allt land. Hitastig i nokkrum landshlutum kl. 12 í dag ÍSLAND EVROPA Hitastig i borgum Evrópu kl. 12 i gær að islenskum tíma. Vindhraöi allt aö 120 hnútar í óveörinu adfaranótt þriöjudags: Gríðarlegt eignatjón víða um land af völdum vinda og flóða Gífurlegt tjón vard víða á Iandinu í kjölfar óvedurs sem reið yfir að- faranótt þriðjudagsins, bæði af völdum roks og flóða, einkum og sér í lagi við suð- vestur- ströndina. Hvassast var við suð-vesturströndina en veðrið gekk áfram yf- ir landið í dag. Þeir stað- ir sem verst urðu úti voru Stokkseyri og Eyr- arbakki, Grindavík, Sandgerði og fleiri stað- ir á suðurströndinni. Samkvæmt upplýsingum Eyjólfs Þorbjörns.sonar veöurfræöings vita menn ekki gjörla ennþá hversu djúp lægöin var, telja aö hún hafi veriö liðlega 930 millibör þegar hún fór dýpst. Vindhraöinn var slíkur aö allir mælar kýld- ust í botn aö sögn Eyjólfs og telur veöurstofan aö í verstu hviöunum hafi vind- hraöinn veriö allt aö 120 Imútar. Þegar ekki voru hviöur var vindhraöinn allt aö 12 vindstig sunnan- og vestanlands, annarsstaöar var hann á bilinu 8—10 vindstig. Miklar skemmdir uröu á mannvirkjum bæði i Þor- lákshöfn og Eyrarbakka og varö hann einkum vegna mikilla flóða, en einnig af völdum vindsins. M.a. hef- ur komið fram aö þak frystihúsa á Eyrarbakka fauk af í heilu lagi og stærri og smærri skemmdir voru (jölmargar á þessum stöö- um. Eyjólfur Þorbjörnsson veöurfræöingur sagöi viö Alþýöublaöiö aö segja mætti að allt hefði hjálpast aö viö aö valda þessum skemmdum. Vindáttin var sjávarþorpunum viö suöur- ströndina óhagstæö á með- an flóöið var aö ná há- marki, ölduhæö var gríöar- leg og lágþrýstingur aö auki. Þegar á daginn leiö minnkaöi heldur vindinn sunnanlands og lægöin færöi sig noröur og austur yfir landiö. Um kvöldmat- arleytiö var hún farin aö grynnka verulega þar sem hún var stödd norðan viö Grímsey en á eftir henni fór mikiö hvassviöri, einkum á noröanveröu landinu. Þannig upplýsti Eyjólfur Þorbjörnsson aö veöurstof- unni heföu borist upplýs- ingar um 100 hnúta vind- hraöa við Siglufjörö, 80 hnútar mældust viö Húsa- vík siðdegis í gær og á Ak- ureyri mældist vindhraö- inn 60 hnútar. Vindur stóö af vestri eöa suö-vestri síö- degis i gær á Noröurlandi en sú átt er afar slæm þar um slóðir. Gísli Alfredsson þjóöleikhússtjóri: Niðurskurður á rekstrarframlagi er leiklistinni óbætanlegt tjón Fjárveiting skorin nidur um 60 milljónir „Laun eru 80—85% af út- gjöldum Þjóðleikhússins og það gefur auga leið að ef á að skera reksturinn niður um þriðjung þá hlýt- ur það að bitna á starfs- fólkinu“ sagði Gísli Al- freðsson Þjóðleikhús- stjóri í samtali við Alþýðu- blaðið, en hann hefur nú sent dagblöðunum bréf, þar sem hann mótmælir niðurskurði fjárveitinga- nefndar á framlagi til hússins. Frumvarp til fjárlaga geröi ráð fyrir 260 milljóna króna framlagi til reksturs Þjóöleik- hússins á þessu ári. I fyrra var úthlutað 171 milljón á fjárlög- um og hættust síöan viö 85 milljónir meö aukafjárveit- ingum, samtals 256 milljónir. Viö afgreiöslu fjárlaga skar fjárveitinganefnd hins vegar framlagiö niöur í 200 milljón- ir og hefur sterklega veriö gefiö í skyn aö stíft veröi haldið aftur af aukafjárveit- ingum. Tillaga fjárveitinganefndar, þ.e. formanns nefndarinnar Sighvats Björgvinssonar er aö starfsemi leikhússins veröi hætt á meöan viögeröir fara fram á byggingunni, en þjóö- leikhússtjóri segir slíkt vinna leiklistinni óbætanlegt tjón. Bréf Gísla er aö finna á bls. 3.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.