Alþýðublaðið - 10.01.1990, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 10.01.1990, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 10. jan. 1990 5 Sá virdist skodun meirihluta þjódar- innar samkvæmt niöurstööum skod- anakönnunará vegum vidskipta- bankanna. Meiri- hluti er þó ánœgdur med þjónustu bank- anna en allmargir viröast óánœgöir meö opnunar- tímann. »ll? ^ ** íflHB 1 » » . ■~m.Æ mWTm Fjórir bankastjórar kynntu niöurstööur skoðanakönnunarinnar fyrirfréttamönnum igaer. Frá vinstri: Geir Magnusson Samvinnubanka, Tryggvi Pálsson Islandsbanka, Valur Arnþórsson Landsbanka og Stefán Pálsson Bunaöarbanka, sem jafnframt er formaður Sambands íslenskra viðskiptabanka. Bankarnir græða of mikið Talsverður meírihluti landsmanna telur bankakerfið rekið með of miklum hagnaði og langf lestir eru þeirrar skoðunar að stjórnmálamenn hafi of mikil áhrif á starf semi bankanna. Fólk virtist á hinn bóginn nokkuð ánægt með þjónustu bankanna, samkvæmt niður- stöðum skoðanakönnunar sem birtar voru í gær. Þekking almennings á ýmsum algengum hugtökum í bankastarfsemi virtist vera af skornum skammti og meirihluti fólks sagði bankana ekki upplýsa nægilega skýrt um þau kjör sem í boði væru. Það vekur raunar sérstaka at- hygli í sambandi við þessa könn- un, sem framkvæmd var af Félags- vísindastofnun Háskólans fyrir Samband íslenskra viðskipta- banka, að auglýsingastofa var fengin til að vinna úr niðurstöðun- um áður en þær voru kýnntar fjöl- miölum. Urvinnsla auglýsinga- stofunnar virðist hafa haft nokkur áhrif á framsetninguna og má sem dæmi nefna svör við spurningu um hvort fólk teldi bankana gegna hlutverki sínu vel, sæmilega eða illa. Svörin voru á þá leið að 27,3% töldu bankana gegna hlutverki sínu vel, 60,8% sæmilega og 11,9 illa. I meöförum auglýsingastof- unnar voru fyrri tölurnar tvær dregnar saman í eina, þannig aö í skýrslunni sem fjölmiðlafólk fékk í hendur í gær, sagði að 88,1% teldu bankana gegna hlutverki sínu vel eöa sæmilega en aðeins 11,9% teldu þá gegna því illa. Hagnaðurinn of mikill Yfirgnæfandi meirihluta að- spurðra í könnuninni, 63,2%, var þeirrar skoöunar aö hagnaöur bankanna væri of mikill. Tæpur þriðjungur, 32,3% álitu hagnaðinn hæfilegan en 4,6% voru aftur á móti þeirrar skoðunar að hagnaö- urinn væri of lítill. I þeirri skýrslu sem kynnt var á blaðamannafund- inum í gær kemur ekki fram hversu stórum hluta þótti hagnað- ur bankanna allt of mikill, eða hvort sá svarmöguleiki var gefinn i könnuninni. Þess ber að geta í þessu sam- bandi að langflestir töldu að banka ætti að reka með hagnaöi. Rúmlega 87% voru þessarar skoð- unar. I þeim niðurstööum sem birt- ar voru í gær er úrtakið ekki klofiö eftir t.d. aldri, kyni, búsetu eöa stjórnmálaskoöunum en fram kom á fundinum að talsverður munur var á afstöðu fólks til hagn- aöar bankanna eftir stjórnmála- skoðunum. Aðeins rétt ríflega 80% kjósenda Alþýðubandalags- ins töldu rétt að bankar, væru reknir með hagnaði. Litlu fleiri kjósendur Kvennalistans voru þessarar skoðunar. Yfir 90% af kjósendum Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks vildu láta reka banka meö hagnaði en kjósendur Framsóknarflokksins voru nálægt meðaltali. Áhrif stjórnmálamanna Þaö viröist útbreidd skoðun meöal almennings aö stjórnmála- menn hafi meiri áhrif í bönkum en góðu hófi gegnir. I könnuninni var spurt hvort fólk teldi áhrif stjórn- málamanna í bönkum of mikil, hæfileg eða of lítil. Ríflega 84% sögðu áhrif stjórnmálamanna of mikil, 14,5% hæfileg en l,4%voru þeirrar skoðunar að stjórnmála- menn hefðu of lítil áhrif í bönkum. Bankastjórarnir sem kynntu niöurstööur könnunarinnar í gær, virtust þeirrar skoðunar að bank- arnir og bankakerfiö hafi að und- anförnu veriö fórnarlamb mjög neikvæðrar umræðu í fjölmiðlum. Knappur meirihluti (50,9%) þeirra sem afstööu tóku í könnuninni reyndist einnig þeirrar skoðunar. 39,6% töldu fjölmiðlaumræöuna sanngjarna en 9,5% fannst bank- arnir hafa fengið of jákvæða unj- fjöllun í fjölmiðlaumræðu. / Áberandi hugtakaruglingur í niðurstööum könnunarinnar kemur greinilega fram að almenn- ingur er ekki tiltakanlega vel aö sér um merkingu ýmissa algengra hugtaka sem notuð eru í peninga- málum. Hér má nefna hugtök eins og nafnvexti, raunvexti og verð- tryggingu. Réttir tveir þriðju hlut- ar aðspurðra kváðust ekki vita hvað þessi hugtök þýddu og innan við 6% voru þeirrar skoðunar að almenningur þekkti merkingu þessara hugtaka nægilega vel. I öllu auglýsingaflóði bankanna á undanförnum árum og aukinni samkeppni virðist einnig sem al- menningur hafi ekki náð aö fylgj- ast meö framvindu mála, því tölu- verður meirihluti (60,9%) reyndist á þeirri skoöun að bankarnir upp- lýstu ekki nægilega skýrt, hvaða kjör þeir bjóða. Ánægja með þjónustu Samkvæmt niðurstööum þess- arar könnunar viröist sem allur al- menningur sé ánægður með þjón- ustu bankanna. Nærri þrír fjórðu hlutar töldu ennfremur aö þjón- ustan heföi almennt batnaö á síð- ustu 5 árum. Enn fleiri eða því sem næst fjórir af hverjum fimm töldu þjónustuna góða. Yfir 80% sögöu starfsfólk bankanna nægjanlega lipurt í þjónustunni. Ríflega níu af hverjum tíu töldu sinn viðskipta- hanka veita mjög góða þjónustu. Spurt var um traust fólks á bönk- um og reyndust 71,4% bera mikiö eða mjög mikiö traust til bank- anna almennt en 18,2 kváðust bera lítið traust til bankanna eða jafnvel mjög lítiö. Hvað opnunartíma bankanna viðvíkur virðist sem tæpur fjórð- ungur þeirra seni afstöðu tóku hafi taliö að opnunartíminn hentaði sér illa. Þetta er að vísu ekki nefnt beinlínis í skýrslunni sem frétta- mönnum var afhent í gær en þar kemtir fram að 76,8% liafi sagt að opnunartimi bankanna hentaöi sér vel eöa sæmilega. Samkeppni eða sameining Allverulegur meirihluti þjóðar- innar viröist sammála þeirri sam- einingu banka sem átti sér stað um áramótin. Ríflega þrír af hverj- um fjórum sem afstööu tóku voru á þeirri skoöun að bankasamein- ing væri æskileg en um 15% töldu þessa þróun ekki æskilega. í könnuninni var einnig spurt um samkeppni milli banka og töldu 21,4% að samkeppnin væri of mikil, 41,8% fannst hún hæfileg en 36,8% þótti samkeppni milli bankanna vera oí lítil. Könnun þessi var gerð í byrjun september i haust og náði til 1.500 manna úrtaks á aldrinum 18—75 ára. Tekiö skal fram að allar hlut- fallstölur eru byggðar á svörum þeirra sem tóku afstöðu til hverrar spurningar fyrir sig. í |)eirri skýrslu sem dreift var á blaða- mannafundi i gær kemur ekki fram hversu margir gáfu ekki upp afstöðu við hinum ýmsu spurning- um. Töflur eru ekki birtar og flokkar svara að því er viröist all- víða dregnir saman. JD 5GX 40- ■ 30-- 20-- ÍO- ■ Samkeppnl of mlkil/ haefll©g/of lítll? 41, Bx ] 36, BX

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.