Alþýðublaðið - 03.03.1990, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 03.03.1990, Qupperneq 2
2 Laugardagur 3. mars 1990 ilfflOTIlUllllB Ármúli 36 Sími 681866 Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjórar: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson Setning og umbrot: Leturval, Ármúla 36 Prentun: Blaðaprent hf. Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 75 kr. eintakið. FÓTSPOR STALÍNS '68-KYNSLÓÐIN OG JAFNAÐARSTEFNAN Talsverðar hræringar hafa ver- ið á vinstri væng stjórnmála á ís- landi eftir hrun kommúnismans í Austur- og Mið-Evrópu. Farið hefur fram nokkuð sérkennileg hundahreinsun í Alþýðubanda- laginu þar sem gamlir og nýir kommúnistar þvo hendur sínar og ganga ofan í sín eigin gömlu fótspor. Svonefnd lýðræðiskynslóð í Al- þýðubandalaginu, ’68-kynslóð- in og afkomendur hennar, hafa reynt að knýja á um uppgjör um fortíð flokksins. ’68-kynslóðin sem endurlífgaöi Alþýðubanda- lagið í lok sjöunda áratugarins og fleytti flokknum gegnum þann áttunda, gerði sér vonir um lýðræðislegan sósíalisma; að breyta Alþýðubandalaginu í séríslenskan jafnaðarmanna- flokk. Á sama tíma áttu sér mikil umbrot stað i Alþýðuflokknum, sveiflan í kringum Vilmund heit- inn Gylfason var í algleymingi og leiddi síðar til klofnings í flokknum. Hugsjónafólk af ’68-kynslóðinni sem taldi sig lýðræðislega jafnaðarmenn, hafði í raun um þrjá flokka að ræða; hinn hefðbundna en litla Alþýðuflokk, Bandalag jafnaö- armanna eða freista þess að breyta Alþýðubandalaginu að innan. '68-kynslóðin skiptist í stórum dráttum í þessa þrjá arma en meginstraumarnir lágu í fyrstu inn í Bandalag jafnaðar- manna og Alþýðubandalagið. "eir hugsjónamenn af um- ræddri kynslóð sem kusu að freista þess að breyta Alþýðu- bandalaginu í jafnaðarmanna- flokk, uppgötvuðu smám saman að þótt Stalín væri ekki sjáanleg- ur og reyndar opinberlega bann- færður af flokknum, þá var Sta- lín ennþá hér. Hann leyndist í gömlu frumherjunum og afkom- endum þeirra sem höfðu öll tögl og hagldir í Alþýðubandalaginu. Erfingjar Stalíns voru áfram valdamenn flokksins, og þeir voru áfram sömu einræðis- og miðstýringarsinnarnir þótt þeir byðu ungu fólki og nýjum kyn- slóðum opinn arminn undir for- merkjum lýðræðis. Það reyndist hinni nýju kynslóð þungur róður að starfa við hlið stalínistanna. Gjáin milli stalínistanna og lýð- ræðiskynslóðarinnar fór breikk- andi. Um miðjan síðasta áratug varð klofningurinn opinberlega Ijós og síðan hefur styrjöld þess- ara tveggja fylkinga geisað í Al- þýðubandalaginu undir her- stjórn Svavars Gestssonar ann- ars vegar og Ólafs Ragnars Grímssonar hins vegar. Á þess- um sömu árum gekk Bandalag jafnaðarmanna aftur í Alþýðu- flokkinn og nýjar áherslur undir formennsku Jóns Baldvins Hannibalssonar sáu dagsins ljós. Alþýðuflokkurinn stóð sem fyrr á traustum grunni jafnaðarstefn- unnar og gat auðveldlega aðlag- að sig nútímalegum áherslum án þess að það kallaði á ágrein- ing innan flokksins. Alþýðu- flokkurinn þurfti ekki á neinu uppgjöri að halda. Þar var og hefur aldrei verið neinn Stalín. Þessi mál gerði Alþýðuflokkur- inn upp á þriðja áratugnum líkt og aðrir jafnaðarmannaflokkar á Norðurlöndunum. Þess vegna gekk þeim hluta ’68-kynslóðar- innar sem gekk til samstarfs við Alþýðuflokkinn vel að vinna með „gömlu krötunum." Hug- myndafræöin var í raun sú sama. Ein af útgönguleiöum lýðræð- iskynslóðarinnar í Alþýðu- bandalaginu er að knýja á um sameiningu A-flokkanna. Það er hins vegar umhugsunarefni, hvort ’68-kynslóðin sem enn hefur ekki lagt stalínistanna að velli í Alþýðubandalaginu, hafi nægilega sterka stöðu til þess að krefjast þess að Alþýðuflokkur- inn verði lagður niður svo hægt sé að stofna Jafnaðarmanna- flokk íslands á rústum þessara tveggja flokka. Meira þarf til, meðal annars víðtæka málefna- legu samstöðu þessara tveggja flokka svo sameining sé raun- hæf. Slíkur málefnasamningur yrði bæði tímafrekur og erfitt kynni að reynast að sætta gamla fjandmenn í þessum tveimur flokkum. Spyrja má því: Hvers vegna gengur ekki þriðji armur ’68-kynslóðarinnar sem staðið hefur í slagnum við stalínistanna án verulegs árangurs, í Alþýðu- flokkinn og sameinast þar hin- um örmunum tveimur? I sam- einingu gæti þessi kynslóð, af- komendur hennar og fólk fram- tíðarinnar skapað og mótað hinn eina sanna, lýðræðislega jafnaðarmannaflokk. Þá væri hægt að takast á við verkefni samtíðarinnar og skapa betri að- stæður og umhverfi fyrir íslend- inga í dag, í stað þess að eyða kröftunum á uppgjör við drauga fortiðarinnar. ÖNNUR SJÓNARMIÐ HELGI Hálfdanarson ritar í Þjóðvilj- ann, reyndar Helgarblaðið, í gær mikla grein þar sem hann segir frá atburðum sem gerðust norður i landi fyrir u.þ.b. 33 árum. Þar segir af því hvernig Húsavíkurdeild Sam- einingarflokks alþýðu, Sósíalista- flokksins, brást við innrásinni í Ung- verjaland árið 1956. Helgi greinir frá tillöguflutningi á fundi í félaginu þar sem m.a. var samþykkt að harma innrásina og fordæma hana harðlega og einnig var samþykkt að breyta nafni hinnar húsvísku flokks- deiídar og gera hana óháða öllum stjórnmálaflokkum. Enda töldu Húsvíkingar ekki að flokkurinn hefði brugðist nægileg hart við inn- rás Sovétmanna í Ungverjaland. Helgi víkur síðan tali sínu að orðinu sósíalismi, merkingu þess og inntaki og segir í niðurlagsorðum greinar sinnar: „Skyldi nokkurt orð, að und- anskildu orðinu „frelsi“, hafa lent í jafn-Iitskrúðugum ævin- týrum og orðið „sósíalismi"? Naumast er til það ríki veraldar, þar sem ekki eru stjórnmála- flokkar kenndir við sósíalisma, jafnvel margir í sama þjóðfélag- inu, og mætti æra óstöðugan að henda reiður á því sem þeim er sameiginlegt og hvað þeim ber á milli. Sumir kenna sinn sósíal- isma við Marx, aðrir við Lenín, eða Trotskí, eða Stalín, eða guð má vita hvað. Harðstjórar Aust- ur-Evrópu kváðust taka stefn- una á sósíalisma; og Gorbatsjoff segist ætla að bjarga sósíalism- anum. Meira að segja Hitler kenndi sig við sósíalisma, það er nú líkast til „Die national-sozial- stische Deutsche Arbeiter- partei“ hét flokkur hans. Og for- sætisráðherrar Norðurlanda, þar sem með nokkrum rétti er talað um velferðarþjóðfélög, kalla sig hver af öðrum sósíal- ista og kenna stefnu flokka sinna við sósíalisma. Því kann ýmsum að þykja við hæfi, að Alþýðubandalagið birti afdráttarlausa skilgreiningu á því hugtaki, sem orðið „sósíal- ismi“ táknar þar í flokki. Sumum kynni þá að ganga betur að átta sig á stefnu þess flokks, þar sem virðist vera hver höndin upp á móti annarri. Trúlega færi það öllum bezt.“ OG áfram með vinstri öflin í land- inu, fortíð og framtíð. í Helgarblaði Þjóðviljans birtist ýtarlegt viðtal við Magnús Torfa Ólafsson, fyrrverandi alþingismann og ráðherra. Magnús Torfi horfir fram á veginn í viðtal- inu, fjallar mjög mikið um breytta skipan í Evrópu og tengir tilvist vinstrihreyfingarinnar á íslandi. Magnús Torfi er m.a. spurður þess hvort hann telji að afstaðan til Evr- ópubandalagsins, þróunar þess og framtíð hins Evrópska efnahags- svæðis, geti orðið til að kljúfa ís- lenska vinstrihreyfingu enn einn gang. Hvort ástæða sé fyrir vinstri menn að óttast þá þróun sem er að verða í Evrópu. Magnús Torfi segir: „Mitt álit er það, að ég tel þennan ótta, sem hann er af menningarpólitískum eða efna- hagslegum toga, vera byggðan á röngum forsendum. Þvert á móti verða menn að sjá, að þarna er í grundvallaratriðum verið að framkvæma hluti sem eru full- komlega í anda alþjóðahyggju hinna gömlu frumhverja jafnað- arstefnunnar í Evrópu. Með þessum breytingum er verið að koma á samstarfi margra þjóða með þeim hætti að ekki verði á hlut neins gengið, og að myndað- ur verði stór markaður með lög- um og reglum sem eiga að Magnus Torfi segir óttann við EB, bæði af menningarpólitískum og * efnahagslegum toga, vera byggðan á röngum forsendum. Þvert á móti segir Magnús að verið sé að vinna i anda alþjóðahyggju hinna gömlu frumherja jafnaðarstefnunnar í Evr- ópu. tryggja að markaðslögmálin þjóni fólkinu en ekki öfugt. Ég held að íslandi sé bráð- nauðsynlegt að komast í þetta samstarf, og ég tel eðlilegast að nota EFTA sem millilið eins og gert hefur verið hingað til. Það fer ekki á milli mála að Jón Bald- vin Hannibalsson hefur aukið orðstír íslands með þeim hætti sem hann hélt á málum í þeim afdrifaríku undirbúningsvið- ræðum sem áttu sér stað á síð- asta ári undir hans forystu. Ég fæ heldur ekki séð hvernig menn geta ímyndað sér að ís- land sé betur sett einangrað frá Evrópu, sem er nú vaxandi afl á heimsmælikvarða, ekki bara í efnahagslegu, heldur einnig í pólitísku tilliti. Hjá Evrópuþjóð- um eigum við að mæta meiri skilningi á sérstöðu okkar og menningu en nokkurs staðar annars staðar, og þar er mark- aðsstarfsemin undir betra lýð- ræðislegu eftirliti en annars staðar, þannig að evrópsku stór- fyrirtækin eru ekki sú hætta sem menn vilja halda fram. Þeir sem vilja einangra okkur frá Evrópu eru í raun að stuðla að því að aðstæður skapist sem gætu orðið til að ofurselja okkur Bandaríkjunum."

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.