Alþýðublaðið - 03.03.1990, Page 3
Laugardagur 3. mars 1990
3
Kroníka vikunnar
,,Það hefur verid einkennilegt að
horfa á Alþýðubandalagið engjast í
snöru sögunnar og keppast við
að afneita öllu sem það áður trúði
og jafnvel dýrkaði, “ segir Eiður
Guðnason alþingismaður í eftir-
farandi Króníku. Eiður bendir einnig
á, að ná virðist sem nýir og gamlir
Alþýðubandalagsmenn séu orðnir
jafnaðarmenn á einni nóttu. Áður
hafi orðið jafnaðarmaður eða krati
verið skammaryrði á þeim bœ.
Eiður segir ennfremur að hann sjái
engin rök sem mœli með því að leggja
niður Alþýðuflokkinn. Ef allan
þennan fjölda jafnaðarmanna sé í
raun að finna innan vébanda
Alþýðubandalagsins sé eðlilegast að
þeir gangi i Alþýðuflokkinn — flokk
íslenskra jafnaðarmanna.
„Ordid krati hefur œvinlega veriö skammaryröi og
háöungarheiti í Þjóöviljanum. Nú heyrist mér
aö Alþýöubandalagsmenn séu á einni nóttu
orönir jafnaöarmenn. Skelfing á ég erfitt meö að trúa
því og lái mér hver sem vill, “ segir Eiöur Guönason
alþingismaður m.a. í Króníku Alþýdublaösins.
hampaði mjög norskum ,,sagnfræðingi“
og reyndi að hjáipa til við að stimpla
Stefán Jóhann Stefánsson föðurlands-
svikara. Þeir eru engir nýgræðingar í að
endurskrifa söguna Alþýðubandalags-
menn, enda eiga þeir í þeim efnum læri-
feður með mikla reynslu. Þeir hafa raun-
ar margir hverjir sótt nám og vísdóm til
þeirra ríkja þar sem það hefur verið sér-
stök fræðigrein að endurskrifa söguna,
með tilliti til þess sem hefur henta þótt
í samtímanum hverju sinni.
Alþýðuflokkurinn — flokkur
íslenskra jafnaðarmanna
Formaður Alþýðubandalagsins opnar
varla svo munninn nú orðið, að hann
komi því ekki að hve mikill jafnaðar-
maður hann sé. Eg á að vísu svolítið erf-
itt með að trúa því. Og það virðist hafa
gerst á undraskömmum tíma. Hvers-
vegna í ósköpunum sækir hann þá ekki
um inngöngu í Alþýðuflokkinn, flokk ís-
lenskra jafnaðarmanna? Sagan hefur
Nú ber nýrra við
Það fer um mann undarleg tilfinning á
stundum þessa dagana. Eins og til dæm-
is hérna um kvöldið, þegar Stöð 2 sýndi
prýðilega samantekt þeirra Þóris Guð-
mundssonar og Þorsteins Jónssonar um
heimsókn Havels og ágæta sýningu
Þjóðleikhússins á leikriti hans.
Þeim félögum þótti fara vel á því að
flétta inn í myndina samtalsglefsum við
nokkra alkunna íslenska aðdáendur
kommúnismans í Austur-Evrópu. Fólk
sem svo lengi sem mig rekur pólitískt
minni til hefur verið í samfelldri vörn
fyrir kerfið austan járntjalds og raunar
margt verið eins og þeytispjöld milli ís-
lands og Austur-Evrópu á Eystrasalts-
vikur og allt hvað eina. Mér þóttu þessi
innskot skemma annars ágæta mynd.
Fortíðin flekklausa
Það hefur líka verið einkennilegt að
horfa á Alþýðubandalagið engjast í
snöru sögunnar og keppast við að af-
neita öllu sem það áður trúði og jafnvel.
dýrkaði. Forystumenn stíga nú fram
hver á fætur öðrum og tala eins og sag-
an hafi byrjað í gær. Fram til þess tíma
hafi ekkert gerst og fortíð Alþýðubanda-
lagsins sé jafnflekklaus og Kvennalist-
ans í pólitík. Samanber ummælin: Mér
kemur ekkert við hvað gerðist áður en
ég fæddist, en efnislega var þetta haft
eftir einni af máttarstoðum flokksins í
Reykjavík hér á dögunum.
Rosalega væri það gaman, ef maður
gæti miðað upphaf alls veruleika og
sögu við eigin fæðingu, — eða hvað?
Það þykir kannski hnýsni, en skelfing
væri nú fróðlegt að geta gægst eitt and-
artak á sálarljóra sumra Alþýðubanda-
lagsmanna núna, kannski helst þeirra
sem úthúðað hafa okkur Alþýðuflokks-
mönnum mest fyrir að vilja samstarf við
lýðræðisríkin á Vesturlöndum. Fyrir að
vilja varið land og vera í Nató og fyrir að
gagnrýna kúgun, ófrelsi og mannrétt-
indabrot í Austur-Evrópu.
En þessir sálarljórar munu líklega
seint upp Ijúkast.
Línan að austan_____________________
Annað er einkennilegt í umræðunni
um þessr mundir.
Alþýðubandalagsmenn þrástagast á
því að „vinstri menn“ þurfi að ræða
„hreinskilið og opinskátt um fortíðina",
eins og það heitir. Við í Alþýðuflokknum
þurfum ekkert á þessu fortíðaruppgjöri
að halda. Það fór meðal annars fram,
þegar kommúnistar klufu sig úr flokkn-
um og stofnuðu Kommúnistaflokk ís-
lands og þegar hluti af liðsmönnum Al-
þýðuflokksins gekk til liðs við kommún-
ista undir nýju nafni árið 1938.
í bæði skiptin var klofningurinn sam-
kvæmt línunni að austan. Afstaða ís-
lensku kommúnistanna til Alþýðu-
flokksins var á hverjum tíma afstaða
Komintern, alþjóðasambands kommún-
ista. Línan var sótt til Moskvu.
Nú hampar Þjóðviljinn sagnfræðing-
um, sem gera því skóna, að undirrót
klofningsins hafi verið peningagræðgi
kratanna og fjármálavandræði, eins og
það var svo smekklega sett fram í mál-
gagni „sósíalisma, þjóðfrelsis og verka-
lýðshreyfingar" hér á dögunum.
Vér vondir menn
Já, Þjóðviljinn vel á minnst. Málgagn
þjóðfrelsis. Þjóðfrelsis hvar? Ekki í
Eystrasaltslöndunum eða Austur-Evr-
ópu fyrr en nú síðustu daga. Þannig er
nú það.
Það var ekki bara misskilningur hjá
okkur Alþýðuflokksmönnum og Sjálf-
stæðismönnum að það væri ekki allt í
sómanum í Tallin og Riga, eða annars
staðar í Sovétinu, og það var líka auð-
valdslygi að Eystrasaltsþjóðirnar hefðu
ekki gengið syngjandi glaðar inn í Sov-
étkerfið. Að halda öðru fram voru árásir
á sósíalismann, áróður, lygar og verka-
lýðsfjandsamleg afstaða. Vondir menn,
kratar og íhald.
Landsölumenn fortíðar______________
Mér er það í minni, er ég í kringum tíu
ára aldurinn var að stelast til að lesa
Þjóðviljann í stiganum en maðurinn
uppi á lofti var áskrifandi að blaðinu.
Þar voru langar frásagnir um landráða-
menn, sem hétu Bjarni Benediktsson,
Stefán Jóhann og Emil Jónsson. Stund-
um fengu Hermann og Eysteinn að
fljóta með. Þessum frásögnum fylgdu
venjulega forljótar Ijósmyndir af þeim
sem um var fjallað. Þessir menn voru sí-
fellt að selja landið og þjóðarsálina,
tunguna, menninguna og allt það sem
gott var og íslenskt. Verstu menn á land-
inu og þótt víðar væri leitað.
Þeir voru þá reyndar að tryggja okkur
samleið og samstöðu með lýðræðisþjóð-
unum í Vestur-Evrópu og Bandaríkjun-
um og forða því að umboðsmenn heims-
kommúnismans á íslandi fengju þeim
vilja sínum framgengt að landið yrði á
áhrifasvæði Moskvuvaldsins. Þessir út-
séndarar Moskvutrúboðsins voru þá í
Sameiningarflokki Alþýðu, Sósíalista-
flokknum, sem síðar kallaði sig Alþýðu-
bandalag og starfar enn undir því nafni.
Ótrúlega margir þeirra eru þar enn.
Skammaryrðið krati__________________
Þjóðviljinn segist líka vera málgagn
sósíalisma. I mínum huga hefur Þjóðvilj-
inn alltaf verið málgagn þess sósíalisma
sem iðkaður hefur verið í Sovétríkjun-
um og Austur-Evrópu. Alþýðuflokkur-
inn hefur aldrei skrifað upp á það. Þvert
á móti og hann hefur uppskorið níð og
háð á síðum málgagns sósíalismans.
Orðið krati hefur þar ævinlega verið
skammaryrði og háðungarheiti í Þjóð-
viljanum. Nú heyrist mér að Alþýðu-
bandalagsmenn séu á einni nóttu orðnir
jafnaðarmenn. Skelfing á ég erfitt með
að trúa því og lái mér hver sem vill.
Sú var tíðin að á þeim bænum var það
hvorki sóma- né virðingarheiti að vera
jafnaðarmaður. Þeir voru svikarar viö
málstaðinn. Forystumenn norskra og
danskra jafnaðarmanna þóttu til dæmis
ekki par merkilegir pappírar hjá íslensk-
um kommum hér á árunum.
Þegar ég svo les það núna í Þjóðviljan-
um að Alþýðubandalagið hafi haft tíð
samskipti við Verkamannaflokkinn í
Noregi þá verð ég enn og aftur svolítið
hissa. Þeir norsku jafnaðarmenn sem ég
hef spurt kannast heldur ekki við þessi
samskipti. Það þykir gott að halda þessu
fram núna. Sjálfsagt verður svo dreginn
fram „sagnfræðingur" til að sanna að
þessi samskipti hafi átt sér stað.
Það er ekki langt síðan að Þjóðviljinn
sýnt að hann á ekkert erfitt með að fara
milli flokka.
Og þá kem ég að sameiningartalinu.
Ég hef ekki séð nein rök sem mæla með
því að leggja niður Alþýðuflokkinn. Ef
þeir Jón Baldvin og Ólafur Ragnar vilja
í eina sæng, þá er ég ekkert viss um að
mig langi til að liggja þar með þeim. Ég
heid jafnvel að svo sé um talsvert fleiri.
Ef allt í einu eru þessi ósköp af jafnað-
armönnum innan vébanda Alþýðu-
bandalagsins, hversvegna ganga þeir þá
ekki í Alþýðuflokkinn, flokk íslenskra
jafnaðarmanna? Mér er spurn.
Eftir að hafa séð Endurbygginguna
eftir Havel á fjölum Þjóðleikhússins,
finnst mér stundum eins og formenn Al-
þýðubandalagsins og Alþýðuflokks séu
að leggja á ráðin um einhverja endur-
byggingu, en hafi hreinlega gleymt að
spyrja fólkið hvað því finnist eða hvort
það yfirleitt vilji vera með.
Eiöur Guönason
alþingismaöur er höfundur
Króníku
Alþýöublaösins
þessa vikuna